Morgunblaðið - 09.10.2006, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VESTURLAND
S
amtök áhugafólks um áfengisvanda-
málið, SÁÁ, er ein af bestu meðferð-
arstofnunum í heiminum og er sam-
keppnishæf við hvaða meðferðar-
stofnun sem er í Bandaríkjunum,“
segir Terence T. Gorski, bandarískur áfengis-
ráðgjafi sem er viðurkenndur meðferðarfulltrúi
á alþjóðavísu. Hann telur mikil tækifæri felast í
því að stunda rannsóknir á sviði áfengis- og
vímuvarna hér á landi enda séu aðstæður vel til
þess fallnar.
„Ólíkt flestum meðferðarstofnunum eru
stundaðar rannsóknir hjá SÁÁ og það hefur
yfir að ráða einum stærsta gagnabanka í heimi
sem hefur að geyma upplýsingar um fólk sem
farið hefur í meðferð. Þannig er mögulegt að
greina hverjum gengur vel og hverjum illa. Þá
er hægt að skoða forsendur þess hvernig fólki
gengur að lokinni meðferð. Það eina sem stend-
ur í raun í vegi fyrir því að aukinnar þekkingar
sé aflað með þessum hætti er skortur á fjár-
magni.“
Gorski segir Þórarin Tyrfingsson, yfirlækni
SÁÁ, hafa sýnt mikla framsýni þegar hann hóf
að safna upplýsingum um meðferðarsjúklinga
fyrir um tuttugu árum og sé óragur við að kalla
eftir ráðgjöf færustu sérfræðinga heims á
þessu sviði. Þeir hafi unnið náið saman og
skipst á upplýsingum en Gorski hafi komið
nokkrum sinnum hingað til lands á vegum SÁÁ.
„Mitt hlutverk fyrir SÁÁ hefur nær ein-
göngu falist í þjálfun starfsfólks og samvinnu
við Þórarin Tyrfingsson en markmiðið er að
bæta meðferðarúrræði svo ná megi betri ár-
angri í framtíðinni.“
CENAPS-stofnun hugsanlega komið
á fót hér á landi í samvinnu við SÁÁ
Árið 1982 kom Gorski á fót meðferðarheimili
sem ber heitið CENAPS (e. Center for Applied
Sciences) í Bandaríkjunum en stofnunin hefur
verið öðrum meðferðarstofnunum innan hand-
ar með rannsóknir, kennslu og ráðgjöf. Þar er
meðal annars lögð áhersla á aðferðir Gorskis
varðandi fallþróun. Slíkri stofnun hefur verið
komið á fót í Danmörku og starfar hún í góðri
samvinnu við CENAPS-stofnunina í Banda-
ríkjunum.
„Markmiðið með stofnun CENAPS í Dan-
mörku er að laga þá tækni sem ég hef verið að
þróa síðastliðin 35 ár að danskri menningu
þannig að stofnunin geti staðið á eigin fótum án
þess að þurfa að treysta á fólk frá Bandaríkj-
unum. SÁÁ mun jafnvel gera svipaða hluti hér
en CENAPS-kerfið hefur verið notað á Íslandi í
langan tíma.“
Gorski segist vona að CENAPS-stofnun
verði komið á fót hér á landi en hann hafi rætt
um útfærslur á þessari hugmynd við Þórarin
Tyrfingsson.
„Ég trúi því að þetta verði að veruleika en
get ekki sagt til um það hvenær það verður.
Það mun örugglega verða áframhaldandi sam-
vinna okkar á milli en hvort það verður hér
CENAPS-stofnun kemur í ljós eftir nokkra
mánuði.“
Aðspurður segist Gorski ekki telja að
drykkjumenning Íslendinga sé mjög frábrugð-
in því sem þekkist annars staðar í heiminum.
„Áfengisneysla er nokkurn veginn með sama
hætti víðast hvar í heiminum. Ég held hins veg-
ar að vandamál tengd áfengi hafi aukist hér á
landi í kjölfar þess að bjór var lögleiddur árið
1989. Þá varð vöxtur í rekstri staða sem hafa
þann eina tilgang að selja áfengi og drykkja
varð viðurkennd í samfélaginu.
Fólk virðist ekki vilja trúa því að bjór sé
fíkniefni og sá hann ekki í sama ljósinu og
sterkt áfengi en hann getur að sjálfsögðu verið
jafn skaðlegur. Ekki er óalgengt, að litið sé á
bjór líkt og gosdrykk en hann er til þess fallinn
að fólk byrji að neyta áfengis fyrr á lífsleiðinni.
