Morgunblaðið - 09.10.2006, Side 22
22 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
BARNVÆNT ÞJÓÐFÉLAG?
Í íslensku þjóðfélagi hefur margtverið gert til þess að auðveldaforeldrum að vinna og ala upp
börn sín. Ísland myndi ábyggilega
teljast foreldravænt samfélag. En er
það barnvænt? Þessari spurningu
hefur verið varpað fram í greinum
Helgu Kristínar Einarsdóttur og
Orra Páls Ormarssonar í Morgun-
blaðinu undanfarna þrjá sunnudaga.
„Samfélag okkar er að mínu mati
mjög mikið byggt upp í kringum þarf-
ir fullorðna fólksins og oft finnst mér
eins og við tökum ekki einu sinni með
í reikninginn, hverjar þarfir
barnanna okkar kunna að vera,“ seg-
ir Eva María Jónsdóttir. „Ef við
pældum í því, væri kerfið hliðhollara
fólki sem vill bera meginþungann af
umönnun barna sinna fyrstu árin.“
Enginn vafi leikur á því að Íslend-
ingar hafa það flestir gott og búa við
góð lífskjör. Togstreitan milli vinnu
og heimilis er hins vegar mikil á okk-
ar tímum og oft virðist vinnan hafa
betur. Hverjar eru afleiðingarnar?
Í greinunum komu fram ýmis svör.
Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður
barna, er þeirrar hyggju að þegar
komi að tilfinningalegu atlæti sé
hægt að gera betur við börnin. Hún
bendir á að 71% barna dvelji átta
klukkustundir eða lengur á leikskóla
á hverjum degi og það sé lengri tími
að meðaltali en hjá starfsfólkinu og
telur að hægt eigi að vera að gefa
börnunum meiri tíma. „Þá er ég ekki
bara að tala um foreldra barnanna
heldur samfélagið allt,“ segir hún og
bætir við að eðlilegt sé að upphaf þess
að taka á málum sé hjá fjölskyldunni,
en atvinnulífið og hið opinbera geti
ekki skorast undan: „Þá er ég ekki
bara að tala um fjárframlög. Þetta er
líka spurning um viðhorf og tillits-
semi.“
Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi
og sérfræðingur í fjölskyldumeðferð,
segir að tilfinningaleg vanræksla
barna virðist hafa færst í aukana. Á
tuttugu ára starfsferli hjá barna- og
unglingageðdeild Landspítalans hef-
ur hún séð miklar breytingar: „Hér
áður fyrr komu ekki nokkur einustu
börn hingað inn, sem langaði ekki til
þess að lifa lengur. Í dag kemur hóp-
ur barna sem langar ekki til þess að
vera til. Maður heyrir meira að segja
eitt og eitt sjö, átta eða níu ára barn,
segja að það langi ekki að lifa, og þeg-
ar börnin eru komin á unglingsaldur,
virðist depurð hreinlega vera eins og
faraldur í hinum vestræna heimi.“
Baldur Kristjánsson, dósent í
þroskasálfræði og uppeldisgreinum
við Kennaraháskóla Íslands, segir að
agaleysi sé þjóðarmein á Íslandi.
Hann tók á níunda áratugnum þátt í
samanburðarrannsókn á högum
barna á Norðurlöndum. Niðurstöð-
urnar sýndu að íslenskir foreldrar
gáfu sig almennt minna að börnum
sínum en hinir norrænu foreldrarnir.
Baldur nefnir að hér þyrfti að koma
því á að gerður yrði verksamningur
milli foreldra og stofnana um hver
eigi að gera hvað. Foreldrar bæru þá
tiltekna ábyrgð, samvinna væri milli
foreldra og kennara í uppeldinu og
enginn geti vísað ábyrgðinni frá sér.
Þessi mál eru of brýn til þess að hægt
sé að bíða aðgerða. Framtíð íslenskra
barna er of dýrmæt til þess. Börn
verða fyrir gríðarlegum þrýstingi frá
öllum hliðum í samfélaginu og vand-
inn verður ekki leystur með einu
pennastriki. Til að leysa hann þarf
breytt hugarfar í þjóðfélaginu öllu,
allt frá fjölskyldunni til fyrirtækja og
stjórnkerfisins. Vandinn verður ekki
leystur með peningum einum saman.
