Morgunblaðið - 09.10.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 27
MINNINGAR
✝ RagnheiðurBjörnsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 10. júní 1951.
Hún lést af slys-
förum sunnudag-
inn 1. október síð-
astliðinn.
Foreldrar hennar
eru Vigdís Bjarna-
dóttir, f. 12. nóv-
ember 1925, bú-
sett í Reykjavík,
og Björn Guð-
jónsson, f. 17. maí
1919, d. 27. mars 1989. Systkini
Ragnheiðar eru: 1) Þorgeir
Ingvason, f. 23. júlí 1944, maki
Guðrún Þorgeirsdóttir. 2) Mar-
grét Ingvadóttir, f. 1. nóvember
1946, maki Kristinn Guðmunds-
son.
Ragnheiður hóf sambúð með
Jóni Þór Sveinbjörnssyni og eign-
uðust þau saman soninn Bjarka
hinn 21. janúar 1970. Ragnheiður
og Jón Þór slitu samvistum.
Bjarki giftist árið 1995 Ásdísi
Sturlaugsdóttur og þeirra börn
eru: 1) Aron Snær, f. 20. febrúar
1997. 2) Hildur, f. 1. nóvember
2001.
Sambýlismaður
Ragnheiðar er
Valdimar Long, f.
10. des 1958.
Þeirra heimili er á
Kleppsvegi í
Reykjavík.
Ragnheiður ólst
upp í Saurbæ á
Vatnsnesi í Húna-
vatnssýslu fram til
ársins 1963. Þá
seldu foreldrar
hennar jörð sína
og hættu búskap.
Fjölskyldan fluttist til Reykjavík-
ur þegar Ragnheiður var 12 ára
gömul og kom sér upp heimili í
Karfavogi 39. Ragnheiður lauk
gagnfræðaprófi frá Vogaskóla í
Reykjavík og nam snyrtifræði
við Snyrtiskóla Margrétar.
Ragnheiður starfaði framan af
við verslunarstörf hjá Karnabæ
og síðar hjá Axel Ó. Ragnheiður
vann í nær áratug við skrif-
stofustörf hjá Sindrastáli en síð-
ustu árin á skrifstofu Handlagins
ehf. sem skrifstofustjóri.
Útför Ragnheiðar verður gerð
frá Langholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku mamma. Ég trúi því ekki
enn að þú sért farin. Þú þessi klettur í
lífinu sem alltaf var hægt að treysta á.
Það var alveg sama hvað ég bað þig
um, alltaf hjálpaðir þú mér með bros
á vör.
Það er svo margt sem ég vildi hafa
sagt við þig. Fyrir örfáum dögum var
ég staddur erlendis og hugsaði svo
mikið til þín. Mig langaði svo að
hringja og segja þér hvað ég elskaði
þig mikið. En einhverra hluta vegna
gerði ég það ekki. Ég mun alltaf sjá
eftir því.
Það hefur hjálpað mér mikið í þess-
ari miklu sorg að tala við fólk sem
þekkti þig á annan hátt en ég. Það
tala allir svo fallega um þig. Það hefur
gefið mér styrk. Einnig hefur sú
hugsun styrkt mig að ég er sannfærð-
ur um þú ert með mér og börnunum.
Þó við sjáum þig ekki finnst mér ég
finna fyrir því að þú vakir yfir okkur
og passir okkur.
Elsku mamma mín, ég vona að þér
líði vel þar sem þú ert núna. Þú munt
aldrei hverfa úr hjarta mínu. Allar
góðu minningarnar munu lifa áfram.
Mamma, ég elska þig.
Bjarki.
Ástkær tengdamóðir mín hefur nú
kvatt þennan heim. Ég vildi ekki trúa
þessu í fyrstu og vonaði lengi að þetta
væri bara martröð sem myndi enda
fljótt, en ég var ekki svo heppin.
