Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Með tilvísun til þeirramiklu fórna sem ung-verska þjóðin færði ínafni frelsisins fyrir réttum 50 árum er vart við hæfi að ræða um að „uppreisn“ sé brostin á í landinu. En játningar Ferenc Gyurcsany forsætisráðherra þess efnis að skipulega hafi verið logið að kjósendum á undanliðnum tveimur árum eða svo hafa skapað alvarlega pólitíska og þá ekki síður siðræna kreppu. Gyurcsany neitar að segja af sér og nýtur enn stuðnings þing- manna Sósíalistaflokksins. Óvíst er á hinn bóginn hversu lengi sá stuðn- ingur heldur. Ólga ríkir og margir telja játningar forsætisráðherrans svo yfirgengilegar að óhugsandi sé að hann geti komið fram sem trú- verðugur fulltrúi þjóðarinnar á heimavelli eða erlendis. Á sunnudag birti ríkisútvarpið í Ungverjalandi kafla úr ræðu sem Gyurcsany forsætisráðherra flutti á fundi þingmanna Sósíalistaflokks- ins 26. maí. Ræðan hefur nú verið birt í heild og ákvað forsætisráð- herrann raunar sjálfur að birta út- skrift á vefsíðu sinni. Óhætt er að segja að ræðan sé um flest dæma- laus. Orðbragðið hefur vakið hneyksl- an margra enda hikar forsætisráð- herrann ekki við að nota kröftug þjóðinni í stað þess að gera grein fyrir erfiðri stöðu efn mála. Ræðan hafi því ekki e vísað til framgöngu ráðama Sósíalistaflokksins. Forsæt herrann boðar nú harkaleg hagsaðgerðir sem flestar m bitna á velferðarkerfinu í U landi. Stjórnvöld segja að s gjöld verði tekin upp í hásk að alþýða manna þurfi að b undir að greiða fyrir heilbr isþjónustu. Skattar verða o aðir en fyrri skattlækkanir valda segir Gyurcsany nú a verið „mistök“. Atlaga að lýðræðinu? Af þessum sökum telja ýms sérfróðir eru um ungversk mál hugsanlegt að forsætis herrann hafi sjálfur ákveði unni skyldi lekið í fjölmiðla hafi með þessu viljað vekja af værum blundi og búa alþ manna undir þær aðgerðir nauðsynlegar séu. Hafi forsætisráðherrann sér að ná athygli þjóðarinn ljóst að honum hefur tekist prýðilega. Mikil spenna rík inu sökum yfirlýstra lyga r manna. Margir ganga svo l fullyrða að Gyurcsany og u irsátar hans hafi gerst seki grafa undan sjálfu lýðræðin Framganga forsætisráðher vart fallin til að auka traust blótsyrði er hann ávarpar þing- menn sína. En mestu skipta vit- anlega þær fullyrðingar leiðtoga ríkisstjórnarinnar að talsmenn stjórnarflokkanna hafi skipulega logið að þjóðinni í aðdraganda þing- kosninganna í aprílmánuði til að auka sigurlíkurnar. Þá vann stjórn Gyurcsany það afrek að halda velli í kosningum. Er það í fyrsta skipti sem það gerist frá því að lýðræði var endurreist í Ungverjalandi árið 1990 eftir hrun kommúnismans í Evrópu. Lygar og „klúður“ Raunar gengur forsætisráðherrann lengra því hann upplýsir að ekki hafi einungis verið logið að kjós- endum um stöðu efnahagsmála og framgöngu ríkisstjórnarinnar í að- draganda kosninganna; í ræðunni segir hann fullum fetum að blekk- ingum hafi óspart verið beitt á síð- ustu 18 til 24 mánuðum. „Við lugum að fólkinu að morgni dags, við lug- um síðdegis og við lugum þegar húmaði að kveldi,“ upplýsir Gyurcs- any í ræðunni. Hann bætir við að stjórnin hafi gerst sek um stór- brotið „klúður“ og