Morgunblaðið - 09.10.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.10.2006, Qupperneq 36
36 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk                                                                    Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ELLEN, FÉKKSTU... GUÐ HJÁLPI ÞÉR... BLÓMIN SEM... GUÐ HJÁLPI ÞÉR... ÉG SENDI ÞÉR? HVAÐ MEINARÐU MEÐ GETTU? HVERNIG Á ÉG AÐ VITA ÞAÐ? ÞÚ ÞYRFTIR AÐ VERA MEÐ HEILA TIL ÞESS HEFUR EINHVER SAGT ÞÉR AÐ ÞÚ ERT MEÐ FALLEG AUGU? TÓNLISTARMENN FARA ÚR JAFNVÆGI ÞEGAR MAÐUR HRÓSAR ÞEIM ANNAÐ HVORT HJÁLPAR ÞÚ MÉR MEÐ HÚSVERKIN... EÐA ÉG ER FARIN FRÁ ÞÉR!! ÁKVÖRÐUN...ÁKVÖRÐUN... PARIS HILTON OG FRÆNKA HENNAR, LINDA GISTIHEIMILI ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ KIDDA HAFI SVONA MIKLAR ÁHYGGJUR AF EIGIN ÞYNGD... HÚN ER BARA 7 ÁRA HVAÐAN KEMUR ÞETTA? ER ÉG ALLTAF AÐ TALA UM AÐ MÉR FINNIST ÉG VERA FEIT? NEI... EKKI SÍÐAN ÞÚ FÓRST AFTUR Í MEGRUN MAMMA, HVAÐ ERU MARGAR KALORÍUR Í TYGGJÓI? HVAR ER EIGINLEGA LEIKARINN? ÉG GET EKKI RÁÐIST Á NASHYRNINGINN FYRR EN HANN ER KOMINN Í ÖRUGGT SKJÓL KÓNGULÓARMAÐURINN ER KOMINN Á SLÓÐINA... EN ÉG KIPPI ÞVÍ Í LIÐINN EF ÞÚ SEGIR MÉR EKKI LEYNDARMÁLIÐ ÞÁ ERTU EKKI LENGUR VINUR MINN HÉR ER VÍS- BENDING ALLT Í LAGI FLÓA- MARKAÐUR HVERNIG VÍSBENDING ER ÞAÐ EIGINLEGA! ÉG SKIL ÞETTA EKKI! VEISTU HVAR FORELDRAR ÞÍNIR FENGU ÞIG? ÉG MAN ÞAÐ EKKI ALVEG... ÉG SEGI EKKI MEIR Orkuþing verður haldið dag-ana 12. og 13. október áGrand Hóteli í Reykjavík.Yfirskrift Orkjuþings er að þessu sinni Orkan og samfélagið – vistvæn lífsgæði. Þingið er skipulagt af Samorku, Orkustofnun og iðnaðarráðuneyti ásamt um 20 öðrum fyrirtækjum og stofnunum. Sigurður Ágústsson er einn af umsjónarmönnum þingsins: „Orku- þing var fyrst haldið 1981 síðan á 10 ára fresti til ársins 2001, en þá var tekin sú ákvörðun að halda þingið á 5 ára fresti, enda þróunin orðin til muna hraðari hjá orkuiðnaðinum og margt sem gerist á 10 árum,“ segir Sigurður. „Yfirskrift þingsins endurspeglar mikilvægi orkubúskaparins í ís- lensku þjóðlífi, bæði í daglegu lífi landsmanna og fyrir efnahagslega afkomu þjóðarinnar, og um leið mikilvægi þess að huga að um- hverfismálum og notkun umhverfis- vænnar og endurnýtanlegrar orku. Á Orkuþingi kemur allt orkusam- félagið á Íslandi saman, fluttir verða um eitt hundrað fyrirlestrar og þátt- takendur bæði miðla þeirri þekkingu sem þeir búa yfir og læra af öðrum. Þingið er haldið á mjög breiðum grunni og er það mál manna að sjaldan eða aldrei hafi eins fjöl- breyttur fróðleikur um íslensk orku- mál verið á dagskrá íslenska orku- samfélagsins og nú á Orkuþingi 2006,“ segir Sigurður. Vetnisbílar, vindrafstöðvar og orkunotkun fiskveiðiflotans Á þinginu verður jafnt að finna fulltrúa stórra og smárra orku- og virkjunarfyrirtækja, fræðimenn á sviði jarðfræði- og veðurfarsrann- sókna og hvers kyns fyrirtæki sem láta sig varða orkunotkun þjóðar- innar: „Meðal umfjöllunarefna Orkuþings 2006 má nefna orkunotk- un í samgöngum, orkunotkun fisk- veiðiflotans, vindrafstöðvar, vetni og Kárahnjúkavirkjun, svo aðeins séu gefin örfá dæmi. Lagalegu umhverfi orkuiðnaðarins verða líka gerð góð skil með ýtarlegri umfjöllun um ný raforkulög, og sömuleiðis verður fjallað um möguleika menntunar á sviði orkumála, jafnt á háskólastigi og iðnmenntastigi. Flutt verða bæði tæknileg og fræðileg erindi sem og aðgengilegri erindi almenns eðlis um allt frá olíuleit við Ísland, Jarð- hitaskóla Sameinuðu þjóðanna, raf- bíla og loftþrýstingsbíla.“ Pallborðsumræður um drauma og veruleika í orkubúskap Á orkuþingi verða fluttir fyrir- lestrar og haldnar málstofur í fjór- um sölum Grand Hótels. Meðal fyrirlesara má nefna orkumálastjóra Svíþjóðar og Færeyja og Þorkel Helgason orkumálastjóra á Íslandi. Á föstudag verða pallborðsum- ræður undir yfirskriftinni Draumar og veruleiki í orkubúskap Íslendinga með þátttöku Andra Snæs Magna- sonar rithöfundar, Bjarna Bjarna- sonar hjá Landsvirkjun, Tómasar Más Sigurðssonar hjá Alcoa og Bjarna M. Gylfasonar frá Samtökum iðnaðarins. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.samorka.is. Þar eru einnig upplýsingar um skráningu og þátttökugjöld. Ráðstefna | Vegleg fyrirlestradagskrá á Orkuþingi 2006 dagana 12. og 13. október Fjölbreytt um- ræða um orkumál  Sigurður Ágústsson fædd- ist á Blönduósi 1949. Hann út- skrifaðist sem rafmagnstækni- fræðingur frá tækniskóla í Noregi 1973. Sigurður starfaði um tíma á Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar en frá 1976 til 2002 var hann rafveitustjóri Sauðár- króks. Hann er nú deildarstjóri raf- magnssviðs Samorku. Sigurður er kvæntur Önnu Rósu Skarphéðins- dóttur kennara og eiga þau þrjú uppkomin börn. AUGLÝSINGASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.