Ragnheiður var yndisleg tengda-
móðir og var hún óskaamma allra
barna. Hún var alltaf svo fín og vel til
höfð og sé ég alveg sömu gen í dóttur
minni sem vill alltaf vera í öllu bleiku
og helst í pilsi upp á hvern dag. Það
voru ófá matarboðin sem hún sleppti
eða frestaði til þess að geta passað
börnin. Þau voru englarnir hennar en
núna hefur þetta snúist við og er hún
orðin engillinn þeirra sem vakir yfir
þeim og verndar. Ég vildi bara óska
þess að ég ætti mér eina ósk sem ég
gæti notað til þess að segja henni hve
miklu máli hún skipti mig, hversu
þakklát ég væri henni fyrir alla þá
hjálp sem hún veitti mér og fyrir allar
ráðleggingarnar og huggunarorð
hennar. Ég treysti bara á að hún yrði
hjá okkur áfram. Hún studdi mig
ótrúlega mikið á mjög svo erfiðum
tímum undanfarna mánuði og verð ég
henni ævinlega þakklát fyrir það.
Ragnheiði fannst mjög gaman að
dansa og þegar hún fór með Hildi í
dansskóla ljómuðu þær báðar eins og
sólin, það var yndislegt að fylgjast
með þeim báðum.
Það er svo margt sem mig langar
til þess að segja um elskulega tengda-
móður mína en það er erfitt að koma
því öllu niður á blað. Ég veit bara að
ég sakna hennar mjög mikið og það
verður erfitt að halda áfram án henn-
ar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Hinsta kveðja,
Ásdís.
Hvað duga fátækleg orð gegn sorg-
inni? Hvernig er hægt að lýsa þeim
harmi sem heltekur þegar voðafregn
berst?
Ég á ekki svar við því, en mig lang-
ar í vanmætti að kveðja systur mína
hana Lillu eins og við kölluðum hana.
Hún fæddist í Reykjavík á björtum
sumardegi heima hjá ömmu og afa á
Háaleitisveginum. Það var líka bjart-
ur haustdagur þegar mér voru færð-
ar fréttirnar af þessu hörmulega
slysi.
Mér er fæðingardagur Lillu minn-
isstæður, því að strákormurinn var
sendur af bæ á kappreiðar hjá Fáki
sem þá voru haldnar þar sem nú er
Sprengisandur, þá var allt öðruvísi
um að litast á þessum slóðum. Seinna
þetta sumar lá svo leiðin heim í sveit-
ina norður á Vatnsnesið þar sem
bernskuárin liðu við kaldan sæ Hú-
naflóans, vorblíðu og fagra fjallasýn
en einnig úfinn sjó og dimmar vetr-
arnætur.
En Lilla var alltaf glaðleg og bros-
mild þrátt fyrir að hennar líf eins og
annarra hafi ekki alltaf verið dans. Þá
var alltaf stutt í hláturinn og henni
þótti gaman að dansa.
En nú er brosið hennar horfið og
minningin ein eftir, og svo söknuður-
inn.
Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku
í þagnar brag.
Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku
einn horfinn dag
Ó, guðir, þér, sem örlög okkur vefið
svo undarleg.
Það misstu allir allt, sem þeim var gefið
og einnig ég.
Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir
dauðans ró
hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir
eða hinn, sem dó?
(Steinn Steinarr)
Far þú í friði, systir góð.
Þorgeir.
Ef þú hrópar heyra
allir til þín.
Ef þú hvíslar heyra þeir
til þín sem næstir eru.
En þögn þína heyrir
aðeins vinur sem þykir
vænt um þig.
(Linda Macfarlene)
Þessi orð segja allt um hvernig
samband mitt við Lillu systur mína
var.
Þú varst systir, vinur og huggarinn
minn. Þú heyrðir í gegnum þögnina.
Ég sakna þín svo sárt, elsku systir,
og ég veit að þú dansar berfætt í
bláum kjól með englunum á himnin-
um.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr)
Þín systir,
Margrét.
Á einu örstuttu óheilla augnabliki
var Lillu kippt yfir landamærin sem
okkur öllum er fyrirbúið að fara yfir.
