Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning ALLIR (jæja, nánast allir) þekkja sextugt verk Brittens, A Young Person’s Guide to the Orchestra, hérlendis nefnt Hljómsveitin kynn- ir sig, sem löngum hefur þótt jafn ómissandi innleiðsla yngri hlust- enda í töfraheim sinfóníubók- mennta og Pétur og úlfurinn eftir Prokofjev. Þar er sem kunnugt farið á milli hljóðfæra hljómsveit- arinnar og hvert kynnt með orðum og tilbrugðnum tóndæmum unz endað er á stórri fúgu – allt út frá sama stefi Purcells. Hvernig væri ef íslenzkt tón- skáld yrði hugsanlega fyrst í heimi til að semja álíka verk fyrir orgel? Því þó að Orgelið kynnir sig kunni einhvers staðar að vera til, þá er það varla heimsþekkt. Fáir myndu auk þess efast um að 72 radda meistarasmíð eins og Klaisorgel Hallgrímskirkju byði upp á jafn- mörg „hljóðfæri“ og tilfærð eru í verki Brittens. Öllu heldur yrði að stikla á stóru – og gæta sín um leið að missa sig ekki um of í for- sögu ýmissa radda, þar eð orgelið varðveitir m.a. enduróm fjölda ævagamalla blásturshljóðfæra sem nú heyrast aðeins í upphafsþenkj- andi forntónlistarhópum. Hugmyndinni laust ósjálfrátt niður á fjölsóttum hádegistón- leikum Björns Steinars Sólbergs- sonar í Hallgrímskirkju á laug- ardag, „með kynningum“ eins og stóð neðanmáls, þar sem organist- inn kynnti nánar verkin og lítils- háttar stakar pípuraddir, búinn þráðlausum radíóhljóðnema sem gerði kleift að ná til jafnvel fjærstu bekkja hvort sem staðið var við hljóðfærið eða lengra frá. Og hvernig sem tónsmiðastétt landsins kann annars að taka téðri hugmynd, þá ætti vel heppnað verk af umræddu tagi að eiga góða möguleika langt út fyrir landstein- ana. A.m.k. er henni hér með kom- ið á framfæri. Svo talþætti sé aflokið voru kynningar Björns skemmtilegar, utan hvað málhraðinn var stundum helzti mikill. Gildir þar svipað lög- mál og í hröðu spili; Hallgríms- kirkja útheimtir meiri skýrleika en flest önnur guðshús hérlendis. Að þessu leyti var spilarinn því í ósamræmi við oftast tæran leik sinn er yfirleitt skilaði frumkostum verkefnavalsins eins og bezt varð á kosið. Það einskorðaðist hér við frönsk verk frá svokallaða fríða skeiðinu („La belle époque“) eða miðbiki 3. lýðveldisins (1871–1939) fram að fyrri heimsstyrjöld; flest vel við hæfi frönskuleitrar radd- skipanar Hallgrímsorgels. Þar mátti heyra höfðinglegan flugeldamars Gigouts, Grand Chœur Dialogué, með eldsnörpum spænskum trómetum, Pastorale Guilments í þýðum Bach-skotnum 9/8 gikki, dreymandi huldu- mannaheim Bonnets („Elfes“) og svo til sinfóníska Fantasíu Saint- Saëns í Es-dúr. Við tók ljúfur englavals hins elsesska Boëll- manns, Prière à Notre Dame, með alsælli viðbættri sexund í loka- hljómi. Loks kom pólónesukennt Boléro de concert Op. 166 eftir Le- fébure-Wely í ABA-formi og afar blómlegu raddvali er hnauð nærri tívolíska endaró á einkar aðgengi- legum og vel útfærðum orgeltón- leikum. Orgelið kynnir sig Tónlist Hallgrímskirkja Verk eftir Gigout, Guilment, Bonnet, Sa- int-Saëns, Boëllman og Lefébure-Wely. Björn Steinar Sólbergsson orgel. Laug- ardaginn 16. september kl. 12. Orgeltónleikar Ríkarður Ö. Pálsson „SJÓMANNSLÍF, sjómannslíf, draumur hins djarfa manns“ var við- kvæðið í íslenskum dægurlagatextum hér fyrr á árum og hinn síungi söngv- ari Ragnar Bjarnason hefur nú sent frá sér hljómplötu, þar sem rifjaðir eru upp þekktir slagarar um hetjur hafsins. Víst er að Raggi er vel sjóað- ur í þessum efnum, enda hafa fáir söngvarar sungið fleiri