Morgunblaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
PÁLL Magnússon útvarps-
stjóri segir í Morgunblaðinu á
laugardag að 6% hækkun afnota-
gjalda dugi skammt, og nú verði
að taka á rekstrarhallanum „með
öðrum hætti“. Hins vegar séu
framundan bjartir dagar: „Áform
um breytt rekstrarform RÚV
gætu bætt reksturinn mikið með
því að gera stjórnendum kleift að
gera reksturinn skilvirkari … .“
Ámóta staðhæfing hefur nokkr-
um sinnum áður heyrst úr ranni
útvarpsstjórans, og áhugamenn
um háeff-væðingu hafa að sjálf-
sögðu hent hana á lofti. Þó hefur
Páll Magnússon aldrei sýnt með
hvaða hætti hlutafélagsvæðing
bæti rekstur RÚV, hvorki í fjöl-
miðlum né til dæmis á fundum
með menntamálanefnd alþingis.
Rétt er að minna á að sam-
kvæmt síðustu gerð hf.-
frumvarpsins um RÚV er fyr-
irtækið sem hlutafélag í 100% rík-
iseigu. Í hlutafélaginu verður að
skilja allan samkeppnisrekstur
frá rekstri almannaútvarps. Upp-
lýsingalög gilda um hlutafélagið.
Hlutafélaginu er bannað að eiga
hlut í öðrum fjölmiðlafyrir-
tækjum. Þessi atriði og miklu
fleiri gera RÚV hf. samkvæmt
frumvarpinu allt öðruvísi en öll
þau hlutafélög sem hér eru við
lýði. Almennar fullyrðingar um að
hlutafélög séu betur rekin en
hrein ríkisfyrirtæki eiga því
óvenju illa við.
Páll Magnússon skuldar okkur
því skýringu á orðum sínum – eig-
endum Ríkisútvarpsins, starfs-
mönnum þess, áhorfendum þess
og hlustendum. Það er nefnilega
ekkert í frumvörpunum að sjá
sem „geri stjórnendum kleift að
gera reksturinn skilvirkari“.
Eina breytingin í háeff-kafla
frumvarpsins sem mætti tengja
aukinni skilvirkni er sú að niður
skal lögð lögbundin deildaskipt-
ing fyrirtækisins og sú skipan af-
numin að ráðherra skipi þrjá
framkvæmdastjóra til hliðar við
útvarpsstjóra.
Er hér ef til vill komið það hag-
ræði sem útvarpsstjóri vísar til í
Morgunblaðinu? Gerir hið breytta
rekstrarform reksturinn skilvirk-
ari með því að ekki þarf lengur að
borga launin þeirra Bjarna Guð-
mundssonar, Dóru Ingvadóttur
og Guðmundar Gylfa Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Út-
varps, Sjónvarps og fjár-
máladeildar?
Hvað annað, Páll Magnússon
útvarpsstjóri?
Mörður Árnason
Hvað sparast, Páll?
Höfundur er alþingismaður.
SVO sagði Sturla, og hét því að
bora næst göng frá Dýrafirði í Arn-
arfjörð, eftir afar dýr og tímafrek
göng fyrir fáa um Héðinsfjörð. Ekk-
ert meira lengi, lengi. Hæ, hó, gam-
an að ráða?
Skyndilegt hrun í
Óshyrnu var maklegt
kjaftshögg og dugði
betur en orð, enda brá
nú ráðherrann við
skjótt: Hér skal að
vinna, hér komi göng –
strax!
Hér? – hvar? Göng í
þrennu lagi, 4 km alls,
var áætlun Vegagerð-
ar 2000. Áður rætt um
göng innar í berginu,
að Hnífsdal. Sumir
vilja göng úr Syðradal
til Tungudals, 6 km.
Bezt hvar? Ekkert svar! Rann-
sóknir skorti, þeim hefði átt að ljúka
fyrir löngu, hr. ráðherra!
Með hjálp Mbl. hefur árum sam-
an verið reynt að flýta gerð ganga
um allt land, hamra á réttri for-
gangsröð, einkum að þoka Óshlíð
fremst, Súðavík og Hvalnesskriðum,
sökum þess háska, sem verður æ
ljósari á þeim leiðum. Einnig göng-
um til Norðfjarðar í 100 m hæð, í
stað 632 m hárra ganga um Odds-
skarð, þar sem hættur eru miklar
þótt ekki hrynji fjöll, og eru heima-
menn loks farnir að gera skýra
grein fyrir þessu, ásamt fleiri sterk-
um rökum, sjá m.a. Mbl. 17. mars
s.l. Þau eru líka einn hluti nauð-
synjaverka vegna stóriðju. En
stjórnmálamenn ráða, og hlusta
ekki á heilræði Litlamannsins. Eftir
mörg brigðul heit um viðræður
hættir hann að freista þess að bera
fram athugasemdir eftir þeirri sam-
gönguleið, tekur loks fremur undir
vítur á ráðherrann.