Hver mannvera á mismunandi langan
jarðvistartíma og enginn veit fyrir-
fram hvenær kallið kemur. Sumum er
skammtaður lengri tími í jarðvist en
öðrum og máltækið segir að þeir sem
Guðirnir elski deyi ungir. Mér fannst
Lilla alltaf vera unglingur og yndisleg
mannvera og kann því eitthvað að
renna stoðum undir að máltækið sé
ekki út í bláinn. En þetta var allt of
snemmt að mati okkar sem eftir lifum
og þekktum mannkosti hennar.
Lilla og Valdimar sonur minn voru
í sambúð í 13 ár og unun að sjá hve
samrýnd þau voru og samhent í öllu
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Áhugamálin féllu saman, þau ferðuð-
ust mikið, bæði innanlands og utan og
fóru langferðir á báti Valdimars sem
þau bjuggu í á þeim ferðum. Heimili
þeirra bar vott um einstaka snyrti-
mennsku og góðan smekk Lillu og út-
sjónarsemi. Lilla var sjálfstæð kona,
vissi hvað hún vildi og framkvæmdi
það. Hún var víkingur til vinnu og eft-
irsóttur vinnukraftur. Hún var sígef-
andi og gleðjandi aðra, gaf af sér glað-
værð og gott skap hvar sem hún fór,
færandi smáhluti sem glöddu augað.
Það var mikil gæfa að fá Lillu í fjöl-
skylduna og njóta manngæsku henn-
ar og hæfileika og hörmulegt að fá
ekki að njóta þess lengur. Ég bið al-
máttugan Guð um að veita öllum að-
standendum hennar og ástvinum
styrk í sorginni og minnist hennar
með djúpri virðingu og þakklæti fyrir
alla þá gleði sem hún veitti okkur.
Ásgeir Long.
Amma Ragnheiður er dáin. Við
skiljum ekki af hverju hún var tekin
frá okkur svona fljótt. Við áttum eftir
að gera svo margt saman. Hún var
alltaf svo góð við okkur og leyfði okk-
ur að gera allt sem við vildum. Við
fengum oft að sofa hjá ömmu og var
það alltaf ofsalega gaman. Tilhlökk-
unin var alltaf mikil þegar við vorum
að fara til ömmu að gista og helst vild-
um við nú vera meira en eina nótt en
fengum ekki alltaf að ráða því. Það
voru margir klukkutímar sem fóru í
spilamennsku hjá okkur svo ekki sé
talað um naglalökkun á fingrum og
tám. Við eigum eftir að sakna þessara
góðu stunda með ömmu Ragnheiði og
verðum ævinlega þakklát fyrir þær
stundir sem við fengum með henni.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Með ástar- og saknaðarkveðjum.
Aron Snær og Hildur.
Á svona augnabliki vakna margar
spurningar og flestum verður líklega
ekki svarað í þessari jarðvist. Konu á
besta aldri kippt út úr tilverunni að
manni finnst að ástæðulausu, frá ást-
vinum og kunningjum. Eins og Rögn-
valdur yngsta barnið á heimilinu
spurði svo hispurslaust: „Hvað er að
Guði?“ er hann heyrði fréttirnar.
Þetta fannst mér eðlilegir hugarórar
um dauðann af 11 ára dreng sem skil-
ur ekki dauðann frekar en við sem
eldri erum, en samt er það svo skrýtið
að það eina sem við vitum er barn
fæðist er að það mun einhvern tímann
deyja.
