Morgunblaðið - 09.10.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.10.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 23 ÞANN 15. mars sl. tilkynntu bandarísk stjórnvöld einhliða þá ákvörðun sína að binda enda á veru varnarliðsins hér á landi eftir um sex áratuga nær óslitna dvöl í landinu. Eftir sátu þáv. forsætis- og utanríkisráðherrar Ís- lands, vígsnautarnir úr Írakstríðinu, furðu lostnir og vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Þeir höfðu reynt að telja sjálfum sér og öðrum trú um að samningaviðræður væru í gangi, á grundvelli varnarsamningsins frá 1951. Allt í einu stóðu þessir menn uppi eins og glópar frammi fyrir orðnum hlut. Þeir höfðu gert sig seka um rangt stöðumat, óleyfilega trúgirni og dómgreindarbrest. Einhliða ákvarðanir Bandaríkjastjórnar Hið ranga stöðumat fólst í því að loka augunum fyrir því að ákvörðunin var fyrir löngu tekin í Pentagon um heim- kvaðningu varnarliðsins. Trú- girnin birtist í því að þessir menn héldu, að þeir væru teknir alvarlega í samninga- viðræðum. Svo reyndist ekki vera. Dómgreindarbrestur má það heita að beita hótunum – um uppsögn varnarsamnings- ins – en standa svo ekki við það, þegar á reyndi. Hótunin reyndist marklaus. Núverandi forsætisráðherra bætti ekki úr skák þegar hann lýsti því yfir, að í varnarmálum ættu Íslend- ingar „ekki annarra kosta völ“ en að leita á náðir Bandaríkja- manna. Það var ekkert „plan-B,“ frekar en í Írak. Þar með eyðilagði hann samnings- stöðu sína. Niðurstaðan varð eins og við var að búast, miðað við svona málatilbúnað. Hún var sú hin sama og Bandaríkja- menn höfðu áður tilkynnt einhliða fyrirfram. Fjórum dögum áður en seinasti hermaðurinn kveður og allur varnarviðbúnaður er á brott, ítreka Bandaríkjamenn með pólitískri yfirlýs- ingu að þeir muni áfram bera ábyrgð á öryggi Íslands, en úr fjarlægð og samkvæmt varn- aráætlun, sem á að vera hernaðarleyndarmál. Restin reyndist prútt um fasteignir og þrifnað gestanna sem nú eru farnir. Það er forystumanna flokkanna og þeirra sem sitja í utanríkismálanefnd Alþingis að meta þessar niðurstöður og kynna þær fyrir þjóðinni, þ.e. hafi þeir haldbetri upplýsingar í höndum hvað nákvæmlega í þessu felst, en birt hefur verið opinberlega. Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem birst hafa er flestum spurningum sem máli skipta ósvarað: Hverjir taka ákvarðanir um varnarviðbrögð, ef á reynir? Vart er þess að vænta að banda- rísk hernaðaryfirvöld framselji skipunarvald yfir bandarískum hermönnum í hendur ann- arra þjóða? Þannig mætti lengi spyrja. Við hin, sem metum málið í ljósi almennra upplýs- inga, hljótum að spyrja okkur sjálf af þessu tilefni: Er þessi niðurstaða í samræmi við ís- lenska þjóðarhagsmuni? Er það svo, miðað við ríkjandi ástand í heimsmálum að þjóðarhags- munir Íslendinga, sem vopnlausrar smáþjóð- ar, fari saman við hagsmuni og hegðun heims- veldisins? Eða getur verið að það sé beinlínis háskalegt fámennri smáþjóð að bindast hern- aðarhagsmunum herveldisins með þeim hætti sem hér er ráð fyrir gert? Ljónið