Nú leyfi ég mér að benda á,
hversu drottinn hefur – loksins –
með því að hrista Óshyrnu svo dug-
lega sem hann gerði, tekið undir
röksemdir gegn þeim sem valdið
hafa, svo þeir munu varla svefns
njóta fyrr en göng eru komin a.m.k.
um háskalegasta hluta Óshlíðar.
Með þeirri skeleggu staðfestingu
drottins á réttmæti þeirrar röðunar,
sem höfundur hefur hamrað á í
Mbl., má nú vænta
betri áheyrnar og und-
irtekta framvegis.
Væri þó Herranum
vissara að herða enn á
með svo sem einni
spýju í Kirkjubólshlíð,
án slyss eða verulegs
tjóns. Skyldi minnast
þess, að Súðavík á sér
aukinn rétt vegna þess
að menn létu glepjast
til að setja Djúpveg í
forgang fram yfir leið-
ina suður frá Dýrafirði,
og enn er vegargerð í
Djúpi ekki nema kák meðan ekki
koma Súðavíkurgöng, brú á Mjóa-
fjörð og vegur um Arnkötludal og
Gautsdal. Við slíkt kák getur ekki
verið gaman í hlutverki ráðherrans.
En vissulega var ég sammála
Jónasi Guðmundssyni, að suð-
urleiðin ætti að njóta forgangs fram
yfir Djúpveg, en aðrir réðu og sitja
enn uppi með þetta.
Eftir mörg samtöl við staðkunn-
uga varð þessi grein til, raunar
nokkuð breytt, en þá fréttist að
fundur yrði vestra um þessi mál og
þótti við eiga að bíða fregna af hon-
um. Nokkuð teygðist úr þeirri bið,
og Mbl. yfirfylltist af kosn-
ingagreinum. Er lítt farið að skýr-
ast enn hvaða leið verður valin, og
hlýtur óvissan að vera heimamönn-
um veruleg raun. Ljóst er að þeir
þrá umfram allt öryggi – en líka
sem skjótasta lausn. Hljóta lands-
menn allir að taka undir réttmætar
óskir þeirra, jafnframt því að virða
hagsýni. Þrátt fyrir litlar upplýs-
ingar virðist mega ætla, að einkum
sé til athugunar að leggja göng frá
hlíðinni í nánd við Ós, þ.e. fyrir inn-
an Óshyrnu, beint til Hnífsdals, og
fellur það vel að hugmyndum
margra fyrr og síðar. Þá er og sjálf-
gefið að bæta veginn milli Hnífsdals
og Ísafjarðar.
Með þessu móti væri öryggi feng-
ið, en þess yrði langt að bíða. Skjót-
virkast til að ná í gegnum mesta
háskann, Óshyrnu, er að fylgja þar
upphaflegri hugmynd Vegagerð-
arinnar, um 1200 m göng. Á eftir
kæmu göng um Arafjall og Búð-
arhyrnu. En verður þetta nógu
öruggt? Eða er kannski réttlæt-
anleg skyndilausn að fórna fé í Ós-
hyrnugöng til bráðabirgða? Og loka
þeim eftir að bezta leið er tilbúin.
Þessar spurningar vekja aðrar:
Gætu göng um Óshyrnu og Arafjall
orðið örugg með annarri útfærslu?
Innar í fjallinu, með munna nálægt
Ósi, í fyrstu út að Kálfadal og ekki
lengra, til að verða sem fyrst að not-
um, en þar hönnuð svo að framhald
þeirra yrði óslitið að Arafjalli og
gegnum það að Seljadal – en heil
göng þangað frá Ósi munu vera tal-
in skoðunarverð. Og ekki víst að
göng þurfi um Búðarhyrnu vegna
skriðufalla, en e.t.v. fremur vörn
gegn stormhviðum.
Fljótt, fljótt, segir fuglinn.
Og líka fljótt göng milli Eski-
fjarðar og Norðfjarðar, í 100 m
hæð. Og fljótt fram hjá Hvalnes-
skriðum, gegnum Lónsheiði, aðeins
2,5 km göng, en svo stutt göng eru
afar sterk rök fyrir framkvæmd
sem aukalega styttir Hringveginn
um 14 km. Og fljótt, fljótt opna
hættulausa leið á Djúpvegi um
Súðavík.
Hér má engu fresta. Það væri
grátleg refsing fyrir gáleysi í góð-
ærinu. En að meinalausu mætti
skipta út fleiri ráðherrum.