Fyrstu kynni mín af Lillu urðu
1993 og það var árið sem við kynnt-
umst fyrir alvöru lífsförunautum okk-
ar Valdimari og Björgu Long, þetta
gerist á svipuðum tíma. Við Lilla er-
um fædd í tvíburamerkinu en Valdi-
mar og Björg í bogmanninum, þannig
að halda mætti að sterkur strengur sé
þar á milli þessara merkja. Við áttum
margt sameiginlegt, vorum á köflum
ákveðnir sálufélagar, t.d. vorum við
þau einu sem reyktu og ófáar stundir
spjölluðum við undir þeim kringum-
stæðum um heima og geima. Lilla var
mjög opin og eðlileg manneskja og
hægt að ræða við hana um nánast alla
hluti. En mest þótti henni gaman að
tala um vinnuna hvort heldur var
mína eða hennar, en við hjónin rákum
bakarí á þessum tíma og hún vildi
alltaf vita hvernig þetta gengi allt
saman, kom ársreikningurinn vel út
þetta árið o.s.frv. Hún vissi hvað
þurfti til að reka fyrirtæki, þar sem
hún hefur verið að vinna við bókhald
fyrir ýmsa aðila og var oftar en ekki
að gefa mér góð ráð sem ég nýtti mér
eins og ég gat. Ég minnist sérstak-
lega ánægjulegra stunda sem við átt-
um með tengdaforeldrum, Ásgeiri og
Guðbjörgu, bæði á jólum og áramót-
um. Sameiginlegt með okkur og
Valdimari og Björgu þótti okkur
gaman að koma saman og hitta fólk,
borða góðan mat og dreypa á góðu
rauðvínsglasi. En mest þótti henni
gaman að dansa. Það var aðalsmerki
hennar, ef þau voru í mat hjá okkur
og ég setti gamla og góða tónlist á
geislann var hún alltaf fyrst út á gólf
og spurði: „Á ekki að dansa?“ Voru
það kannski hennar örlög að kvöldið
sem hún fór var danskvöldið hennar
og hennar dansfélaga, búin að dansa
allt kvöldið og á leiðinni heim og
hreinlega dansað sig inn í himnaríki.
Að lokum er ég að kveðja góðan
vin, sálufélaga, glæsilega, hrein-
skilna, vandaða konu sem hún sann-
arlega var, og hún hefur fært okkur
svo margt sem enginn tekur frá okk-
ur og við þökkum fyrir það.
Valdimar, Bjarki, Ásdís og fjöl-
skylda, Margrét og fjölskylda, Vigdís
móðir Lillu og aðrir aðstandendur,
ykkur sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur á svo erfiðri stundu
sem fáir geta gert sér í hugarlund.
Ragnar Rögnvaldsson.
Elsku Lilla frænka mín. Mikið
óskaplega er sárt að kveðja þig í
hinsta sinn. Innan í mér flögra hugs-
anir og orð í belg og biðu sem erfitt er
að raða niður til að láta mynda eina
heild þar sem að fram kemur allt sem
ég vil segja.
Við söknum þín óstjórnlega, við
trúum ekki að þú sért farin frá okkur.
Að vakna á fallegum sunnudags-
morgni við frétt um að þú sért dáin er
erfitt að meðtaka. Að þurfa að fara til
ömmu og segja henni að dóttir henn-
ar sé dáin er ólýsanlegt. Allan sunnu-
daginn fannst mér eins og ég stæði
fjarri og væri að horfa á annað fólk,
aðra fjölskyldu missa ástvin. Ekki
okkar, ekki við, ekki þú. Það var ekki
fyrr en ég sá þig sofandi að ég áttaði
mig örlítið á hvað hafði gerst. Þetta
var að gerast, þetta varst þú og við
fjölskyldan þín stöndum eftir átta-
villt, þögul og eirðarlaus.
Lilla frænka mín var falleg, glæsi-
leg, hlý og góð. Hún var besta vin-
kona mömmu minnar og litla systir.
Þær studdu hvor aðra í gegnum súrt
og sætt, töluðu saman á hverjum degi
og án hennar er mamma mín týnd.
Lilla var jafnframt ein sú jákvæð-
asta manneskja sem ég hef kynnst,
orkumikil og hún var alltaf að. Út og
suður, flögrandi um með smitandi
dillandi hláturinn sinn og alltaf tilbúin
að hjálpa öðrum. Lilla hugsaði vel um
ömmu, vini sína, fjölskyldu og litlu
barnabörnin sín tvö. Án Lillu er svo
margt ómögulegt. Elsku Valdi hefur
ekki Lillu til að tala við og vera með
lengur. Þau áttu eftir að gera svo ótal
margt saman, ferðast til margra
landa og skoða heiminn saman, bestu
árin eftir. Bjarki frændi minn hefur
ekki mömmu sína lengur til að leita til
og vera hjá.
