Morgunblaðið - 09.10.2006, Page 34
34 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200
MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17
W.LEIKFELAWW G.IS
ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS
Kortasala enn í fullum gangi!
Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu
Lau 14. okt kl. 14 UPPSELT
Lau 14. okt kl. 14 Aukasýning - Örfá sæti
Lau 14. okt kl. 15 Aukasýning - í sölu núna!
Sun 15. okt kl. 14 UPPSELT
Sun 15. okt kl. 15 UPPSELT
Sun 15. okt kl. 16 UPPSELT
Sun 22. okt kl. 14 UPPSELT
Sun 22. okt kl. 15 UPPSELT
Sun 22. okt kl. 16
Næstu sýn: 29/10, 5/11, 12/11
Mike Attack - Gestasýning sýnd í Rýminu
Fim 15. okt kl. 20 5. kortasýn
Fös 13. okt kl. 20 6. kortasýn
Herra Kolbert – sala hafin!
Lau 28. okt kl. 20 Frumsýning UPPSELT
Næstu sýn.: 29/10, 2/11, 3/11, 4/11, 5/11, 9/11,
10/11, 12/11, 16/11
Sun 15/10 kl. 14 Sun 22/10 kl. 20
Lau 28/10 kl. 14 Sun 29/10 kl. 20
Fim 12/10 kl. 20 Lau 14/10 kl. 20
Sun 22/10 kl. 20 Fös 27/10 kl. 20
Fim 12/10 kl. 20 Fös 13/10 kl. 20
Lau 14/10 kl. 20 Lau 21/10 kl. 20
Fös 27/10 kl. 20 Lau 28/10 kl. 20
Lau 4/11 kl. 20
Fyrirsætan Kate Moss og kærastihennar Pete Doherty huga að
barneignum að því er götublaðið
Sunday Mirror heldur fram. Moss er
sögð trúa því að það geti bjargað Do-
herty frá eit-
urlyfjaneysl-
unni, en
fjölmiðlar
hafa veitt eit-
urlyfjaneyslu
þeirra mikla
athygli und-
anfarna mán-
uði.
Moss á
eina dóttur
fyrir, stúlk-
una Lilu.
Dagblaðið
hefur það
eftir vini
Moss að hún
vilji eignast barn með honum en
fyrst verði hann að losa sig við fíkn-
ina og hætta neyslu eiturlyfja. Do-
herty á son fyrir.
Hljómsveit hans Babyshambles
hefur þurft að aflýsa síðustu fimm
tónleikum sínum vegna Doherty.
Hann lét ekki sjá sig þegar halda átti
tónleika í Liverpool föstudaginn sl.
Sagan segir að Moss hafi sett Do-
herty afarkosti: Að hann velja milli
hennar eða hljómsveitarinnar. Sky
segir frá þessu.
Fólk folk@mbl.is
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
EYJÓLFUR Eyjólfsson söngvari
er þessa dagana staddur í Fær-
eyjum. Það væri kannski ekki í
frásögur færandi nema fyrir þær
sakir að hann tekur þátt í upp-
færslu á fyrstu færeysku óperunni.
Óperan nefnist Í Óðamansgarði
(The Madmans’s Garden) og er
byggð á smásögu eftir rithöfund-
inn William Heinesen. Tónskáldið
Sunleif Rasmussen á svo heiðurinn
af uppfærslunni.
Morgunblaðið náði tali af Eyjólfi
í gærkvöldi en æfingar eru nú í
fullum gangi.
„Þetta er erfitt verk og því höf-
um við verið á löngum og ströng-
um æfingum með hljómsveitinni,“
sagði Eyjólfur og segir erfiðleika
verksins felast meðal annars í því
að þetta sé „nútímaverk og því
ekki alltaf lógískt“.
Ekkert óperuhús
„Óperan endurspeglar að mínu
mati stemninguna í Færeyjum en
Rasmussen er mikið náttúrubarn.
Sagan gerist í nútímanum og er
uppvaxtarsaga karls og konu sem
ná saman á endanum,“ segir Eyj-
ólfur.