og lambið: Eiga þau samleið? Til þess að leita svara við þessum spurn- ingum verðum við fyrst að átta okkur á því, að Bandaríkin, sem bjóða heiminum birginn í dag, eru ekki þau hin sömu og voru „vopnabúr lýðræðisins“ undir forystu Roosevelts í seinni heimstyrjöldinni. Roosevelt var sjálfur guð- faðir Sameinuðu þjóðanna í upphafi. Olíu- mennirnir frá Texas, sem nú ráða Bandaríkj- unum, líta á Sameinuðu þjóðirnar í besta falli sem saumaklúbb, í versta falli sem plágu. Upp úr stríði beittu Bandaríkin sér fyrir Marshallaðstoðinni til að hraða uppbyggingu úr rústum stríðsins. Leiðtogar Bandaríkjanna skildu þá, að lýðræðislegur stjórnarhættir þrífast ekki, þar sem örbirgð og vonleysi ráða ríkjum. Á tímabili kalda stríðsins leituðu Bandaríkjamenn samstarfs við aðrar lýðræð- isþjóðir um að sýna fram á yfirburði lýðræð- islegs stjórnarfars umfram alræði fasismans og sovétkommúnismans. Á þeim forsendum voru Bandaríkin eðlileg- ur bandamaður annarra lýðræðissinna á grundvelli sameiginlegra gilda: Lýðræði, mannréttindi og réttarríki. Þetta er nú liðin tíð. Þótt hægri-öfgamennirnir, sem nú ráða lögum og lofum í Bandaríkjunum, taki sér gjarnan slík orð í munn, tala verkin allt öðru máli, svo að hinn falski tónn sker í eyru. Hægriöfgaöfl, sem þrífast á þjóðrembu, trú- arofstæki og heimsveldishroka, hafa jafnt og þétt verið að festa sig í sessi í Bandaríkjunum. Þetta endurspeglar þá þróun, að land tækifær- anna er nú orðið að mesta ójafnaðarríki meðal hinna þróuðu þjóða heims. Annars vegar er of- urrík yfirstétt, sem ræður lögum og lofum, en hins vegar er blásnauð undirstétt, sem nýtur takmarkaðra mannréttinda, t.d. að því er varðar menntun og heilsu- gæslu. Á milli öfganna er að- þrengd millistétt, sem sætir versn- andi kjörum. Auður yfirstéttarinnar er af stjarn- fræðilegri stærðargráðu og völd hennar og áhrif eru eftir því. Þessi yfirstétt ræður ekki aðeins fjöl- miðlunum og skoðanamyndun í landinu, heldur hefur hún beinlínis keypt lýðræðið í sína þjónustu. Græðgin er hennar guðstrú; henn- ar er ríkið, mátturinn og dýrðin. Venjulegt fólk hefur við þessar kringumstæður glatað trúnni á lýðræðið og tekur ekki þátt í því framar. Hin svokallaða hernaðarkenning Bandaríkjanna frá árinu 2002 er talandi dæmi um hinn ráðandi valdhroka. Samkvæmt kenning- unni áskilja Bandaríkin sér rétt til þess að beita hervaldi hvar sem og er og hvenær sem er, ef þeir telja, að það þjóni hagsmunum Banda- ríkjanna (les: yfirstéttarinnar). Álit alþjóðasamfélagsins kemur málinu ekki við. Þetta jafngildir því að segja sig úr lögum við alþjóða- samfélagið. Heimsveldið lýsir því yfir, að það þarfnast ekki banda- manna, það þarf bara leppríki. Kína hefur verið skilgreint sem óvinaríki framtíðarinnar. Að mati sumra sérfræðinga hefur ofneyslusamfélagið bandaríska þegar hafið kalt stríð, sem snýst um yfirráð yfir orkulindum og helstu hráefn- um jarðarinnar. Heimsveldið er nú í óða önn að endurskipuleggja herstöðvanet sitt um heiminn með hliðsjón af þessum markmiðum. Hættuleg heimsfriðnum Til þess að standa