hafi nákvæmlega ekkert til að gorta sig af. Lygar þær og „klúður“ sem for- sætisráðherrann vísar til lúta að stöðu efnahagsmála. Gyurcsany hefur nú útskýrt ummæli sín á þann veg að ungverskir stjórnmálamenn hafi almennt árum saman logið að Sannleikurinn um Pólitísk kreppa er skollin á í Ungverjalandi í kjölfar þe að forsætisráðherrann játaði á sig lygar og blekkingar Forsætisráðherra Ungverjalands,Ferenc Gyurcsany, hafnaði í gæröllum kröfum um að hann segði afsér vegna umdeildrar ræðu sem hann flutti á flokksfundi í maí og var lekið í fjölmiðla um helgina. Þar viðurkenndi hann að hafa logið að þjóðinni fyrir síðustu kosn- ingar til að halda völdum. Andstæðingar ráðherrans efndu til mikilla óeirða í höfuð- borginni Búdapest á mánudagskvöld og særðust um 150 manns. Múgur réðst á húsa- kynni ríkissjónvarpsins við Kossuth-torg eftir hörð slagsmál við fámennt lögreglulið, rændi þar öllu og ruplaði og hluti hússins var brenndur. Glerbrot og brunnin bílflök voru á götunum í gær, bekkir við gangstéttir höfðu verið rifnir upp og víða voru tóm táragas- hylki. Talið er að um 3.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum sem voru í upphafi friðsam- leg. Þess var krafist að Gyurcsany segði taf- arlaust af sér og samsteypustjórn hans var fordæmd. En síðar kom til harðra slagsmála og er um að ræða mestu óeirðir sem orðið hafa í Ungverjalandi eftir að einræði komm- únista hrundi um 1990. Skiptar skoðanir eru í landinu um það hvort forsætisráðherrann eigi að segja af sér, ef marka má nýja skoðanakönnun Gall- up. Þar segjast 43% aðspurðra vilja afsögn Gyurcsanys en 34% vilja að hann sitji áfram. Leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokksins, hins hægrisinnaða Fidesz, Viktor Orban, sagði í gær að ef sósíalistaflokkur forsætis- ráðherrans tapaði sveitarstjórnarkosning- um sem verða 1. október, ætti hann að segja af sér. Forsætisráðherrann hefur boðað harka- legar aðgerðir í efnahagsmálum og eru þær mjög umdeildar. Andstæðingar ráðherrans á mánudag munu hafa krafist þess að birt yrði yfirlýsing frá þeim í sjónvarpinu en kröfunni var hafnað. „Ég mótmæli vegna þess að mér líkar ekki við Gyurcsany,“ sagði 24 ára gamall karlmaður, Tamas Pikarczyk, sem tók þátt í mótmælunum við sjónvarpshúsið. „Mér fannst það sem hann sagði vera svívirðilegt og ég vil ekki að maður af þessu tagi sé fulltrúi minn eða þjóðarinnar.“ Pikarczyk sagði að fólk væri búið að fá nóg af skatt- píningu og öðrum álögum. „Vinir mínir segja: Við þurfum nú þegar að stela, svindla og ljúga til að komast af. Nú þegar álögur eru tvöfaldaðar verðum við að stela, svindla og ljúga tvöfalt meira.“ Talsmaður mótmælenda, Andras Takacs, sagði að mótmælum yrði haldið áfram amk. fram á fimmtudag en þá mun kröfuganga stúdenta vegna hærri skólagjalda, sem skipulögð var fyrir löngu, fara fram. „Við viljum sýna gott fordæmi með skipulögðum og friðsamlegum mótmælum en viljum líka sýna fram á styrk okkar,“ sagði Takacs. Gyurcsany forsætisráðherra sagðist í gær hafa skipað lögreglunni að beita „öllum ráð- um“ til að tryggja lög og reglu. Það væri engin lausn að fara út á göturnar og efna til óeirða, slík hegðun