Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING YOKO Ono verður gestur Al- þjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem hefst 8. október næstkomandi. Á hátíðinni mun Yoko kynna myndina Bandaríkin gegn John Lennon. Myndin, sem gerð var í samráði við Yoko, segir frá tilraunum yfirvalda í Bandaríkjunum til að hindra Lennon í að breiða út boðskap sinn og hugmyndir um frið og önnur mál. Eru í myndini rakin fleiri dæmi um þöggunaraðgerðir stjórnvalda þar í landi. Einnig mun Yoko kynna stuttmyndina Onochord, heimildarmynd um gagnvirkt listaverk listakonunnar. Kvikmyndahátíð Yoko gestur Kvikmyndahátíðar Yoko Ono ÍSLENSKIR rokktónar munu hljóma í Kaup- mannahöfn á föstudag en þá halda hljómsveitirnar Singapore Sling og Stafrænn Hákon tónleika í Lip- pen í Kristjaníu kl. 21. Singapore Sling mun einnig leika í verslun 12 Tóna á Fiolstræde 7 kl. 18 sama dag. Singapore Sling hefur verið mikið á ferðinni í sumar og lék m.a. í Bretlandi og Þýskalandi. Tónleikar Singapore Sling í Kaupmannahöfn Singapore Sling UNDIRRITAÐUR var í gær samningur um stuðning Glitnis við Óperustúdíó Íslensku óp- erunnar. Óperan stendur nú fyrir Óp- erustúdíói fjórða árið í röð, en þar fá nemendur tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu tæki- færi til að taka þátt í óperusýn- ingu sem að öllu leyti er unnin eins og aðrar sýningar Ís- lensku óperunnar. Glitnir er bakhjarl Óp- erustúdíóssins þriðja árið í röð. Í vetur mun Óperustúdióið sýna tvær stuttar óperur eftir Puccini: Gianni Schicchi og Suor Angelica. Ópera Glitnir styrkir Óperustúdíóið Giacomo Puccini HLJÓÐFÆRALEIKARAR úr þrjá- tíu fremstu sinfóníuhljómsveitum Bretlands hyggjast halda hundrað tónleika á heimili eða vinnustað fólks sem af einhverjum sökum get- ur ekki sótt tónleika. Framtakið nefnist „Tónlistarfólk til taks“ og gerir fólki kleift að tilnefna vin, ættingja eða starfsfélaga sem gæti í framhaldinu átt von á heimsókn. Á vef BBC er haft eftir sellist- anum Julian Lloyd Webber, að fjöldi fólks elski tónlist en komist ekki á tónleika vegna heilsufars- vandamála, búsetuskilyrða, eða vinnutilhögunar. „Þetta er tæki- færi fyrir fólk að upplifa æsing og innileika lifandi tónlistarflutnings.“ Tónlistar- fólk til taks „ÞAÐ hefði vissulega verið hægur leikur að ná fram markmiðum nýs skipurits án þess að reka manninn úr starfi eftir fimmtán frábær ár. Tónlistarfólki er misboðið enda nýtur Hilmar Örn mikils stuðnings tónlistarmanna í landinu. Hann er vinsæll í sveitinni og hefur aldrei verið áminntur formlega eða sak- aður um að hafa ekki staðið sig nógu vel í starfi. Uppsögnin hefur vakið reiði í þessum litla heimi tón- listarmanna á Íslandi og er að okk- ar mati algjörlega óskiljanleg eftir þennan flotta feril,“ segir Guð- mundur Sigurðsson, formaður org- anistadeildar FÍH. Lögmaður FÍH, Brynjólfur Ey- vindsson, lítur svo á að uppsögnin standist ekki lög og hefur hann sent stjórn Skálholts bréf þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni. „Sex opinberir aðilar komu að ráðningu Hilmars Arnar á sínum tíma og því getur einn þeirra ekki tekið einhliða ákvörðun um uppsögn heldur þyrftu þeir allir að skrifa undir slíkt plagg. Þar sem að skipulagsbreyt- ingar voru nefndar sem ástæða fyrir upp- sögninni fórum við þess á leit á fundi með þessum aðilum að gerð yrði ný starfslýsing fyrir núverandi organista, en það virtist enginn vera tilbúinn til að ganga þá leið. Hilmar Örn er einn virtasti og farsælasti organisti landsins. Það er því með ólíkindum og hreint ótrúlegt að menn sjái ástæðu til að grípa til svona grófra aðgerða. Maður veltir því fyrir sér hvort kirkjunnar mönnum finnist hann vera of alþýðlegur fyrir helgi- dóminn,“ segir Guðmundur. Guðmundur Sigurðsson Uppsögnin stenst ekki