Morgunblaðið - 09.10.2006, Page 2
2 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
fasteignirmánudagur 9. 10. 2006 fasteignir mbl.is
FASTEIGNALÁN
Í MYNTKÖRFU
Nánari upplýsingar hjá lánafulltrúum Frjálsa
og á www.frjalsi.is, þar sem einnig er hægt
að reikna greiðslubyrði.
3,4%
Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006
Lánstímialltað40ár
Stjórnstöðvar
fyrir hitakerfi
Tveir sterkir sparnaðarreikningar á netinu
Þú færð nánari upplýsingar og getur stofnað reikning á spron.isA
RG
US
/0
6-
05
47
SPRON Vaxtabót – allt að 13,50% vextir*
SPRON Viðbót – allt að 4,80% vextir*
* Samkvæmt gildandi vaxtatöflu SPRON 1. október 2006
Torfveggir, algengasta vegghleðsla okkar fram á 20. öld » 9
BORGIN SELUR 45,000 FM LÓÐ
REYKJAVÍKURBORG ÆTLAR AÐ SELJA STÓRA LÓÐ Á ÞÓRÐARHÖFÐA,
SEGIR ÓSKAR BERGSSON HJÁ FRAMKVÆMDASVIÐI BORGARINNAR
VERSLUNIN Tekk Company sel-
ur bæði húsgögn og fylgihluti til
heimilisins. Við gefum við-
skiptavinunum líka góð ráð, segir
Telma Birgisdóttir. » 2
Skraut-
legt
og flott
KANADÍSKA byggingarfyrirtækið NLBIC hyggst hefja samstarf við ís-
lenska byggingaraðila um byggingu timburhúsa á Íslandi. Fulltrúar fyr-
irtækisins eru hérlendis um þessar mundir. » 29
Kanadísk timburhús
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 24/26
Staksteinar 8 Bréf 26
Veður 8 Minningar 27/30
Vesturland 10 Dagbók 36/41
Viðskipti 11 Myndasögur 36
Úr verinu 12 Staður og stund 38
Erlent 14 Víkverji 40
Menning 16, 32/35 Leikhús 34
Daglegt líf 18/21 Bíó 38/41
Forystugrein 22 Ljósvakar 42
* * *
Innlent
Önnur tveggja björgunarþyrlna
sem Landhelgisgæslan hefur tekið á
leigu kom til landsins á laugardag-
inn. Er þyrlan að mörgu leyti sam-
bærileg stærri þyrlu Landhelgis-
gæslunnar, TF-LÍF, þótt hún sé
ekki að öllu leyti löguð að íslenskum
aðstæðum. Þyrlan er af gerðinni
Pouma og er leigð til eins árs frá
norska fyrirtækinu Air Lift. Leigu-
þyrla af Dauphin-gerð er væntanleg
snemma í næsta mánuði. »4
Íbúðarhús á bænum á Búlandi í
Arnarneshreppi við Eyjafjörð
skemmdist mikið í eldsvoða í gær-
morgun. Hjónum, sem gistu í hús-
inu, tókst að koma sér út og tilkynna
um brunann eftir að reykskynjari
fór í gang. Fengu þau væga reyk-
eitrun en sluppu ósködduð að öðru
leyti. »6
Skaðabætur vegna ærumeiðinga
verða reiknaðar út frá fjárhag tjón-
valds ef frumvarp sem nokkrir þing-
menn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks hyggjast leggja fram á
þessu þingi verður samþykkt sem
lög. Einnig myndi réttarvernd al-
mennra hegningarlaga vegna æru-
meiðinga ná til fjölskyldna þeirra
sem verða fyrir slíkri háttsemi. »6
Erlent
Stjórnvöld í Peking segja heim-
sókn nýs forsætisráðherra Japans,
Shinzo Abe, til borgarinnar marka
tímamót í samskiptum ríkjanna.
