Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Kennarar Kennarar óskast til yfirferðar á samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk 2006. Skilyrði eru að viðkomandi hafi kennt þessum árgöng- um stærðfræði eða íslensku. Nánari upplýsingar eru veittar á Námsmats- stofnun í síma 550 2400 milli kl. 13:00 og 16:00 alla virka daga til 5. október nk. Hægt er að sækja um á netinu, slóðin er www.namsmat.is. Atvinna í boði Leitum að sölumanni í fullt starf við að selja auglýsingar. Föst laun í boði ásamt árangurs- tengingu. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl og á box@mbl.is merktar „Sölumaður-19050“ fyrir 27. september. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Haustferð reykvískra sjálfstæðismanna Laugardaginn 23. september efna sjálfstæðis- félögin í Reykjavík til árlegrar haustferðar. Að þessu sinni verður farið að Hellisheiðar- virkjun og svæðið skoðað, síðan farið að bor- holunni við Hverahlíð, grillað við Úlfljótsvatn, ekið að Nesjavöllum þar sem kynning verður á virkjuninni og síðan í bæinn. Brottför frá Valhöll Háaleitis- braut 1, kl. 10.00 og komið til baka kl. 17.30. Fararstjóri í ferðinni verður Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður. Allir hjartanlega velkomnir. Verð kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn. Vinsamlega skráið þátttöku í síma 515 1700 fyrir kl. 17.00 föstudaginn 22. september. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík. Aðalfundur Vesturgötu 3 ehf. Aðalfundur Vesturgötu 3 ehf. verður haldinn laugardaginn 30. september 2006, kl. 14.00 í Iðuhúsinu við Lækjargötu. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Félagskonur eru hvattar til að mæta á fundinn. Stjórnin. Bátar/Skip Fiskiskip til sölu Sveinbjörn Jakobsson SH 104, sskrnr. 260, er 103 brúttórúmlesta eikarbátur smíðaður í Esbjerg í Danmörku 1964. Skipið er selt með veiðileyfi en án aflahlutdeilda. Gunnar I. Hafsteinsson hdl., Magnús Helgi Árnason hdl., Hafnarhvoli við Tryggvagötu, Reykjavík, sími 552 3340. Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulags- áætlunum í Reykjavík. Fossvogur, einbýli. Tillaga að breytingu á skilmálum í deiliskipulagi fyrir einbýli í Fossvogi. Breytingin felst í því að nýtt ákvæði um kjallara bætist við skilmálana. Önnur ákvæði skilmálanna eru óbreytt. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Háaleitisbraut 68. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 68 við Háaleitisbraut. Breytingin felst í því m.a. að fyrsta hæð hússins verði stækkuð um 498 m², bílastæðum er fjölgað um sex, gangstéttar til austurs og norðurs verði færðar utar og breidd bílastæða austan byggingar stytt. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Lindargata 21, 23 og 25. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.152.2 Skuggahverfi vegna Lindargötu 21, 23 og 25. Breytingin felst í því að felld er úr gildi hverfis- vernd, verndun götumyndar, á lóðunum númer 21, 23 og 25 við Lindargötu. Að öðru leyti gilda áfram áður samþykktir skilmálar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Laufengi 136 – 182. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjahverfi vegna lóðanna að Laufengi 136 - 182. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að raðhúsalóðirnar þrjár eru minnkaðar og gerð ný lóð fyrir bílskúra, gerður er byggingareitur þar sem heimilt verður að byggja 24 bílskúra með flötu eða einhalla þaki, skilyrt er að bílskúrar séu byggðir samtímis og frágangur á umhverfi unninn samhliða fram- kvæmd. Gangstígur meðfram Víkurvegi færist nær veginum Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Austurberg 1 og 1a, íþróttasvæði Leiknis Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Breiðholt vegna íþróttasvæðis Leiknis við Austurberg 1 og 1a. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að sett er áhorfenda- stæði með bekkjum meðfram grasvelli á aust- urmörkum lóðar, byggingareitur fyrir búnings- og aðstöðuhús er breytt og hann stækkaður. Gert er ráð fyrir húsi á einni hæð á vesturhluta bygg- ingareits og tveggja hæða byggingu á austari hluta byggingareits. Einnig verður sett upp fimm metra há netrimlagirðing meðfram Norðurfelli í stað tveggja metra girðingar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 20. sept. til og með 1. nóvember 2006. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www. skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfull- trúa) eigi síðar en 1. nóvember 2006. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 20. september 2006 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Félagslíf Myndakvöld í kvöld kl. 20 í Mörkinni 6 Pétur Þorleifsson sýnir myndir úr safni sínu. Ferðafélagsferð frá 1982 í Lónsöræfi og sólskins- leiðar á Vatnajökul. Aðgangur kr. 500, kaffi og meðlæti, allir velkomnir. Fjallahringur Þingvalla – gönguferðir næstu sunnudaga á Þingvöllum. Haustlitaferð í Þórsmörk - helgarferð 29. september. Hengill úr Dyradal, 7. október. Sjá nánar á heimasíðu Ferðafé- lagisns, www.fi.is I.O.O.F. 9  18709208½  I.O.O.F. 7  1879207½  I.O.O.F. 7  1879207½  I.O.O.F. 18  1879208  Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Afgreiðslustarf í Laugarnesapóteki Í boði eru góð kjör og vinalegt starfsumhverfi. Þjónustulund, lipurð í samskiptum og bílpróf skilyrði. Nánari upplýsingar gefur Hanna María í síma 893 3141/hanna@apotek.is Laugarnesapótek ehf. Kirkjuteig 21 105 Reykjavík Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Raðauglýsingar augl@mbl.is Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Íslensk-pólska vináttufélagið og Landsvirkjun hafa und- irritað samstarfssamning sem hefur það að markmiði að kynna pólska menningu á Ís- landi og stuðla að skilningi á fjölmenningu í nútíma- samfélagi á Íslandi. Með samningnum milli vin- áttufélagsins og Landsvirkj- unar leggur Landsvirkjun til fjármuni sem gera mögulegt að fá til landsins pólska lát- bragðsleikarann Ireneusz Krosny, sem er heimsfrægur fyrir list sína. Hann heldur sýningar dagana 29. og 30. september og 1. október nk. í Þjóðleikhúsinu en það er hluti af pólskri menningarhátíð sem haldin verður dagana 28. sept- ember til 1. október nú í haust, segir í fréttatilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að Landsvirkjun hefur á und- anförnum misserum lagt áherslu á jákvætt framlag til fjölmenningar á Íslandi. Pól- verjar eru langstærsti hópur innflytjenda hér á landi og er hátíðinni ætlað að kynna menn- ingarlegan bakgrunn þessa hóps. Eitt af markmiðum há- tíðarinnar er að ná til sem flestra og koma fram á henni heimsfrægir pólskir listamenn. Helstu hvatamenn að hátíð- inni eru Anna Wojtyska og Marta Macuga. Þeim sem vilja kynna sér dagskrá og fyrirkomulag menningarhátíðarinnar er bent á heimasíðuna www.polska.is þar sem allar upplýsingar koma fram. Pólsk menning kynnt á Íslandi Þorsteinn, Anna og Marta við undirritun samningsins. GUNNAR Karlsson, prófess- or í sagnfræði, flytur hádeg- isfyrirlestur sem hann nefnir: Að skrifa konur inn í þjóð- arsögu. Fyrirlesturinn er á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands og fer fram á morgun, 21. september kl. 12.15–13.15, í Norræna hús- inu. „Yfirlitsrit um sögu hafa jafnan speglað valdastöðu karla í samfélögum fortíðar og því fjallað margfalt meira um karlmenn en konur. Þetta á jafnt við um svokallaða mannkynssögu sem Íslands- sögu og yfirlit fyrir almenn- ing sem námsbækur. Á tímum jafnréttiskröfu er þetta alvar- legt vandamál fyrir fræði- greinina sagnfræði og náms- greinina sögu og ætlar fyrirlesari að ræða um hugs- anlegar leiðir til að bæta úr því,“ segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um konur í þjóðarsögu FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.