lög „ÞAÐ er vissulega óhætt að segja að uppsögnin hafi komið mér á óvart og verið mér mikið áfall,“ segir Hilmar Örn Agnarsson, organisti og kór- stjóri í Skálholti undanfarin fimmtán ár, en honum var fyrirvaralaust sagt upp störfum vegna skipulagsbreyt- inga, eins og það var orðað í upp- sagnabréfi, frá og með 1. október. „Undrunin er mest yfir því að vita ekki hvað er í gangi og sú óvissa er vond fyrir alla aðila. Ég hef aldrei fengið áminningu í starfi og okkur hér hefur aldrei verið tjáð hvaða breytingar séu í vændum. Þetta er fyrst og fremst niðurlæging fyrir alla kórana mína og ég er sár þeirra vegna. Þetta er líka niðurlæging fyrir það starf, sem ég hef verið að vinna í Skálholti, fyrir konuna mína sem er með húsið endalaust opið og fyrir þá, sem hafa verið að koma í Skálholt og gefa vinnuna sína. Svona haga menn sér ekki í kristnu samfélagi. Gangi þetta eftir kem ég til með að hætta um áramótin eftir þriggja mánaða uppsagnarfrest, en ég er auðvitað harðákveðinn í að hafa glæsilega jóla- tónleika,“ segir Hilmar Örn. Flókinn ráðningarsamningur Sex opinberir aðilar komu að ráðn- ingu Hilmars Arnar fyrir fimmtán árum. Auk Skálholtsstaðar var það Biskupstungnahreppur og fjórar kirkjusóknir sem þar eru: Skálholts- sókn, Torfastaðasókn, Bræðratungu- sókn og Haukadalssókn. Síðan hefur Hilmar starfað eftir einum ráðningarsamningi, í 80% vinnu hjá Kirkjuráði og í 20% starfi hjá hrepp og sóknunum fjórum innan prestakallsins. Á sameiginlegum fundi kirkjuráðs Þjóðkirkjunnar, skólaráðs Skálholtsskóla og þeirra, sem störfuðu á staðnum í janúar sl. var ákveðið að gera nokkrar skipu- lagsbreytingar í rekstri staðarins, að sögn séra Sigurðar Sigurðarsonar, vígslubiskups í Skálholti og stjórn- arformanns Skálholtsstaðar. Með honum í stjórn sitja kirkjuráðsmenn- irnir Halldór Gunnarsson og Jóhann Björnsson. Ákveðið var að reka stað og skóla sem eina rekstrareiningu og hefur Hólmfríður Ingólfsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri, en henni er einkum ætlað að létta daglegum rekstri af bæði vígslubiskupi og rekt- or. Samhliða endurskoðun á áherslum í skólastarfinu var ákveðið að endurskoða starf organista og tón- listarstarf á staðnum yfirleitt, að sögn Sigurðar. „Stjórnin ákvað að segja upp samn- ingnum við sóknirnar og sveitarfélag- ið og ráða organista í fullt starf á for- sendum staðarins með mikið breyttu starfssviði. Um leið og þessum samn- ingi var sagt upp var ákveðið að segja organistanum upp af hálfu staðarins. Skálholtsstaður getur hinsvegar ekki sagt upp samningum sóknanna og sveitarfélagsins við núverandi org- anista. Vegna þess hve hið nýja starf verður ólíkt hinu fyrra þótti rétt að gefa fleirum kost á að spreyta sig á því og verður það auglýst síðar. Nú- verandi organisti getur auðvitað sótt um þetta nýja starf enda leggur stjórnin áherslu á að haga þessum starfslokum ekki á neinn þann hátt sem skaðað geti möguleika viðkom- andi einstaklings í framtíðinni,“ segir vígslubiskup og bætir við að fljótlega verði haldinn fundur með organist- anum til að semja um tilhögun starfs- loka þar sem að ýmsu sé að huga. Að sögn Sigurðar liggur nákvæm starfs- lýsing hins nýja starfs ekki fyrir. „Helstu breytingarnar munu hins- vegar felast í stóraukinni þjónustu við skólann og kirkjutónlistarsvið hans. Organista er ætlað að móta aukna þjónustu við sífellt fjölgandi ferðamenn og koma á markvissara samtarfi við Sumartónleika.