Þannig hefur mikillar spennu gætt í
samskiptum þeirra og sögðust báðir
aðilar vona, að viðræður Shinzo og
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína,
yrðu til að liðka fyrir samvinnu
þeirra á ýmsum sviðum, þ.m.t. á
sviði viðskipta. »14
Rússneska þjóðin syrgir nú frá-
fall blaðamannsins Önnu Polit-
kovskaya sem var skotin til bana við
heimili sitt í Moskvu á laugardag.
Anna, sem var 48 ára tveggja barna
móðir, þótti einn öflugasti rannsókn-
arblaðamaður Rússlands, en hún var
þekkt fyrir harða gagnrýni á stefnu
stjórnarinnar í Tétsníu. »14
Bandarískar og íraskar hersveit-
ir felldu 30 skæruliða úr röðum sjíta
í hörðum átökum í bænum Diwaniya
um helgina, að sögn talsmanna
Bandaríkjahers. Þá sagði dagblaðið
Washington Post 776 bandaríska
hermenn hafa særst í sept-
embermánuði. »14
Aigars Kalvitis, forsætisráðherra
Lettlands, lýsti því yfir í gær, að
hann væri reiðubúinn að mynda nýja
samsteypustjórn. Er þetta í fyrsta
sinn sem stjórnin heldur velli frá því
landið öðlaðist sjálfstæði frá Sov-
étríkjunum árið 1991. »14
Viðskipti
Icelandair Cargo hefur reglu-
bundið áætlunarflug til þriggja
nýrra áfangastaða nú í byrjun októ-
ber, til Charlotte í Bandaríkjunum
og Jönköping og Málmeyjar í Sví-
þjóð. Flogið verður einu sinni í viku
til allra staða nema Jönköping, þar
sem viðkomur verða tvær. Þá verður
bætt við sjöttu ferðinni milli Kefla-
víkur og New York. »11
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
LEIKSKÓLARÁÐ Reykjavíkur
ætlar að kalla eftir viðvistarskrán-
ingu barna frá leikskólunum til að fá
upplýsingar um raunverulegan dval-
artíma þeirra, að sögn Þorbjargar
Helgu Vigfúsdóttur, formanns leik-
skólaráðs Reykjavíkurborgar. Hún
segir vísbendingar um að með lækk-
andi leikskólagjöldum hafi færst í
vöxt að foreldrar geri samninga um
langa dvöl barnanna.
„Við viljum vita hvort margir for-
eldrar eru að kaupa sér „öryggis-
ventil“ með löngum samningi til að
sækja barnið örugglega innan tíma-
marka. Margir foreldrar sækja
börnin fyrr en gæslunni lýkur sam-
kvæmt dvalarsamningi.“
Þorbjörg Helga bendir á að fyrir
t.d. um 20 árum hafi hálfsdagspláss á
leikskólum verið algengust. Mörg
börn hafi farið í aðra vistun þegar
leikskólanum lauk og foreldrar því
verið á spani allan daginn með börn-
in. Vistunin hafi ekki endilega verið
miklu styttri, þegar allt er tekið til
greina. Engu að síður sé þörf á að
ræða þessi mál í víðu samhengi.
„Mér finnst við þurfa að ræða um
siðferðisleg mörk milli vinnuveit-
anda, stjórnvalda sem veita leik-
skólaþjónustuna og foreldranna. Í
því sambandi er ég mjög áhugasöm
um þátt fræðslu til foreldra og skóla
svo við séum upplýstari um þroska-
ferli barnsins. Jafnvel þurfum við að
ræða betur hvaða þroskaferli börnin
taka út á þessum mótunarárum, aga-
stjórnun og fleira sem tengist leik-
skólanum. Fræðimenn vinna í leik-
skólunum en foreldrarnir þurfa að
vera betur upplýstir um þá fasa sem
börnin fara í gegnum. Ég treysti
skólanum mjög vel til að vita þetta
og tel að börnunum líði mjög vel í
leikskólanum.“
Þorbjörg Helga kvaðst hafa áhuga
á að fá þessa umræðu tekna upp í
fjölskyldustefnunefnd sem nýlega
hefur verið skipuð hjá Reykjavíkur-
borg. „Það er ákveðin hreyfing í þá
átt að ræða þetta allt í samhengi, allt
frá því að fæðingarorlofi sleppir og
að framhaldsskóla,“ sagði Þorbjörg
Helga.
