Morgunblaðið - 09.10.2006, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 09.10.2006, Qupperneq 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 282. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA 10–15 m/s og rigning norð- vestan til, annars suðaustanátt og skýjað með köflum NA- lands. » 8 Heitast Kaldast 11°C 3°C YOKO Ono mun í dag staðfesta áform sín um friðarsúluna í Viðey, IMAGINE PEACE TO- WER, sem reist verður í minningu bítilsins John Lennon. Friðarsúlan verður í raun frið- arljós, en sterkt ljós mun lýsa upp úr botni súl- unnar, 20–30 metra upp í loft. Mun það fara eftir veðurskilyrðum hversu vel ljósið sést hverju sinni. „Ljós er það sem heimurinn þarfnast. Við búum öll í skugga ótta og ringulreiðar í hinum mengaða heimi. Þetta ljós á Íslandi verður aldrei slökkt, það er eilífðargeislinn sem við sendum út til heimsins og geimsins til að gefa von og sannfæringu um að draumar okkar geti ræst,“ sagði Ono á blaðamannafundi í gær. Afmælisdagur Lennons er í dag og mun Ono jafnframt afhenda styrki úr LennonOno frið- arsjóðnum við hátíðlega athöfn í Höfða. | 34 Friðarsúlan verður friðarljós Friðarljós Friðarsúlan er ljós sem ætlað er að lýsa 20–30 metra upp í loft. FYRSTA þyrlan sem Land- helgisgæslan tekur á leigu til að fylla upp í það skarð sem þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins skilur eftir sig kom hingað til lands á laugardag en Georg Kr. Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, segir að erfitt hafi verið að fá öfl- uga björgunarþyrlu með svo skömmum fyrirvara. Georg segir að yf- irleitt þurfi upp undir tveggja ára fyrirvara til þess að leigja björgunarþyrlur og því hafi þurft að leita víða. Vélin sem nú hefur verið fengin er af svipaðri tegund og stærri þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, en Georg seg- ir að erfitt sé að finna þyrlu sem jafnist á við hana þar sem hún sé sérsmíðuð sem björg- unarþyrla. Flugdrægni nýju vélarinnar er 240 sjómílur og er þá miðað við að hún geti verið í 30 mínútur við störf í þeirri fjarlægð. | 4 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar berst liðsauki Georg Lárusson Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is TVEIR ungir menn um tvítugt mættu til lögregl- unnar í Reykjavík í gær og skiluðu fána rússneska sendiráðsins sem þeir höfðu stolið aðfaranótt laug- ardags. Hafa þeir beðið sendiráðið afsökunar á þjófnaðinum en bæði rússneski sendiherrann og íslensk yfirvöld líta atvikið alvarlegum augum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík voru mennirnir tveir skömmustulegir þegar þeir mættu með fánann en þeir gáfu þá skýringu á verknaðinum að um hefði verið að ræða fíflaskap vegna ölvunar. Myndavélar sendiráðsins höfðu náð verknaðinum á mynd og því þótti ljóst að einungis tímaspursmál væri hvenær mennirnir næðust. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að rússneski sendi- herrann hafi tilkynnt um þjófnaðinn strax á laug- ardagsmorgni og að Rússar litu málið alvarlegum augum. „Ég hafði þá samband við lögreglustjór- ann í Reykjavík og var fullvissaður um að rann- sókn væri í fullum gangi,“ sagði Grétar, sem ætlar að eiga fund með rússneska sendiherranum í dag. Refsivert að smána erlendan fána Grétar segir að lögreglan hafi lagt mikla áherslu á að hafa uppi á mönnunum, enda sé um alvarlegt mál að ræða. Íslensk stjórnvöld ábyrgist friðhelgi erlendra sendiráða hér á landi og hefur alþjóðasamningur um stjórnmálasambönd laga- gildi á Íslandi. „Svona mál geta því haft miklar af- leiðingar ef ríki telur að sendiráði þess sé ekki veitt vernd og ekki sé verið að upplýsa mál,“ segir Grétar. Hann segir hins vegar að samskiptin við rússneska sendiráðið hafi verið góð. „Í alvarleg- ustu mynd getur þetta haft áhrif á samskipti ríkja en þetta atvik eitt og sér er ekki til þess fallið.