Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning AÐALHEIÐUR er ein af líflegri listamönnum landsins, bæði í atorku, sýningarhaldi og list sinni, og tréfíg- úrur hennar eru mörgum kunnar. Aðalheiður notar það sem til fellur við list sína, hjá henni lifnar hver spýta við í ótrúlegri hugkvæmni og skemmtilegri útfærslu. Vinnuaðferð hennar er að einhverju leyti bernsk en Aðalheiður er menntuð myndlist- arkona og nálgast viðfangsefni sitt á öðrum forsendum, niðurstaðan er fáguð og verk sem búa yfir innsæi og jafnvel smáatriði eins og hökusvipur eða það hvernig hendi er stillt á mjöðm lifna við. Í Listasafni Árnes- inga sýnir Aðalheiður þó nokkurn fjölda mannsmynda í fullri stærð, flestar frístandandi en einnig lág- myndir á vegg. Líka þó nokkrar and- litsmyndir, spýtur sem sýnast með einu handtaki breytt í lifandi mann- eskju. Í flestum fígúrum hennar búa svo sterkir karakterar að hægt væri að ímynda sér heilu sögurnar í kringum þær, eða að þær eigi sér fyrirmynd í raunveruleikanum, sem stundum er raunin, en Aðalheiður hefur m.a. gert myndir af fólki sem hún minnist frá æskuárum sínum. Kannski á rausnarlegi maðurinn á bekknum sína fyrirmynd, en hann er svo ljóslifandi þar sem hann situr og hallar sér fram svo sveigja kemur á bakið. Það má ímynda sér að húfan sem Drengur með húfu ber hafi ver- ið kveikjan að tilurð hans en erfiðara er að ráða í áleitnu myndina af bik- iníklæddu konunni með bleikmáluðu táneglurnar, hvert er hún að fara með hamarinn? Nokkuð góð ímynd íslenskra kvenna í dag og ef til vill fyrirmynd litlu stúlkunnar með gjörðina sem stendur hjá henni. Það er sérkennileg spenna í myndinni af stúlku sem krýpur með skál, eins og hún gæti allt eins haft eitthvað allt annað í höndunum, hver veit hvað. Lágmyndir Aðalheiðar eru eðlilega ekki eins virkar í rýminu og fígúrur hennar og sumar sterkari en aðrar en afar lofandi engu að síður. Að- alsmerki Aðalheiðar er meðal annars hrein sköpunargleði, og henni miðlar hún frábærlega til áhorfenda í verk- um sínum. En hún gefur áhorf- endum einnig kost á að spreyta sig á spýtunum í smiðju frammi í safninu. Stórt borð þakið trékubbum sem til hafa fallið, verkfæri og lím sem margir hafa nýtt sér og prýða smíð- isgripir áhorfenda margar hillur. Þetta er afar lifandi og skemmtileg sýning hjá Aðalheiði og um leið synd hversu lítið líf virðist vera í Listasafni Árnesinga, það er spurn- ing hvort kynningarstarfsemi safns- ins virki vel. Unglingur sem grúfir sig í fartölvu er ekki besta andlit safnsins út á við, þegar ég kom við sat enginn á kaffistofunni og engin kaffilykt í loftinu, þó er tafla þar sem auglýstar eru m.a. vöfflur, ætli hann baki þær drengurinn? Safnið hefur sýnt metnað í starfsemi sinni og móttaka þess og öflun gesta er hluti af henni. Eflaust er hér eitthvað við að eiga sem á sér sína orsök og verð- ur vonandi bætt úr því svo fleiri geti notið þeirra áhugaverðu sýninga sem safnið býður upp á. Líf í timbrinu Óheft sköpunargleði „Fáguð verk sem búa yfir innsæi og jafnvel smáat- riði eins og hökusvipur eða það hvernig hönd er stillt á mjöðm, lifna við.“ MYNDLIST Listasafn Árnesinga Til 23. september. Opið í september og október lau. og sun. frá kl. 14–17. Að- gangur ókeypis. