Morgunblaðið - 22.10.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2006 B 15 Gullklúbbur Grand Hótels Reykjavíkur Sölumenn Vegna árlegs markaðsátaks óskum við eftir sölumönnum til starfa í nóvember. Um er að ræða spennandi sölu- og kynningarstörf. Upplýsingar gefur Salvör, umsjónarmaður Gullklúbbsins, á staðnum 23.—25. október frá kl. 9-14. Grand Hótel Reykjavík er fjögurra stjörnu ráð- stefnuhótel með 6 sali, 108 herbergi og veit- ingastaðinn Brasserí Grand. www.grand.is Ert þú að leita að nýjum, ferskum starfsframa? Ert þú 18-26 ára? Metnaðargjörn og áköf með alvöru fjárhagsleg framtíðarplön? Okkur vantar 12 manneskjur núna!! Til þjálfun- ar í einstakt sölustarf í nýju íslensku fyrirtæki. Hlunnindi m.a.: Góð grunnlaun. Laun eftir að takmarki er náð geta orðið 340.000.- kr. á mán. Bíll og aðrir bónusar, t.d. stöðuhækkun upp í sölustjóra. Vinsamlegast sendið inn náms- og starfsferil. Mynd verður að fylgja. Umsækjendur sendi umsóknir til augl.deildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „F-19188“. Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða í eftirtalin störf: Söluráðgjafi Starfssvið:  Sala og samningagerð  Viðhald og öflun viðskiptatengsla  Kynning á vörum fyrirtækisins  Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur:  Þekking og reynsla á sviði byggingar- iðnaðarins er nauðsynleg  Iðnmenntun æskileg  Enskukunnátta  Tölvufærni  Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð  Færni í mannlegum samskiptum  Metnaður til að ná árangri Í boði eru:  Samkeppnishæf laun  Góður starfsandi  Góð vinnuaðstaða  Traustur vinnuveitandi Lagerstarfsmaður Starfssvið:  Móttaka á vörum frá birgjum og við- skiptavinum  Tiltekt á pöntunum viðskiptavina  Afgreiðsla og önnur tilfallandi lagerstörf Hæfniskröfur:  Þjónustulipurð, samskiptahæfni og stundvísi  Reynsla af lagerstörfum er kostur sem og þekking á byggingavörum  Bílpróf er skilyrði  Lyftararéttindi eru æskileg Í boði eru:  Samkeppnishæf laun  Góður starfsandi  Góð vinnuaðstaða  Traustur vinnuveitandi Vinnutími er frá kl. 8:00-17:00 alla virka daga. Um framtíðarstörf er að ræða. Umsóknarfrestur er til 30. október 2006. Formaco ehf. var stofnað í október 1997 með það að markmiði að þjónusta byggingariðnaðinn með gæðavöru á hagkvæmu verði. Á árinu 2004 keypti Formaco allan rekstur fyrirtækjanna Idex ehf. Reykjavík og Idex A/S Danmörku, með það að markmiði að auka vöruúrval og veita viðskiptavinum enn betri þjónustu. Idex hefur boðið upp á breitt úrval byggingavara og sérhæft sig í sölu á gluggum og hurðum. Í mars 2004 flutti Formaco í nýtt og glæsilegt húsnæði við Fossaleyni 8 í Reykjavík. Umsóknir fást á skrifstofu Formaco ehf. og á heimasíðu www.formaco.is. Einnig er hægt að senda umsóknir og ferilskrár á hanna@formaco.is. Suðurgata 12 • 400 Ísaf jörður Verkefnastjóri Háskólasetur Vestfjarða leitar að skipulögðum verkefnastjóra í hálft starf (50%). Starfið er tímabundið til 30. september 2007. Miðað er við að verkefnastjórinn hefji störf í síðasta lagi 1. janúar 2007. Verkefnastjórinn hefur umsjón með fjölda verkefna á vegum Háskólasetursins, þar á meðal eru vaxtarsamningsverkefni og sumarháskólar. Viðkomandi mun vinna í litlum starfshópi og þarf að geta unnið sjálfstætt. Starfssvið Umsjón með vaxtarsamningsverkefnum Skipulagning sumarháskóla í samstarfi við aðra starfsmenn Háskólaseturs Menntunar- og hæfniskröfur Menntun sem nýtist í starfi Háskólamenntun æskileg Reynsla af verkefnastjórnun æskileg Hæfni í mannlegum samskiptum Háskólasetur Vestfjarða er ung stofnun á háskólastigi. Hún hefur það að markmiði að veita fjarnemum á Vestfjörðum fyrirtaks þjónustu, hasla sér völl sem rannsóknarstofnun og bjóða í framtíðinni upp á eigin kennslu. Háskólasetur Vestfjarða er staðsett á Ísafirði. Upplýsingar um starfið veitir Peter Weiss, forstöðumaður í síma 450 3045. Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2006.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.