Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2007, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Patriciu Pires Boulhosa Í viðtölum undir fyrirsögn- inni „Legg ek hönd á helga bók“ í Lesbókinni 30. sept- ember síðastliðinn bregð- ast Sigurður Líndal og Helgi Þorláksson við kenn- ingu minni um Gamla sáttmála, sem rakin er í bókinni Gamli sáttmáli. Til- urð og tilgangur (Reykjavík 2006) og jafnframt í grein Más Jónssonar í Lesbókinni 9. september. Mig langar að svara þeim um fáein atriði í stuttu máli. Meginhugmynd mín er sú að textar sem nú kallast Gizurarsátt- máli og Gamli sáttmáli, sem litið hef- ur verið á sem sáttmála á milli Ís- lendinga og Noregskonungs árin 1262–1264 eða 1302, hafi í raun verið teknir saman og skrifaðir niður á 15. öld. Í bók minni rek ég fræðilega umræðu um þessa texta og greini sögulegt samhengi þeirra. Nið- urstaða mín er að í textunum birtist viðleitni íslenskra höfðingja á 15. öld til að útbúa skjal sem sagði sögu þess að Íslendingar gengust undir vald Noregskonungs eftir miðja 13. öld og kom að liði í samninga- viðræðum við konung og hans menn. Þessi viðleitni var svar við pólitísk- um og efnahagslegum þrýstingi, einkum vegna hraðra og mikilla breytinga á verslun á Íslandi og í Noregi. Textarnir eru aðeins í handritum frá 15. og 16. öld. Þrátt fyrir ungan aldur handrita hafa fræðimenn litið svo á að samkomulagið hafi varðveist óbrjálað allt frá miðri 13. öld. Það er hreint ótrúlegt að ekki skuli vera til eldri eintök af þessum textum, ekki síst þegar litið er til þess að mikið er til af lagalegum textum frá 13. öld í handritum frá síðari helmingi þeirr- ar aldar og 14. öld. Enn ótrúlegra verður þetta þegar hugað er að því hversu mikilvægur slíkur sáttmáli hlyti að hafa verið í samskiptum Ís- lendinga og konungs, sem á köflum voru stormasöm. Röksemdir mínar fyrir því að sáttmálarnir séu tilbún- ingur eru þó ekki fólgnar í því að frumrit þeirra séu ekki til, heldur kemur annað og meira til, eins og ég vonast til að hafa sýnt fram á í bók minni. Niðurstaða mín byggir á ná- kvæmri greiningu á öllum ákvæðum sáttmálanna í heild og ég spyr hvort til greina komi að þeir hafi verið skrifaðir á 13. eða 14. öld. Ekki dugir, eins og fyrri fræðimenn hafa gert, að byggja ályktanir á því hvort einstök ákvæði séu líkleg eða möguleg ein og sér. Sé sú hugmynd mín röng að sátt- málarnir hafi orðið til á 15. öld og það aftur rétt að þeir hafi verið skrifaðir árin 1262–1264 eða 1302 hljóta ákvæði þeirra að standast prófun sem heild. Í bókinni færi ég rök fyrir því að svo sé ekki, heldur er innra misræmi í textunum. Sum ákvæðin geta einfaldlega ekki verið skrifuð á 13. öld og önnur ekki á 14. öld. Lítum fyrst á ákvæðið um sýslu- menn og lögmenn. Þar segir að lög- menn og sýslumenn á Íslandi skuli vera íslenskir. Í flestum eintökum sáttmálanna er því aukið við að þess- ir menn skuli vera „af þeirra ætt sem að fornu hafa goðorðin upp gefið“. Orðalagið „að fornu“ er tímaskekkja jafnt árið 1302 sem 1262–1264, því ólíklegt er að svo snemma hafi menn farið að vísa til næstu kynslóðar á undan með slíku orðalagi. Þjóðerni lögmanna og sýslumanna eða ann- arra fulltrúa konungs er ekki nefnt í lögbókum eða réttarbótum. Annálar geta þess að norskir menn voru sýslumenn á Íslandi undir lok 13. aldar og í byrjun 14. aldar, nokkuð sem ekki fer saman við ákvæðið í sáttmálunum. Í bók minni ræði ég deilur Íslend- inga við Hannis Pálsson hirðstjóra um og eftir 1420 sem dæmi um hags- munaárekstur konungs og lands- manna. Deilan snerist um utanrík- isverslun Íslendinga og var að mínu mati hvatinn að því að sáttmálarnir voru teknir saman á 15. öld. Einnig bendi ég á að annar hirðstjóri, Arn- finnur Þorsteinsson, hafi haft hags- muni af siglingu enskra skipa til landsins, því hann gaf út veiðileyfi árið 1419. Rétt er að dæmi mín varða hvorki sýslumenn né lögmenn, en ég tel að líta megi á Hannis og Arnfinn sem fulltrúa allra embættismanna konungs. Þeir voru hluti af sama hópnum og höfðu sameiginlegra hagsmuna að gæta. Helgi Þorláksson segir að ég þurfi að „kafa dýpra í aðstæður“ á Íslandi árið 1302, en ég held ekki að það myndi breyta neinu. Athugun mín á tímaskekkju og ósamræmi í ákvæð- um sáttmálanna miðar við 13. og 14. öld. Það gengur ekki upp að segja sem svo að sum ákvæðin geti átt við um 13. og 