Morgunblaðið - 09.10.2006, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ENN á ný hefur Alcan sagt upp
starfsmönnum eftir áratuga far-
sælt starf í þágu fyrirtækisins og
gert þeim að yfirgefa vinnusvæðið
samdægurs. Í þetta skiptið eru
það þrír iðnaðarmenn
sem hafa unnið hjá
Alcan í um og yfir 30
ár. Á þessum langa
starfstíma hefur eng-
inn þeirra fengið að-
vörunarbréf vegna
vinnubragða eða
mætinga. Vinnu-
félagar þeirra þekkja
þá af góðu einu hvort
sem litið er til starfs-
áhuga, hæfni eða
samskipta.
Og uppsagnirnar
eru ekki vegna sam-
dráttar. Forstjóri Alcan hefur ný-
lega lýst því yfir að starfsmenn
fyrirtækisins, þar með talið þeir
sem nú er sagt upp, hafi unnið
frábært starf og slegið heimsmet
við endurgangsetningu kerja þeg-
ar straumrofið var sl. sumar.
En hvaða ástæður eru til þess í
nokkur undanfarin ár hefur þaul-
reyndum starfsmönnum sagt upp
og þeim gert að hverfa samdæg-
urs af vettvangi? Þau svör sem
starfsmenn fá við uppsögn hafa
ýmist verið engin eða svo almenn
að þau skýra á engan hátt, hvorki
fyrir starfsmönnum eða vinnu-
félögum hvers vegna þeim er sagt
upp. Orðalagið er ýmist að þeir
falli ekki að framtíðarsýn fyr-
irtækisins eða þeir að eigi ekki
lengur samleið með fyrirtækinu.
Þessi vinnubrögð hafa valdið
miklum ugg hjá starfsmönnum
varðandi atvinnuöryggi og ótta við
að tjá sig um menn og málefni.
Þeir spyrja sig er ég næstur?
Fundir starfsmanna, stéttarfélögin
og trúnaðarmannaráð
þeirra hafa á síðust
árum mótmælt þess-
um starfsaðferðum en
Alcan heldur áfram á
sömu braut.
Langtímamat á
starfsmenn
Hjá upplýsingafull-
trúa Alcan kemur
fram í „Blaðinu“ sl.
laugardag að fyr-
irtækið notar ein-
hvers konar „heild-
stætt mat á
frammistöðu til lengri tíma“ til að
komast að því hvort starfsmenn
„eigi samleið með fyrirtækinu“.
Þetta er í fyrsta skipti sem upp-
lýst er að fyrirtækið noti skipulegt
langtímamat á starfsmenn og um
það vakna margar spurningar.
Er markmiðið að safna á þá
mínuspunktum svo stjórnendur
geti losað sig við þá sem eru að
nálgast þann aldur að þeir eigi
rétt á „flýttum stafslokum“ sam-
kvæmt kjarasamningi, en í þeim
felast hlutalaun í 3 ár? Er það svo
að starfsmaður sem talar „manna-
mál“ við yfirmann, eða hefur aðra
skoðun en hann, fái mínuspunkta í
kladdann? Getur það verið að
starfsmenn sem átt hafa í langvar-
andi veikindum eða slasast á
vinnustað safni mínuspunktum?
Er hugsanlegt að einhverjir fái
plúspunkta og fyrir hvað skyldu
þeir vera veittir ?
Um þetta langtímamat fyrirtæk-
isins hafa starfsmenn ekki fengið
neinar upplýsingar og þeim hefur
aldrei verið bent á að eitthvað
mætti betur fara í þeirra störfum.
Einn þátturinn sem fyrirtækið
notar í langtímamati á starfs-
mönnum samkvæmt upplýsingum
blaðafulltrúans er „hæfni í mann-
legum samskiptum“. Spurt er:
Hver er staða stjórnenda varðandi
þennan matsþátt? Eiga þeir sam-
leið með fyrirtækinu ?
Átt þú samleið með Alcan ?
Örn Friðriksson fjallar um
uppsagnir hjá Alcan »UpplýsingafulltrúiAlcan segir að
fyrirtækið meti hvort
starfsmenn „eigi sam-
leið með fyrirtækinu“.
Starfsmenn hafa engar
upplýsingar fengið um
það hvað felst í þessu
langtímamati né ábend-
ingar um hvað betur
mætti fara í þeirra
störfum.