Lögleiðing bjórsins skapaði því mikið af vanda-
málum.“
Bjórinn jók við vandann
Gorski segir að áfengis- og vímuefnavandinn
sé svo útbreiddur að hann eigi erfitt með að
trúa því eftir 35 ára starf á þessu sviði hversu
slæm staðan sé í raun og veru. Nánast allir
þekki einhvern sem hafi átt við áfengis- eða
vímuefnavanda að stríða og um sé að ræða mik-
ið heilbrigðisvandamál. Það beri því að taka á
því sem slíku en ekki eigi að líta á fíkla sem
glæpamenn, heldur meðhöndla þá sem sjúk-
linga.
„Menn eru almennt sammála um það, að
besta leiðin til að hjálpa þeim sem eru háðir
áfengi eða vímuefnum sé sú að veita þeim með-
ferð. Ísland hefur ekki fylgt fordæmi Banda-
ríkjamanna sem líta á fíkla sem glæpamenn og
senda þá í fangelsi.
Gríðarlegum fjármunum hefur verið varið í
byggingu fangelsa víðs vegar um landið en fíkl-
ar eru ekki betur settir bak við lás og slá, held-
ur á að veita þeim viðeigandi aðstoð. Menn eru
farnir að gera sér grein fyrir því í Bandaríkj-
unum að þetta sé ekki rétta leiðin en það tekur
ávallt inn tíma að breyta viðbrögðum kerfis-
ins.“
SÁÁ meðal þeirra bestu
Morgunblaðið/Kristinn
Vímuvandinn Terence T. Gorski segir áfeng-
isneysluna með líku sniði alls staðar.
Bandaríski áfengisráðgjafinn
Terence T. Gorski segir mikil
tækifæri felast í því að stunda
rannsóknir á sviði áfengis- og
vímuvarna hér á landi.
Í HNOTSKURN
»Terence T. Gorski hefur aflað sérmikillar menntunar á sínu sviði og
setti fram hugmyndir um svokallaða
fallþróunin, um þá sem byrja á ný að
nota vímuefni þrátt fyrir meðferð.
»Hann var einn af helstu hugmynda-smiðum endurkomumeðferðar SÁÁ
eða svokallaðrar víkingameðferðar eins
og hún er nefnd í daglegu tali og hófst
árið 1987.
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
ERNIR Freyr Sigurðsson, formað-
ur Vélhjólaklúbbs Akraness, segir
að mikil tilhlökkun sé hjá áhuga-
mönnum um íþróttina og viðburð-
urinn sé einstakur í sinni röð. Um
15 manna hópur stundar vélhjóla-
akstur (mótorkross) reglulega á
æfingasvæði sem verið er að koma
upp á gömlu sorphaugunum á
Akranesi en þar fyrir utan er fjöldi
manna og kvenna sem ekur sér til
ánægju á þar til gerðum svæðum.
„Ætli það séu ekki 40–50 aðilar
sem eru að „hjóla“ og hópurinn fer
alltaf stækkandi,“ segir Ernir.
Formaðurinn og félagi hans, Jó-
hann Sigurjónsson, fengu leyfi hjá
lögreglunni á Akranesi til þess að
taka forskot á sæluna í gær í rign-
ingasuddanum og var greinilegt að
þeir kunnu vel að meta eggsléttan
sandinn. „Maður er búinn að horfa
á þetta svæði í 15 ár og alltaf haft
áhuga á að prófa. Ég er því eins og
belja að vori í sveitinni, og þetta er
mun skemmtilegra en ég átti von
á,“ segir Ernir eftir fyrstu rispuna
í vesturátt eftir Langasandi.
Hjólið er af Honda-gerð, 250 cc,
og gríðarlega kraftmikið. Ernir og
Jóhann félagi hans fóru hratt yfir
og léku sér að því að lyfta fram-
hjólinu og „prjóna“ dágóðan spöl.
Ernir segir að mikill áhugi sé á
mótorkrossi á Íslandi og stór hóp-
ur stundi íþróttina reglulega.
