Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 13 ÚR VERINU Morgunblaðið/Kristinn Viðskipti Starfsemi Alfesca kynnt. Eins og sjá má er vöxtur í framleiðsl- unni. En hér er verið að kynna starfsemi franska dótturfyrirtækisins Blini. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „VIÐ teljum að fyrirtækið sé komið í mjög skemmtilega stöðu. Við urðum fyrir barðinu á ákaflega óheppileg- um og ófyrirsjáanlegum utanaðkom- andi áhrifum. Þau virðast vera að baki og okkur finnst við nú vera komnir í nokkuð vel reimaða hlau- paskó. Ef ytri aðstæður verða okkur sæmilega hagstæðar, eigum við að geta verið í ágætum málum,“ segir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca. Alfesca hélt kynningarfund um starfsemi félagsins í gær. Þar lagði forstjóri fyrirtækisins, Xavier Gov- are, áherzlu á að reksturinn gengi vel eftir miklar breytingar. Innri vöxtur væri hjá öllum helztu meg- instoðum félagsins, en mjög hátt verð á hráefni, einkum laxi, hefði gert fyrirtækjunum erfitt fyrir. Verð á laxinum hefði nú lækkað verulega og væri ekki gert ráð fyrir að það hækkaði á ný. Þetta háa verð hefði verið langt umfram áætlanir og ekki hefði tekizt að koma hækkuninni nema að litlu leyti út í afurðaverðið. Það hefði haft mjög neikvæð áhrif á reksturinn, en á móti hefði komið góður árangur á öðrum sviðum. Stefnt væri að vexti í framleiðslu og sölu á afurðum úr öndum og gæsum, á blini, sem eru meðal annars smur- kæfur og á ferskri rækju, en þar hef- ur verið mikill vöxtur. Hins vegar væri ætlunin að halda að sér höndum í framleiðslu á afurðum úr laxi. „Rekstur verksmiðja félagins og sala afurða gengur nokkuð vel,“ seg- ir Ólafur Ólafsson. „Það eru eitt til tvö verkefni sem bíða okkar sem lúta að því ná góðum tökum á rekstrin- um. Í Skotlandi og víðar hefur náðst feiknagóður árangur. Ég tel því að framtíðin sé ágæt. Við fórum af stað með ákveðnar grunnhugmyndir og þær hafa geng- ið að mestu eftir fyrir utan áföll vegna hins háa hráefnisverðs. Það hefur seinkað ferli okkar um eitt til eitt og hálft ár. Engu að síður erum við sæmilega bjartsýnir.“ Draga úr áhættu Hvað um ytri vöxt, stendur til að kaupa fleiri fyrirtæki og sameina þau Alfesca? „Eins og fram kom í kynningunni hér ætlum við að leggja áherzlu á þrjár af þessum meginstoðum, sem rekstur fyrirtækisins stendur á. Við gerum okkur vonir um að geta styrkt stöðu þessara eininga. Við höfum verið að skoða mikið af tækifærum og munum halda áfram að gera það. Síðan er okkar stóra tækifæri að leita að fjárfestingum sem draga úr áhættu í hráefnisöflun og þeim árs- tíðabundnu sveiflum sem eru í rekstri fyrirtækisins. Við höfum skoðað ýmsa kosti, en meðan við vor- um að fara í gegnum þetta breyt- ingaskeið og erfiðar ytri aðstæður töldum við rétt að ná fyrst tökum á rekstrinum og borga upp okkar skuldir til að vera betur í stakk búnir til að takast á við frekari tækifæri síðar.“ Það virðist vera mest aukning í sölu á ferskum rækjuafurðum í Bret- landi. Mun hugsanlegur vöxtur fyr- irtækisins verða á því sviði? „Já, það er mikil aukning á þessu sviði og það er eitt af því sem við kynntum í upphafi og ætlum að skoða. Vonandi getum við sagt frá einhverju þar fljótlega, en við ætlum að reyna að nota þá reynslu og góða árangur sem við höfum náð með brezka fyrirtækið okkar, Lyons Sea- food, í Frakklandi til frekari sóknar. Við erum bara sæmilega bjartsýnir, en það er alltaf gott að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Ólafur. Höfum verið að skoða mörg