Morgunblaðið - 11.09.2006, Síða 23

Morgunblaðið - 11.09.2006, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 23 ✝ Þórunn ElísabetBjörnsdóttir fæddist á Reyð- arfirði 14. ágúst 1909. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 31. ágúst síð- astliðinn. Faðir hennar var Björn Gíslason, f. 18. febr- úar 1888, d. 10. mars 1973. Móðir Þórunnar var Rann- veig Björnsdóttir, f. 7. maí 1891, d. 26. mars 1976. Bróðir Þórunnar var Jón Jó- hann f. 8. febrúar 1911, d. 3. júlí 1985, kvæntur Nönnu Þorsteins- dóttur, f. 7. nóvember 1916, d. 7. september 1997, kjörsonur þeirra er Björn Jónsson, f. 22. október 1943. Systir Þórunnar var María Gíslína, f. 4. nóvember 1913, d. 2. nóvember 1990. Fyrri maður hennar var Björn Jónsson í Miðbæ í Norðfirði, f. 25. febrúar 1906, d. 18. febrúar 1967. Fósturdóttir þeirra er Sigríður Flosadóttir frá Norðfirði, f. 29. sept. 1944. Seinni maður Maríu var Ólafur Ágúst Kristjánsson, f. á Garðstöðum í Vestmannaeyjum 12. ágúst 1909, d. 21. apríl 1989. Hinn 16. maí 1936 giftist Þórunn Björgvini Jónssyni, f. 26. maí 1906, d. 9.3. 1983, verslunar- og kaupmanni, lengi kenndur við fiskbúðina Sæ- björgu, sem hann rak um árabil ásamt Óskari Jóhann- essyni. Þórunni og Björgvini varð ekki barna auðið. Þórunn vann mörg fyrstu árin í Sjóklæðagerðinni, eitt ár hjá manni sínum í Sæbjörgu, en þekktust var hún fyrir störf sín í versluninni Exeter, sem þau hjón áttu með öðrum. Þar vann Þór- unn í rúmlega 40 ár. Þau Björgvin og Þórunn tóku þátt í ýmsum fé- lögum sem höfðu bindindi á stefnuskrá sinni, svo sem IOGT, stúkunni Víkingi nr. 104 o.fl. Þórunn Elísabet verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag og hefst athöfnin klukk- an 13. Þórunn Elísabet var komin af dugmiklu alþýðufólki. Móðir henn- ar, Rannveig Jónsdóttir, var frá Vöðlum í Vöðlavík og voru for- eldrar hennar Jón bóndi Eyjólfs- son þar og Þórey Marteinsdóttir frá Sandvíkurseli í Norðfjarðar- hreppi. Alsystir Rannveigar var Mekkín, seinni kona Hans J. Beck, bónda á Sómastöðum. Björn, faðir Þórunnar, var sonur Gísla bónda Nikulássonar í Bakkagerði og konu hans, Maríu Sigfúsdóttur frá Stóru-Breiðuvík í fyrrum Helgu- staðahreppi. Gísli var sonur Niku- lásar bónda Gíslasonar í Teiga- gerði og fyrri konu hans, Önnu Magnúsdóttur, sem fædd var á Fá- skrúðsfirði. Í daglegu tali var Þórunn Elísa- bet gjarnan kölluð Tóta og heima á Reyðarfirði kennd við Gröf, húsið, sem hún fæddist í. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. Hús- ið var aðeins 22 fermetrar að flat- armáli. Upphaflega hét það Mark- úsarhús eftir Markúsi Gissur- arsyni, sem byggði það árið 1900. Ekki veit ég, hvenær Björn og Rannveig flytja þangað, en sam- kvæmt manntali 1910 eru þau komin í Björnshús eins og það nefndist þá með litlu Tótu á öðru ári. 1917 var það nefnt Ósmelur, en á manntali 1930 heitir húsið Gröf. Aldamótakynslóðin var nægjusöm, bjartsýn á framtíðina og lét baslið ekki smækka sig. Björn var sjómaður, lá löngum við úti í Breiðuvík og aflaði oft vel. Rannveig var hjartahlý kona og hugsaði vel um börnin sín, en var jafnframt boðin og búin til að hjálpa og aðstoða lasburða og veikt fólk, og þar að auki var hún fædd með ljósmóðurhendur og tók á móti ekki færri en 23 börnum. Tóta vandist öllum venjulegum störfum á unglingsárunum, beitti línur og aðstoðaði föður sinn við hin ýmsu störf við útgerð hans. Snemma hleypti Tóta heimdrag- anum. Ung að árum fór hún í hús- mæðra- og alþýðuskólann í Mjóa- nesi, sem var undanfari Hússtjórnarskólans á Hallorms- stað. Þar á eftir var haldið suður til Reykjavíkur og segja má, að hún væri alkomin þangað um 1930. Þórunn Elísabet var sjálfstæð kona og einörð, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekki á þeim. Hún vann öll sín störf af dugnaði og festu, sem einkum voru við verslun og