Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Innlent  Heiti laga um opinber mál verður breytt og þau löguð að gildandi lög- um um meðferð einkamála, nái nýtt frumvarp, sem samið hefur verið á vegum réttarfarsnefndar að til- hlutan dómsmálaráðherra, fram að ganga. Í athugasemdum með frum- varpinu segir að því sé ætlað að koma í stað laga um meðferð op- inberra mála sem hafi verið breytt 18 sinnum frá 1991 og því orðin nokkuð brotakennd. Einnig segir að þótt lögin hafi á sínum tíma falið í sér löngu tímabærar lagfæringar á íslensku sakamálaréttarfari þjóni sum ákvæði þeirra ekki lengur kalli tímans. » 10  Verulegar tafir urðu á umferð í Austurbæ Reykjavíkur í kjölfar um- ferðaróhapps sem varð neðarlega í Ártúnsbrekku laust fyrir kl. 11 í gærmorgun. Vöruflutningabíll á austurleið valt með þeim afleið- ingum að farmur hans, um tuttugu tonn af gleri, dreifðist um veginn og þurfti að loka Miklubraut til austurs frá Grensásvegi. Langar bílaraðir mynduðust um aðliggjandi vegi og voru dæmi um að ökumenn sætu fastir í bílum sínum í rúma klukku- stund. » 4  Að minnsta kosti þrír grunaðir menn voru handteknir í gær í barna- klámsmálum sem fjögur lögreglu- embætti á landinu hafa nú til rann- sóknar eftir ábendingu frá alþjóðalögreglunni Interpol. Málin eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík, Selfossi, Ísafirði og Kópavogi. Lögreglumenn fóru í samstilltar húsleitir á þessum stöð- um með húsleitarheimildir frá hér- aðsdómstólum á hverjum stað. » 52 Erlent  Yfirmaður taílenska hersins lýsti því yfir í gær að herinn hefði framið valdarán og tekið yfir stjórn lands- ins. Yfirlýsingin kom eftir að hópur hermanna á skriðdrekum umkringdi bústað forsætisráðherrans í höf- uðborginni Bangkok. » 1 Viðskipti  Sænska kauphallarsamstæðan OMX hefur gert samning við eig- endur Kauphallar Íslands um að OMX kaupi íslensku kauphöllina. Kaupverð nemur um 2,4 milljörðum króna og verður greitt með hlutafé í OMX. » 12 BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra lýsir yfir undrun sinni á orðum Sigurðar Gylfa Magnússonar sagn- fræðings sem sagði í Morgunblaðinu í gær að undarlegt væri hvernig dómsmálaráðuneytið hefði farið með beiðni Ragnars Aðalsteinssonar lög- manns um að fá aðgang að gögnum um símhleranir. „Mér er ekki kunnugt um að hann hafi leitað neinna upplýsinga hjá mér eða öðrum í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu um það hvernig að af- greiðslu á beiðni Ragnars Aðal- steinssonar lögmanns var staðið. Hvað hann hefur fyrir sér, þegar hann telur afgreiðslu þessa máls mjög undarlega, kemur því miður ekki fram í orðum hans,“ segir Björn og bætir því við að hann hefði að fyrra bragði ætl- að að sagnfræð- ingar fögnuðu því þegar skjöl væru afhent söfnum til varðveislu. „Í um- ræðum um þessi mál hefur einmitt verið að því fund- ið að sagnfræð- ingar virðist hafa meiri aðgang að gögnum Þjóðskjala- safns en aðrir.“ Snertir ekki störf mín Sigurður Gylfi segir málið ekki síst einkennilegt þar sem Björn sé óbeinn aðili að málinu en faðir Björns, Bjarni Benediktsson, var einn af þeim sem stóðu að hlerunum þegar hann var dómsmálaráðherra. „Um óbeina aðild mína að þessu máli er það eitt að segja að hér er um skjöl að ræða frá því fyrir fjörutíu til næstum sextíu árum, sem ber að fara með í samræmi við opinber lög og reglur. Þótt faðir minn, Bjarni Benediktsson, hafi þá gegnt ráð- herraembætti og tekið ákvarðanir á þeim tíma, sem síðan voru bornar undir dómara til endanlegrar niður- stöðu, snertir það störf mín sem dómsmálaráðherra árið 2006 alls ekki neitt.“ Björn segist vilja ítreka það, sem hann hefur margsagt, að birta eigi öll gögn úr sögu kalda stríðsins í samræmi við reglur um birtingu op- inberra gagna, og ekki eigi að mis- muna mönnum í því sambandi. Dómsmálaráðherra undr- ast orð Sigurðar Gylfa Björn Bjarnason Taldi sagnfræðinga mundu fagna því að gögn færu á söfn                                  ! " # $ %     &         '() * +,,,                   Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ILLUGI Gunnarsson hagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sætið í prófkjöri um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna þingkosninganna í vor. „Miklu máli skiptir að á listann veljist öflugur hópur og sigurstrang- legur. Hann þarf að vera í stakk bú- inn til þess að verja þann mikla ár- angur, sem náðst hefur á umliðnum árum, en umfram allt reiðubúinn til þess að fást við ný og krefjandi úr- lausnarefni samfélagsins. Í því starfi vil ég leggja mitt af mörkum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu af þessu tilefni. Illugi sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði starfað í stjórn- málum á undanförnum árum. „Ég tel að það séu verkefni framundan í samfélaginu sem kalla mjög eftir því að Sjálfstæðis- flokkurinn taki afgerandi forystu á ýmsum sviðum, til dæmis í um- hverfis- og menntamálum og ég vil gjarnan leggja mín lóð á þær vogarskál- ar,“ sagði Illugi. „Þarna eru á ferðinni mjög brýn úrlausnarefni sem kalla á nýja hugs- un og nýjar aðferðir, sem ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að hafa forystu um í okkar samfélagi.