Það kostar tíma að leysa hann. Ís-
lendingar verða að gefa sér þann tíma
eigi Ísland að verða barnvænt land.
AÐ TAKAST Á VIÐ SKIPULAGÐA GLÆPI
Morgunblaðið birti í gær úttektRagnhildar Sverrisdóttur
blaðamanns á vísbendingum um að
skipulögð glæpastarfsemi sé stunduð
hér á landi. Þar kemur fram að slíkar
vísbendingar er víða að finna. Grunur
leikur á að reynt sé að nota Ísland í
skipulagðri fjársvikastarfsemi.
Sömuleiðis eru vísbendingar um að
alþjóðlegir vændishringir hafi teygt
anga sína hingað. Vítisenglar og önn-
ur „bifhjólasamtök“, sem stunda
skipulagða glæpi, hafa reynt að ná
fótfestu hér á landi. Skýrustu vís-
bendingarnar eru líklega á sviði
fíkniefnasmygls og -sölu, enda eru
slík brot langstærsti hluti þess, sem
talizt getur skipulögð glæpastarf-
semi hér á landi.
Niðurstaða blaðamannsins er eft-
irfarandi: „Þegar upplýsingum síð-
ustu ára er raðað saman í heildar-
mynd er hún ekki alveg skýr. En hún
verður sífellt skýrari. Skipulögð
glæpastarfsemi er að skjóta rótum á
Íslandi. Uppræting hennar gengur að
öllum líkindum betur ef ráðist er
gegn henni strax, en ekki þegar ræt-
ur hennar hafa náð að grafa sig djúpt
í samfélagið.“
Hvernig er hægt að ráðast gegn
skipulagðri glæpastarfsemi? Það
verður að komast að rótunum, finna
höfuðpaurana, sem oft beita fyrir sig
vikapiltum og burðardýrum, sem eru
þeir, sem taka út fangelsisdómana en
segja ekki til yfirboðara sinna vegna
hræðslu eða vita jafnvel ekki hverjir
þeir eru. Til þess að komast að þess-
um rótum verður lögreglan bæði að
hafa mjög náið samstarf við lögreglu-
yfirvöld í öðrum löndum og að hafa
heimildir til að beita óhefðbundnum
rannsóknaraðferðum á borð við að
fylgjast náið með tilteknum einstak-
lingum.
Jóhann Benediktsson, sýslumaður
á Keflavíkurflugvelli, þar sem lög-
regla og tollgæzla eru í einna mestu
návígi við skipulagða glæpi, segir í
Morgunblaðinu í gær: „Sem betur fer
eru augu almennings og Alþingis að
opnast fyrir nauðsyn þess að efla lög-
regluna og tollgæsluna til að takast á
við þessa ógn. Við þurfum að dýpka
greiningarstarf okkar, efla úrvinnslu
upplýsinga og veita víðtækari heim-
ildir til eftirlits.“
Ef takast á að kæfa skipulagða
glæpastarfsemi í fæðingu, verða lög-
gæzluyfirvöld að fá þau tæki í hend-
urnar, sem duga. Og það verður að
gerast strax, því að eftir fáein ár get-
ur það verið of seint.
Í
næstu viku fara fram kosn-
ingar í allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna um það hvaða
fimm ríki skuli leysa Argent-
ínu, Danmörku, Grikkland,
Japan og Tansaníu af hólmi í örygg-
isráði SÞ en öll hafa þessi ríki í árslok
2006 lokið tveggja ára veru sinni í
ráðinu.
Belgía og Ítalía munu fara inn í ör-
yggisráðið í stað Danmerkur og Grikk-
lands af hálfu ríkjahóps sem kallaður
hefur verið Vestur-Evrópuþjóðir og
aðrir (WEOG) en sátt er um það í
hópnum að þessi ríki fari inn að þessu
sinni. Þrjú ríki vilja hins vegar fylla þau
tvö WEOG-sæti sem losna að tveimur
árum liðnum, þegar Belgía og Ítalía
fara út aftur, og því fer nú í hönd
harðnandi kosningabarátta milli þess-
ara ríkja.