„Nú er gaman að vera
samgönguráðherra“
Guðjón Jónsson skrifar
um samgöngumál »Hér má engu fresta.Það væri grátleg
refsing fyrir gáleysi í
góðærinu.
Guðjón Jónsson
Höfundur var kennari.
Í MORGUNBLAÐSGREIN
Toshika Toma 3. september er þung-
ur undirtónn í garð blaðsins, fyrir að
birta tilteknar greinar
eftir Skúla Skúlason.
Honum sárnar að
Morgunblaðið skuli
virða tjáningarfrelsið
við þá menn, sem hann
er ekki sammála. Í lok
greinar Toshika fæ ég
ekki betur séð, en að
hann leggi túlkun
Morgunblaðsins á tján-
ingarfrelsi undir sið-
ferðislega mælistiku.
Þegar danskt blað
birti skopmyndir af
Múhameð spámanni
gerði múslímskur arabi, með dansk-
an ríkisborgararétt, sér ferð til landa
forfeðranna. Erindið var að vekja at-
hygli á teikningunum og rægja þjóð-
ina, sem gert hefur meira fyrir hans
líka, en nokkur önnur í veröldinni.
Hatursferð mannsins kostaði hundr-
uð manna lífið og olli Dönum gríð-
arlegu fjárhagslegu tjóni. Ofstækið í
múslímalöndunum breiddist til
þeirra landa, sem múslímar hafa náð
fótfestu í, sem er lygilega víða. Í okk-
ar litla landi hófu forsvarsmenn
þeirra upp hnefa gegn vinaþjóð vorri
og gátu Danir hvergi verið öruggir
um líf sitt. Ekki heldur í eigin landi
og þegar þetta er skrifað var verið
að handtaka fjölda múslíma, sem
undirbjuggu hryðjuverk í Dan-
mörku. Ómennin voru sótt inn í
hverfi múslíma, sem talið er vara-
samt sérsveitarmönnum og lögreglu
að fara inn í.
Þó heimskulegt hafi verið að grín-
ast með Múhameð spámann, líkt og
mér finnst um helgi allra þjóða, er
rangt að hefta tjáningarfrelsið. En í
þeim efnum er Toshika ósam-
kvæmur sjálfum sér. Í einu orðinu
mælir hann með því, um leið og hann
hafnar því í hinu. Vegna skrifa Skúla
spyr hann hvort múslímar séu verri
en kristið fólk. Yfir höfuð eru þeir
það ekki. En trúarbrögðin virðast
ósamrýmanleg, því þau eru á köflum
æði forneskjuleg og ekki í samræmi
við norræn gildi um jafnrétti og lýð-
ræði. Þar hallar mest á konur og er
augljóst öllum. Enginn er án galla,
en kristið fólk er að því leytinu betra,
að það neyðir ekki múslímska maka
til að skipta um trú og hjónin eru
jafnrétthá gagnvart
börnum sínum og lög-
um. Undir engum
kringumstæðum dræpi
kristinn maður dóttur
sína fyrir að vilja gift-
ast útlendingi, eða ann-
arrar trúar manni.
Ekki veit ég hve marg-
ar múslímaþjóðir leyfa
eða láta óátalinn þann
forna hrylling, að skaða
meybörn að neðan.
Víða leyfist að gifta
stúlkubörn miðaldra
körlum, jafnvel göml-
um. Sómölsk kona kom hingað að
kynna bækur sínar um hvorutveggja
hryllinginn og vakti athygli allra
nema þingmanna okkar, sem ekki
hafa séð ástæðu til að setja hér lög til
varnar ógeðinu. Ekki er langt síðan
sádi-arabísk prinsessa var háls-
höggvin í almenningsgarði fyrir að
eiga, ógift, í ástarsambandi við
ókvæntan mann. Hann var húð-
strýktur. Í þorpi í Pakistan tilnefndi
þorpsráð nokkra karla til að nauðga
barnungri frænku ungs manns, sem
sést hafði tala við sér óskylda konu.
Strætisvagnar, fullir af skólabörn-
um, eru sprengdir í tætlur af ung-
mennum sem sálsjúkir trúarofstæk-
ismenn hafa heilaþvegið. Þetta væri
ekki hægt án samþykkis eða hlut-
leysis viðkomandi þjóða. Fyrir
kristnitöku, árið þúsund, ríkti hér
sama brjálæðislögmálið og slítur
sundur friðinn fyrir botni Miðjarð-
arhafs. Meðan heimskulegasta
trúarheiti gyðinga og múslíma,
„auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“,
er ekki hreinsað út eins og hver önn-
ur óhreinindi, verður aldrei friður.
