Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 15 Nýárstónleikar Tríós Artis í Mos- fellskirkju í Mosfellsdal eru árlegur viðburður í íslenskri tónlistarflóru, en í ár stóð tríóið fyrir slíkum tón- leikum í fjórða skipti. Tríó Artis á rætur sínar að rekja til samstarfs þriggja tónlistarkvenna sem voru samtímis í námi í Amsterdam; Gunn- hildar Einarsdóttur hörpuleikara, Kristjönu Helgadóttur flautuleikara og Jónínu Auðar Hilmarsdóttur víóluleikara. Þórarinn Már Bald- ursson tók síðan við stöðu Jónínu Auðar og hefur leikið á víólu með tríóinu í rúmt ár. Tríóið sérhæfir sig í flutningi nútímatónlistar, en með- limir þess eru einnig meðal for- sprakka í kammerhópnum Adapter sem hefur getið sér gott orð að und- anförnu fyrir flutning á nýrri tónlist. Tríó Artis hefur þó haft fyrir venju að nota tækifærið á nýárstónleikunum til að breyta út af vananum og leika eldri tónlist, þ. á m. Sónötu fyrir flautu, víólu og hörpu eftir Claude Debussy, sem er fastur liður á efnis- skrá þessara ákveðnu tónleika, en fyrir utan að vera dásamleg tónsmíð er hún að auki fyrsta verkið sem skrifað var fyrir þessa hljóðfæra- samsetningu. Tónleikarnir hófust á Elegiac-tríói fyrir flautu, víólu og hörpu eftir Eng- lendinginn sir Arnold Bax, frá árinu 1916, en sónatan eftir Debussy er ári eldri. Elegiac-tríó er undir sterkum áhrifum impressjónisma, en er þó hefðbundnara en verk Debussy hvað varðar form og hljóðfæranotkun. Harpan heldur að miklu leyti úti straumi brotinna hljóma á meðan laglínur og raddanir liggja til skiptis hjá flautunni og víólunni. Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari vann sitt verk af einbeitingu og þeim stöð- ugleika sem parturinn krefst. Þór- arni tókst ágætlega upp í að skila frá sér oft mjög krefjandi röðum af tví- gripum og hann spilaði þau langoft- ast hreint. Hann spilaði af tilfinningu og leikur hans kallaðist fallega á við kraftmikinn leik flautuleikarans, Kristjönu Helgadóttur. Í stuttu máli var flutningurinn sannfærandi, sam- bandið milli spilaranna gott og dýna- míkin oft áhrifamikil. Verkið var vel til þess fallið að hefja tónleikana á því og að mínu mati var það sterkasta verk dagskrárinnar. Næst á dagskrá var Dúó fyrir flautu og víólu eftir François Devi- enne, sem Þórarinn og Kristjana léku mjög fjörlega en á sama tíma sam- stillt, stundum jafnvel svo að þau hljómuðu sem hvor sín höndin á sama líkama. Báðir spilarar nutu sín vel í þessu verki; Þórarinn virtist vera al- gerlega á sínum heimavelli í þessari tegund tónlistar og leikur Kristjönu einkenndist af góðum tón og eft- irtektarverðri ákveðni í seinni kafl- anum, Rondeau. Næst flutti Kristjana Sónötu í a- moll fyrir einleiksflautu eftir Carl Philipp Emanuel Bach. Hún lék fyrsta kaflann, Poco adagio, af mikilli innlifun og hreif áheyrendur með sér, en tókst ekki að halda uppteknum hætti í síðari tveimur Allegro- köflunum. Þeir hljómuðu ágætlega en voru ekki eins mótaðir hvað varð- aði innra tempó og túlkun. Þó gæti hugsast að þessi tilfinning mín skrif- ist á það hversu langt verkið var og að sumu leyti tilbreytingasnautt mið- að við önnur verk á dagskránni. Lokaverkið var áðurnefnd Sónata eftir Debussy. Af sónötu að vera er verkið mjög óhefðbundið og uppfullt af fjölbreytilegum uppbrotum. Stefin eru mörg og sterk, án þess að inn- komur þeirra séu skýrar eða reglu- bundnar, tónmálið er fjölbreytilegt og hljóðfæranotkunin