Ísland er eitt ríkjanna sem vilja kom-
ast í öryggisráðið að tveimur árum liðn-
um en hin eru Tyrkland og Austurríki.
Frambjóðandi í fyrsta sinn
Það er ein af meginstoðum framboðs
Íslands til öryggisráðsins, að þar hafi
landið aldrei átt fulltrúa áður. Þetta má
m.a. dæma af litlum kynningarbæklingi
sem búinn hefur verið til, en þar segir á
forsíðu: „Ísland: frambjóðandi í fyrsta
sinn til öryggisráðsins 2009–2010.“
Erlendir sérfræðingar um málefni
SÞ sem Morgunblaðið hefur leitað til
nefna það einmitt sem einn þeirra
þátta, sem styrki framboð Íslands, að
við Íslendingar getum vísað til þess að
við höfum aldrei áður átt fulltrúa í ör-
yggisráðinu. Að tími sé til kominn að á
því verði breyting. En sú afstaða er út-
breidd meðal aðildarríkja SÞ að ástæða
sé til að veita brautargengi ríkjum sem
ekki hafa áður átt þar fulltrúa.
Morgunblaðið hefur á undanförnum
dögum rætt við embættismenn, bæði
íslenska og erlenda, um framboðsmálin
og þessi samtöl leiða í ljós að meiri
bjartsýni ríkir um framboð Íslands en
e.t.v. varð vart við áður. Sterkur mót-
vindur var gegn framboði hér heima
fyrir um ári, en þá var mjög rætt um
kostnað vegna framboðsins og sömu-
leiðis héldu menn eins og Einar Oddur
Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, því fram að öllum mætti
ljóst vera að Ísland ætti enga mögu-
leika í keppni við Tyrkland og Aust-
urríki. Sömuleiðis að Ísland ætti ein-
faldlega ekkert erindi í öryggisráðið,
það smáríki sem við annars erum.
Það er vissulega rétt að Ísland er
smáríki, raunar yrði Ísland fámennasta
ríkið sem hefur setið í öryggisráði SÞ
ef við náum settu marki. Aðeins ríflega
20 af 192 aðildarríkjum SÞ eru fámenn-
ari.
76 af 192 aðildarríkjum SÞ hafa aldr-
ei átt sæti í öryggisráðinu, sem þýðir að
meira en 100 hafa farið þar inn. Spurn-
ingin er að hluta til sú hvenær röðin á
að koma að Íslandi, ef ekki nú. Telja
raunar margir að möguleikar Íslands
felist að hluta til í því hvað landið er
smátt; staðreyndin er sú að langflest
aðildarríkja SÞ eru smá og til þeirra
getur Ísland nú snúið sér, beðið um
arþing SÞ í lok sep
framt opnuð heima
Íslands (www.icela
uritycouncil) með l
ætlunin er að uppfæ
með fréttum og við
Tyrkir reka einn
þessa (www.un.int/
finna mikið safn ræ
tengjast framboðin
reka hins vegar enn
heimasíðu af þessa
raunar við framgön
leyti í kosningabar
mælenda Morgunb
þannig að þeir vær
með, væru nánast „
Má taka einnig s
gerður Sverrisdótt
átti marga fundi í h
arþings SÞ um dag
reyndi að tryggja f
stuðning, en það er
hafi tekist þar vel.
hafa verið óþreytan
að afla framboðinu
mælenda fullyrti að
hefði orðið til þess
stuðning fjölgaði n
stuðning á þeirri forsendu að gott sé að
rödd litlu ríkjanna heyrist við borðið.
Hvað möguleika Íslands varðar er
ljóst að enginn getur sagt fyrir um þá,
alls ekki svo löngu fyrir kjördag og
raunar ekki á kjördag heldur því að at-
kvæðagreiðsla í allsherjarþinginu er
leynileg og útilokað að vita hvort lof-
aður stuðningur skilar sér.
Stóra spurningarmerkið er Tyrkland
en erlendu fræðimennirnir, sem Morg-
unblaðið leitaði til, ræddu um að þessi
kosningabarátta væri áhugaverð fyrst
og fremst vegna stöðu Tyrkja.