Dvalartími barna á
leikskólum kannaður
Í HNOTSKURN
»Fyrir um 20 árum voruhálfsdagspláss á leik-
skólum algengust.
»Vísbendingar eru um aðmeð lækkandi leikskóla-
gjöldum hafi færst í vöxt að
foreldrar geri samninga um
langa dvöl barna til að kaupa
sér „öryggisventil“.
RÓSA Blöndal Gísladóttir er hundrað ára í dag en
hún fæddist 9. október árið 1906 á Álftamýri í Arnar-
firði.
Rósa er vistmaður í Seljahlíð í Reykjavík og munu
aðrir vistmenn og gestir fagna þessum áfanga hennar
í dag, milli klukkan 16 og 18, í Seljahlíð.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Rósu ásamt tveimur
frænkum sínum, þeim Guðrúnu Maríu Svavarsdóttur
og Brynju Svane, systurdóttur hennar, en þær voru í
heimsókn í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins
leit inn hjá Rósu.
Þótt áratugirnir séu orðnir tíu er Rósa stálslegin.
Morgunblaðið/Kristinn
Hundrað ára í dag
DRÖG að umhverfismati samgöngu-
áætlunar verða nú kynnt í fyrsta
sinn í tengslum við gerð samgöngu-
áætlunar 2007–2018. Samkvæmt
nýjum lögum sem Alþingi samþykkti
2. júní sl. skal umhverfismat hér eftir
fylgja skipulagsáætlunum og tiltekn-
um framkvæmdaáætlunum, þar með
talið samgönguáætlun.
Helstu umhverfisáhrif samgöngu-
áætlunarinnar eru talin stafa af
greiðari samgöngum með styttingu
leiða, breikkun vega, stækkun flug-
valla, uppbyggingu grunnnetsins,
auknu öryggi, aukinni umferð og ný-
framkvæmdum. Helstu umhverfis-
þættirnir eru samfélag, heilsa, ör-
yggi, loftslag, náttúrufar, hafið og
landslag og var reynt að meta hvaða
áhrif áætlunin hefði á þessa þætti.
Í niðurstöðu umhverfismatsdrag-
anna kemur m.a. fram að samgöngu-
áætlun sé líkleg til að valda talsverð-
um jákvæðum samfélagslegum
áhrifum, en ekki verulegum nei-
kvæðum umhverfisáhrifum. Mikil-
vægt sé þó að fjalla um mismunandi
nýtingu hálendisins við ákvörðun um
gerð og legu hálendisvega.
Umhverfismatið liggur frammi til
kynningar í höfuðstöðvum Flug-
málastjórnar, Siglingastofnunar og
Vegagerðarinnar, auk þess sem
hægt er að nálgast það á heimasíðum
þessara stofnana og samgönguráðu-
neytisins. Frestur til að gera athuga-
semdir við umhverfismatið er til og
með 20. nóvember næstkomandi.
Umhverfismat
samgangna
MÁLEFNI les-
blindra nemenda í
2. hluta sam-
ræmds prófs í ís-
lensku í 7. bekk,
þar sem lesskiln-
ingur er mældur,
verða tekin fyrir í
menntamálanefnd
Alþingis. Þetta er
gert að beiðni
Björgvins G. Sig-
urðssonar, þingmanns Samfylkingar.
Björgvin segir á heimasíðu sinni,
www.bjorgvin.is, að lesblindum 7.
bekkjar börnum sé ekki veittur neinn
stuðningur í umræddu prófi. Það sé
ótrúleg staðreynd. Furðulegt sé að
mæla lesskilning hjá lesblindu barni
þegar ljóst megi vera að það geri ekki
annað en niðurlægja barnið og valda
því sársauka og vanlíðan.
Björgvin G.
