Morgunblaðið - 09.10.2006, Page 21

Morgunblaðið - 09.10.2006, Page 21
fjármál fjölskyldunnar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 21                               !"# $%  &' ()*+"# ,-# .$/ $0  1112+232# N ú eru góð ráð dýr. Hvernig getur fjöl- skyldan eignast sófa- settið og hver er besta fjármögn- unarleiðin? Þau reikna með að þurfa að taka einhvers konar lán til þess arna og sýnist duga lánstími upp á eitt ár. „Ég myndi nú bara spyrja pabba og mömmu, þetta er svo lítil upp- hæð,“ eru fyrstu viðbrögð Ingólfs H. Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Fjármála heimilanna. Þegar blaða- maður bendir á að ekki eigi allir slíkt bakland ber Ingólfur fram lykilspurningu: „Af hverju eiga þau ekki 300 þúsund á sparibók?“ Nú verður fátt um svör hjá fjölskyld- unni. Leikur einn að leggja fyrir 10% af laununum „Ég hefði ráðlagt þessari fjöl- skyldu að hinkra aðeins við og kaupa það eftir tíu mánuði en byrja núna að leggja fyrir 10% af laun- unum sínum. Ef gengið er út frá því að meðalmánaðarlaun fjölskyldu séu nálægt 300 þúsund krónum er þetta 30 þúsund á mánuði og eftir tíu mánuði eru komnar 300 þúsund kr. Auk þess má reikna með 8–9% inn- lánsvöxtum og ef innlánsvextir eru 10% væri upphæðin komin eftir níu mánuði. Ef þau tækju lán þyrftu þau á hinn bóginn að greiða á milli 18 og 20% vexti af fjárhæðinni. Þá myndu þau væntanlega taka þetta með kreditkortaraðgreiðslum eða fá yf- irdráttarheimild á debetkorta- reikningi. En þegar ég bendi þeim á að taka 10% af tekjunum í sparnað segja þau kannski: Nei, það getum við ekki, við aldrei afgang. Svarið við því er: Ekki vera þá að spara af- ganginn heldur byrjið á sparn- aðinum. Það fyrsta sem þau eiga að gera þegar þau fá launin sín er að taka af þeim prósentin tíu og setja inn á bók, sem er enginn vandi því þau eiga 90% eftir af tekjunum. Maður finnur ekki fyrir því hvort maður eyðir 100 eða 90% af tekj- unum, sérstaklega ekki ef maður heldur ekki nákvæmt bókhald og er ekki 100% viss um í hvað pening- arnir fara. Þannig að þessi aðferð er leikur einn.“ Líklegast yrðu sumir þeirra sem eru með yfirdráttinn í botni og fá skuldabréfahrúgu inn um póstlúg- una tregir til að fallast á þessa sparnaðarleið og til að trúa því að þeir eigi afgang. En Ingólfur segir þetta samt hægt. Fólk hafi alltaf til- hneigingu til að eyða öllum pening- unum sínum. „Það á heldur ekki að vera neinn afgangur, ef þú hefur byrjað á sparnaðinum er allt í lagi að eyða restinni.“ Vitað er að margir fara samt lána- leiðina og spurningin er hvert sé þá hagstæðasta dæmið. „Þá myndi ég halda að raðgreiðslurnar frá kred- itkortafyrirtækjum yrðu heppilegri en yfirdrátturinn vegna þess að með þeim er utanaðkomandi aðhald, þar sem fólk er beinlínis pínt til að greiða reglulega af láninu. Sá sem treystir sér ekki til að taka 10% af tekjunum til að byggja upp sparnað mun heldur aldrei ótilneyddur verja 10% í að greiða niður yfirdráttinn.“ Hann segir það engu skipta fyrir þetta fólk hverjir vextirnir séu á mánaðargreiðslum kreditkorta [staðgreiðsluláni eða raðgreiðslum], mikilvægara sé að forðast yfirdrátt- inn. „Annars dinglar hann endalaust með um 20% vöxtum. Þá myndi ég ekki horfa í 16 eða 18% vexti.