Örn Friðriksson
Höfundur er vélvirki og
var starfsmaður Alcan / Ísal í 19 ár,
lengst af aðaltrúnaðarmaður
starfsmanna og er nú formaður
Félags járniðnaðarmanna.
HJÁLPARSÍMI
Rauða kross Íslands
hefur númerið 1717
og er opinn allan sól-
arhringinn. Hann er
ætlaður fólki á öllum
aldri sem er í vanda
og þarf á aðstoð að
halda eða upplýsingar
um úrræði. Í
tengslum við Alþjóða
geðheilbrigðisdaginn
þann 10. október er
þema Hjálparsímans
áhersla á þunglyndi
og geðraskanir vikuna
9. – 16. október.
Þeir sem eiga við
þunglyndi að stríða og
aðstandendur þeirra
eru sérstaklega hvatt-
ir til að nýta sér þjón-
ustu 1717. Þunglyndi
er læknanlegt, hægt
er að ná bata eins og
af öðrum sjúkdómum.
Rannsóknir sýna að
yfir 80% þeirra sem
þjást af þunglyndi ná
sér að fullu. Sjálfs-
ábyrgð, stuðningur,
samvinna og hjálp eru lykilhugtök til
að ná árangri.
Hringingar í Hjálparsímann eru
að meðaltali um 50 á sólarhring.
Flestar hringingarnar eru vegna
sálrænna vandamála. Geðheilsa
skiptir alla máli og mikilvægt er að
bregðast skjótt við þegar einkenni
gera vart við sig. Ekki bíða, hjálpin
er á næsta leyti. Allt sem þarf er eitt
símtal.
Rauði krossinn tekur undir yf-
irskrift Alþjóða geðheilbrigðisdags-
ins með að vaxandi vitund gefi aukna
von. Saman eflum við geðheilsuna.
Hver og einn þarf að huga að henni,
því að geðheilsa er jafn mikilvæg og
líkamleg heilsa. Miklar forvarnir,
aukin þekking og skjót inngrip eru
allt mikilvægir þættir þegar upp
koma geðraskanir í fjölskyldum.
Sálrænn stuðningur er eitt af for-
gangsverkefnum Rauða
kross Íslands. Félagið
hefur gefið út fræðslu-
efni í þessum mála-
flokki. Starfandi er
þverfaglegur hópur
sjálfboðaliða í áfalla-
teymi Rauða krossins
sem hægt er að kalla út
þegar á reynir.
Rauði kross Íslands
hefur árum saman unnið
að geðheilbrigðismálum.
Félagið hefur þó ein-
beitt sér sérstaklega að
þeim málaflokki frá
árinu 2000 vegna þeirr-
ar slæmu stöðu sem fólk
með geðraskanir hafði í
samfélaginu og ljóst var
að brýnna úrbóta var
þörf.
Undanfarin ár hefur
Rauði krossinn verið
með kannanir og rann-
sóknir á landsvísu um
þarfir geðfatlaðra til að
bæta stöðu þeirra og
eins að vekja athygli á
málaflokknum og draga
úr fordómum almenn-
ings. Niðurstöður hafa verið notaðar
við val á verkefnum innan félagsins.
Áhersla er lögð á að tekið sé mið af
reynslu og viðhorfi þeirra sem eiga
við geðröskun að stríða og að þeirra
rödd nái til valdhafa til að bæta þjón-
ustuna.
Deildir Rauða kross Íslands um
allt land hafa á ýmsan hátt sinnt
málefnum geðfatlaðra. Haldin hafa
verið námskeið fyrir aðstandendur
og áhugafólk um geðraskanir verið
haldin um allt land og verið vel sótt.
Myndaðir hafa verið stuðningshópar
í kjölfar þeirra. Þá hafa sjálf-
boðaliðar í heimsóknarþjónustu
heimsótt fólk með geðraskanir. Rek-
in eru fjögur athvörf fyrir fólk með
geðraskanir. Vin í Reykjavík, Dvöl í
Kópavogi, Læk í Hafnarfirði og
Laut á Akureyri.