Sigurðsson
Skoða mál
lesblindra
mánudagur 9. 10. 2006
íþróttir mbl.isíþróttir
Svíar mæta fullir sjálfstrausts á Laugardalsvöll >> 2
HAUKAR ÁFRAM Í BLÁLOKIN
HAUKAR SKORUÐU TVÖ SÍÐUSTU MÖRKIN Á ÁSVÖLLUM Í
GÆR OG TRYGGÐU SÉR TVEGGJA MARKA SIGUR >> 4
Eftir Skúla Unnar Sveinsson í Riga
skuli@mbl.is
„Það er kanski samt jákvætt að eftir
þennan slæma kafla héldum við
áfram að skapa okkur færi þó svo við
næðum því miður ekki að nýta okkur
það í kvöld. En við reyndum eins og
við gátum fyrir hlé að skora eitt
mark því það hefði verið miklu þægi-
legra að geta byrjað síðari hálfleik-
inn af fullum krafti og með þá von að
rétta okkar hlut.
Við byrjuðum síðari hálfeikinn
raunar vel og sköpuðum okkur færi
en náðum ekki að nýta þau og ég
verð að segja það að þó svo við vær-
um alltaf í sénsunum þá var þetta
bara einn af þeim furðulegustu leikj-
um sem ég hef tekið þátt í. Þetta var
var alveg með ólíkindum,“ sagði
Eyjólfur og bætti við: „Ég held að í
kvöld hefðum við getað leikið í tvo
klukkutíma í viðbót án þess að ná að
skora – við hefðum fengið fullt af
færum en þetta átti bara ekki fyrir
okkur að liggja.
Misstum einbeitinguna
eftir að þeir skouðu
Hann sagði svekkjandi að vera
með leikinn í jafnvægi en síðan fá á
sig tvö mörk á stuttum tíma. „Leik-
urinn var í jafnvægi og þeir voru
ekkert að skapa sér nein færi en við
fengum hins vegar tvö í upphafi
leiks. Eftir að þeir skoruðu markið
misstum við einbeitinguna og þetta
leystist dálítið upp hjá okkur. Það
kom ein löng sending og Ívar ætlaði
að skalla til Árna Gauts með skelfi-
legum afleiðingum. Svona gerast
hlutirnir og ég ætla ekki að benda
neinn sérstakan. Við töpum allir
saman og við vinnum allir saman. Ég
veit í rauninni ekki hvað það var sem
gerðist hjá okkur og hvers vegna
þetta einbeitingarleysi kom upp en
vð verðum að fara yfir leikinn betur
til að vita hvort við sjáum eitthvað út
úr því en svona strax eftir leik get ég
ekki sagt hvers vegna þetta gerðist.
Maður gerir alltaf ráð fyrir að
menn geri mistök en þegar það ger-
ist nær næsti maður að bjarga
náunganum fyrir horn. Það var bara
því miður ekki málið í dag.
Einbeitingin datt niður hjá okkur
í einhverjar tuttugu mínútur og þá
má segja að leikurinn hafi klárast
fyrir okkur,“ sagði Eyjólfur.
– Fannst þér liðið leika illa í dag?
„Nei, mér fannst það í rauninni
ekki. Hins vegar er alveg ljóst að
það er nóg að leika illa og óagað í
tuttugu mínútur til að tapa leik í al-
þjóðlegri keppni. Það var það sem
gerðist hjá okkur í kvöld,“ sagði
Eyjólfur.
Hann sagðist eins og áður kemur
fram ekki vilja benda á einhverja
sérstaka en sagði þó að ákveðnir
menn í liðinu hefðu ekki leikið eins
og þeir eiga að geta best, en vildi
ekki nefna neinn sérstakan í því til-
viki. Spurður um hvort Árni Gautur
hefði hugsanlega átt að ná að verja
þegar Lettar skoruðu síðasta mark-
ið sagði hann: „Ég veit það ekki ná-
kvæmlega en mér sýndist svona í
fyrstu atrennu að þettta væri svo
gott sem óverjandi skot. Árni Gaut-
ur verður held ég ekki sakaður um
þessi mörk.“
Mörkin koma í fyrri
hálfleik í leikjum Íslands
Í þeim þremur leikjum sem Ísland
hefur leikið í EM í ár hafa mörkin
komið í fyrri hálfleik. Staðan var
vænleg í leikhléi á móti Norður-Ír-
um, liðið var 2:0 undir á móti Dönum
í hálfleik og 3:0 undir núna gegn
Lettum. Hefur landsliðsþjálfarinn
einhverjar skýringar á takteinum
hvernig þettan megi vera. „Nei í
rauninni ekki,“ segir hann.