„Það hefur orðið sprenging í
þessu undanfarin ár. Ég held að
flestir sem stundi þetta séu á aldur
við mig, 30 ára og eldri. Stór hópur
á aldrinum 40–50 ára hefur keypt
sér hjól á undanförnum misserum
og fær útrás á hjólunum. Einnig er
að koma upp kynslóð af ungu fólki
sem hefur ekið á vélhjólum frá því
að það var kannski 6 ára gamalt.
Þessir aðilar eru langt, langt á
undan okkur sem byrjuðum
kannski 16 ára gamlir að aka á
skellinöðrum. Við verðum aldrei
eins góðir og þessir ungu krakk-
ar.“
Ernir er spurður að því hvort
utanvegaakstur sé ekki ljóður á
starfi félaga borð við vélhjóla-
klúbbinn á Akranesi.
Fara eftir leikreglum
„Það eru vissulega aðilar sem
fara ekki eftir leikreglunum sem
við viljum að farið sé eftir. Skortur
á svæðum til þess að keyra á er
stór hluti af vandamálinu. Við hér
á Akranesi erum bjartsýnir á fram-
haldið með nýju svæði sem við höf-
um fengið til umráða við Akrafjall-
ið – á gömlu sorphaugunum. Þar
mun verða prýðisaðstaða fyrir
okkur og það er ekki langt að fara
á önnur svæði hér í nágrenni við
okkur ef menn vilja fá tilbreytingu
í aksturinn. Utanvegaakstur er
allavega ekki það sem við viljum.“
Eins og áður segir er keppni á
dagskrá hinn 21. okt. á Langasandi
og segir Ernir að flestir vélhjóla-
menn hafi hug á því að vera á
svæðinu þegar sú keppni fer fram.
„Við búumst við 60–70 keppendum
og eflaust verður fjöldi fólks að
horfa á. Enda er aðstaðan til þess
ljómandi góð á þessu svæði. Þetta
er í raun einstakt tækifæri og ég
hlakka til að taka þátt,“ segir Ern-
ir. Það er Skagamaðurinn Ólafur
Þór Gíslason sem er hugmynda-
smiðurinn að keppninni en hann
hefur gengið með þessa hugmynd í
kollinum í rúm tvö ár.
„Ég hef verið í sambandi við
bæjaryfirvöld á Akranesi í nokkur
misseri og fékk strax góð viðbrögð
frá bænum. Það var rétti tíminn til
þess að gera þetta núna að mínu
mati og er þetta liður í því að efla
vélhjólaklúbbinn á Akranesi.
Keppnin hefur vakið mikla at-
hygli í röðum vélhjólamanna og ég
á von á allt að 70 keppendum.
Svæðið sem við fáum að nota er
einstakt, náttúruperla, en við get-
um ekki skemmt neitt á sandinum
sem verður eins og hann var áður
eftir eitt flóð. Sjórinn sér um að
laga ummerkin eftir okkur,“ segir
Ólafur.
Á afturdekkinu alla leið
Á Langasandi verða settar upp
ýmsar hindranir sem vélhjólakapp-
arnir þurfa að glíma við. „Það
verða vörubíladekk, símastaurar,
vörubretti og ýmislegt annað sem
að keppendur þurfa að sneiða fram
hjá eða fara yfir. Einnig verður
keppt í því að aka á afturhjólinu og
ég get vel ímyndað mér að það séu
einhverjir kappar sem geta ekið á
afturdekkinu eftir endilöngum
sandinum. Ég held að það séu um
1,6 km. Ég á ekki von á öðru en
þetta verði skemmtilegur dagur og
aðstaða fyrir áhorfendur er góð.
Ég hvet því alla sem hafa áhuga á
að sjá góð tilþrif að kíkja við á
Langasandi en keppnin hefst rétt
fyrir hádegi,“ segir Ólafur en hann
hefur legið yfir flóðatöflum undan-
farnar vikur og að sjálfsögðu verð-
ur háfjara þegar keppnin fer fram.
Vélfákar fá að spóla upp Langasand
með góðfúslegu leyfi bæjaryfirvalda
Vélhjólamenn – og
-konur – verða í sviðs-
ljósinu á Langasandi á
Akranesi laugardaginn
21. okt. nk. en þá fer
fram aksturskeppni á
útivistarperlu Skaga-
manna.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Kraftur Vélhjólamennirnir Ernir Freyr Sigurðsson og Jóhann Sigurjónsson kunnu vel að meta að aka á aftur-
dekkinu á Langasandi á Akranesi en þar fer fram stórmót vélhjólamanna síðar í þessum mánuði.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is