við yfirlýst markmið hernaðarkenningarinnar um að Bandaríkin ætli sér að ráða lögum og lofum í krafti her- valds á landi, sjó, í lofti og í geimnum hefur nú- verandi ríkisstjórn tvöfaldað framlög sín til vígbúnaðar. Bandaríkin verja nú hærri fjár- hæðum til vígbúnaðar en allar aðrar þjóðir heims til samans. Á sama tíma er þetta ríkasta þjóðfélag heims á botni listans yfir framlög til þróunaraðstoðar við fátækar þjóðir. Þetta endurspeglar öfgar ráðandi hugmyndafræði, hina svarthvítu heimsmynd, sem lýsir sér í þessum orðum forsetans: Sá sem ekki er með okkur, er á móti okkur. Heimstyrjöldin gegn hryðjuverkamönnum endurspeglar þetta hugarfar. Skilningur á því upp úr hvers konar jarðvegi hryðjuverkamenn eru sprottnir, virðist afar takmarkaður. Fá- tækt, hungur, sjúkdómar, ofbeldi, kúgun og vonleysi um að friðsamlegar lausnir skili ár- angri – það er við þess konar kringumstæður, sem hryðjuverkamenn þrífast. Hátæknihern- aður úr háloftunum með allri þeirri eyðilegg- ingu, sem af hlýst, og blóðfórnum saklausra borgara, er til þess helst fallinn að auka stuðn- ing við hryðjuverkamenn og fjölga þeim, eins og dæmin frá Afganistan, Palestínu, Líbanon og Írak sýna okkur frá degi til dags. Stefna bandarískra stjórnvalda í stríðinu gegn hryðjuverkamönnum er vanhugsuð í grundvallaratriðum og hefur þveröfug áhrif á við yfirlýst markmið. Augu bandalagsþjóð- anna í NATO eru smám saman að opnast fyrir þessu. Utanríkisráðherrar ýmissa Evr- ópuþjóða lýsa því nú yfir, hver á fætur öðrum, að þetta sé tapað stríð. Fyrir nokkrum árum reis upp mikill spámaður úr röðum fræði- manna, Samuel Huntington að nafni, og varaði við hættunni af árekstrum siðmenninga, sem gæti tekið við af tvískiptingu heimsins milli hugmyndakerfa kalda stríðsins. Utanrík- isstefna Bandaríkjanna virðist þjóna þeim til- gangi helst að gera þessi varnaðarorð að veru- leika. Stefna Bandaríkjanna er með öðrum orðum hættuleg heimsfriðnum. Svo getur hver og einn svarað því fyrir sig, hvort öryggi vopnalausrar smáþjóðar er best borgið í bandalagi við slíkt herveldi. Ísland og Bandaríkin: Eigum við samleið? Eftir Jón Baldvin Hannibalsson Höfundur var utanríkisráðherra Íslands 1988–95. Jón Baldvin Hannibalsson »Hægriöfga-öfl, sem þríf- ast á þjóð- rembu, trúarofstæki og heimsveld- ishroka, hafa jafnt og þétt verið að festa sig í sessi í Bandaríkj- unum. litlu aðildarríkin í SÞ þurfi líka að eiga fulltrúa. Tyrkir með 120 loforð? Athygli vöktu þær yfirlýsingar Ab- dullatif Sener, aðstoðarforsæt- isráðherra Tyrklands, á NAM- fundinum á Kúbu að 120 ríki hefðu lof- að Tyrkjum stuðningi. Til að ná kjöri í öryggisráðið þurfa ríki að hljóta stuðn- ing tveggja þriðju allra fulltrúa í alls- herjarþinginu, en það þýðir að ef öll 192 aðildarríkin eru viðstödd kosningu (og hafa kosningarétt, þ.e. hafa greitt gjöld sín til SÞ) þarf stuðning 128 ríkja. Viðmælendur Morgunblaðsins, bæði íslenskir og austurrískir, eru þó vantrúaðir á að þessar tölur séu raun- hæfar. Augljóst sé að Sener, sem stýrir kosningabaráttu Tyrkja, telji allt með, skrifleg loforð og munnleg, en útilokað sé að treysta munnlegu loforði í sama mæli og skriflegu. Þá tali Tyrkir um að öll ríki í samtökum íslamskra ríkja styðji þá; en einn viðmælandi Morg- unblaðsins aftók með öllu að þetta gæti staðist því að þar væru nokkur ríki sem beinlínis hefðu lýst því yfir að þau myndu aldrei styðja Tyrkland. Austurríski embættismaðurinn, sem Morgunblaðið ræddi við, sagðist efast um að tölur Seners væru raunhæfar. „Ef þetta er satt, þá er það góð staða fyrir þá á þessum tímapunkti [svo löngu fyrir kjördag],“ sagði hann síðan og hélt áfram: „Sé Ísland búið að tryggja sér 50–60 loforð þá er það tala sem ég myndi telja raunhæfa. Séu þessi 60 atkvæði nokkuð trygg er það betra en að hafa 120 ótrygg. Spurn- ingin er svo hvað gerist á kjördag.“ Undir þetta taka íslenskir viðmæl- endur Morgunblaðsins, þeir leggja áherslu á að þau loforð sem Ísland hafi fengið (og þeim mun hafa fjölgað tölu- vert frá því að Geir H. Haarde, sem þá var utanríkisráðherra, upplýsti í vor að um 60 ríki hefðu heitið Íslandi stuðn- ingi) séu traust, þ.e.a.s. eins traust og slík loforð geta orðið. En reyndin mun vera sú, að ekki skila öll atkvæði sér í hús þegar á hólminn er kominn. Al- þekkt er að sum ríki lofi öllum stuðn- ingi en svíki svo lit á kjördag. Þá blasir við að stöðugt þarf að halda mönnum við efnið, minna á gefin loforð. Ennfremur hefur verið giskað á að fastafulltrúar allt að 30% aðildarríkja SÞ ákveði upp á sitt eindæmi hvaða ríki þeirra þjóð styðji í kosningum í alls- herjarþinginu; kemur þar m.a. til að ráðamenn í landi þeirra (t.d. í Afríku) láta sig hugsanlega litlu varða hver komist í öryggisráðið af hálfu Vestur- Evrópuþjóða. Þá eru sum aðildarríkja SÞ einfaldlega svo lítil, í raun stendur engin stjórnsýsla að baki fastafulltrúa þeirra í New York sem taki þátt í ákvarðanatökunni. Í þessu samhengi er auðvelt að skilja mikilvægi þess, að starfsmenn fasta- nefndar Íslands í New York stundi kokkteilboðin grimmt í því augnamiði að skapa tengsl og vináttu við er- indreka annarra ríkja. david@mbl.is gerður hafa hitt hátt í 30 utanrík- isráðherra og með sanni má því segja að kosningabaráttan hafi byrjað fyrir alvöru nú í september. En aftur að Austurríkismönnum: ís- lenskir embættismenn urðu varir við að tyrkneski utanríkisráðherrann var ekki síður duglegur við fundahöldin í hlið- arsölum allsherjarþingsins, í því skyni að afla framboði Tyrklands stuðnings. Við Austurríkismenn varð ekki vart og velta menn því fyrir sér hvort þeir telji sig einfaldlega örugga um sigur eða hvort þeir séu bara ekki farnir af stað. Fulltrúar Íslands sendir á NAM-fundinn á Kúbu Austurrískur embættismaður sem Morgunblaðið ræddi við vildi ekki kannast við að þar væru menn fullir sigurvissu. Menn áttuðu sig á því að það kynni að snúast í höndunum á þeim ef þeir virtust hrokafullir, sigurvissir. Hitt væri ljóst, að í Austurríki tryðu menn staðfastlega á að þeir myndu ná settu marki, enda ættu menn ekki að standa í framboði sem þessu ef þeir ekki væru sannfærðir um eigið erindi í