myndi aðeins verða und- irrót enn meiri átaka. „Það er skylda okkar að leysa þessa deilu og koma í veg fyrir vandræði,“ sagði hann. „Þetta er skipulögð dagskrá“ Einar Gunnlaugsson hefur búið í Búda- pest síðan í vor og lærir þar ungversku en hefur verið með annan fótinn í borginni und- anfarin sex ár. Rætt var við hann um sex- leytið síðde „Ég var það eru nok Hér er allt húsið. Þett mælendum Mér skilst fyrr en stjó mikilli viðb eru skíthræ kvöld. Men svona róleg Það er bú „Þurfum nú þeg svindla og ljúga Mótmæltu Ferenc Gyu Í HNOTSKURN »Tæpar tíu milljónir manna búa íUngverjalandi, tungumálið er fjarskylt finnsku. »Síðustu árin hefur fjárlagahallihækkað stöðugt og er nú um 10% af þjóðarframleiðslu. »Ráðamenn vilja nú draga úr op-inberum útgjöldum og hækka jafnframt skatta og aðrar álögur. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝJAR VÍGLÍNUR Í VIRKJANAMÁLUM? Leitin að virkjunarkostum til aðfullnægja orkuþörf hugsan-legrar nýrrar stóriðju heldur áfram. Í fréttaskýringu Rúnars Pálmasonar í Morgunblaðinu í gær kemur fram að orkufyrirtæki á suð- vesturhorninu beina nú sjónum að háhitasvæðum í nágrenni höfuðborg- arsvæðisins og virðist áhuginn einna mestur á svæðinu í Brennisteinsfjöll- um. Það svæði er hins vegar líklega einna verðmætast út frá náttúru- verndarsjónarmiði af þeim svæðum, sem orkufyrirtækin vilja rannsaka. Í Morgunblaðinu í dag kemur enda fram að umhverfisráðuneytið leggist gegn því að veitt verði leyfi til rann- sókna á virkjunarmöguleikum þar. Það virðist nokkuð ljóst að til harðra átaka getur komið á milli náttúruverndarsinna og orkufyrir- tækjanna vegna áforma þeirra um virkjanir á Reykjanesskaga, á Heng- ilssvæðinu og fleiri svæðum suðvest- anlands. Þetta getur orðið hin nýja víglína í deilum um virkjanamál, sem eru orðnar stærsta pólitíska deilu- málið á Íslandi. Stórar vatnsafls- virkjanir á borð við Kárahnjúka verða ekki á dagskrá næstu ár. Átök- in munu fremur standa um jarð- varmavirkjanir á háhitasvæðum. Náttúruverndarsamtökin Land- vernd hafa lýst þeirri skoðun sinni, að bíða eigi með allar ákvarðanir um framkvæmdir vegna orkuöflunar til stóriðju þar til lokið verði við 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, sem búizt er við að verði eftir 3 ár. Þetta þýðir í raun að Landvernd vill að nákvæm kortlagning á náttúruverndargildi hugsanlegra virkjunarkosta liggi fyrir, áður en gengið verður lengra í að nýta þá orku, sem býr í iðrum landsins. Þetta er sjónarmið, sem nýtur áreiðanlega vaxandi fylgis. Á móti kemur það sjónarmið, að orkufyrirtækin verði að hafa sveigj- anleika til að grípa tækifærin og bregðast hratt við óskum um afhend- ingu rafmagns til orkufreks iðnaðar. Í byggðarlögum á borð við Reykja- nesbæ og Húsavík á það sjónarmið áreiðanlega miklu fylgi að fagna. Svo mikið er hins vegar víst, að sú samstaða, sem ýmsir vonuðu að gæti tekizt um jarðvarmavirkjanir, hefur ekki orðið að veruleika. Hugsanlegt er að fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkj- unar Orkuveitu Reykjavíkur hafi spillt fyrir slíkri sátt, vegna þess að ýmislegt bendir til að við gerð henn- ar hafi þess ekki verið gætt að