„Það er gaman að taka þátt í
þessu en það er ekki mikil óp-
eruhefð í Færeyjum. Hér er ekki
einu sinni óperuhús. Verkið verður
sýnt í Norræna húsinu hér í Þórs-
höfn,“ segir Eyjólfur og bætir við
að hann hafi fundið fyrir áhuga
norrænna fjölmiðla á óperunni þar
sem þetta sé sú fyrsta í sögu Fær-
eyja.
Í Óðamansgarði verður frum-
sýnd næstkomandi fimmtudag.
Fyrsta færeyska óperan
Íslenskur söngvari tekur þátt í uppfærslunni
Söngvarinn Eyjólfur Eyjólfsson
tekur þátt í uppfærslu fyrstu fær-
eysku óperunnar.
www.themadmansgarden.com
YOKO Ono fékk hugmyndina að friðarsúlunni, sem
reist verður í Viðey, fyrir meira en 40 árum. Á
blaðamannafundi í gær sagði hún frá því að hún
hefði skrifað hugmyndina niður á hugmyndalista
sinn árið 1965 en listinn var svo sendur 200 ein-
staklingum sem fylgdust með list hennar á þeim
tíma.
Ono sagði frá því að 1967 hefði John Lennon boð-
ið henni í kaffi, sagðist hann hafa lesið um hugmynd
hennar að friðarsúlunni og bað hana að byggja hana
í garðinum sínum. Ono segist hafa hlegið að Lennon
og svarað því til að hún væri viss um að einn daginn
væri hægt að byggja súluna en sem stæði vissi hún
ekki hvernig.
Ono sagði að hún dáðist enn þann dag í dag að
þeirri staðreynd að Lennon hefði verið snortinn af
þessari hugmynd hennar.
Í dag mun Ono staðfesta áform sín um IMAG-
INE PEACE TOWER, friðarsúluna í Viðey. Frið-
arsúlan verður í raun friðarljós, en sterkt ljós mun
lýsa upp úr botni súlunnar.
„Það tók yfir 40 ár að láta þessa hugmynd ræt-
ast, nú hér á Íslandi. Tímasetningin gæti ekki
verið meira viðeigandi, ljós er það sem heimurinn
þarfnast. Við búum öll í skugga ótta og ring-
ulreiðar í hinum mengaða heimi. Þetta ljós á Ís-
landi verður aldrei slökkt, það er eilífðargeislinn
sem við sendum út til heimsins og geimsins til að
gefa von og sannfæringu um að draumar okkar
geti ræst. Ísland er fullkomlega staðsett til þess
að baða heiminn ljósi og ást,“ sagði Ono.
Botn súlunnar verður fylltur með óskum sem
Ono hefur safnað með listaverki sínu Wish Tree,
eða óskatré, sem farið hefur víða um heim. Þar
sem verkið var sett upp gafst fólki tækifæri á að
hengja ósk sína á tré Ono og seinna gat fólk sent
Ono óskir.
„Ég hef geymt allar óskirnar sem fólk hefur
sent mér og hengt á verkið mitt Wish Tree í
mörgum löndum, þær eru núna yfir 900.000 og
þær verða allar settar undir friðarsúluna í Viðey,“
sagði Ono.
Enn er hægt að senda óskir og er póstfangið
Imagine Peace Tower, PO Box 1009, 121 Reykja-
vík, Iceland.
Ono sagðist afar glöð að vera stödd á Íslandi á
þessum afmælisdegi Lennons, sem er í dag, þeim
fyrsta sem hún heldur upp á á Íslandi.
„Síðan við byrjuðum á þessu verkefni hef ég
lært svo mikið um þetta fallega og töfrandi land.
Íslendingar trúa á álfa og huldufólk, sem vernda
þetta land. Hringadróttinssaga Tolkien er að
miklum hluta byggð á íslenskum þjóðsögum, það
vissi ég ekki. Hobbitar urðu til út af álfum. Orku-
lindin er vatn, en ekki olía. Þetta er fátt eitt af því
sem skapar hið töfrandi Ísland.“
Hugmyndin
að friðarsúl-
unni yfir 40
ára gömul
Morgunblaðið/Kristinn
Friðarsinni
Yoko Ono ásamt
Gunnari Kvaran
á blaðamanna-
fundinum í gær.