“ Yfirdrátturinn eilífi Ekki eiga allir þó kreditkort og í því tilviki segist Ingólfur samt ekki mæla með yfirdrætti fyrir fólk sem ekki leggur fyrir. „Það ætti að semja um mánaðarlegar greiðslur hvernig sem það yrði gert en alls ekki taka yfirdráttinn.“ Að öllu jöfnu telja bankarnir samt sem áður að hagstæðasta leiðin fyrir um- rædda upphæð og lánstíma sé yf- irdráttarheimildin – Ingólfur finnur henni hins vegar flest til foráttu. Ekki kæmi á óvart ef fjölskyldan yrði ringluð við þessi misvísandi skilaboð … „Jú, hinn kosturinn væri að taka skuldabréf. Það er alveg rökrétt hjá bönkunum að benda á yfirdráttinn til að losna við lántöku- kostnað og stimpilgjöld skuldabréfa en fyrir neytandann er þetta afleitt vegna þess að yfirdrátturinn hefur tilhneigingu til að verða nánast eilíf- ur. Þetta eru erfiðustu lánin eða skuldirnar, ekki bara út af vöxt- unum heldur líka vegna þess hvað maður þarf að hafa mikinn aga til að keyra hann niður. Ég get lofað að það er margfalt erfiðara en að byggja upp sparnað, þótt mönnum finnist það kannski hljóma ein- kennilega.“ Ingólfur segist hafa orðið var við hugarfarsbreytingu hjá almenningi varðandi lántöku. „Þó renna á mann tvær grímur þegar maður les frétt- irnar um að kreditkortanotkun hafi tvöfaldast frá í fyrra og yfirdrátt- arvextirnir hafa hækkað heilmikið sl. 12 mánuði.“ Hann segir Íslend- inga búa við hrikalega vexti. Bakverkur og neyslusparnaður Og talandi um sófasett. „Venjuleg fjölskylda, t.d. hjón með eitt barn, sem á íbúð og fær vaxta- og barna- bætur þarf að þéna 600 þúsund kr. til að hafa efni á þessu sófasetti. Fyrst þyrfti hún að margfalda upp- hæðina á verðmiðanum með tveimur til að átta sig á hvað hún þarf að hafa í tekjur til að eiga 300 þúsund kr. eftir skatta og jaðarskatta. Þannig að ég er ekkert að hjálpa þessu blessaða fólki neitt sér- staklega,“ segir Ingólfur glettn- islega. En mætti ekki líka taka með í reikninginn annars konar „tapreikn- ing“, þau verði e.t.v. orðin bakveik af að sitja á einhverjum spýtukollum í 9–10 mánuði? „Jú, jú, en ef þau vantaði ekki sófasettið núna en vissu að einhvern tíma seinna vildu þau eignast nýtt sett, væri ekki þá snið- ugt að leggja strax í sparnað? Það er hægt að byrja að spara áður en mann vantar eitthvað. Ég kalla þetta neyslusparnað sem er sparn- aður sem á að eyða en ekki fyrr en maður þarf á peningnum að halda. Leiðin er að spara – það er einfalt, á allra færi og þetta er besta leiðin til að eiga alltaf pening þegar maður þarf á honum að halda. Og maður þarf ekki að bögga bankastjórann.“ thuridur@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Auðvelt að spara Ingólfur segir margfalt erfiðara að greiða upp yfirdrátt en að byggja upp sparnað. Fjölskyldu vantar sófa- sett. Hún finnur eitt hentugt á sanngjörnu verði, 300 þúsund kr. Hængur er þó á kaup- unum; þau eiga ekki þessa upphæð. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir biður Ingólf H. Ingólfs- son fjármálaráðgjafa að ráðleggja fjölskyldunni. Að eignast sófasett án þess að bögga bankastjórann „Maður finnur ekki fyrir því hvort maður eyðir 100 eða 90% af tekjunum, sérstaklega ekki ef maður heldur ekki nákvæmt bókhald og er ekki 100% viss um í hvað peningarnir fara.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.