Morgunblaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 13 MENNING Innritun í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17, tölvu- póstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með vönduðu námsefni fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Nánari upplýsingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni: www.gitarskoli-olgauks.is eða í skólanum á innrit- unartíma, en innritað er alla virka daga kl. 14:00 til 17:00. ww w.g itar sko li-o lga uks .is Hægt að fá leigða HEIMAGÍTARA kr. 3500 á önn INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 G A U K U R – G U T E N B E R G Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is 588-3630 588-3730 BANDARÍSKA hljómsveitin Backstabbers Inc. heldur óvænta tónleika í verslun Smekkleysu og Elvis á Klapparstíg í dag. Hljóm- sveitin er að ljúka tónleika- ferðalagi um Evrópu en sveitin hefur sent frá sér eina breiðskífu, Kamikaze Missions sem Trash Art út- gáfufyrirtækið gaf út. Auk Backstabbers Inc. koma fram íslensku sveitirnar Gavin Portland og Changer. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og er miða- verð 500 krónur. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana sem fram fara við Klapparstíg 27. Tónleikar Óvænt uppákoma í Smekkleysu KÍNVERSKA kvikmyndin Sanxia Haoren hlaut Gullljónið á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum um helgina. Myndin, sem er leikstýrt af Jia Zhang-ke, þykir ljóðræn lýsing á byggingu stærstu vatnsafls- virkjunar heims, svokallaðrar Þriggja gljúfra stíflu, og áhrifa hennar á íbúa í nágrenni henn- ar. Breska leikkonan Helen Mirren var valin besta leikkona hátíðarinnar fyrir túlkun sína á Elísabetu drottn- ingu. Bandaríski leikarinn Ben Affleck var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Hollywoodland. Kvikmyndir Gullljónið afhent í Feneyjum Leikstjóri sigur- myndarinnar, Jia Zhang-ke. BÓKAÚTGÁFAN Hólar hef- ur í samvinnu við Mýrar- mannafélagið gefið út bókina Leitin að landinu góða sem er Úrval bréfa Vesturheimsfar- ans Jóns Jónssonar frá Mýri í Bárðardal. Jón fluttist árið 1903 til Kanada og öll ár sín vestanhafs skrifaði hann reglulega heim til Íslands. Þar segir hann fréttir af fólkinu í Vesturheimi og hefur uppi hugleiðingar um hvað kæmi Ís- landi best, einkum íslenskum bændum. Ritstjóri bókarinnar er Heimir Pálsson en með honum í ritnefnd voru Jón Aðalsteinn Hermannsson og Jón Erlendsson. Bækur Hugleiðingar Vesturheimsfara LISTAKONAN Yoko Ono verður stödd hér á landi hinn 9. október næstkomandi í tvennum erinda- gjörðum. Annars vegar ætlar hún að veita friðarverðlaun, kennd við hana og eiginmann henn- ar sáluga, Bítilinn John Lennon, en einnig mun hún hefja undirbúning við gerð friðarsúlu sem hún hyggst gera og reisa úti í Viðey. Dagsetningin er engin tilviljun en Lennon fæddist hinn 9. október árið 1940. Friðarverðlaun á Höfða Friðarverðlaunin eru í formi pen- ingagjafar sem að þessu sinni rennur tvennum samtökum í skaut. Alþjóðlegu samtökin Læknar án landamæra og fræðslusamtökin Center for Constitutional Rights hljóta styrkinn fyrir framlag sitt til friðar á jörð og til varnar mannrétt- indum. Styrkurinn hljóðar upp á 3,5 millj- ónir íslenskra króna og verður veitt- ur á Höfða. Bænir um alheimsfrið Friðarsúlan, sem kallast Imagine- friðarsúlan eftir einu þekktasta lagi Lennons, hefur að sögn listakon- unnar verið draumur hennar í yfir fjóra áratugi. Hugmyndin er að fylla súluna af bænum frá fólki alls staðar að úr heiminum sem á það sameig- inlegt að biðja fyrir friði á jörð. Súlan