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Ragna Sigurðardóttir JAPANSKA leikhúsið Theatre du Sygne frá Tókýó hefur undanfarinn áratug heimsótt Evrópu reglulega með sýningar á evrópskum verkum. Það kemur nú í fyrsta sinni til Ís- lands í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að Ísland og Japan tóku upp stjórnmálasamband. Snegla tamin eða The Taming of the Screw eftir William Shakespeare er viðfangs- efnið. Einn af fyrstu gamanleikjum þessa höfundar sem hefur að við- fangsefni eldgamalt og vinsælt þema leikhússins og bókmenntanna: Hvernig temja megi tannhvassar, sjálfstæðar eiginkonur er ekki láta að stjórn. Ærsl eru í fyrirrúmi, svik og prettir, dulargervi, leikur er í leiknum, herrar nota þjóna og allt gerist það á Ítalíu. Upphaflegum inngangi er hér sleppt og í stað þess hefst sýningin með vestræna brúðarmarsinum, vestrænu brúðkaupi, brúðkaups- veislu þar sem faðir brúðgumans (?) tilkynnir í gamansömum tón að nú verði leikin dæmisaga fyrir brúð- hjónin (vissulega nauðsynleg breyt- ing á okkar feminísku tímum!) og hefst þá verkið. Í fyrstu verður maður svolítið pirraður, heldur að hér eigi að fara að framfæra Shakespeare upp á hefðbundinn vestrænan hátt nema hvað tungumálið væri óskiljanlegt, og ekki jók textavélin á bjartsýnina því enski textinn var ekki saminn af Shakespeare heldur þýddur úr jap- önsku. En svo breyttist allt. Texta- vélin varð ónauðsynleg. Austrið sigrast á vestrinu. Sviðsmyndin er sáraeinföld, fjög- ur þunn teppi hanga úr rá með mál- aðri panoramamynd í pastellitum af ítalskri borg. Þeim má snúa við og kemur þá önnur borg. Og þau má lýsa til að þrengja svið. Á milli tepp- anna eru innkomur, á bak við þau er leikið, þrír stólar, kubbar eru af og til notaðir, stundum teppisbútur lagður á gólf, annars eru það leik- ararnir sjálfir sem eru aðalatriðið. Í búningum ríkir algjört frelsi, ekkert raunsæi, að ákveðnu marki eru þeir vestrænir en fallega tengdir við jap- anskar hefðir og lyfta ákaflega vel upp karakterum, karakter- einkennum. Og skemmtilegt hvernig í búningum er búinn til leikur í leikn- um, eða þegar Katarína flyst í annað hérað, aðra borg á heimili Petruc- hios þá er eins og við séum komin í heimkynni hirðfíflanna, sagan um tamningu hennar fær þar með nýja fjarlægð, verður ýktur leikur í leikn- um. Í hundrað og tíu mínútur án hlés rennur reyndar leikurinn fram, hraður, mjúkur, áreynslulaus með skýrri atburðarás, skýru látbragði, skýrum persónum og skýrri afstöðu þeirra hverrar til annarrar; af jap- anskri fimi er slegist og velst um, kómískar sítúasjónir gerðar lifandi og undir þær leikur stúlka gam- ansama japanska strengjatónlist á hljóðfæri sem heitir Shamisen eða snákur. Og aftur og aftur fyllist maður aðdáun yfir hversu miklu meira vald þessir leikarar hafa á hreyfingum sínum og látbragði en þeir íslensku. Þótt Atsuko Ogawa í hlutverki Katarínu og Gouki Ogawa í hlutverki þjónsins Grumios hafi hrifið mest. Í lokin reyndust hundr- að og tíu mínúturnar hafa liðið hratt og enn einu sinni frammi fyrir aust- rænum leiklistarhefðum skilur mað- ur af hverju allir þeir sem endurnýj- uðu vestrænt leikhús á tuttugustu öld töldu sig þurfa að leita til upp- runa þess í Austurlöndum. María Kristjánsdóttir Vestrið í austrinu LEIKLIST Theatre du Sygne Eftir William Shakespeare. Leikstjóri: Hisao Takase. Leikmynd: Izumi Mat- zuoka. Lýsing: Reiko Kasawa. Búningar Yuako Ozaki, Noami Shinohara. Tónlist: Shioko Miyaki. Leikarar: Atsuko Ogawa, Mitsutaka Tachikawa, Shiro Arai, Gouki Ogawa, Hirokazu Hayashi, Motonobo Hoshino, Ken Honjo, Yohei Matsukado, Kazuro Yano, Yasuhiro Wakita,Seiko Tano og Izumi Matzuoka. Stóra svið Þjóðleikhússins kl. 20.00, laugardaginn 16. september. Snegla