sjómannalög inn á hljómplötur, og hann gerir þetta með stæl, eins og hans var von og vísa. Á þessari nýju plötu syngur Ragn- ar sígild sjómannalög, bæði sem hann sjálfur hefur gert ódauðleg, auk þess sem hann leit- ar í smiðju til annarra og kennir hér ýmissa grasa. Það sem gefur plötunni kannski mest gildi er að safna saman á einum diski helstu perlum þeirrar menningararfleifðar, sem íslensku sjómannalögin óneit- anlega eru, sungin af þeim dæg- urlagasöngvara íslenskum, sem lengst hefur staðið í brúnni. Og það ánægjulegasta við þetta allt saman er að „karlinn í brúnni“ gefur ekkert eftir og syngur jafnvel betur en nokkru sinni fyrr. Staðreyndin er nefnilega sú að Ragnar hefur með plötuútgáfu sinni á undanförnum ár- um, frá því hann varð sjötugur, slegið á allar raddir þess efnis að menn „missi“ röddina með aldrinum. Sjálf- ur hefur Raggi sagt í viðtölum að röddin hafi „dýpkað, mýkst og þrosk- ast“ með aldrinum og eru það orð að sönnu, eins og glöggt má heyra á þessari plötu. Annað sem mér finnst gefa þessari plötu alveg sérstakt gildi er að með nútíma upptökutækni hefur tekist að ná fram rödd Ellýar heitinnar Vil- hjálms úr gamalli upptöku á laginu Sumarauki (Gullfoss með glæstum brag), sem gerir Ragnari kleift að syngja með henni dúett í þessu fal- lega lagi, en sem kunnugt er sungu þau mikið saman, bæði með KK sext- ettinum og Hljómsveit Svavars Gests á sínum tíma og voru miklir vinir. Eins er ekki ónýtt að heyra Ragnar syngja dúett með Helenu Eyjólfs- dóttur í laginu Hvítu mávar og Þor- valdi Halldórssyni í Sjómenn íslensk- ir erum við, en þetta er í fyrsta skipti sem Ragnar og þessir ágætu norð- lensku söngvarar leiða saman hesta sína á hljómplötu. Þórir Úlfarsson sér um útsetn- ingar, upptökustjórn og hljómsveit- arstjórn og hefur hér unnið gott verk. Útsetningar Þóris gæða lögin nýju lífi, án þess þó að þau missi gamla „sjarmann“, og sýnir Þórir mikla smekkvísi hvað þetta snertir, því það getur verið auðvelt að „missa sig“ í nútímatækninni þegar kemur að upp- tökustjórn og útsetningum. Sjálfur leikur Þórir á píanó og orgel og hefur auk þess með sér hóp valinkunnra hljómlistarmanna, og má segja að undirleikurinn sé svo til hnökralaus. Það fylgir því vissulega áhætta að pússa upp gamlar perlur og endur- útgefa verk, sem hljómað hafa árum og áratugum saman við miklar vin- sældir. Hér hefur hins vegar vel tek- ist til og þessari plötu fylgir ferskur blær, þótt vínið á belgjunum sé gam- alt. Ekki sakar heldur að plötubækl- ingurinn er skemmtilega hannaður, með gagnlegum upplýsingum og skemmtilegum myndum frá söngferli Ragnars Bjarnasonar. Í ljósi frammi- stöðu Ragga á þessari plötu er ljóst að hann hefur ekki sungið sitt síðasta og vonandi eigum við eftir að heyra frá honum í mörg ár enn. Karlinn í brúnni í fínu formi Tónlist Íslenskur geisladiskur Ragnar Bjarnason syngur sjómannalög. Gestasöngvarar: Ellý Vilhjálms, Helena Eyjólfsdóttir, Þorvaldur Halldórsson. Hljóðfæraleik annast hópur valinkunnra tónlistarmanna undir stjórn Þóris Úlfars- sonar. Stjórn upptöku: Þórir Úlfarsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Raggi Bjarna – Vel sjóaður  Sveinn Guðjónsson Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is SÝNING Hildar Bjarnadóttur, sem nefnist Bak- grunnur, verður opnuð á morgun klukkan 17 í i8 galleríi á Klapparstíg. Á sýningunni eru postu- línsstyttur af ömmum Hildar, vefnaður úr lituðu málarahör og ævisagnabrot eldri konu. Þetta er fyrsta einkasýning Hildar í galleríinu