Hjálparsími Rauða kross Íslands
1717 hvetur fólk til þess að kynna
sér dagskrána í tilefni Alþjóðlega
geðheilbrigðisdagsins og mæta á þá
viðburði sem eru í boði. Mörg fé-
lagasamtök, stofnanir, fyrirtæki og
listamenn hafa lagt sitt að mörkum
til að minnast hve mikils virði geð-
heilsa okkar er.
Þjáist þú af þunglyndi?
Hringdu í 1717
Helga G. Halldórsdóttir og Elfa
Dögg S. Leifsdóttir fjalla um
geðheilsu og Hjálparsíma
Rauða kross Íslands
»Rauði krossinn tekurundir yfirskrift
Alþjóða geðheilbrigð-
isdagsins með að
vaxandi vitund gefi
aukna von. Saman
eflum við geðheilsuna.
Helga G. Halldórsdóttir
Helga er sviðsstjóri innanlandssviðs
Rauða kross Íslands og Dögg er
verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða
kross Íslands 1717.
Elfa Dögg S. Leifsdóttir
ÞAÐ var undarleg tilfinning að
ganga niður Laugaveginn, hitta
mann og annan og á gangstéttunum
voru raðir af fólki.
Með lófataki samstillt-
ist hin langa röð og
þegar fundur var sett-
ur, héldu þeir síðustu
af stað frá Hlemmi.
Einhver talaði um
gamla tíma, þegar
fólki lá mikið á hjarta.
Var þetta raunveru-
legt? Þarna stóð Ómar
undir gamla Land-
símahúsinu – svolítið
eins og kallinn á kass-
anum hér um árið á
Lækjartorgi – og það
var klappað og hrópað.
Svo fóru allir til síns
heima og voru þakk-
látir sjálfum sér og
Ómari fyrir að hafa
drifið sig í þessa göngu. Kannski
verður gangan sú skráð á spjöld sög-
unnar?
Ég rifjaði það upp þegar við fjöl-
skyldan ókum gegnum Fljótin í
Skagafirði á sólríkum sumardegi og
horfðum á ,,Stífluna“, sem til varð
við byggingu Skeiðsfossvirkjunar,
svo Siglfirðingar gætu fengið birtu
og yl á síldarárunum. Í hugann
komu myndir frá sama stað, þar sem
áin hlykkjaðist milli gróinna bakka
og bæirnir allt um kring. Nokkrir
brugðu búi, hrökkluðust burtu og
túnin fóru undir vatn. Þá þekktist
ekki orðið náttúruvernd.
Ég rifjaði líka upp minningar frá
bökkum Laxár í Suður-Þingeyj-
arsýslu, nánar í Laxárdalnum, sem
átti að fara undir vatn. Við sátum í
hrauntröðinni og tókum upp nestið
okkar meðan sólin baðaði dalinn. Þá
þakkaði maður Hermóði í Nesi og
þeim félögum, sem sprengdu stífl-
una forðum við Mývatn og björguðu
Laxárdalnum frá ,,Lóninu“.
Daginn fyrir gönguna hans Ómars
og hans góða samstarfsfólks, sat ég
við fjallavatn upp af Hreðavatni í
Norðurárdal. Áður hafði ég komið
að fossi rétt við vatnið,
sem var svo fallegur að
það var erfitt að slíta
sig frá honum. Í hinni
algjöru kyrrð við fjalla-
vatnið heyrðist aðeins
niður í fjarska – frá
fossinum góða. Það er
stundum sagt, að það
muni ekkert um einn
foss, eina á, einn dal.
En aldrei mundi ég
samþykkja það, að
þessi fjallafoss í skjóli
Norðurárdalsins, hyrfi
undir lón til að virkja
fyrir álverksmiðju í
Hvalfirðinum eða hvar
sem er – aldrei.
Náttúra Íslands ver
sig ekki sjálf. Við, með
lífsmáta okkar og drottnun yfir öllu í
kringum okkur, hvort sem það and-
ar eða ekki, höfum það í hendi okkar,
hvort við hlífum eða höggvum. Ein-
hver sagði að Ómar ætti að taka sér
stöðu á Langholtsveginum við hlið-
ina á Helga Hóseassyni og mót-
mæla. Það væri hann best geymdur.