tamin Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU - eftir W. A. Mozart Frumsýning fös. 29. sep. kl. 20 2. sýn. sun. 1.okt. kl. 20 – 3. sýn. fös. 6. okt. kl. 20 – 4. sýn. sun. 8. okt . kl. 20 5. sýn. fös. 13. okt. kl. 20 - 6. sýn. sun. 15. okt. kl. 20 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Kynning fyrir sýningu í boði Vinafélags íslensku óperunnar kl. 19.15 Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá EHÍ hefst 3. október. Skráning í síma 525 4444 – endurmenntun@hi.is RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 24/9 kl. 14 Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/10 kl. 14 Sun 8/10 kl. 14 VILTU FINNA MILLJÓN? Sun 24/9 kl. 20 Lau 30/9 kl. 20 Fös 6/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20 FOOTLOOSE Fös 22/9 kl. 20 Lau 23/9 kl. 20 Fim 28/9 kl. 20 Fös 29/9 kl. 20 HVÍT KANÍNA Nemendaleikhúsið frumsýnir nýtt verk eftir hópinn. Fös 22/9 kl. 20 frumsýning UPPS. Lau 23/9 kl. 20 hátíðarsýning UPPS. Sun 24/9 kl. 20 Mið 27/9 kl. 20 BANNAÐ INNAN 16 ÁRA. Engum hleypt inn án skilríkja. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERAST ÁSKRIFANDI Áskriftarkort á 5 sýningar á 9.900. Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 20.sept. fá gjafakort í Borgarleikhúsið í kaupbæti. Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is PINA BAUSCH LOKSINS Á ÍSLANDI! Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn Pinu Bausch verður með 4 sýningar á verkinu Água í Borgarleikhúsinu. Í kvöld kl. 20 UPPS. Síðasta sýning Miðaverð 4.900. MEIN KAMPF Lau 23/9 frumsýning UPPS. Mið 27/9 kl. 20 UPPS. Fös 29/9 kl. 20 Lau 7/10 kl. 20 Sun 8/10 kl. 20 ÁSKRIFTARKORT Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir! Mein Kampf e. George Tabori Amadeus e. Peter Shaffer Fagra veröld e. Anthony Neilson Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar- son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson. Lík í óskilum e. Anthony Neilson Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren Viltu finna milljón? e. Ray Cooney. Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson Íslenski dansflokkurinn og margt, margt fleira. www.leikfelag.is 4 600 200 Kortasala í fullum gangi! Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með! Leikhúsferð með LA til London - UPPSELT Karíus og Baktus Lau 23. sept kl. 14 UPPSELT, Frumsýning Lau 23. sept kl. 15 UPPSELT Sun 24. sept kl. 14 UPPSELT, 2. kortasýn Sun 24. sept kl. 15 Aukasýning Lau 30. sept kl. 14 3. kortasýn, örfá sæti laus Sun 1. okt kl. 14 UPPSELT, 4. kortasýn Sun 1. okt kl. 15 UPPSELT Sun 1. okt kl. 16 Aukasýning Næstu sýn 8/10, 15/10, 22/10 HUNDRUÐ seljenda á eBay- vefsíðunni reyna nú að hagnast á andláti ástralska krókódílaáhuga- mannsins Steve Irwins sem lést þegar gaddaskata stakk hann í hjartastað 4. september sl. Ýmis varningur tengdur Irwin er þar til sölu án heimildar fjölskyldu Irwins og óvíst hvort hlutirnir tilheyrðu honum. Meðal varnings eru stutt- ermabolir, límmiðar á stuðara bif- reiða og áletraður minnisvarði úr gleri og marmara sem í er grafið: ,,Steve Irwin. Krókódílaveiðimað- urinn. 22.2. 1962–4.9. 2006. Þú verður ávallt elskaður“. Annar notandi eBay auglýsir til sölu bankavíxil með andlitsmynd af Irwin og kostar hann 29 dollara. Sumir notendur reyna meira að segja að selja áströlsk dagblöð frá dánardegi Irwins og fá allt að 20 dollara fyrir. Notendur eBay hagn- ast á andláti Steve Irwins Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.