14. öld en önnur hugs- anlega ekki. Það verður að meta sátt- málana sem heild. Sem dæmi má taka ákvæðið um að konungur tryggi frið og íslensk lög. Slíkt orðalag er vel hugsanlegt á 13. og 14. öld, enda eðlilegt að Íslendingur hafi viljað ráða eigin lögum eftir sem áður. Ým- is smáatriði valda því hins vegar að ákvæðið passar ekki í þessu sam- hengi. Nefnd er lögbók sem gerir að verkum að ákvæðið getur ekki verið frá árunum 1262–1264. Sé miðað við ártalið 1302 birtist annar vandi, því lögbækur konungs frá 1271 (Járn- síða) og 1281 (Jónsbók) geta lög- gjafar að engu. Meginröksemdir mínar lúta því að ósamræmi og tímaskekkjum í ein- stökum ákvæðum sáttmálanna og þar af leiðandi í sáttmálunum sem heild, en ég leitast jafnframt við að svara því hvers vegna þessir textar fara að sjást í handritum á 15. öld. Hvað veldur því að ekki eru til eldri eintök? Það að sáttmálarnir koma ekki fyrir í handritum frá 14. öld skiptir máli, því handrit frá þeim tíma eru það mörg að við getum ekki gert ráð fyrir glötun eða lélegri varð- veislu sem marktækri skýringu. Slík eyða í varðveislu sáttmálanna sam- ræmist ekki því sem við vitum um framleiðslu lögbóka á Íslandi. Hafi verið til skráðir sáttmálar á milli Noregskonungs og Íslendinga, sem gerðu ráð fyrir gagnkvæmum skyld- um og réttindum, er við því að búast að sáttmálarnir í heild, eða að minnsta kosti einstök ákvæði þeirra, hefðu verið færðir í letur á 14. öld. Sáttmálanna gætir heldur ekki í um 130 varðveittum frumbréfum frá 14. öld. Þetta þurfa andmælendur mínir að útskýra og ekki dugir að vísa til varðveislu Íslendingabókar í hand- ritum frá 17. öld, því um framleiðslu sagnarita giltu önnur lögmál en um framleiðslu lögbóka. Lögbækur gegndu opinberu hlutverki og eig- endur þeirra reyndu að komast yfir öll gögn sem nýttust við dóma og annað sem tengdist lögum. Þess vegna er svo skrýtið að sáttmálar sem skilgreindu réttindi og skyldur Íslendinga og konungs skuli ekki vera í einhverju þessara handrita. Ólíkt Íslendingabók eru til ótal hand- rit frá 13. og 14. öld sem geyma lög og réttarbætur, þar sem búast hefði mátt við að sáttmálana væri að finna. Sigurður Líndal getur sér til að sáttmálarnir hafi ekki verið skráðir í lagahandrit á 13. og 14. öld vegna þess að þeir hafi ekki haft lagagildi til jafns við Jónsbók og síðari rétt- arbætur konungs, enda komi til greina að konungur hafi aldrei stað- fest sáttmálana. Skilji ég Sigurð rétt, telur hann að sáttmálarnir hafi hugs- anlega ekki haft lagagildi eða verið bindandi sem lög. Íslendingar skrif- uðu þá niður, en ekki í lögbækur sín- ar. Það fóru þeir hins vegar að gera á síðari hluta 15. aldar, kannski – dett- ur mér í hug – af ástæðum sem ég út- skýri í bók minni. Þetta er skemmti- leg kenning sem þarfnast athugunar og útfærslu, en ég leyfi mér að efast um að hún fái staðist. Eins og ég segi í lokaorðum bókar minnar fela sagn- fræðirannsóknir í sér viðkvæmt jafn- vægi líkinda. Möguleikinn einn og sér nýtist aldrei sem sönnunargagn. Már Jónsson þýddi. Möguleikar einir hrökkva ekki til Morgunblaðið/Þorkell Gamli sáttmáli „Það að sáttmálarnir koma ekki fyrir í handritum frá 14. öld skiptir máli, því handrit frá þeim tíma eru það mörg að við getum ekki gert ráð fyrir glötun eða lélegri varðveislu sem marktækri skýringu.“ Nokkur umræða hefur skapast um bók brasilísku fræðikonunnar Patriciu Pires Boulhosa um Gamla sáttmála en í henni heldur hún því fram að texti Gamla sáttmála sé alls ekki frá 13. öld, heldur eigi hann sér rætur í pólitísku umróti 15. ald- ar og sem liður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Þessari kenningu var mótmælt hér í Lesbók fyrir stuttu og nú svarar höfundur hennar. Höfundur er sagnfræðingur frá Brasilíu. »Meginhugmynd mín er sú að textar sem nú kallast Gizurarsátt- máli og Gamli sáttmáli, sem litið hefur verið á sem sáttmála á milli Ís- lendinga og Noregskon- ungs árin 1262–1264 eða 1302, hafi í raun verið teknir saman og skrif- aðir niður á 15. öld. Morgunblaðið/Einar Falur Guðrún Eva „Náðuð þið þessu? Annars verðið þið bara að lesa það aftur. Í gamla daga tíðkaðist að lesa sömu hlut- ina aftur og aftur þar til orðin ófust inn í lungnaberkjurnar og sluppu ekki út fyrr en með síðasta andvarpinu.“ Bókaskápur Guðrúnar Evu Mínervudóttur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.