Morgunblaðið - 29.10.2006, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2006 B 13
Ferðaskrifstofan Íshestar ehf er framsækið fyrirtæki í
ferðaþjónustu sem hefur starfað í 25 ár. Höfuðstöðvar eru í
Hafnarfirði og áhersla er lögð á hestatengda afþreyingu og
umhverfistengda ferðaþjónustu.
Ferðaskrifstofustarf
Íshestar auglýsa lausa til umsóknar fulla
stöðu á skrifstofu fyrirtækisins. Starfið felur
í sér skipulag, sölu og úrvinnslu ferða sem
og almenna þjónustu við viðskiptavini.
Hæfniskröfur
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er
nauðsynleg, bæði í töluðu og rituðu máli,
eitt Norðurlandamál er æskilegt og ekki
myndi frönskukunnátta skemma. Aðrir mikil-
vægir þættir eru: Góð tölvukunnátta, sjálf-
stæð vinnubrögð, frumkvæði og vandvirkni
í starfi, stjórnunarhæfileikar og góð sam-
skiptahæfni.
Íshestar eru að leita að starfskrafti í framtíð-
arstarf sem hefur reynslu úr ferðaþjónustu
eða menntun á sviði greinarinnar. Umsækj-
endur þurfa að geta hafið störf 1. febrúar
eða fyrr eftir samkomulagi.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendast eigi síðar
en 10. nóvember nk. á gitta@ishestar.is eða
Sörlaskeið 26, 220 Hafnarfjörður, b.t. Gitta
Krichbaum.
Velferðarsvið
Fjármálastjóri á nýju leikskólasviði
Reykjavíkurborgar
Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvember n.k. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám
og störf og sendist til Menntasviðs, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík.
Laun eru skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélag
Laus er staða fjármálastjóra á nýju
Leikskólasviði hjá Reykjavíkurborg.
Starfssvið fjármáladeildar er m.a. að annast fjárhags- og
rekstraráætlanir, fjármálalega ráðgjöf til leikskólastjóra og
fjárhagseftirlit, innheimtu, úttektir, samningagerð og uppgjör.
Leikskólasvið þjónustar um 80 leikskóla auk skrifstofu sviðsins.
Starfssvið fjármálastjóra (eða helstu verkefni):
· Ábyrgð á daglegri stýringu deildarinnar
· Fjárhags- og rekstraráætlanagerð
· Fjármálaleg ráðgjöf til leikskólastjórnenda
· Fjárhagseftirlit
· Umsjón með innheimtumálum
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Viðskiptafræði á háskólastigi eða sambærilegt nám
· Framhaldsmenntun er kostur
· Reynsla af fjármálaumsýslu nauðsynleg
· Stjórnunarhæfni
· Lipurð í samskiptum og færni til að starfa í hópi
Leikskólasvið annast starfsemi og rekstur leikskóla. Í því felst
þróun leikskólastarfs, undirbúningur stefnumörkunar, mat og
eftirlit með skólastarfi og upplýsingamiðlun fyrir leikskólaráð og
starfshópa á vegum ráðsins.
Upplýsingar um starfið veita Ingunn Gísladóttir starfsmannastjóri,
ingunn.gisladottir@reykjavik.is og Ragnhildur Erla Bjarnadóttir,
sviðsstjóri Leikskólasviðs, ragnhildur.erla.bjarnadottir@reykjavik.is,
í síma 411-7000.
Félagsráðgjafi
- Afleysing
Sveitarfélagið Álftanes óskar eftir að ráða félags-
ráðgjafa, eða einstakling með sambærilega
menntun, til afleysinga vegna fæðingarorlofs.
Ráðið verður í starfið frá og með 1. desember
2006 til 1. október 2007.
Um 50% starf er að ræða.
Starfið felst m.a. í almennri félagslegri ráðgjöf,
fjárhagsaðstoð og barnavernd.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi viðkomandi
stéttarfélags við Launanefnd sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2006.
Nánari upplýsingar veita Ásta K. Benediktsdótt-
ir félagsmálastjóri og Soffía Ólafsdóttir félags-
ráðgjafi í síma 550 2300 eða með tölvupósti
á netföngin: asta@alftanes.is og
soffia@alftanes.is.