við- skipti. Þau Tóta og Björgvin áttu glæsilegt heimili, sem prýtt var úr- vals málverkum eftir marga af okkar bestu listmálurum. Bókasafn áttu þau gott. Tóta gaf Reyðar- fjarðarkirkju það fyrir allmörgum árum. Það ber ljósan vott um tryggð hennar við æskustöðvarnar, enda áttu þau hjón margar ferð- irnar austur. Góð voru þau heim að sækja og tóku á móti gestum sín- um af rausn og myndarskap. Bæði höfðu þau bindindi í hávegum og það þurfti engar „guðaveigar“ til að gleðjast á þeirra heimili. Að lok- um vil ég minnast þeirra góðu samskipta, sem ætíð voru á milli heimila okkar Tótu, fjölskyldnanna í Gröf og Bifröst. Þar var vináttan gagnkvæm. Tóta minntist oft á móður mína, Rósu Sigurðardóttur, og sagði að oft hefði verið gott og uppörvandi fyrir unga stúlku að ræða við hana um lífið og til- veruna. Við andlát þessarar 97 ára gömlu vinkonu minnar færi ég henni bestu þakkir fyrir góða við- kynningu allt frá æskudögum eystra. Hún naut frábærrar umönnunar á Skjóli, sem aðstand- endur þakka af alhug. Sigríður Flosadóttir, systurdótt- ir hennar, heimsótti hana nánast daglega og var það gömlu konunni mikill styrkur og stoð. Blessuð sé minning Þórunnar E. Björnsdótt- ur. Guðmundur Magnússon. Þórunn Elísabet Björnsdóttir Í dag hefði amma mín og alnafna Ólöf Sigvaldadóttir orðið aldargömul hefði hún lifað. Hún fæddist í Stykkishólmi 11. september 1906 og lést á St. Jósefsspít- alanum í Hafnarfirði níutíu og fjögurra ára gömul 19. október 2000. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Halldóra Jóhanns- dóttir, f. 15.9. 1877, d. 31.1. 1946, húsmóðir í Stykkis- hólmi, og Sigvaldi Valentínusson, skipstjóri og hafnsögumaður í Stykkishólmi, f. 22.6. 1885, d. 28.1. 1924. Hinn 9. júlí 1933 giftist Ólöf Ara Guðmundssyni frá Skálpastöð- um í Lundarreykjadal sem lengst af var vegaverkstjóri í Borgarnesi. Hann lést af slysförum 21.5. 1959. Frá árinu 1933 bjuggu Ólöf og Ari í Borgarnesi og varð sjö barna auðið. Seinni maður Ólafar var Jón Sig- urðsson frá Skíðsholtum, skrif- stofumaður í Borgarnesi. Hann lést 31.1. 1992. Amma var tvo vetur við nám í Kvennaskóla Reykjavíkur 1924– 1926 og einn vetur í hússtjórnar- deild Kvennaskólans 1927–1928. Á þessum árum nam hún orgelleik hjá Páli Ísólfssyni og var orgelleik- ari í Stykkishólms- og Helgafells- kirkjum og síðar í Borgarkirkju á Mýrum um áratuga skeið. Hún sat í stjórn Kvenfélags Borgarness og Bridsfélags Borgarness, auk þess sem hún starfaði mikið með fyrri manni sínum að málefnum Hesta- mannafélagsins Faxa. Amma var heiðursfélagi í öllum þessum fé- lögum. Olla amma var stórbrotinn per- sónuleiki, fljúgandi greind og mælsk og af henni geislaði mikill lífskraftur. Hún var stjórnsöm á já- kvæðan hátt og hélt sinni stóru fjölskyldu saman. Hún átti sjö börn, nítján barnabörn og fimmtán barnabarnabörn á dánardægri sínu. Hún var stálminnug og mundi alla afmælisdaga, ártöl, nöfn og at- burði og var sannkölluð móðurtölva fjölskyldunnar. Amma hélt dagbók á hverjum degi í hálfa öld sem nú er merkileg heimild fjölskyldunnar, spilaði brids reglulega, lék kröft- Ólöf Sigvaldadóttir uglega á orgelið, hafði sterkar skoðan- ir á pólitík og fylgdist enn vel með þjóð- málaumræðunni, komin á tíræðisaldur. Það var alltaf gam- an að heimsækja Ollu ömmu, því hún var já- kvæð, framsýn og ung í anda. Hugurinn var skýr og skop- skynið gott. Hún var ávallt fljót til svars og talaði enga tæpi- tungu. Hún gat verið nokkuð dómhörð en átti ófá gull- kornin. Amma var sérstaklega snögg að skipta um umræðuefni þegar hentaði eða þá er í óefni var komið og vakti það ósjaldan kátínu hjá fjölskyldunni. Hún var afar fé- lagslynd og gestrisin enda ávallt fullt hús gesta. Henni leið líka best þegar mikið var að gerast. Hún var mikil hannyrðakona, músíkölsk, átti stóran vinahóp