Morgunblaðið - 09.10.2006, Page 18

Morgunblaðið - 09.10.2006, Page 18
|mánudagur|9. 10. 2006| mbl.is daglegtlíf Tíkin Bon Bon á Seltjarnarnes- inu hefur mikið dálæti á Sól, sem er læða og ber mikla virð- ingu fyrir henni. » 19 gæludýr Í Laugalækjarskóla hafa und- anfarnar tvær vikur verið fimm- tán krakkar frá drengjaskóla í Reading.» 20 menntun Hvernig er best fyrir fjölskyld- una að snúa sér þegar kaupa á 300 þúsund króna sófasett og peningana vantar? » 21 fjármál Við höfum fengið frábærarviðtökur og þetta leggstvel í Dani. Viðskiptavinirokkar kunna vel að meta það að geta slakað á eftir vinnuvik- una á föstudögum og fengið sér rauðvín, hvítvín eða bjór hér hjá okkur,“ segir Birgitta Ösp Atladótt- ir sem ásamt Ingu Rós Júlíusdóttur opnaði hárgreiðslu- og snyrtistof- una Zenso í miðborg Kaup- mannahafnar í sumar en þær leggja mikið upp úr því að á stofunni sé hægt að „hygge sig“ eins og Danir kalla það þegar þeir vilja hafa það notalegt. Gömul gata og notaleg stemning „Ólíkt Íslendingum eru Danir mjög passasamir með peninga og vilja fá allt sem þeim ber fyrir upp- sett verð og þeir eru mjög meðvit- aðir um þjónustu og einmitt þess vegna ákváðum við að hafa þjón- ustuna umfram það sem venja er á hárgreiðslu- og snyrtistofum. Danir eru líka fastheldnir og ef þeir eru á annað borð ánægðir með þjón- ustuna þá halda þeir algjörri tryggð og fara ekkert annað,“ segir Birg- itta. „Fólkið hér í götunni hefur líka tekið okkur ótrúlega vel og það eru alltaf einhverjir hér í kring að bjóða okkur í veislur hjá sér, þetta er bara yndislegt. Kaupmaðurinn á horninu lítur til dæmis reglulega inn hjá okkur en þetta er elsta gata Kaup- mannahafnar og hér er allt gam- algróið, bæði byggingar og stemn- ingin. Hér við götuna er mjög heimilislegt andrúmsloft og ólíkt því sem er á Strikinu, þar sem túr- istastemningin er yfirgnæfandi. Fyrirtækin við götuna eru líka frá- bær, til dæmis er listagallerí við hliðina á okkur og skammt frá er nýbúið að opna vínstofu þar sem hægt er að smakka alls konar vín á kynningum.“ Íslenskir hópar koma í dekur Á stofunni þeirra Birgittu og Ingu Rósar er líka boðið upp á dek- urkvöld fyrsta föstudag í hverjum mánuði með mismunandi þemum og þar verður meðal annars boðið upp á djúpnæringu, höfuðnudd, plokkun og litun augnabrúna, kennslu í um- hirðu húðar og hárs og fleira. „Á meðan á dekri stendur geta við- skiptavinirnir gætt sér á ostum, vín- glasi og/eða köldum bjór. Dek- urkvöldin eru tilvalin fyrir hópa, saumaklúbba, matarklúbba eða gæ- sapartí. Einnig tökum við að okkur stóra hópa sem t.d. eru á leið á árshátíð hér í Kaupmannahöfn eða eitthvað þvíumlíkt og vilja líta vel út. Við höfum fengið hópa frá fyr- irtækjum á Íslandi sem halda árshá- tíðir hér úti og það er rosalega gam- an og mikil stemning í kringum það, konurnar gæða sér á góðum ostum á meðan við gerum þær fínar. Hing- að koma líka margir Íslendingar sem búa hér í Kaupmannahöfn og okkur þykir vænt um það, en við höfum báðar búið hér það lengi að landinn veit vel af okkur.“ Birgitta og Inga Rós kynntust í Iðnskólanum þegar þær lærðu hár- greiðslu og hafa unnið saman alla tíð síðan. „Við unnum saman á stofu hér úti en okkur langaði til að opna okkar eigin og sjáum ekki eftir því,“ segir Birgitta og bætir við að þær séu að leita að íslenskum snyrti- fræðingi til að vinna á stofunni. Hárgreiðslu-og snyrtistofan Zenso Knabrostræde Kaupmannahöfn s. (00-45)-33690989 Morgunblaðið/Kristinn ✂ Gaman Inga Rós spjallar og meðhöndl- ar hár viðskiptavinar á Zenso. Klipping Birgitta Ösp bregður skærum á hár karlmanns. ✂ Klippt og skorið Birgitta Ösp Atladóttir og Ingu Rós Júlíusdóttur opnaðu hárgreiðslu- og snyrti- stofuna Zenso í miðborg Kaupmannahafnar í sumar en þær leggja mikið upp úr því að á stofunni sé hægt að „hygge sig“ eins og Danir kalla það þegar þeir vilja hafa það notalegt. Kristín Heiða Kristinsdóttir ræddi við þær stöllur. khk@mbl.is Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.