“ Í 1. mgr. 95. gr. almennra hegningarlaga kemur fram að hver sem opinberlega smáni erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Sé brotið alvarlegt geti það varðað fangelsi allt að 6 árum. Grétar Már segir þó, að búast megi við að tekið verði tillit til þess að mennirnir hafi hjálpað til við að upplýsa það og beðist afsökunar. Árið 2002 voru þrír ungir karlmenn dæmdir fyr- ir brot á 1. mgr. 95. gr. hegningarlaga en þeir hentu bensínsprengju í bandaríska sendiráðið. Þurftu þeir að greiða frá 150 til 250 þús. kr. í sekt. Báðust afsökunar á fánastuldi Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu á fund rússneska sendiherrans í dag Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÞUNGI er tekinn að færast í kosningabaráttu Íslands, Austur- ríkis og Tyrklands vegna tveggja sæta í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna starfsárin 2009–2010, en tvö ár eru nú þar til kosningarnar fara fram. Meiri bjartsýni ríkir um framboð Íslands en e.t.v. varð vart áður en þó ber að taka fram að bæði Tyrkir og Austurríkis- menn segjast jafnframt öruggir um að ná settu marki. Segja má að kosningabaráttan hafi hafist fyrir alvöru í ráðherra- viku á allsherjarþingi SÞ fyrir skömmu en þá hitti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hátt í þrjátíu starfsfélaga frá öðr- um ríkjum í hliðarherbergjum allsherjarþingsins. Mest fer fyrir Tyrkjum í kosn- ingabaráttunni en þeir hafa, eins og Íslendingar, opnað síðu á Net- inu til kynningar framboðinu og prentað sérstakan kynningar- bækling. Austurríkismenn eru hins vegar „ósýnilegir“, eins og það var orðað við Morgunblaðið. Kosningastjóri tyrkneska framboðsins fullyrti nýverið að 120 ríki væru búin að heita Tyrk- landi stuðningi, en til að ná kjöri þarf ríki líklega 128 atkvæði í at- kvæðagreiðslu í allsherjarþinginu. Austurrískir og íslenskir embætt- ismenn draga þessar tölur hins vegar í efa. Geir H. Haarde, þáver- andi utanríkisráðherra, upplýsti í vor að um 60 ríki væru búin að heita Íslandi stuðningi en þeim mun hafa fjölgað talsvert síðan. Ísland hefur aldrei sent fulltrúa á fundiSamtaka óháðra ríkja (non- aligned movement) en á þessu varð breyting í september. Þá sóttu Sigríður Snævarr og Ólafur Egils- son NAM-fundinn á Kúbu, í því skyni að reyna að afla framboði Ís- lands til öryggisráðsins stuðnings. Töluvert meiri bjartsýni ríkir um framboð Íslands Í HNOTSKURN »Kosningar vegna setu íöryggisráði Sameinuðu þjóðanna starfsárin 2009– 2010 fara fram haustið 2008. Ísland er í framboði ásamt Austurríki og Tyrklandi. »192 ríki eiga aðild aðSameinuðu þjóðunum og öll munu hafa atkvæðisrétt hafi þau greitt gjöld sín til SÞ. Tvo þriðju atkvæða þarf til að ná kjöri, þ.e. 128 ef öll aðildarríki taka þátt í at- kvæðagreiðslunni. Tyrkir segjast hafa stuðning 120 ríkja vegna kosninga til öryggisráðs SÞ  Þungi | miðopna EINLEIKHÚSIÐ frumsýndi í gær stórsýn- inguna Þjóðarsálina í Reiðhöll Gusts í Kópa- vogi. Orðið stórsýning er víst vel við hæfi því auk atvinnuleikara koma fram kraftajötnar, fimleikafólk, kvennakór og hestar. Á myndinni má sjá Árna Pétur Guðjónsson ásamt broti af þeim fjölda fólks sem tekur þátt í sýningunni. Morgunblaðið/Golli Þjóðarsálin sett á svið ÍBÚÐARHÚS á bænum á Búlandi í Arnarneshreppi við Eyjafjörð skemmdist mikið í eldsvoða í gær- morgun. Hjón á miðjum aldri voru sofandi en urðu vör við eldinn eftir að reykskynjari fór að væla. Tókst fólkinu að komast út úr húsinu og kalla á hjálp. Slökkvilið, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru þegar á staðinn. Hjónin voru flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri en þau höfðu fengið væga reykeitrun. Húsið sem brann er tvílyft steinhús og komið nokkuð til ára sinna. Það er klætt timbri að innan og brann nokkur hluti þess. Skemmdir vegna reyks og hita eru töluverðar. Lögregla rannsakar eldsupptök. | 6 Reykskynj- ari bjargaði ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.