Við höfum öll misst svo mikið og
Lilla frænka var elskuð af öllum.
Enda ekki annað hægt, Lilla var
þannig. Brosandi, hlæjandi, kát,
fjörug, elskaði að dansa og punta sig
og vera með fólk í kringum sig.
Það er erfitt að útskýra fyrir börn-
um dauðann, þau skilja ekki af hverju
fólk þarf að fara og af hverju það
kemur ekki aftur. En það er líka erfitt
að vera fullorðinn og reyna að skilja
dauðann. Það kemur eflaust að því að
okkur öllum líður eitthvað betur og að
við skiljum meira.
En í dag erum við tóm innan í okk-
ur, við grátum og erum þögul. Við
söknum þín.
Ég veit að þú ert á góðum stað og
ég veit að þú þjáðist ekki, elsku hjart-
ans Lilla. Ég veit að þú varst glöð í
hjartanu þegar ljós þitt slokknaði.
Elsku fjölskylda, amma, mamma,
Bjarki, Ásdís, Aron, Hildur og Valdi.
Ég veit ekki hvað ég get sagt, annað
en að okkur líður öllum illa og kveðj-
um elsku Lillu í dag.
Hvíl í friði, elsku frænka mín.
Jóna.
Hún Lilla frænka var alltaf svo
glöð, var það fyrsta sem börnin mín
sögðu þegar ég bar þeim þær hörmu-
legu fréttir síðastliðinn sunnudags-
morgun, að hún Lilla frænka hefði dá-
ið þá nótt í umferðarslysi.
Eins og börnin mín segja: „Hún
Lilla var alltaf svo glöð, svo var hún
alltaf að hringja.“
Hún Lilla var alltaf lífsglöð og hlát-
urmild hvað sem á dundi. Hún bar
mikla umhyggju fyrir sínum nánustu
og hringdi oft til að afla frétta af sín-
um, því lýsa þessi orð barnanna svo
vel hvaða mann frænka hafði að
geyma.
Mínar æskuminningar um móður-
systur mína eru sveipaðar ævintýra-
ljóma því hún frænka mín var sko feg-
urðardrottning og ég var svo stolt af
því að eiga fræknu sem var fegurð-
ardrottning og sagði það hverjum
sem á vildi hlusta. Lilla hló sínum dill-
andi hlátri, þegar ég sem barn bað
hana að segja mér frá því þegar hún
var kosin fegurðardrottning á dans-
leik og svaraði mér: „Elsku Bára mín,
það var svo ómerkilegt,“ og svo
skellihló hún. En mér fannst það
fjarri að vera ómerkilegt og sá hana
alltaf í dýrðarljóma. Hún var lærður
snyrtifræðingur en starfaði aðeins til
skamms tíma við sitt fag. En allir
hlutir sem hún átti og föt sem hún
klæddist voru í barnshuga mínum
alltaf í takt við fagið, svo snyrtilegt,
glæsilegt og fagurt. Í mínum huga
var hún alltaf fegurðardrottning. Fal-
leg að utan sem innan.
Hún var mikil félagsvera, lífsglöð,
hláturmild og umhyggjusöm mann-
eskja. Oft og iðulega hittumst við í
kaffi við eldhúsborðið hjá mömmu og
spjölluðum um allt milli himins og
jarðar. Það þarf ekki að vera langur
tími í hvert sinn fyrir fjölskyldur að
hittast, það að hittast svona oft þó
stutt sé í hvert sinn styrkir fjöl-
skylduböndin og gefur okkur svo
óendanlega mikið þegar við loks á
tímamótum nemum staðar augnablik
og hugsum til baka.
Elsku Lilla frænka, þú lifir áfram í
huga okkar allra í öllum minningun-
um sem þú gafst okkur með hlátri
þínum og gleði.
Elsku Valdi, Bjarki, Ásdís og fjöl-
skyldur, megi guð gefa ykkur styrk á
erfiðum tímum.
Bára Mjöll og fjölskylda.
Ragnheiður
Björnsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Ragnheiði Björnsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Ýmir
Björgvin Arthúrsson; Birgitta.