Aðrir segja það dapurt, að þessi
gamansami og orkumikli maður sé
allt í einu orðinn ,,ruglaður“. Þeir
eru ekki margir sem standa með
landinu gegn manninum. Oftast
brestur kjarkinn. Ég hef þá trú að
kjarkur og sannfæring Ómars Ragn-
arssonar muni, fyrr en seinna, skipa
honum á stall með Sigríði í Bratt-
holti og Hermóði í Árnesi. Það dugar
sem betur fer stundum að einn velti
fyrsta steininum.
Er Ómar orðinn
ruglaður?
Reynir Ingibjartsson
skrifar um framtak Ómars
Ragnarssonar
Reynir Ingibjartsson
»Náttúra Íslands ver
sig ekki sjálf.
Höfundur er formaður AFA
og fæst við kortagerð.
EITT af því sem mennta-
málaráðherra gumar oft af er að
ríkisstjórnin setji menntamál í for-
gang. Í umræðum á
alþingi sl. fimmtudag
um fjárlaga-
frumvarpið fyrir árið
2007 sagði fjár-
málaráðherra að
framhaldskólarnir
væru forgangsverk-
efni hjá ríkisstjórn-
inni. Hvoru tveggja
er víðsfjarri raun-
veruleikanum.
Þegar tillögur um
fjárveitingar í fjár-
lagafrumvarpinu til
framhaldsskóla eru
skoðaðar kemur í ljós
að gert er ráð fyrir
að nemendum í fram-
haldsskólum fjölgi um
800 á næsta ári. Talið
er að sú fjölgun kalli
á viðbótar fjárheim-
ildir uppá 500 millj-
ónir króna. Síðan eru
300 milljónir króna
dregnar frá þessum
500 vegna aðhalds-
kröfu ríkisstjórn-
arinnar, þannig að
eftir standa 200 millj-
ónir króna til að
mæta nemendafjölg-
uninni.
Í nýlegri skýrslu OECD kemur
fram að framhaldsskólastigið á Ís-
landi stendur hvað verst í sam-
anburði við aðrar þjóðir þegar litið
er til fjárveitinga. Þó ekki væri
nema vegna þessarar staðreyndar
hefði mátt búast við að mennta-
málaráðherra reyndi að bæta stöðu
framhaldsskólanna eða að minnsta
kosti tryggja þeim óbreytta stöðu.
En þess í stað stendur ráðherrann
að tillögum um að skerða hlut
framhaldsskólanna.
Í sumar skilaði starfsnámsnefnd
menntamálaráðherra tillögum um
nýjan framhaldsskóla, þar sem
m.a. er gert ráð fyrir stóreflingu
starfsnáms í framhaldsskólum.
Menntamálaráðherra lýsti yfir sér-
stakri ánægju með til-
lögurnar og taldi að
nú væri kominn tími
til að standa við hin
mörgu og fögru orð
um eflingu starfsnáms.
Þess vegna hefði mátt
búast við að í fjárlaga-
frumvarpinu yrði stig-
ið skref í þá átt að
bæta stöðu starfs-
námsins í stað þess að
þrengja stöðu þess.
Enn á ný er reikni-
líkani mennta-
málaráðuneytisins
beitt til að skerða hlut
framhaldsskólanna og
nú er hlutur starfs-
námsskólanna skertur
mest. Svokölluð for-
gangsverkefni rík-
isstjórnarinnar hafa
undarleg birting-
arform, það má t.d.
fullyrða að enginn for-
svarsmaður í fram-
haldsskólum landsins
hefur áttað sig á því
að framhaldsskólarnir
væru eitt af þeim
verkefnum ríkisstjórn-
arinnar.
Skerðingartillögur
menntamálaráðherra vekja undrun
og reiði meðal allra sem vita hvað
starf framhaldsskólanna er mik-
ilvægt og hvað nauðsynlegt er að
efla þá. Þess vegna er eðlilegt að
spyrja: Hvers vegna Þorgerður
Katrín?
Hvers vegna Þor-
gerður Katrín?
Einar Már Sigurðarson
fjallar um menntamál
Einar Már Sigurðarson
» Skerðing-artillögur
menntamála-
ráðherra vekja
undrun og reiði
meðal allra sem
vita hvað starf
framhaldsskól-
anna er mik-
ilvægt og hvað
nauðsynlegt er
að efla þá.
Höfundur er alþingismaður Samfylk-
ingarinnar í Norðausturkjördæmi,
situr í fjárlaga- og menntamálanefnd
alþingis og sat í starfsnámsnefnd
menntamálaráðherra.