Um leik Lettanna sagði Eyjólfur
hann ekki hafa komið sér á óvart.
„Við gerðum okkur grein fyrir því að
þeir væru sterkir og baráttuglaðir
og það kom á daginn. Þeir fengu
nokkur fín færi á móti Svíum um
daginn en náðu þá ekki að skora,
núna skora þeir hins vegar fjögur
mörk á meðan við fáum fín færi en
náum ekki að skora,“ sagði Eyjólfur
Sverrisson landsliðsþjálfari
AP
Barátta Gretar Rafn Steinsson á hér í höggi við Lettann Aleksejs Visnja-
kovs í Evrópuleiknum í Riga á laugardaginn.
Hefðum getað leikið í tvo tíma
í viðbót án þess að ná að skora
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari sagði að liðið hafi misst einbeitingu gegn Lettum
„VIÐ byrjuðum vel, fengum tvö góð
færi og þá var eins og menn héldu
að þetta kæmi af sjálfu sér, sagði
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálf-
ari heldur niðurlútur eftir 4:0 tap
fyrir Lettum í Riga á laugardaginn.
„Við gerðum í kjölfarið tvenn alvar-
leg mistök sem þeir nýttu sér strax.
Við það kom mikið fát á liðið hjá
okkur og menn voru óöruggir og
hlupu út úr stöðum. Við reyndum
samt að rétta okkar leik en fengum
þá þriðja markið á okkur, hálfgert
klafsmark og eftir það var róðurinn
virkilega erfiður,“ sagði Eyjólfur.
SVÍAR verða að gera breytingar á
liði sínu fyrir leikinn gegn Íslend-
ingum í undankeppni EM sem fram
fer á Laugardalsvellinum á miðviku-
daginn.
Fyrirliðinn Fredrik Ljungberg
haltraði meiddur af velli í byrjun síð-
ari hálfleiks gegn Spánverjum á
laugardagskvöldið og er tæpur fyrir
leikinn gegn Íslendingum.
Anders Svensson nældi sér í ann-
að gult spjald í leiknum á móti Spán-
verjum og er kominn í leikbann og
þá ríkir óvissa um þátttöku Tobiasar
Linderoth en eiginkona hans á von á
þeirra fyrsta barni á næstu dögum.
Ljungberg, Svensson og Linde-
rorth voru allir í byrjunarliðinu í
leiknum við Spánverja – léku á miðj-
unni svo Lars Lagerbäck landsliðs-
þjálfari Svía þarf að tefla fram
,,nýrri miðju“ í leiknum við Íslend-
inga ef að líkum lætur.
Ljungberg
tæpur
og Svensson
í banni
„ÉG vonast til að Sverre verði klár í
síðari hluta desember svo hann geti
verið með landsliðinu á HM,“ sagði
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari
og þjálfari þýska liðsins Gummers-
bach um Sverre Jakobsson, leik-
manna sinn, sem gengst undir
skurðagerð í dag þar sem liðband
sem gengur frá ökkla og upp í legg
verður lagað, en það er rifið.
Sverre hefur ekkert getað leikið
með Gummersbach í mánuði vegna
meiðslana og var af þeim ástæðum í
gifsi. Þannig var vonast til að lið-
bandið myndi gróa á þeim tíma en
sú hefur ekki orðið raunin.
„Læknar segja að þá sé ekkert ann-
að að gera en skera,“ segir Alfreð
sem er nú án fjögurra leikmanna og
hópurinn orðin fámennur hjá Gum-
mersbach. „Þegar við stillum upp í
sóknarkerfi á æfingum þá verð ég
að vera með. Við megum ekki við
fleiri afföllum,“ segir Alfreð.
Sverre
úr leik út árið