Morgunblaðið - 11.09.2006, Page 21

Morgunblaðið - 11.09.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 21 Heimili, hönnun og lífsstíll Glæsilegt sérblað um heimili, hönnun og lífsstíl fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 15. september. Meðal efnis eru ráðleggingar innanhússarkitekts um litaval á veggjum, ýmsar nýjungar fyrir baðherbergi, nýjungar í rúmum, heimsóknir á hugguleg heimili, hönnun á útipöllum, umfjöllun um lausar eldhúsinnréttingar, LCD sjónvörp og hljómtæki og margt fleira. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 12. september. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is ER ÞAÐ mögulegt að vera eins heppnir í stjórnmálum eins og Bush og Blair? Þegar Bretar og Banda- ríkjamenn eru undir meiri gagnrýni en nokkru sinni fyrr, vegna stuðn- ings Bandaríkjamanna og Breta við morð- árásir Ísraela á sak- laust fólk í Líbanon. Þá koma fréttir um að Bretum og Banda- ríkjamönnum hafi tek- ist að koma í veg fyrir ætlaðar hryðjuverka- árásir. Þegar gagn- rýnin er sem mest á USA og Breta, kemur eins og himnasending frétt af hryðjuverka- mönnum, sem hafa undirbúið að sprengja farþegaflugvélar á leiðinni frá Bret- landi til USA. Þvílík heppni! Nú snerist öll fjölmiðlaathyglin frá ótrú- legum fjöldamorðum Ísraela á sak- lausu fólki í Líbanon. Hið heilaga stríð Bandaríkjaforseta snýst um baráttu gegn hryðjuverkamönnum og Ísraelar nota sér það til að ráðast á Hizbollah-samtökin í Libanon, en hika samt ekki við að leggja landið í rúst og myrða þúsundir saklausra Líbana. Það er þessi ótrúlega tíma- setning, sem gerir alla þessa sögu um hugsanlega hryðjuverkaárás mjög ólíklega. Þegar litið er á aðrar hryðjuverkaárásir, sem hafa verið gerðar undanfarin ár, hafa þær alltaf verið gerðar á tímapunkti, þegar enginn gat átt von á þeim. Dæmi um þetta er t.d. hryðjuverkaárásin á turnana í New York, hryðjuverka- árásin í London og í Madrid. Ég hreinlega trúi því ekki að hryðju- verkasamtök skuli skipuleggja árás, þegar þeir hafa alla fjölmiðla með sér og þegar allur heimurinn for- dæmir slátrun Ísraela á alsaklausu fólki í Líbanon. Slátrun, sem er gerð með samþykki og stuðningi Breta og Bandaríkjamanna. Markmið hryðju- verka er að fá fjölmiðlaathygli, til að vekja athygli umheimsins á því óréttlæti og mismunun sem á sér stað í heiminum og sérstaklega gegn hinum múslímska heimi. Vegna tímasetningarinnar á hinum hugs- anlegu hryðjuverkaárásum og hvers vel það kom forseta Bandaríkjanna (sbr. niðurstöðu Gallup könnunar á vinsældum Bandaríkjaforseta) og Tony Blair forsætisráðherra Breta til að réttlæta slátrunina á gömlu fólki og börnum í Líbanon, gerir mig mjög tortrygginn á sannleiksgildi þessara frétta. Leyniþjónustum þessara landa er í lófa lagið að skapa svo kölluð „sönnunargögn“ og með tilliti til hvernig Bandaríkjamenn hafa haldið meintum hryðjuverka- mönnum í fangelsi án dóms og laga. Einnig með tilliti til hvernig Banda- ríkjamenn hafa rekið leynileg fang- elsi í Evrópu og víðar. Þessi skortur á eðli- legri réttarmeðferð, gerir mig ennþá meira tortrygginn á að þessar meintu hryðjuverka- árásir hafi verið yf- irvofandi og að