Morgunblaðið - 29.10.2006, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Starfsfólk óskast
til starfa við nýja Íþróttamiðstöð
Ármanns og Þróttar í Laugardal
Bað- og gangaverðir
Starfið felst m.a. í bað- og gangavörslu auk
ræstingar. Annars vegar er um að ræða fullt
starf og hins vegar hlutastarf (50%) eftir há-
degi.
Helgarstarfsmenn
Starfið felst í vinnu um helgar við húsvörslu
og tengd störf í íþróttamiðstöð.
Umsjónarmaður mannvirkja og valla
Starfið felst í margvíslegum viðhaldsverkefn-
um húsnæðis og valla auk umsjónar með vall-
arsvæði og knattspyrnuvöllum. Óskað er eftir
starfmanni með iðnmenntun eða sambærilega
menntun eða reynslu.
Mikilvægir þættir í fari starfsmanna eru m.a.
góðir samskiptahæfileikar við börn og ung-
linga auk annarra almennra mannkosta.
Umsóknarfrestur er til mánudagsins
6. nóvember nk.
Glímufélagið Ármann og Knattspyrnufélagið Þróttur eru staðsett
í hjarta íþróttanna í Laugardalnum. Félögin eru í miklum vexti og
standa þau fyrir metnaðarfullu starfi á sviði íþrótta- og æskulýðsmála
auk öflugs forvarnastarfs. Mikil endurskipulagning og breytingar
eiga sér nú stað hjá félögunum. Ármann og Þróttur standa sameigin-
lega að sérstöku „Rekstrarfélagi“ um íþróttamiðstöð í Laugardalnum
á Engjavegi 7, Reykjavík. Um er að ræða samrekstur félaganna með
sameiginlegu starfsmannahaldi.
Umsóknum skal skilað á tölvupóstfangið
gvo@trottur.is. Nánari upplýsingar fást hjá
framkvæmdastjóra í síma 896 2988.
Vímuefnaráðgjafi
Vímuefnaráðgjafi óskast í 100% stöðu í Hlað-
gerðarkot. Þekking á sviði vímuefnavandamála
nauðsynleg. Umsóknir berist fyrir 13. nóv. nk.
til Heiðars Guðnasonar, forstöðumanns,
Samhjálp, Stangarhyl 3A, 110 R., eða um
netfangið heidar@samhjalp.is. Uppl. veitir
Guðrún M. Einarsdóttir, dagskrárstjóri, í sími
566 6148, netfang gudrun@samhjalp.is. Sjá
nánari upplýsingar og umsóknareyðublað á
www.samhjalp.is.
Laus staða við
Grunnskóla
Bolungarvíkur
Vegna skipulagsbreytinga á skólastarfinu vant-
ar nú umsjónarkennara fyrir 5. bekk skólans.
Um er að ræða 100% stöðu. Staðan er laus nú
þegar. Í 5. bekk eru nú 13 nemendur sem er
frábær bekkjarstærð. Grunnskóli Bolungarvíkur
er tæplega 140 nemenda skóli í 1.-10. bekk.
Starfsfólk og kennarar telja. Í Grunnskóla Bol-
ungarvíkur eru 140 nemendur í 10 bekkjardeild-
um. Samkennt er í 1. og 2. bekk og fram til
þessa hefur verið samkennt í 4. og 5. bekk.
Starfsmannahópurinn telur 27 manns. Þessa
dagana er unnið að starfsmannastefnu Bolung-
arvíkurkaupstaðar og verður starfsmanna-
stefna skólans unnin samkvæmt henni í sam-
vinnu við starfsfólkið.
Aðstaða í skólanum er öll hin ákjósanlegasta.
Lögð er áhersla á góðan starfsanda og jákvætt
andrúmsloft. Heimasíða skólans er:
www.bolungarvik.is/skoli
Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ.
Allar upplýsingar veitir skólastjórinn Soffía
Vagnsdóttir í síma 861 7087. Þá má einnig
senda fyrirspurnir á tölvupóstfangið
sossa@bolungarvik.is
Bolungarvík er fjölskylduvænn staður sem gott
er að búa á.
Skúlason Sím aver ehf - Sím i575 1500 - skulason@ skulason.is
Dekkjaverkstæði
Óskum eftir að ráða fólk til starfa hjá okkur á
dekkjaverkstæðið í törn og helst lengur. Fyrir-
tækið rekur dekkjaverkstæði ásamt því að vera
með samsetningar á fólksbílakerrum, fjórhjól-
um, vespum og margt fleira.
Áhugasamir hafi samband í síma 892 0902.
Sérfræðingur á framkvæmda- og eftirlitssviði
Umhverfisstofnun óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa
Umhverfisstofnun óskar eftir að ráða sérfræðing á framkvæmda- og eftirlitssvið stofnunarinnar.
Starfið felst m.a. í eftirfarandi verkefnum:
Umsjón og skipulagning á vöktun loftgæða.
Úrvinnsla mæligagna og skýrslugerð.
Skil á gögnum vegna alþjóðlegra skuldbindinga.
Önnur verkefni sem varða vöktun og gögn um umhverfismál.
Hluti starfsins snýr að fræðslumálum og samskiptum við fyrirtæki og innlendar og erlendar
stofnanir einkum á Norðurlöndunum og á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og krefst færni
í að tjá sig í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Framhaldsmenntun á sviði raunvísinda eða verkfræði.
- Starfsreynsla á sviði umhverfismála og reynsla af notkun gagnagrunna og greiningu
tímaraða og annarra gagna með hjálp reikniforrita æskileg.
- Góð enskukunnátta er skilyrði.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
- Skilyrði að viðkomandi sé töluglöggur.
- Færni í a.m.k. einu Norðurlandamáli er æskileg.
- Samstarfshæfni og færni í framkomu.
- Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi.
- Nákvæmni og skipulagshæfileikar.
- Þarf að geta unnið undir álagi.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Æskilegt er að umsækjandi
geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til Umhverfisstofnunar
fyrir 13. nóvember 2006.
Nánari upplýsingar veita Helgi Jensson, forstöðumaður framkvæmda- og eftirlitssviðs og
Stefán Einarsson fagstjóri í síma 591 2000 eða netföngum; helgij@ust.is, stefane@ust.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar
í störf við Umhverfisstofnun er tekið mið af jafnræðisstefnu stofnunarinnar.
Umhverfisstofnun,
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík,
Sími 591 2000.
Umhverfisstofnun heyrir undir umhverfisráðuneytið og starfar skv. lögum nr. 90/2002. Stofnunin hefur m.a. það hlutverk að framfylgja
lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, eiturefni og hættuleg efni, matvæli, mengun sjávar, náttúruvernd og veiðistjórnun. Starfsmenn
eru 85 og starfa á 7 sviðum í dreifbýli og í þéttbýli.