“ Undrun og áfall Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hilmar Örn Agnarsson Sigurður Sigurðarson „ÆSKILEGAST væri að málið væri í öðr- um farvegi en reyndin er orðin og að hægt hefði verið að leysa málið með öðrum hætti en að grípa til uppsagnar. Ég er að sjálf- sögðu ekki sáttur við þessa framvindu, en það er alfarið í höndum stjórnar Skálholts að ákveða hvaða leiðir skal fara að settum markmiðum,“ segir Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Hörður segir málið fyrst og fremst snú- ast um breytingar á skipuriti og eflingu samstarfs aðila í Skálholti, eins og fram kemur í skýrslu, sem hann kynnti biskupi og kirkjuráði nýlega. Um stöðu organistans segir Hörður m.a. í skýrslu sinni: „Þegar tónlistarstarfsemi Skálholtsstaðar er skoðuð er ekki hægt að horfa fram hjá stöðu organistans, sem við Skálholts- dómkirkju hlýtur að skipta miklu máli. Með sérstökum fjárstuðningi Þjóðkirkjunnar til þessa starfs hefur yfirstjórn kirkjunnar undirstrikað mikilvægi þess. Rökin fyrir því að greiða með þessu eina organistastarfi við íslenska kirkju hljóta að vera vilji til að kirkju- tónlistarstarfið í Skálholti sé með alveg sérstökum hætti. Ekki verður séð að þeir fjármunir, sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfsþáttaar skili sér í blómlegra starfi í Skálholtskirkju en almennt gerist. Eðlilegt væri að sá sérmenntaði starfs- krafur, sem gegnir stöðu organista Skál- holtskirkju hverju sinni, væri listrænn stjórnandi þess tónlistarstarfs sem fram fer á staðnum og kæmi þar með að mótun Sumartónleikanna. Kirkjutónlistarsvið Skálholtsskóla ætti að sjálfsögðu að njóta starfskrafta organistans, sem ábyrgð- armaður orgela kirkjunnar á hann að vera samræmingaraðili um alla notkun þeirra. Organistinn ætti að skipuleggja reglubund- ið orgeltónleikahald, sem ætti að vera eðli- legur þáttur í þjónustu við ferðamenn. Hann á að sjá til þess að orgelið hljómi á uppgefnum tímum daglega yfir háannatíma ferðamennskunnar. Ekki ætti að vera erfitt að ráða lengra komna nemendur til að sinna slíkri þjónustu í tengslum við þjálf- un.“ Hörður segist vissulega skynja það að mönnum finnist einhver ólykt af málinu sem sé í sjálfu sér ekkert óeðlilegt því aldr- ei sé gamanmál fyrir starfsmenn að fá upp- sagnarbréf. „Mínar athugasemdir snúast um að organistinn á staðnum sé ekki nógu sýnilegur og ég vil efla hans aðkomu að því sem er að gerast í Skálholti þar sem þetta er eina organistastaða landsins sem Þjóð- kirkjan borgar en ekki söfnuðirnir. Ég legg til að organistinn sé virkari í tónlist- arstarfseminni, komi meira inn sem þátt- takandi í skólastarfið, tengist Sumartón- leikunum og að orgelið sem hljóðfæri verði sýnilegra í tónlistardagskrá staðarins til eflingar kirkjutónlistinni.“ Að sögn Harðar leikur enginn vafi á því að Hilmar Örn hafi unnið ötult starf fyrir héraðið. „Kirkjan hefur á hinn bóginn sam- þykkt ákveðna tónlistarstefnu og ber okk- ur, sem störfum fyrir kirkjuna, að fram- fylgja henni. Það eru alveg hreinar línur.“ „Köllum eftir sýnilegri og virkari organista“ Hörður Áskelsson „HILMAR Örn hefur unnið al- gjörlega frábært starf með barna- og unglingakórum hér í sveitinni og það má segja að við foreldrar barnanna séum í algjöru sjokki yfir þessum nýjustu fréttum af kórstjór- anum. Okkur finnst það skipta börnin höfuðmáli að þau séu í kóra- starfinu því af því hafa þau bæði gagn og gaman,“ segir Guðrún Hárlaugsdóttir, íbúi í Reykholti í Biskupstungum og móðir barns, sem er í kór hjá Hilmari Erni. „Þetta er mikil vanvirðing við sveitungana auk þess sem allar fjórar sveitakirkjurnar verða org- anistalausar eftir uppsögnina því ekki lifir mað- urinn af 20% launum eftir að hafa misst 80% af laununum. Við íbúarnir erum ómögulegir yfir þessari þróun mála. Ótrúlegt er að stjórn Skál- holts, sem skipuð er að meirihluta mönnum sem ekki búa hér, skuli geta tekið svona einhliða ákvörðun. Þetta sýnir ekkert annað en fyr- irlitningu í skjóli einhverra skipu- lagsbreytinga.“ Vanvirðing við sveitungana Guðrún Hárlaugsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.