Að þessu leyti, eru þessir trúarhópar
aftur í grárri forneskju og er þetta
eina lausnin, svo von sé að þeir komi
út úr myrkrinu.
Reyndar er ekki bjart yfir okkar
tímum, þar sem græðgin og tillits-
leysið trónir og gín yfir. Í mörgum
löndum hafa múslímar ekki verið
þakklátir innflytjendur og svo er
reyndar um fleiri. Vegna trúar sinn-
ar samlagast múslimar ekki við-
tökuþjóðum og geta orðið „ríki í rík-
inu“ og það er engum hollt. Innflutt
fólk á að samlagast okkur. Ekki við
þeim. Sama gildir um okkur í þeirra
löndum. Ísland á ekki að verða fjöl-
þjóðasamfélag, það á að viðhalda
sinni menningu og aðstoða útlend-
inga í þeirra eigin löndum. Við eigum
að hafa stjórn á innflutningi fólks og
setja okkar reglur. Það gera þeirra
lönd. Á Íslandi býr fámenn dugleg
þjóð, sem hefur á stuttum tíma tekið
á móti meiri fjölda útlendinga en
flestar aðrar þjóðir og gert betur við
þá. Það virðist Toshika Toma fyr-
irmunað að skilja. Hann væri maður
að meiri ef hann bæði nú Guð að
hjálpa sér, að skilja það sem hann
hefur ekki skilið í fari Íslendinga.
Vill Toshiki Toma skammta
tjáningarfrelsið?
Albert Jensen gerir at-
hugasemd við grein Toshiki
Toma um tjáningarfrelsið og
Morgunblaðið
» Á Íslandi býr fá-menn dugleg þjóð,
sem hefur á stuttum
tíma tekið á móti meiri
fjölda útlendinga en
flestar aðrar þjóðir og
gert betur við þá.
Albert Jensen
Höfundur er trésmíðameistari.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
OKKUR brá illilega þegar við lás-
um í Morgunblaðinu sl. miðvikudag
að Akureyrarvöllur verði lagður af
og svæðið tekið undir íbúðir, þjón-
ustu og verslanir.
Þótt forsvarsmenn Hagkaups og
Bónuss hafi lengi lýst áhuga á að
reisa nýja stórverslun á vallarsvæð-
inu datt manni ekki í hug að í
krafti peninga gæti þessi hugmynd
orðið að veruleika. Er þessum
mönnum ekkert heilagt og hafa
þeir ekki nóg umsvif í verslun í
bænum? Er ekki einhver annar
staður til undir stórverslun? Við
höfum á undanförnum dögum hitt
marga Akureyringa sem trúa því
ekki að þetta verði að veruleika,
trúa því ekki að hægt sé að kaupa
sig inn í stjórnkerfi bæjarins á einn
eða annan hátt.
Gera forráðamenn bæjarins sér
ekki grein fyrir því að það er bæði
sögulegt og menningarlegt slys ef
Akureyrarvöllur verður ristur upp?
Það er alkunna að grasvöllurinn
okkar er einn sá besti á landinu og
er staðsettur í hjarta bæjarins.
Völlurinn hefur verið vettvangur og
umgjörð um íþróttaviðburði og
útihátíðir í bænum í áratugi.
Á Sauðárkróki er íþróttavöllur
þeirra á fögru svæði í miðbænum
og munu íbúar og forráðamenn þar
áreiðanlega ekki selja hann undir
verslanir.
Þegar Akureyrarvöllur var
byggður fyrir um hálfri öld var þar
unnið þrekvirki hjá sjálfboðaliðum
sem höfðu áhuga og metnað til að
Akureyringar gætu stundað íþrótt-
ir við góðar aðstæður. Svæðið hef-
ur þó aldrei verið fullgert eins og
upphaflega var áætlað. Því skal
tekið undir orð Matthíasar Gests-
sonar þar sem hann leggur til að
Akureyrarvöllur verði áfram
keppnisvöllur þar sem hann er. Ak-
ureyringum þykir vænt um sinn
fagra bæ. Margt gott hefur verið
gert hér til að gera bæinn aðlað-
andi og hæfan til að vera höf-
uðstaður Norðurlands.
Þess skal að lokum getið að gott
og fagurt mannlíf byggist ekki bara
á verslun og auðsöfnun.
Hvað stoðar það manninn að
eignast allan heiminn ef hann bíður
tjón á sálu sinni?
ÞÓRUNN
SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
MAGNÚS
BJÖRNSSON,
Hólsgerði 8, Akureyri.
Akureyrarvöllur verði
ekki lagður niður
Frá Þórunni Sigurbjörnsdóttur
og Magnúsi Björnssyni