Í Heiðarbrún
Hveragerði
Vinsamlegast hafið
samband í síma
893 4694 eftir
klukkan 14.00.
Ljósmæður óskast á nýja göngudeild
Fyrirhugaður er flutningur sérhæfðrar meðgönguverndar frá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til LSH í nóvember 2006.
Sérhæfð meðgönguvernd felur í sér þjónustu við barnshafandi
konur sem þurfa sérfræðieftirlit lækna, ljósmæðra og eftir atvik-
um annarra sérfræðinga.
Óskað er eftir ljósmæðrum sem fyrst til starfa á nýrri göngudeild
á kvennasviði sem hefur starfsemi kringum 20. nóvember nk.
Vinnufyrirkomulag verður teymisvinna með þarfir barnshafandi
kvenna og fjölskyldna þeirra í fyrirrúmi. Starfið felst í sérhæfðri
ljósmæðraþjónustu við barnshafandi konur, í nánu samstarfi við
fæðingarlækna og aðra sérfræðinga sem koma að þjónustunni
t.d. vegna háþrýstings, sykursýki eða annarra vandamála.
Mikilvægt er að umsækjendur hafi frumkvæði og áhuga á að
vinna að þróun þjónustu á nýrri deild. Æskilegt er að viðkom-
andi hafi reynslu af sérhæfðri meðgönguvernd.
Umsóknir berist fyrir 13. nóv. 2006 til Margrétar I. Hallgríms-
son, yfirljósmóður og sviðsstjóra kvennasviði og veitir hún upp-
lýsingar í síma 824 5223, netfang margriha@landspitali.is.
Hjúkrunardeildarstjóri
óskast í sjúkrahústengda heimaþjónustu LSH, lyflækningasviði
II. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. janúar 2007.
Sjúkrahústengd heimaþjónusta, sem er staðsett á C-8 í Foss-
vogi, er hjúkrunarþjónusta sem veitt er í samstarfi við lækna
viðkomandi sjúklinga. Markmið þjónustunnar er að stytta legu-
tíma á spítalanum, fækka endurkomum og gera sjúklingum
kleift að vera heima þrátt fyrir sérhæfða meðferð.
Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni og
stjórnar daglegum rekstri hennar. Hann ber ábyrgð á uppbygg-
ingu og þróun hjúkrunar, starfsmannahaldi, rekstri og áætlana-
gerð. Hann skal stuðla að þekkingarþróun í hjúkrun, m.a. með
því að hvetja til rannsókna og nýta rannsóknarniðurstöður.
Umsækjendur hafi a.m.k. fimm ára starfsreynslu í hjúkrun.
Reynsla í starfsmannastjórnun æskileg.
Leitað er eftir framsæknum og dugmiklum leiðtoga.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá. Jafnframt
skal leggja fram afrit af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi. Einnig
afrit af ritgerðum, þróunarverkefnum og vísindastörfum sem
umsækjandi hefur unnið, tekið þátt í að vinna eða birt.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, um-
sögn stöðunefndar hjúkrunarráðs LSH og viðtölum við umsækj-
endur.
Umsóknir berist fyrir 13. nóv. nk. til Kristínar Sophusdóttur,
sviðsstjóra hjúkrunar, skrifstofu hjúkrunar, Fossvogi og veitir
hún upplýsingar í síma 543 6472, netfang
kristsop@landspitali.is.
Umsækjendum er bent á leiðbeiningar stöðunefndar hjúkrunarráðs LSH
á vef spítalans varðandi frágang umsókna um stjórnunarstöður í hjúkrun.
Hjúkrunarfræðingar
óskast á eftirfarandi deildir innan lyflækningasviðs II.
Starfshlutfall samkomulag, vaktavinna.
Líknardeild í Kópavogi. Deildin er 8 rúma og er starfsemin
byggð á hugmyndafræði líknarmeðferðar. Upplýsingar veitir
Dóra Halldórsdóttir, deildarstjóri, sími 543 6604, netfang dora-
hal@landspitali.is.