á jafnframt að vera sem lýsandi viti fyrir alla þá sem dreymir um al- heimsfrið. Súlan verður unnin í samráði við forstöðumann Listasafns Reykjavík- ur, Reykjavíkurborg og listakonuna sjálfa. Friðarsúlan mun rísa í Viðey og verður fyrsta skóflustungan tekin við þetta tilefni. Morgunblaðið/Ómar Friðarsinni Yoko Ono er mikill boð- beri friðar á jörðu. Yoko Ono sækir Ísland aftur heim Friðarboðskapur á afmælisdegi Lennons John Lennon AUSTURRÍSKI kvikmyndaleik- stjórinn Barbara Albert verður gestur Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar sem hefst hér á landi hinn 28. september næstkomandi. Hún kemur hingað til lands sem hluti af flokk á hátíðinni sem nefn- ist Þrisvar þrír, þar sem sýndar verða þrjár myndir eftir þrjá leik- stjóra sem þykja skara framúr í meðferð sinni á kvikmyndamiðl- inum. Sýndar verða myndirnar Nord- rand (1999), Free Radicals (2003) og Falling (2006) en kvikmyndahá- tíðin verður með þeim fyrstu í heiminum til að sýna þessa nýjustu mynd Albert, en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem lauk um helgina. Falling segir frá fimm konum á fertugsaldri sem hittast í fyrsta sinn í fjórtán ár við útför fyrrver- andi kennara síns. Þrisvar þrír frá Barböru Albert LANGT LJÓÐ er þessi texti í þýð- ingu Hjalta Rögnvaldssonar. Þung- lyndislegt ljóð um konu í húsi við haf- ið sem minnist manns er hvarf þangað. Sumardagur heitir textinn en kveikir við lestur löngu gleymda tilfinningu um nálægð hafsins á dimmum óveðurskvöldum í litlu þorpi og um þögulan, kyrran ótta um þá sem eru ofurseldir náttúruöfl- unum þarna úti í sortanum. En einn- ig hvað eftir annað aðra tilfinningu, þá að hafa verið í sporum þessara persóna, þeim að geta ekki orðað það sem maður vildi segja, vildi vera; segja eitthvað, vera eitthvað allt ann- að; mest fátt. Þessi leikur með orð og þagnir, svo norrænn, hafrænn, fullur einsemdar, virðist vera erfiður fyrir sviðsetn- ingu. Fortíð og nútíð standa hlið við hlið, tími óræður, persónur lokaðar inni í eigin heimi, engin tengsl við samfélag, fátt gerist og þagnirnar langar. Skrifaðar eru stemningar ut- an um eitt atvik en í þeim svipuð áskorun og í textum sumra annarra nútímaleikskálda: að leika sér með hljóð, orð, endurtekningar, hrynj- andi. Í lestri Egils Heiðars Antons Páls- sonar finnst mér vera eitthvert óþol gagnvart orðunum, þögnunum, en þó aðallega gagnvart persónunum líkt og hann kannist ekki við þær og ef hann kannist við þær þá þoli hann þær ekki. Hann byggir utan um per- sónurnar hús, ekki gamalt norskt hús, eins og finnast hér á landi svo mörg, og margir af kynslóð konunnar sem er miðpunktur verksins gerðu upp af virðingu fyrir honum sem smíðaði húsið. Hans hús, hannað af Martin Eriksen, er allt yfirfullt af dóti, aðallega þó lömpum, nið- urníddum borgaralegum húsgögnum frá sjöunda áratugnum, sem að hruni eru komin og þakin prjónadóti kon- unnar í húsinu; allt er það þröngt, ljótt, þungt og kæfandi. En í baksýn alls ljótleikans ídyllísk mynd af lygn- um firði milli hárra fjalla og fyrir hana dregnar hvítar léttar gardínur risastórrar villu, sem tákna glugga og brú milli þess sem er úti og inni. Úti verða til litríkar myndir ljósa- meistarans Rainers Eisenbrauns: Persónur í firði. Vísun í þá staðhæf- ingu sumra að verk Jons Fosse séu eins og málverk? Hann lýsir einnig bjálkagólf neðan frá og lamparnir all- ir loga á víxl, einnig yfir áhorfendum, en ég get ekki ráðið í hvað ljósaflóðið á að tákna. Ég heyri hins vegar hættulegt hafið í tónlist Hildar Ingv- eldar- og Guðnadóttur, hvernig öldur