öryggisráðið. Benti hann á að þeir hefðu góðan málstað að verja; Aust- urríki ætti sér langa og glæsta sögu á sviði SÞ (nefna má sem dæmi að ýmsar sérstofnanir SÞ eru í Vínarborg) og Austurríkismenn hefðu í gegnum tíðina sent mikinn fjölda friðargæsluliða á vettvang í stríðshrjáðum löndum. Embættismaðurinn upplýsti að Austurríki hefði sent litla sendinefnd til Kúbu um miðjan september til að vera áheyrnarfulltrúar á fundi NAM- ríkjanna svokölluðu, samtaka óháðra ríkja (Non-Aligned Movement) en við- vera þeirra hefði þó ekki verið af sama sniði og Tyrkja, sendinefnd Tyrkja á Kúbu mun hafa verið gífurlega stór. Hefði NAM-fundurinn verið tækifæri til að hitta erindreka margra ríkja en 118 þjóðir eiga aðild að samtökunum. Hér er hægt að upplýsa að Ísland átti einnig fulltrúa á NAM-fundinum (og var það í fyrsta sinn) en hann sóttu þau Sigríður Snævarr sendiherra, sem stýrir kosningabaráttu Íslendinga, og Ólafur Egilsson, sem nýverið settist í helgan stein en var kallaður til sökum tengsla sinna í Asíu (Ólafur var sendi- herra í Kína). Segja viðmælendur Morgunblaðsins, að þessi fundur hafi skilað góðum árangri. Má gera ráð fyr- ir að Ísland sendi fulltrúa á næsta fund Afríkusambandsins en Tyrkir og Aust- urríkismenn voru með fulltrúa á fundi sambandsins (sem kemur saman tvisv- ar á ári) í Gambíu í sumar sem leið. Sem fyrr segir eru menn bjartsýnir á möguleika Íslands. Augljóst er þó að það er ein af baráttuaðferðum Íslands, þegar rætt er við fulltrúa annarra ríkja, að við Íslendingar séum lít- ilmagninn í þessu dæmi (e. underdog), rétt eins og Tyrkir leggja áherslu á það, að þeir séu 70 milljóna manna þjóð sem tími sé til kominn að eigi fulltrúa í öryggisráðinu (fjörutíu ár eru liðin síð- an Tyrkir voru þar síðast). En sem fyrr segir eru möguleikar Íslands ekki síst taldir felast í því að skírskota til þess að ptember var jafn- asíða framboðs and.org/sec- íkum áherslum en æra hana reglulega ðtölum. nig heimasíðu sem /turkey) og er þar að æðna og greina sem nu. Austurríkismenn n sem komið er enga ari gerð. Það rímar ngu þeirra að öðru áttunni, en einn við- blaðsins lýsti því ru einfaldlega ekki „ósýnilegir“. sem dæmi að Val- tir utanríkisráðherra hliðarsölum allsherj- ginn, þar sem hún framboði Íslands r mál manna að henni Er Valgerður sögð ndi í viðleitni sinni til fylgi og einn við- ð framganga hennar að loforðum um okkuð. Mun Val- n að færast aráttuna Látum að okkur kveða Mynd af Vigdísi Finnbogadóttur er í bæklingnum og einnig af Davíð Á. Gunnarssyni ráðuneytisstjóra, en hann situr í stjórn WHO. di er rekinn sjáv- unarsamvinnu. k náttúruöfl eru í bæklingsins. N 2 ríki nú aðild að þjóðunum en þar n fulltrúa í örygg- em helstu ákvarð- . mmtán ríkja ggisráð Samein- n þar af eru fimm með neitunarvald; in, Rússland, akkland. Kosið er trúana, en hvert ð er kosið situr í tvö ár. l að gera end- ryggisráðinu ð út um þúfur, n margir telja fyr- ímabært að skip- pegli betur veröld- er í dag. Er þá bæði Afríka og igi að fá þar fasta-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.