Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 15 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is DÓMARI í Kanada hefur komist að þeirri niðurstöðu að kanadíska lög- reglan hafi ranglega skýrt banda- rískum yfirvöldum frá því að Maher Ahar, kanadískur maður af sýr- lenskum ættum, væri íslamskur öfgamaður og tengdist ef til vill hryðjuverkanetinu al-Qaeda. Þessar röngu upplýsingar urðu til þess að Ahar var handtekinn í Bandaríkjun- um og þarlend yfirvöld sendu hann til Sýrlands þar sem hann var í fang- elsi í eitt ár og sætti pyntingum. „Ég get sagt afdráttarlaust að það eru engar vísbendingar um að Arar hafi gerst sekur um lögbrot eða að öryggi Kanada stafi hætta af atferli hans,“ sagði kanadíski dómarinn Dennis O’Connor í rúmlega 400 síðna skýrslu eftir rannsókn sem stóð í tvö og hálft ár. Maher Ahar er ef til vill þekkt- astur af þeim föngum sem bandarísk yfirvöld hafa flutt með flugvélum til annarra landa án dóms og laga vegna gruns um aðild að hryðju- verkasamtökum. Í skýrslunni kemur fram að kan- adíska lögreglan bað bandarísk yf- irvöld að setja Ahar á lista yfir „ísl- amska öfgamenn sem grunaðir eru um að tengjast al-Qaeda“. Lögregl- an gerði þetta eftir að Ahar talaði við annan mann sem var undir eftirliti yfirvalda. Ahar sagði að þeir hefðu aðeins rætt um hvar hægt væri að kaupa ódýrar tölvur. Dómarinn gagnrýndi einnig bandarísk yfirvöld í skýrslunni og hvatti kanadísku stjórnina til að mót- mæla meðferðinni á Ahar við stjórn- völd í Bandaríkjunum og Sýrlandi. Borinn röngum sökum Rangar upplýsingar urðu til þess að bandarísk yfirvöld sendu fanga til Sýrlands þar sem hann var pyntaður Í HNOTSKURN » Maher Arar var handtek-inn á flugvelli í New York árið 2002 þegar hann var á leiðinni frá Túnis til Kanada. » Arar var yfirheyrður í tólfdaga, síðan fluttur með flugvél til Jórdaníu og þaðan í bíl til Sýrlands. Þar var Arar barinn og hýddur og neyddur til að játa að hafa verið í þjálf- unarbúðum í Afganistan. Hon- um var haldið í svartholi á stærð við líkkistu í 10 mánuði. BEATRIX, drottning Hollands, Willem-Alexander krón- prins og Maxima prinsessa koma í hestvagni í þinghúsið í Haag. Beatrix flutti fjárlagaræðu stjórnarinnar í gær, tveimur mánuðum fyrir kosningar. Hefð er fyrir því í Hollandi, eins og í Bretlandi, að þjóðhöfðinginn flytji ræðuna þótt hún sé samin af ríkisstjórninni. AP Fjárlög kynnt í Hollandi Tókýó. AP. | Stjórnvöld í Ástralíu og Japan tilkynntu í gær nýjar refsiað- gerðir gegn fyrirtækjum sem sökuð eru um að hafa aðstoðað Norður- Kóreumenn við að þróa kjarnavopn. Markmiðið með aðgerðunum er að auka þrýstinginn á Norður-Kóreu- menn eftir eldflaugatilraunir þeirra í júlí. Stjórn Japans samþykkti bann við hvers konar greiðslum til fimmtán fyrirtækja sem bendluð hafa verið við kjarnavopnaáætlun kommúnista- stjórnarinnar í Norður-Kóreu. Flest fyrirtækin eru norður-kór- esk en eitt þeirra er svissneskt, Ko- has, og hafði áður sætt refsiaðgerð- um af hálfu Bandaríkjastjórnar. Aðgerðir Japansstjórnar beinast einnig að forstjóra fyrirtækisins, svissneska kaupsýslumanninum Jakob Steiger. Ástralíustjórn tilkynnti einnig bann við hvers konar viðskiptum við Steiger og tólf fyrirtæki. Alexander Downer, forsætisráð- herra Ástralíu, sagði að refsiaðgerð- irnar væru skýr skilaboð til Norður- Kóreumanna og í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem eldflaugaskot Norður-Kóreumanna í júlí voru for- dæmd. Stjórnvöld í Kína áréttuðu í gær að þau væru andvíg refsiaðgerðum vegna deilunnar og hvöttu til samn- ingaviðræðna við norður-kóresku stjórnina um deiluna. Refsiaðgerðir gegn N-Kóreu SÚ VAR tíð að ummálsmikill magi þótti í sveit- um vitnisburður um velmegun. Þetta gamalgróna viðhorf á ef til vill vel við í Kína í dag, þar sem breytt holdafar karla er öðrum þræði rakið til batn- andi efnahagsástands. Þannig segir í frétt breska dag- blaðsins Times, að 33,2 prósent karla á aldrinum frá þriggja til 69 ára séu of þungir. Byggir þetta á könnun á holdarfari um 495.000 manna á árinu 2005, en hún bendir til að 9,3 prósent kínverskra karla stríði við offitu. Athygli vekur að þyngd kvenna stendur í stað, þótt ekki ljóst hvernig á því stendur. Kínverskir karlar fitna Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.