um- hverfisáhrif virkjunarinnar væru í algeru lágmarki. En það eru mistök, sem hægt er að læra af, og ný stjórn OR hefur slegið nýjan tón, þar sem boðað er að ýtrustu umhverfissjón- armiða verði gætt í rekstri fyrirtæk- isins. Það verður að fara varlega í virkj- un háhita, rétt eins og í virkjun fall- vatnanna, og leitast við að skapa sem breiðasta samstöðu um þær leiðir, sem farnar verða. En það er ekki ábyrg afstaða af hálfu þeirra, sem vilja vernda umhverfi Íslands, að leggjast gegn öllum virkjunum. Miklir möguleikar liggja í nýtingu vistvænnar, endurnýjanlegrar orku. Ef áform um uppbyggingu vetnis- samfélags á Íslandi ganga eftir, verður til dæmis hægt að gera ís- lenzkt efnahagslíf að verulegu leyti óháð innfluttri olíu og draga stór- kostlega úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda á landinu. En til þess þarf að virkja og virkja mikið, eigi að vera hægt að framleiða vetni með rafgreiningu. Í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum geta menn þurft að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. LEIKREGLUR LÝÐRÆÐIS Óvenjulegt mál er komið upp íUngverjalandi. Forsætisráð- herra landsins er staðinn að því að hafa logið að þjóðinni og hefur við- urkennt lygarnar enda á hann ekki annarra kosta völ. Viðbrögð almenn- ings í þeim fögru borgum Búda og Pest hafa verið harkaleg og í fyrra- kvöld varð lögreglan að láta undan síga fyrir reiðum mannfjölda. Þessi viðbrögð eru skiljanleg. Ungverjar bjuggu við kúgun komm- únismans í tæplega hálfa öld. Allan þann tíma var logið að þeim. Þeir risu upp gegn kúgurum sínum í frægri uppreisn árið 1956, sem lengi verður í minnum höfð. Framganga Ungverja þá hafði þau áhrif á aðrar þjóðir, að stórir hópar fólks líta upp til Ungverja, meta þá mikils og þykir vænt um þá vegna hetjulegrar fram- göngu þeirra gegn ofurafli kúgar- anna. Ungverjar meta frelsi sitt mikils eins og allar þjóðir gera. Þess vegna er skiljanlegt að þjóðin rísi upp gegn stjórnmálamönnum, sem fara ekki að leikreglum lýðræð- isins heldur feta í fótspor kommún- istaforingjanna, sem sögðu aldrei satt. Með viðbrögðum sínum eru al- mennir borgarar í Ungverjalandi að gera tilraun til að verja lýðræðið í landinu. Það verður ekki bezt gert með því að brenna bíla heldur með þeim baráttuaðferðum, sem reyndust Úkraínumönnum vel í lýðræðislegri byltingu þar fyrir nokkrum misser- um. Lýðræði getur ekki þrifizt á lygum heldur opnum umræðum. Opnar og gegnsæjar umræður eru styrkur lýð- ræðisins, hversu erfiðar og óþægileg- ar sem þær kunna að vera. Forsætisráðherra Ungverjalands á að segja af sér vegna þess að hann hefur ekki virt leikreglur lýðræðis- ins. Fimmtíu árum eftir hina sögulegu uppreisn í Ungverjalandi er almenn- ingur þar í landi að láta heyra til sín á nýjan leik með ótvíræðum hætti. Forsætisráðherrann á að sýna þjóð sinni þá virðingu að segja af sér. Ungverjar hljóta að gera þá kröfu til stjórnmálaflokkanna, að spilin verði lögð á borðið, réttar og sannar upplýsingar um efnahagsstöðu lands- ins lagðar fram og að þjóðin geti gengið til kosninga á ný með réttar upplýsingar í höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.