Hér blandast inn hápólitísk umræða
um Tyrki og Evrópusambandið og um
skilin milli íslamskra ríkja og kristinna.
Tyrkir hafa fyrir sitt leyti reynt að
nýta sér stöðu sína að því leytinu að
þeir kynna sjálfa sig sem „brúarsmiði
milli ólíkra menningarheima“. Þeir eiga
hins vegar við ýmis vandamál að etja;
deilur um framtíð Kýpur setja enn
strik í reikninginn og mannréttinda-
málin gætu orðið þeirra akkilesarhæll,
en sem kunnugt er þykir mörgum sem
tyrknesk stjórnvöld hafi komið fram af
mikilli hörku við Kúrda í landinu.
Heimasíða framboðsins opnuð,
kynningarbæklingur gefinn út
En hver er staðan núna, tveimur árum
fyrir kosningarnar sjálfar?
Athyglisvert er að heyra lýsingar á
framgöngu ríkjanna þriggja á þessum
tímapunkti, en óhætt er að segja að
mikill munur er á henni.
Öllum sem Morgunblaðið ræddi við
ber saman um að langmest fari fyrir
Tyrkjum í kosningabaráttunni.
Tyrkir hafa eins og Íslendingar gefið
út bækling í tengslum við framboðið.
Hann er allmikill að vöxtum og í all-
löngu máli er gerð grein fyrir áherslum
Tyrkja í utanríkismálum og hvar þeir
myndu reyna að láta til sín taka ef þeir
kæmust inn í öryggisráðið.
Íslenski bæklingurinn er ekki stór
eða mikill, en fróðir menn segja að það
sé heldur ekki æskilegt, það eigi ekki
að hlaða miklu magni upplýsinga í slíka
bæklinga, heldur leggja áherslu á að
skapa jákvæða ímynd. Bæklingurinn
eigi ekki að minna á stefnuskrá stjórn-
málaflokks fyrir kosningar.
Íslenski bæklingurinn er enn sem
komið er aðeins til á ensku og frönsku,
en væntanleg er útgáfa á fjórum tungu-
málum til viðbótar, arabísku, spænsku,
kínversku og rússnesku en þá eru upp-
talin opinber tungumál SÞ.
Í íslenska bæklingnum er rækilega
minnt á að Ísland hafi aldrei setið í ör-
yggisráðinu (þrátt fyrir að hafa átt að-
ild að SÞ í sextíu ár), að landið hafi í
eina tíð verið með fátækari ríkjum en
Íslendingar hafi bætt hag sinn og búið
til þróað nútímasamfélag með sjálf-
bærri nýtingu náttúruauðlinda.
Þá kemur fram að Ísland hyggist í
öryggisráðinu vinna á grundvelli hug-
sjóna um mikilvægi alþjóðalaga, virð-
ingu fyrir mannréttindum og lýðræð-
isgildum og gagnkvæmt umburðar-
lyndi í samskiptum þjóðríkja.
Í tengslum við för Valgerðar Sverr-
isdóttur utanríkisráðherra á allsherj-
Þungi tekinn
í kosningaba
Fréttaskýring | Ísland,
Austurríki og Tyrkland
keppa um tvö sæti í ör-
yggisráði Sameinuðu
þjóðanna starfsárin
2009–2010. Davíð Logi
Sigurðsson komst að því
að menn eru alls ekkert
svartsýnir á að Ísland
nái settu marki. Ímyndarsköpun Í bæklingnum er vakin athygli á að á Íslandarútvegsháskóli SÞ og að Ísland leggi vaxandi áherslu á þróu
Myndrænt Íslensk
bakgrunni forsíðu
Í HNOTSKURN
»Alls eiga 192Sameinuðu þ
af eiga fimmtán
isráði SÞ, þar se
anir eru teknar.
»Fulltrúar fimmynda öryg
uðu þjóðanna, e
fastafulltrúar m
Kína, Bandaríki
Bretland og Fra
um hina tíu fullt
ríki sem þangað
öryggisráðinu í
»Tilraunir tilurbætur á ör
hafa jafnan fari
síðast í fyrra, en
ir löngu orðið tí
an þess endursp
ina eins og hún e
m.a. rætt um að
Suður-Afríka ei
fulltrúa.