Morgunblaðið - 09.10.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 09.10.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Endurnýjaðu svefnherbergið Ármúla 10 • Sími: 5689950RO YA L 20% afsláttur 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM RÚMGÖFLUM, NÁTTBORÐUM, RÚMTEPPUM OG SÆNGURFATNAÐI ÞESSA VIKU. AFHENDING FYRIR JÓL. ICELANDAIR Cargo fjölgar áfangastöðum um þrjá nú í byrjun október en þá hefst reglubundið áætlunarflug til Charlotte í Banda- ríkunum og Jönköping og Málm- eyjar í Svíþjóð. Flogið verður einu sinni í viku til allra staða nema Jönköping, sem verður með tvær viðkomur. Þá verður bætt við sjöttu ferðinni á milli Keflavíkur og New York. Í tilkynningu segir að með þessu bæti félagið tengingar á milli Skandinavíu og þá sérstaklega Sví- þjóðar og Bandaríkjanna. Flugin frá Jönköping til Kefla- víkur eru á laugardögum og halda áfram til Charlotte annars vegar og New York hins vegar. Fluttar verða sænskar iðnaðarvörur og segir í tilkynningu að þegar hafi verið samið um sölu á mest öllu plássinu. Til Málmeyjar verður flogið frá Keflavík á sunnudagskvöldum og tengist flugið komu fraktvéla frá Charlotte, New York og Halifax. Boeing 757-200 fraktvélar eru notaðar í þessi viðbótarflug. Ice- landair Cargo fær fimmtu vélina af þeirri gerð í lok október. Sú vél verður notuð í leiguflug fyrir TNT á virkum dögum en í áætlun Ice- landair Cargo um helgar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Nýjung Reglubundið áætlunarflug hefst hjá Icelandair Cargo til Charlotte í Bandaríkjunum og Jönköping og Málmeyjar í Svíþjóð í byrjun október. Nýir áfangastaðir Icelandair Cargo ● YFIRTÖKUTILBOÐ Ryanair í írska flugfélagið Aer Lingus hefur valdið miklum usla á írska þinginu. Stjórn- arandstaðan hefur borið ríkisstjórn- ina þungum sökum og segist hafa varað við því, þegar Aer Lingus var sett á markað fyrir skemmstu, að einhverjir myndu vilja gleypa félag- ið. Frá þessu er greint í frétt Reu- ters-fréttastofunnar. Írska ríkið, sem á 28% hlut í Aer Lingus, hafn- aði strax að selja sinn hlut í félag- inu. Ryanair er stærsta lággjaldaflug- félag í Evrópu og átti um 16% hlut í Aer Lingus áður en yfirtökutilboðið var lagt fram á fimmtudag. Í frétt á fréttavefnum IrelandOn-Line segir að félagið sé nú búið að tryggja sér tæplega 20% hlut í Aer Lingus. Kauptilboð Ryanir hljóðar upp á 2,80 evrur fyrir hvern hlut í Aer Lingus, sem svarar til þess að heildarvirði félagsins sé hátt í 130 milljarða íslenskra króna. Þegar fé- lagið var skráð á markað var gengið 2,20 evrur á hlut en við lok við- skipta á föstudaginn var gengið komið í 2,98 evrur á hlut. Vöruðu við skráningu Aer Lingus á markað ● ATORKA hefur selt fasteigna- félagið Summit, að því er fram kem- ur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Söluverðið er trúnaðarmál en tekið er fram að áætlaður söluhagnaður Atorku sé um 250 milljónir króna. Endanlegt verð fæst þó ekki fyrr en lokið hefur verið við framkvæmdir á hluta eignanna. Atorka selur fasteignafélag ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● BIRGIR Sig- urðsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs HEKLU. Birgir út- skrifaðist sem viðskiptafræð- ingur frá þjóð- hagskjarna við- skiptadeildar Háskóla Íslands árið 1984 og hefur starfað hjá Opnum kerfum síðastliðin 15 ár. Hann var fjármálastjóri Opinna kerfa frá 1991- 2004 og síðan framkvæmdastjóri fjármála Opin Kerfi Group frá 2004 og hefur setið í stjórnum ýmissa fyr- irtækja bæði hérlendis og erlendis. Birgir sinnti ýmsum fjármála- tengdum störfum áður en hann réðst til Opinna kerfa. Hann var fjár- málastjóri hjá Hewlett-Packard á Ís- landi 1987-1991, forstöðumaður hjá Kaupþingi 1986-1987 og fjár- málastjóri hjá P. Samúelssyni 1983- 1985. Birgir er kvæntur Sigrúnu Jóhann- esdóttur og eiga þau 3 börn. Nýr framkvæmda- stjóri hjá HEKLU Birgir Sigurðsson ● BANDARÍSKA húsgagna- og búsá- haldafyrirtækið Pier 1 verður ekki selt nú en Lagerinn, sem er í eigu Jákup Jacobsen í Rúmfatalagernum, hafði fengið aðgang að bókhaldi og upplýsingum um starfsemi Pier 1 vegna hugsanlegrar yfirtöku. Í til- kynningu sem Pier 1 sendi frá sér í síðustu viku kemur hins vegar fram að hætt hafi verið við sölu. Lagerinn á tæplega 10% hlut í Pier 1. Fyrr á þessu ári greindi Jákup frá því í samtali við Morgunblaðið að frekari kaup Lagersins á Pier 1 væru ekki útilokuð. Pier 1 ekki selt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.