og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Og þá skipti aldur engu máli, amma gat allt eins verið á sama aldri og viðmælendur hennar. Hún var svo mikill grallari í sér. Á tíræðisaldri bjó amma á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún átti góð ár og marga góða vini. Ég held að hún hafi getað litið stolt um öxl. Hún átti tvö gæfurík hjóna- bönd og stóra fjölskyldu sem hún var hreykin af. Hún hefur líklega þjáðst meira líkamlega á efri árum en við gerðum okkur grein fyrir en hún lét ekki á því bera. Hún kunni þá list vel að leita að björtu og já- kvæðu hliðunum og bar alltaf með sér mikla reisn. Hún var mikil kempa. Sagt er að hver sé sinnar gæfu smiður. Mér finnst það hafa sannast á ömmu. Með dugnaði, viljafestu og bjartsýni gekk hún sína lífsbraut. Hún Olla amma mín var okkur öllum í fjölskyldunni sönn fyrirmynd og minning hennar yljar okkur um ókomna tíð. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ólöf Sigvaldadóttir. ALDARMINNING Mín kæra amma. Minningarnar hell- ast yfir og bros færist yfir andlitið en tárin flæða engu að síður. Ég man … Reykjahlíð, afi Eiríkur uppi og ævintýraveröldin í risinu fal- in í pappakössum og skáp … hvað mig langaði að kíkja. Næturgisting hjá ömmu og afa í Reykjahlíðinni, fékk að sofa á milli ykkar, á öruggasta stað í heimi. Norðurbrúnin, þegar við vorum að flytja til Noregs, þá fannst mér sár- ast að kveðja þig. Minningin um þig vera að kveðja mig 8 ára er mér ljós- lifandi eins og það hefði gerst í gær. Leikhúsið, fara á leikrit með ömmu, fara að týna með ömmu, hitta Lilla klifurmús og Mikka ref bak- svið … ómetanlegt barninu. Allar veislurnar, læra að vinna, læra borðsiði, þjóna, dekka borð, brosa og vera glöð. Rútuferðirnar sem þú stóðst fyrir, allt þetta fólk, frændur og frænkur, hver og einn karakter á sinn há … ógleymanlegt okkur öllum. Matarboðin, jólaboðin hlaðin mat og fólki. Skeifan, afi og Eiríkur, alltaf til- búnir að kíkja á bíla, laga og dytta að. Sögurnar úr Laugardalnum, af Malínarbæ, um húsið og samferða- menn: Sagan af því þegar þið afi Bergþóra Eiríksdóttir ✝ Bergþóra Ei-ríksdóttir fædd- ist í Reykjavík 17. október 1921. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 20. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 29. ágúst. bjugguð í Malínarbæ og beðið var eftir blað- beranum, hvort ykkar fengi blaðið fyrst, amma í eldhúsinu við gluggann að vaska upp, afi annarstaðar í húsinu að fylgjast með og bíða. Blaðberinn nálgast Malínarbæ, amma við vaskinn og afi hleypur í átt að dyrunum, amma sneggri og rekur höndina útum gluggann, í gegnum glerið og sagði: … hérna. Hún fékk blaðið. Hún var sneggri. Bæði skellihlógu. Afi sem var hávaxinn, með dökkt yfirbragð, stæðilegur og yfirvegað- ur, amma sem var smágerð ljós yf- irlitum, röggsöm, drífandi og glað- lynd. Svona voru afi og amma. Þú og afi rædduð oft dauðann, hvort ykkar færi fyrst og hversu þakklát þið væruð fyrir allt sem ykk- ur hafði hlotnast í lífinu og þakklæti fyrir þennan tíma sem þið höfðuð fengið úthlutaðan saman. Núna þegar ég minnist þín þá minnist ég þeirra, afa, mömmu og Eiríks sem fóru öll á sjö mánaða tímabili á árunum 2000 og 2001. Þvílíkt áfall. Að fylgja 2 elstu börnum sínum til grafar með rúmlega mánaðar milli- bili hálfu ári eftir andlát maka síns er ólýsanlegur sársauki og ekkert fær neinn undirbúið í þá þrekraun. En nú eru þið sameinuð í friði. Elsku amma, megir þú hvíla í friði og hafðu þakkkir fyrir allt, þitt líf gerir mitt fyllra. Þín Bergdís. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Sambýlismaður minn og frændi, EINAR G. EGGERTSSON, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Sólheimum 23, Reykjavík, lést laugardaginn 9. september. Útför auglýst síðar. Knútur Einarsson og systkinabörn. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.