“ Hann sagðist hlakka til prófkjörs- baráttunnar og ekki efast um að hún yrði drengileg og myndi ekki skilja eftir sig sár. Að henni lokinni myndu sjálfstæðismenn Reykjavík snúa sér samhentir að því að vinna kosning- arnar í vor. Illugi sagði aðspurður að stjórn- málin væru spennandi vettvangur fyrir ungt fólk, að sínu mati, jafnvel meira spennandi en áður, þó oft væri talað um þau óverðskuldað á niðr- andi hátt. „Verkefni stjórnmálanna eru mjög stór og það skiptir miklu máli að þau séu vel af hendi leyst. Til að mynda skiptir það óhemju miklu hvernig við högum verndun um- hverfisins og um leið nýtingu þess og menntamálin, svo ég taki dæmi af þeim málaflokkum sem ég nefndi áð- ur, skipta óskaplega miklu máli til að tryggja jafnrétti í samfélaginu og einnig okkar stöðu í samkeppni þjóð- anna.“ Illugi var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar í fimm ár, fyrst í fjögur ár í forsætisráðuneytinu og síðan í eitt ár í utanríkisráðuneytinu. Hann var einnig virkur í háskólapólitíkinni og ungliðastarfi flokksins og var meðal annars formaður Heimdallar áður en hann fór utan til náms. Illugi Gunnarsson gefur kost á sér í þriðja sætið Illugi Gunnarsson EKKI liggur fyrir á þessu stigi hver kostnaður Actavis verður af fyrirhug- aðri yfirtöku króatíska samheitalyfja- fyrirtækisins Pliva. Halldór Krist- mannsson, framkvæmdastjóri Innri og ytri samskipta Actavis, segir að kostnaður vegna verkefnisins sé um- talsverður en ekki liggi fyrir á þessu stigi hversu hár hann verði, enda verkefninu ekki endanlega lokið. Hann segir ferlið hafa verið flókið og eitt það flóknasta sem samstarfsaðil- ar félagsins hafi tekið þátt í. „Til að mæta háum kostnaði þá má áætla að talsverður söluhagnaður myndist við sölu þeirra bréfa sem við eigum í Pliva en eignarhlutur okkar í dag nemur um 21%,“ segir Halldór. „Þó ber að taka tillit til þess að ekki rennur allur væntanlegur hagnaður af þeim bréfum sem við eigum kaup- rétt á beint til okkar, heldur er þeim hagnaði skipt. Bréfin hafa hækkað um rúmlega 10% frá því að þau voru keypt og kaupréttarsamningar gerð- ir. Það hefur hins vegar engin ákvörð- un verið tekin um sölu á hlut félagsins eða á hvaða verði hann væri falur og því ekki hægt að segja til um hver hagnaðurinn af honum gæti orðið. Við teljum hins vegar ljóst að væntanleg- ur söluhagnaður muni ekki ná upp í allan kostnað vegna verkefnisins.“ Góður söluhagnaður Actavis tilkynnti í fyrradag að fé- lagið myndi ekki hækka tilboð sitt í Pliva eftir að bandaríska lyfjafyrir- tækið Barr lagði fram 3% hærra til- boð en Actavis hafði gert. Actavis keypti á sínum tíma um 10% hlut í Pliva og gerði kauprétt- arsamninga um önnur 10% á genginu 723 króatískar kúnur á hlut. Tilboð Barr í hlutabréf félagsins hljóðar hins vegar upp á 820 kúnur á hlut. Með hliðsjón af því má ætla að töluverður hagnaður hafi myndast, en ekki hafa þó verið gefnar út upplýsingar um hvernig væntanlegum hagnaði af sölu kaupréttarbréfa verður skipt milli Actavis og fyrri eigenda bréfanna. Umtalsverður kostn- aður af tilboði í Pliva Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Staksteinar 8 Umræðan 28/30 Veður 8 Bréf 30 Fréttaskýring 11 Minningar 31/35 Viðskipti 12 Staðurstund 38/47 Ver 13 Af listum 41 Erlent 14/15 Leikhús 42 Menning 16/17 Myndasögur 44 Höfuðborgin 18 Dægradvöl 45 Akureyri 18 Dagbók 48 Suðurnes 19 Velvakandi 48 Landið 19 Bíó 46/49 Daglegt líf 20/25 Ljósvakamiðlar 50 * * * SÍÐASTA varnarliðsþyrlan var flutt á brott í gær í C-17 flutningavél bandaríska hersins til Englands þar sem þyrlusveitin er staðsett og rekin sem ein heild. Um 150 manns, bæði varnarliðsmenn og starfsmenn liðsins eru eftir á vellinum og munu þeir síðustu hverfa af landi brott um aðra helgi. Þá er síðasti vinnudagur nær 500 íslenskra starfsmanna varnarliðsins á föstudaginn næstkomandi. Víkurfréttir/Ellert Grétarsson Síðasta þyrlan á brott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.