en áður hefur hún haldið fjölmargar sýningar á Íslandi, víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkj- unum. „Stóri munurinn á því að sýna hérna heima og í Bandaríkjunum er hinn stóri mark- aður vestra. Þessi staðreynd hefur líka áhrif á það hvað maður kýs að sýna hverju sinni. Á Ís- landi hef ég alltaf frjálsari hendur hvað þetta varðar og þarf ekki endilega að sýna seljanlega list í ramma. Listræna frelsið er heima en því fylgja bæði kostir og gallar því afkoman hangir saman við listina,“ segir Hildur. Viðfangsefni Hildar á sýningunni er um margt nokkuð óvenjuleg. Hún sýnir þrjár postulínsstyttur sem hún lét framleiða fyrir sig. „Stytturnar eru af ömmum mínum tveimur og einni ömmusystur sem var eins og amma mín. Það er ástæða fyrir því að ég geri svona „kitsch“-puntstyttur af ömmum mínum. Þær voru allar mjög flinkar í höndunum og gerðu mikið af handavinnu og textíl. Ég ólst upp við mikla handavinnu hjá þeim og líka móður minni og systrum. Konur af ömmukynslóðinni skreyttu heimili sín gjarnan með ódýrum postulínsstyttum og punthlutum. Sjálfar gerðu þær hins vegar guðdómlega handavinnu sem að mestu fór ofan í skúffu fyrir utan peysur og lopasokka sem voru þá bara í notkun. Með því að setja þær í postulínsformið vil ég heiðra þær og sýna þeirra heimi virðingu.“ Textíllinn í framlínuna Hildur sýnir líka ofin verk úr hör, sama efni og notað er í málarastriga. Hún litar hluta af efninu í akrýlmálningu áður en hún hefst handa við vefnaðinn. „Útkoman er ekki ósvipuð köfl- óttum borðdúkum nema þetta eru í raun og veru málverk. Þetta er unnið úr akrýllit og hör og strekkt á blindramma. Það má því segja að þetta sé málverk unnið með aðferðum textílsins. Grunnurinn og uppistaðan í öllu málverki í gegn- um árhundruðin er vefnaður kvenna. Núna er textíllinn kominn í framlínuna. Ég tala þó ekki um að ég máli því það kemur hvergi pensill ná- lægt minni vinnu heldur er þetta vefnaður. Þó má segja að ég sé farin að opna á viðræðu við málverkið,“ segir Hildur. Hún segir að málverkið hafi jafnan þótt æðsta listformið innan myndlistarinnar. „En ég legg allt að jöfnu; textílinn, málverkið, myndlistina, kvennasöguna og myndlistarsöguna. Ég er ekki að upphefja eitt yfir annað. Oft vinn ég með verk sem eru í rauninni um textíl og textílsög- una og minn bakgrunn. Ég hef gert teikningar, myndbönd og verk í tölvu sem fjalla um textíl en eru ekki textílverk í sjálfu sér.“ Þriðja tegundin af verkum á sýningu Hildar er unnin út frá viðtölum við góða vinkonu móður hennar sem er rúmlega sjötug. „Hún er text- íllistakona og hafði mikil áhrif á mig og mitt textíluppeldi. Ég átti samtöl við hana um æsku- ár hennar, textílinn og kvenréttindabaráttuna en líka um hversdagslega hluti. Viðtölin skrifaði ég inn á tölvu og vann síðan leturgerð upp úr rit- hendinni hennar. Viðtölin eru því prentuð út með hennar rithönd. Í þeim kemur ýmislegt fram úr hennar æsku og hún kemur líka inn á grundvallaratriði í kvennasögunni.“ Viðtölin prentar Hildur út á A4-blöðum og innrammar í gullramma. „Sýningin heitir Bakgrunnur sem vísar auðvitað í málarastrigann sem bakgrunn að málverkinu, minn bakgrunnur er ömmur mín- ar og síðan er það bakgrunnur vinkonu móður minnar.“ Myndlist | Postulínsstyttur, hör og ævisögubrot á sýningu í galleríi i8 Listræna frelsið er heima Morgunblaðið/Ásdís Bakgrunnur Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður. Í bakgrunni eru textílverk hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.