sogast út og inn, en einnig það verður yfirþyrmandi og glatar smám saman merkingu. Verkið hefst með heim- sókn umhyggjusamrar vinkonu (Anna Kristín Arngrímsdóttir) til einsetukonunnar í húsinu. Önug er hún (Kristbjörg Kjeld) og lítur á komuna sem innrás í lokaðan örugg- an heim sinn; en innrásin kveikir minningu um annan dag sem þær stöllur lifðu saman. Inn á sviðið rásar hún sjálf sem ung kona (Margrét Vil- hjálmsdóttir), hjárænuleg, nánast hallærisleg handavinnustelpa af átt- unda áratugnum sem á von á vinkonu sinni inn í þetta niðurnídda hús, þar sem liðleskjan (Hjálmar Hjálm- arson) sem hún býr með hengslast um sé hann ekki úti á sjó; hún kann eða getur ekki talað við hann og fyllir því allt andrými taugaveikluðum at- höfnum, bakstri, smíðum, lagfær- ingum sem eru endalaus yfirlýsing um vesaldóm sambýlismannsins. Margrét gerir þar margt ákaflega vel og með fínum húmor, en þessi ákveðni lestur á persónu hennar ger- ir sambandið ansi skýrt og hvers- dagslegt og ýtir Hjálmari inn í eitt hólf, hólf góðlátlega aumingjans sem hefur ekkert sérstakt tilfinninga- samband við hafið heldur flýr þangað bara undan leiðinlegri kellingu sem alltaf er að pota í hann. Hann er farinn og eftir stendur konan allt í einu óróleg en nú kyrr. Inn í óróleikann kemur vinkonan ung (Katla María Þorgeirsdóttir) ,yfirlætisleg og augsýnilega betur sett, og síðar maður hennar (Kjartan Guðjónsson með hárkollu) og eru bæði eins og úr öðru leikriti, ein- hverjum farsa sem leikinn er í biðinni eftir að maðurinn komi af sjónum, þeim kafla sem leiðir upp að há- punktinum. Hápunkturinn er hins vegar eitt flottasta andartak sýning- arinnar, þegar unga konan fylgist undrandi, lömuð með viðbrögðum vinkonunnar. Utan um þessa litlu glæpasögu um konuna sem myrti manninn sinn heldur Kristbjörg Kjeld sem sögumaður og er í sam- bandi við leikendur sögunnar og áhorfendur. Útgeislun hennar og stærð er eins og venjulega engu lík og af vörum hennar (og Önnu Krist- ínar) fær textinn vídd. Samband hennar við áhorfendur hefði hins vegar orðið annað hefði hún ekki þurft beinlínis að berjast stöðugt við að ná fram til okkar gegnum tónlist- ina. Hreyfingar hennar og hinna leik- aranna í þessu litla þrönga yfirfyllta rými út og inn úr fortíð og nútíð eru yfirleitt mjúkar og fallegar nema þegar þau þurfa að glíma við gard- ínur. Þegar upp er staðið minnist ég óhjákvæmilega Mind Camp, síðustu sýningar Egils Heiðars, sem ég var svo hrifin af. Þar ríkti ákveðinn ein- faldleiki og fegurð yfir streymandi þéttri orðamergð, hér er opinn ein- faldleiki texta kaffærður í streym- andi hávaða, ljósum, ljótu dóti og at- höfnum. Er þetta yfirlýsing um ljótleika, tómleika og dótagleði kynslóðar sjö- unda og áttunda áratugarins sem „myrt hefur yndi sitt“? Eða er þetta yfirlýsing um að texti Jons Fosse sé frat? Því allir myrða yndi sitt … LEIKLIST Þjóðleikhús Höfundur: Jon Fosse. Þýðandi: Hjalti Rögnvaldsson. Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson. Leikmynd: Martin Eriksson. Lýsing: Rainer Eisenbraun. Tónlist: Hildur Ingveldardóttir Guðnadótt- ir. Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Kristbjörg Kjeld, Margrét Vilhjálmsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Kjartan Guðjónsson. Smíðaverkstæðið, laugardaginn 9. sept- ember kl. 20. Sumardagur Sumardagur „Er þetta yfirlýsing um ljótleika, tómleika og dótagleði kyn- slóðar sjöunda og áttunda áratugarins sem „myrt hefur yndi sitt“?“ spyr gagnrýnandi sem sá Sumardag í Þjóðleikhúsinu. María Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.