Morgunblaðið - 22.10.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2006 B 13
Verlferðarsvið
Droplaugarstaðir hjúkrunarheimili
Aðstoðarmaður iðjuþjálfa
Aðstoðarmaður iðjuþjálfa óskast til starfa frá og með 1.
desember 2006, í hlutastarf. Þekking og áhugi á sviði
iðjuþjálfunar og tómstundaiðju æskileg, einnig reynsla af
starfi með öldruðum. Tölvukunnátta nauðsynleg.
Á Droplaugarstöðum er í gangi mikil uppbygging og
mótun iðjuþjálfunar, bæði faglega og í tengslum við
stækkun heimilisins.
Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við
viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Ester Halldórsdóttir, yfiriðjuþjálfi.
Netfang: ester.halldorsdottir@reykjvik.is eða í síma
414 9509.
Ingibjörg Þórisdóttir deildarstjóri starfsmanna og
gæðamála.
Netfang: ingiborg.halla.thorisdottir@reykjavik.is eða í
síma 414 9503.
Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á heimasíðu
Droplaugarstaða www.droplaugarstadir.is. Einnig fæst
eyðublað á skrifstofu á 1. hæð á Droplaugarstöðum og
ber að skila því þangað.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni.
Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf.
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og
starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Iðjuþjálfi óskast til starfa sem fyrst í hlutastarf.
Iðjuþjálfar á öldrunarsviði vinna fyrst og fremst að
viðhaldi og aðlögun á getu og færni einstaklinga. Ýmist
á einstaklingsgrundvelli eða í hópastarfi. Íbúar Drop-
laugarstaða eru 82. Starfið krefst sjálfstæðra vinnu-
bragða, frumkvæðis og góðra samstarfshæfileika.
Á Droplaugarstöðum er í gangi mikil uppbygging og
mótun iðjuþjálfunar, bæði faglega og í tengslum við
stækkun heimilisins.
Starfskjör samkvæmt kjarasamningi Iðjuþjálfafélags
Íslands og Reykjavíkurborgar.
Störf í apóteki
Lyfjaval í Mjódd óskar eftir að ráða lyfjatækni
eða afgreiðslufólk með reynslu af apóteksstörf-
um.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar-
mál. Umsóknarfrestur er til 27. október. Senda
skal umsóknir í pósti á Lyfjaval, Þönglabakka
6, 109 Reykjavík. Einnig má senda umsóknir
á póstfangið lyfjaval@lyfjaval.is.
Uppl. í síma 894 5252, Þorvaldur.
Lyfjaval er ört vaxandi apótek sem leggur mikið upp úr persónulegri
þjónustu og samkeppnishæfu verði. Lyfjaval er apótekið þar sem
viðskiptavinir fá góða og trausta þjónustu. Lyfjaval veitir faglega
og persónulega ráðgjöf með besta og hæfasta starfsfólkinu sem
völ er á. Lyfjaval tryggir starfsfólki sínu fjölskylduvæna starfsmanna-
stefnu og notalegt starfsumhverfi.
Hjúkrunarfræðingar
– Ljósmæður
Lausar eru til umsóknar stöður hjúkrunarfræð-
inga og ljósmæðra við Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri. Um er að ræða 100% stöður, einnig
er möguleiki á hlutavinnu.
Hæfniskröfur eru próf frá viðurkenndri stofnun
hjúkrunar- og ljósmæðramenntunar. Starfs-
reynsla er æskileg. Lögð er áhersla á frum-
kvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í
samskiptum og samvinnu.
Næsti yfirmaður er hjúkrunardeildarstjóri.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga, Ljósmæðrafélags
Íslands og fjármálaráðherra. Stöðurnar eru
lausar nú þegar.
Nánari upplýsingar gefur Þóra Ákadóttir,
starfsmannastjóri hjúkrunar, í síma 463 0273
og eða netfang: thora@fsa.is. Umsóknarfrestur
er til 6. nóvember nk.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
fyrri störf skulu sendar til Þóru Ákadóttur,
starfsmannastjóra hjúkrunar, í síma 463 0273
og eða netfang: thora@fsa.is. Öllum umsókn-
um verður svarað.
Kirkjuorganisti
Sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju auglýsir hér
með laust til umsóknar starf kirkjuorganista. Við-
komandi þarf að geta hafið störf 1. janúar nk.
Verksvið organista skal vera sem hér segir:
1. Að leiða söng safnaðarins í helgihaldinu.
2. Leika á hljóðfæri við guðsþjónustur og aðrar
athafnir.
3. Sjá um forsöng, hljóðfæraleik og kórstjórn
við kirkjulegar athafnir.
4. Sjá um þjálfum kirkjukórs og annarra kóra
við kirkjuna í samráði við sóknarprest og
sóknarnefnd.
5. Veita leiðsögn og fræðslu, til dæmis ferm-
ingarbörnum, um tónlist í helgihaldi í sam-
ráði við sóknarprest.
6. Taka þátt í samstarfi organista og kirkjukóra
innan prófastsdæmisins.
7. Gera starfsáætlun fyrir hvert starfsár.
8. Taka þátt í gerð starfs- og rekstraráætlunar
sóknar og sóknarprests.
9. Önnur verkefni á sviði tónlistar sem áskilið
er af sóknarnefnd.
Ráðningarkjör taka mið af kjarasamningi FÍO.
Umsóknir, þar sem óskað er nafnleyndar, skulu
ekki teknar gildar sbr. starfsreglur um organista
nr. 823/1999. Í umsókn sinni skal umsækjandi
gera grein fyrir menntun og fyrri störfum.
Umsóknarfrestur er 4 vikur og skal skriflegum
umsóknum skilað til sóknarnefndar Hafnar-
fjarðarkirkju, v/Strandgötu, pósthólf 395,
220 Hafnarfjörður, eigi síðar en 27. nóvember
2006.