sönn- unargögnin séu ekta. Staða Bandaríkja- forseta hefur aldrei verið verri heimafyrir en núna og vinsældir hans aldrei minni. All- ur stríðsreksturinn hefur aldrei verið eins mikið gagnrýndur í Bandaríkjunum eins og núna. Hversvegna ættu hryðjuverkasamtökin að taka þessa áhættu og snúa öllu almenningsáliti í heiminum gegn sér? Einnig er ég farinn að efast um til- urð hinna frægu hryðjuverka- samtaka Al Queda vegna þess að þau haga sér allt öðruvísi en öll önnur hryðjuverkasamtök í heiminum. Öll hryðjuverkasamtök hafa einhvern blaðafulltrúa til að koma skilaboðum til almennings. Þau vilja koma á breytingu og eru að vinna fyrir ákveðin stjórnmálaleg sjónarmið eða trúarbrögð. Með tilliti til þessa, er það óskiljanlegt að Al Queda skuli ekki afneita þessum hugsanlegu hryðjuverkaárásum til að draga úr áhrifamætti þessarar fréttar (áróð- urs) frá Heathrow. Ég hef það á til- finningunni að þessi ákveðnu hryðjuverkasamtök, sem Osama Bin Laden á að veita forstöðu, séu líka tilbúningur Bandaríkjamanna, til að réttlæta stríðið gegn Írak. Það má ekki gleyma því að enginn glæpur var framinn. Það voru engar flugvélar sprengdar í háloftunum. Það er ekki hægt að dæma menn fyrir hugsanir sínar, eða hugsanlega glæpi sem þeir hugsanlega vildu framkvæma. Allir sjá að ekki er hægt að ásaka alla menn, sem eiga kúbein um að hugsanlega undirbúa innbrot í einhverja verslun eða íbúð og að kúbeinið er sönnunargagnið. Hinsvegar er það hugsanlegt að ein- hver velti þeirri hugsun fyrir sér en framkvæmir hana aldrei og fram- kvæmir þar af leiðandi engan glæp. Hinar raunverulegu ástæður átakanna í Mið-Austurlöndum eru fyrst og fremst af trúarlegum ástæð- um. Grundvallarsjónarmið múslíma er að trúarbrögð og stjórnmál eru samofin eins og var á Íslandi á land- námsöld. Æðsti klerkurinn og for- sætisráðherrann er sami maðurinn og þegar hinn kristni heimur reynir að þvinga á múslíma „okkar“ stjórn- málakerfi (kirkja og ríki aðskilið), endar það bara með stríði. Heim- urinn hefur aldrei verið eins nærri 3. heimsstyrjöldinni eins og núna og þökk sé að kjarnorkusprengjur Ír- ana eru ekki tilbúnar, þá varð ekkert úr 3. heimsstyrjöldinni. Við verðum að skilja íslam til að geta lifað með þeim. Heiðni og íslam fyrir Mu- hammed, voru nær sömu trúar- brögðin og það er ekkert stig til í þessum trúarbrögðum sem er milli vinar og óvinar. Annaðhvort ertu vinur eða óvinur. Bandaríkjaforseti hefur í raun lýst yfir stríði gegn hin- um íslamska heimi, með stuðningi við Ísrael, sem stöðugt á í ófriði við hina múslímsku nágranna sína. Ímyndaðir hryðjuverkamenn á Heathrow Steinþór Ólafsson skrifar um hryðjuverk »Ég hef það á tilfinn-ingunni að þessi ákveðnu hryðjuverka- samtök, sem Osama Bin Laden á að veita for- stöðu, séu líka tilbún- ingur Bandaríkja- manna, til að réttlæta stríðið gegn Írak. Steinþór Ólafsson Höfundur er leiðsögumaður. Heyrst hefur: Rætt var um viðskipti við Flugleiði. RÉTT VÆRI: … viðskipti við Flugleiðir. Gætum tungunnar Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú, vísindi. Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en fátæk í anda. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar TOSHIKI Toma, prestur innflytj- enda, ritar grein í Mbl. 3. sept. sl. undir fyrirsögninni Eru múslímar verra fólk en kristið? Hann vitnaði í greinar Skúla Skúla- sonar og Söru Krist- ínar Finnbogadóttur í Morgunblaðinu ný- lega, en greinarnar fjalla meðal annars um þjóðarmorð í Líbanon og voðaverk öfgasinn- aðra múslima o.fl. Presturinn telur að Skúli haldi fram í greinum sínum nei- kvæðri skoðun á íslam og múslimum. Hann nefnir í grein sinni að kristnir prest- ar hafi lagt blessun sína yfir voðaverk, sem hann telur álíka hræðileg, og nýleg of- beldisverk öfgasinn- aðra múslima, sem Skúli nefnir í grein sinni. Það má allavega deila um hvaða verk eru vond og verri, eða hafi verið vond á sín- um tíma. Ég er að vísu ósammála flestu af því sem í öllum þessum greinum stendur, en þessi skrif mín fjalla ekki um það. Heldur fjalla þau um skoð- anafrelsi og málfrelsi á Íslandi. Í lokaorðunum í grein prestsins spyr hann nefnilega ritstjórn Morg- unblaðsins, í vandlætingatón, hvort blaðið sé skyldugt til að taka á móti öllum greinum og einnig hvort mað- ur megi skrifa hvað sem er og senda inn? Einnig spyr hann hver siðferði- legi mælikvarðinn sé … Það er nefnilega það. Ég get upplýst prestinn um að heimilt er á Íslandi að skrifa hvað sem er og birta svo lengi sem það beinlínis brýtur ekki lög. Síðan geta þeir, sem telja á sig hallað haldið ræður og skrifað í blöð landsins sjálfum sér og skoðunum sínum til framdráttar. Siðfræðina eiga þeir við sjálfa sig. Svo einfalt er nú það. Blöð á Íslandi þola gagnrýni Morgunblaðið og ýmis önnur blöð á Íslandi hafa einmitt þann siðferði- lega styrk að birta greinar, þó þær stangist á við stefnu blaðsins og stangast jafnvel á við viðurkenndar skoðanir samtímans. Já, einnig þó greinarnar séu beinlínis blóðugar skammir um viðkomandi blað og rit- stjórnarstefnu þess. Ritskoðun er ljótt orð í huga Íslendinga, og er ekki beitt. Eða, svo ég verði svo- lítið andstyggilegur, ætlar presturinn nú að bæta hér úr og ákveða fyrir okkur hin hvað má segja og skrifa á Íslandi og hvað ekki? En það gerði hann einmitt sjálfur þegar hann dæmdi skoðun annars manns í grein sinni. Eða ætlar hann að ákveða siðferðilega mælikvarða á skoðanir fólks og umræðu um menn og málefni. Þó presturinn meini sjálfsagt vel og hafi lært sitthvað í siðfræði, veit hann auðvitað að slíkt getur hæglega snúist upp í andhverfu sína. Íslendingar hafa öld- um saman ekki látið múlbinda skoðanir sín- ar, hverjar sem þær eru og ekki heldur um- ræðuna og verður svo vonandi ekki í bráð. Ef einhverjum líkar það ekki verður bara að hafa það. En auðvit- að getur sá hinn sami samt sem áður viðrað þær skoðanir sínar hvar sem er, líka í blöðum landsins. – Það kall- ast skoðanafrelsi og málfrelsi. Um skoðanafrelsi og málfrelsi á Íslandi Pétur Jónsson fjallar um skoðanafrelsi og málfrelsi Pétur Jónsson » Íslendingarhafa öldum saman ekki látið múlbinda skoð- anir sínar, hverjar sem þær eru og ekki heldur um- ræðuna og verð- ur svo vonandi ekki í bráð. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi.                      

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.