tækifæri til vaxtar VERÐ á laxi stóð í stað á erlendum mörkuðum í síðustu viku. Þetta kemur fram í tölum norsku hagstof- unnar. Laxverðið hafði lækkað hratt í sjö vikur í röð en með- alverðið í síðustu viku stóð hins veg- ar í stað frá vikunni á undan. Verð á ferskum útfluttum laxi frá Noregi var 28% lægra í síðustu viku, 31,2 norskar krónur á kíló, miðað við verðið í lok júní, 43,1 norskar krón- ur, þegar það náði hámarki. Norð- menn eru stærstu einstöku fram- leiðendur á eldislaxi í heiminum og því er útflutningsverðið frá Noregi lýsandi fyrir heimsmarkaðsverð á laxi. Þótt meðalverðið hafi lækkað skarpt undanfarnar vikur er það enn fremur hátt í sögulegu ljósi og vel ásættanlegt fyrir framleiðendur. Flestar spár gera ráð fyrir auknu framboði af laxi frá framleiðendum á næsta ári sem ætti að öðru óbreyttu að pressa á verðið til frek- ari lækkunar. Verðlækkunin undanfarið hagstæð fyrir Alfesca Frá þessu var greint í Morg- unkorni Glitnis og segir þar enn- fremur: „Verðlækkunin á laxi und- anfarnar vikur hefur komið sér vel fyrir fullvinnslufyrirtæki. Alfesca er eitt af þeim fyrirtækjum sem finna fyrir verðbreytingum á laxa- furðum þar sem dótturfyrirtæki þess, Labeyrie, Delpierre og Vensy eru stórir kaupendur á laxi, m.a. frá Noregi. Framundan er mikilvægur tími fyrir Alfesca þar sem félagið kaupir á haustmánuðum inn mikið magn af laxi til að selja fyrir mik- ilvægasta sölutímabil félagsins, jóla- söluna.“           !" ! #" # "  " " '   ( )  #  *    + +     4C! 4C  D  *  &# , 4! <-    4C! 4C  D  !$ "$" !#$ # $% # $ Stöðugt verð á laxi á mörkuðum Gert er ráð fyrir auknu framboði hjá flestum framleiðendum næsta ár Samherjaskipið Margrét EA 710 landaði nýlega norsk-íslenzkri síld hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Auk hennar lönduðu Aðalsteinn Jónsson SU og Hákon EA. Margrét var með um 800 tonn sem fór allt í flökun til manneldis. Aðalsteinn Jónsson var með fullfermi af síld bæði frosinni og í bræðslu, rúm 2.000 tonn. Síðan kom Hákon með svipaðan skammt eða um 2.000 tonn en þeir eru saman á partrolli, Að- alsteinn og Hákon. Veiðarnar hafa gengið þokkalega að undanförnu. Alls hafa veiðzt tæp 130.000 tonn, en kvótinn er 154.000 tonn. Nú hefur um 85.000 tonnum verið landað til vinnslu af íslenzkum skipum og 7.000 tonnum af erlend- um skipum. Verksmiðjurnar hafa því tekið á móti um 92.000 tonnum, samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva. Lang- mestu hefur verið landað hjá Síld- arvinnslunni, ríflega 57.000 tonnum. Nóg af síld Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Veiðar Síld landað í Neskaupstað, Margrét EA og Aðalsteinn Jónsson SU. Fagmennska í fFagmennska í fyrirrúmi jaga vatnshitablásarar í úrvali smáir sem stórir • 5 - 50 kW með jaga-AVS loftdreifikerfi ® Gæði • Reynsla • Þjónusta Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Falleg 162,7 fm sérhæð með bílskúr á þessum vinsæla stað í vogunum. Á neðri hæð er forstofa, snyrting, eldhús, búr, borðstofa, stofa, svalir og síma- hol. Parket á stofum og gangi. Á efri hæð er baðherb. með sturtu, þvotta- hús, svalir með útsýni og 3 rúmgóð herbergi með skápum. Stutt í Vog- askóla, Menntaskólann v/Sund og alla þjónustu. Bílskúr er næstur húsinu. Eignin er laus. Verð 29,9millj. Sölumaður Húsavíkur tekur vel á móti gestum milli kl. 18 og 20 í dag. Teikningar á staðnum. Opið hús milli kl. 18 og 20 í dag Skeiðarvogur 25 - Sérhæð m/bílskúr- Laus Lækkað verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.