Krabbameinslækningadeild 11E. Deildin er 12 rúma og er fyr-
ir sjúklinga með krabbamein sem fá lyfja- og geislameðferð,
ásamt stuðnings- og einkennameðferð. Upplýsingar veitir
Steinunn Ingvarsdóttir deildarstjóri í síma 543 6210, netfang
steining@landspitali.is.
Blóðlækningadeild 11G. Deildin er 14 rúma og felst starfið í
hjúkrun sjúklinga með blóðsjúkdóma, lyfja-, stuðnings- og ein-
kennameðferð. Upplýsingar veitir Ingibjörg Fjölnisdóttir deildar-
stjóri í síma 543 6220, netfang ingibfj@landspitali.is.
Á deildunum er lögð áhersla á fjölskylduhjúkrun og teymis-
vinnu. Fjölbreytt og krefjandi störf. Í boði er fræðsla og góð
starfsaðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum.
Umsóknir skulu berast fyrir 13. nóv. nk. til viðkomandi deildar-
stjóra og veita þeir upplýsingar ásamt Kristínu A. Sophusdóttur,
sviðsstjóra hjúkrunar, í síma 543 6472, netfang kristsop@land-
spitali.is.
Hjúkrunarfræðingar
Endurhæfingardeild R2 Grensási leitar eftir metnaðarfullum
hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga á að starfa með samhent-
um hópi fagfólks að uppbyggingu og þróun hjúkrunar á sviði
endurhæfingar. Starfið felur í sér að veita einstaklingshæfða
hjúkrun, ráðgjöf og stuðning til þeirra einstaklinga og aðstand-
enda sem til endurhæfingar leita. Deildin sérhæfir sig í endur-
hæfingu sjúklinga með fjöláverka m.a. aflimanir, heila- og
mænuskaða. Í boði er einstaklingshæfð aðlögun og skipulögð
fræðsla. Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Einnig vantar hjúkrunarfræðing á fastar næturvaktir.
Umsóknir berist fyrir 13. nóv. nk. til Þórveigu Huldu Bergvins-
dóttur, deildarstjóra R2 Grensási, og veitir hún upplýsingar í
símum 543 9119, 893 6248, netfang huldberg@landspitali.is.
Yfirfélagsráðgjafi
Laust er til umsóknar 100% starf yfirfélagsráðgjafa sem hefur
faglega ábyrgð á félagsráðgjafarþjónustu við öldrunarsvið LSH,
Landakoti. Yfirfélagsráðgjafi starfar undir stjórn forstöðufélags-
ráðgjafa og í nánu samstarfi við sviðsstjóra lækninga á öldrun-
arsviði. Yfirfélagsráðgjafi er yfirmaður annarra félagsráðgjafa er
starfa á Landakoti. Hann fylgir eftir ákvörðunum yfirstjórnar LSH
í málum er lúta m.a. að rekstri, starfsmannastefnu og þjónustu
og sinnir jafnframt almennum störfum félagsráðgjafa ásamt
samstarfi við aðra heilbrigðisstarfsmenn. Yfirfélagsráðgjafi þróar
einnig tengsl við fulltrúa annarra stofnana sem bjóða upp á
vistunarúrræði fyrir aldraða og þá aðila sem bjóða öldruðum
upp á félagslega þjónustu. Á Landakoti er í boði öflug símennt-
un í öldrunarfræðum. Ráðið verður í starfið frá 1. febrúar 2007.
Krafist er háskólaprófs í félagsráðgjöf með starfsleyfi frá Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyti ásamt starfsreynslu úr heil-
brigðis- og/eða félagsþjónustu. Viðkomandi þarf að búa yfir
hæfileikum til sjálfstæðra vinnubragða, leikni í samskiptum og
reynslu af stjórnun. Framhaldsmenntun í félagsráðgjöf og sér-
þekking á málaflokkunum er eftirsóknarverð. Valið verður úr
hópi umsækjenda á grundvelli viðtala og framlagðra gagna.
Umsóknir berist fyrir 13. nóv. 2006 til Vigdísar Jónsdóttur, for-
stöðufélagsráðgjafa, LSH við Hringbraut, og veitir hún upplýs-
ingar í síma 543 9513, netfang vigdisj@landspitali.is.
Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármála-
ráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut,
skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5 og á heimasíðu www.landspitali.is.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala -
háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Landspítali - háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður.