Morgunblaðið - 09.10.2006, Síða 8

Morgunblaðið - 09.10.2006, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta verður allt í lagi, Jón, bara svolítið erfiðara að góma dollarana. VEÐUR Grazyna Maria Okuniewska, ungkona, sem á sér rætur í Pól- landi en er orðin íslenzkur ríkis- borgari, hefur boðið sig fram í 9. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.     Það er sérstökástæða til að vekja athygli á og fagna þessu framtaki Gra- zynu Maríu. Það er ekki auðvelt að taka sér ból- festu í öðru landi og bjóða sig fram til þátttöku í stjórnmálum. Til þess þarf kjark.     Það er heldur ekki auðvelt fyrirþá, sem hingað flytja frá öðrum löndum að kynnast innviðum okkar þjóðfélags og þeim tengslum, sem eru á milli fólks.     En jafnframt er augljóst, að þaðer mikilvægt fyrir Alþingi Ís- lendinga, að þar heyrist rödd úr hópi þess erlenda fólks, sem hingað hefur flutt, fengið íslenzkan ríkis- borgararétt og tekið sér búsetu til framtíðar á Íslandi.     Það er heiður að því fyrir Sjálf-stæðisflokkinn, að þessi kona af pólskum ættum skuli velja þann flokk til þess að starfa fyrir.     Það er skemmtilegt fyrir þátttak-endur í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins að fá tækifæri til þess að brjóta hugsanlega blað í stjórn- málasögunni.     Vonandi uppsker Grazyna Maríaverðskuldaðan stuðning í próf- kjörinu fyrir framtak sitt og hug- rekki.     Framboðslistar Sjálfstæðisflokks-ins í Reykjavík munu sýna meiri breidd en ella. Vonandi fylgja fleiri aðfluttir Íslendingar í kjölfar þess- arar kjörkuðu ungu konu af pólsk- um ættum. STAKSTEINAR Grazyna Maria Okuniewska Framtak Grazynu Maríu SIGMUND                      !  "#   $ %&  ' (                       )'  *  +, -  % . /    * ,                01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '                        9  )#:; !!!                     !   " #  $        % !  )  ## : )   " # $ !   !# !    %  &% <1  <  <1  <  <1  "  $ !' ()!*%+  = ,         <  >76       "% % $! !!!  ,-! !,  %  !  ( / !# !! !! ! !( % .    0 # ! %  ! !%-  % !% !!#   ( / !! !! . 5  1  1 % !! )!% !  #  #  ! ( -! !   % !! ).!2 ! ! !! !! . 34 !!%55 % ! !2 %  %!' ( 2&34 ?3 ?)<4@AB )C-.B<4@AB +4D/C (-B . . - - - . . . . . .   . . . .    .. - - - - - - - - - - - -           LÚÐVÍK Frímannsson, blaðberi Morgunblaðsins í Barrholti í Mos- fellsbæ, hlaut aðalvinning sept- embermánaðar, Apple Ipod, í happ- drætti blaðadreifingar Morgun- blaðsins. Hann var dreginn úr þeim hópi blaðbera sem bestum árangri hafa náð, verið með fæstar kvartanir og komið blaðinu til skila á réttum tíma. Lúðvík var að vonum ánægður með vinninginn en hann hefur borið út Morgunblaðið í fjögur ár. Aðspurður segir Lúðvík blaðburð- inn hafa gengið hnökralaust fyrir sig og hann kunni nokkuð vel við hreyf- inguna sem felist í því að bera blöðin út á morgnana. „Þetta er ekki svo erfitt og hefur gengið vel. Fjölskylda mín hefur hjálpað mér þegar þess hefur þurft,“ segir Lúðvík. Blaðburðurinn hefur ætíð gengið vel Morgunblaðið/Eyþór Vinningshafi Lúðvík Frímannsson tekur við vinningnum, sem var Apple Ipod, úr hendi Gests Hreinssonar frá dreifingardeild Morgunblaðsins. KATRÍN Jak- obsdóttir, vara- formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, hefur ákveðið að gefa kost á sér í forvali flokksins í Reykjavíkur- kjördæmunum og Suðvesturkjör- dæmi sem haldið verður 2. desember nk. Katrín stefn- ir á að leiða lista VG í einhverju þess- ara kjördæma. Leggur áherslu á umhverfis- og jafnréttismál Katrín hefur starfað sem varafor- maður VG frá því í nóvember 2003 en áður var hún formaður Ungra vinstri grænna. Hún var varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá 2002 til 2006 og sat þá m.a. í menntaráði og um- hverfisráði. Hún er íslenskufræðing- ur og hefur unnið við kennslu, fjöl- miðlun og bókaútgáfu frá því að hún lauk meistaraprófi 2004. Katrín segir í tilkynningu til fjöl- miðla að hún hyggist leggja áherslu á umhverfismál og jafnréttismál og að hún vilji í pólitískum störfum sín- um berjast gegn aukinni misskipt- ingu í samfélaginu og fyrir öflugra vísinda- og menntasamfélagi. Sækist eftir forystusæti hjá VG Katrín Jakobsdóttir ÁSKRIFTARSÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.