margskonar. Tríó Artis náði að koma þessu öllu heim og saman í flutningi sínum, þannig að útkoman var heilstæð og fögur. Á stundum hefði ég viljað heyra ögn betur í hörpunni, sér- staklega þegar hún var með laglín- una, en að öðru leyti var ég hæst- ánægð með flutninginn. Í stuttu máli voru tónleikarnir hin- ir ánægjulegustu og ljóst er að hér eru flottir listamenn á ferð. Þessi ákveðna hljóðfæraskipan býður upp á marga möguleika sem vert er fyrir íslensk tónskáld að gefa gaum og skora ég því hér með á þau að semja nýtt verk fyrir Tríó Artis. Fagrir tónar á fögrum stað TÓNLIST Morgunblaðið/Þorkell Tríó artis „Í stuttu máli voru tónleikarnir hinir ánægjulegustu og ljóst er að hér eru flottir listamenn á ferð.“ Ólöf Helga Einarsdóttir Tónleikar Tríó Artis lék verk eftir Arnold Bax, François Devienne, C.P.E. Bach og Claude Debussy. Tríó Artis skipa þau Gunnhildur Einarsdóttir, sem leikur á hörpu, Kristjana Helgadóttir, sem spilar á flautu, og Þórarinn Már Baldursson, sem leikur á víólu. Tríó Artis í Mosfellskirkju sunnudaginn 14. janúar Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Það er ærin ögrun að vera fjögurra ára oglæra að takast á við heiminn. Á Bar- ónsborg á árunum upp úr 1960 voru spæl- ingar af ýmsu tagi iðkaðar, svo framarlega sem stóra-Lára, forstöðukonan okkar góða, heyrði ekki til. Hún kallaði það munnsöfnuð. Þegar sorphirðumenn voru á kreiki þarna á Njálsgötuhorninu röðuðu allir sem vettlingi gátu valdið sér á grindverkið og æptu hástöf- um: „Öskukallar! Öskukallar!“ Þetta var auð- vitað allt í góðu, sportið var að sjá stóru ösku- tunnurnar hífðar upp og hvolfa úr sér draslinu inn í ginnungagapið. En hrekkjusvínskan hafði annars nokkuð staðlaðar birtingarmyndir á þessum árum. Ef einhver sýndi hnýsni eða forvitni um dótið manns var einfaldast að segja: Hvað ertu að glápa, eins og eldgömul sápa. Ef úr varð meiri háttar svekkelsi gat farið svo að annar hvor aðilinn gripi til vísunnar sem allir krakkar kunnu þá og sungu í nauðvörn: Begga fór í fýlu, á laugardaginn var. Hitti hana Grýlu, og skeit í buxurnar. Þetta þótti meiri háttar munnsöfnuður í ríki Láru og óvægin árás.Henni varð ekki svarað nema með þessari: Haltu kjafti, snúðu skafti, aftan og framan, ofan og neðan, og þegiðu á meðan! Gláparinn Ég rakst óvart á As GoodAs It Gets um daginn og gat ekki hætt að glápa á hana sem þýðir að ég er búinn að sjá hana oftar en flestar myndir. Það rifjaðist enn einu sinni upp fyrir mér hvað þetta er mikil snilldarmynd. Ég get ekki sagt að ég sé mikið fyrir rómantískar gamanmyndir, en þessi er sér á parti því undir niðri er hún svo yndislega kvikyndisleg, þökk sé hinum einstaka karakter Melvin Udall og því óborganlega sem kemur út úr munni Jack Nic- holson og heila James L. Bro- oks. Svo finnst mér stór- skemmtilegt að sjá leikstjóra á borð við Todd Solondz og Lawrance Kasdan í felu- hlutverkum. Einhvers staðar las ég að það hefði verið skrýtið og ansi erf- itt að taka upp þessa mynd, því að leikararnir og leikstjór- inn voru alltaf svolítið óörugg um að húmorinn í Melvin Udall næði í gegn; þau ótt- uðust að hann fengi ekki sam- úð áhorfenda og myndi ein- göngu virka sem fráhrindandi svín. Manni finnst skondið að hugsa um þetta óöryggi þeirra svona eftir á, þegar ljóst er hvað myndin heppn- aðist vel, en þetta er ágætis áminning um að í kvikmynda- gerð veit maður aldrei hver lokaútkoman verður. Kannski er þetta hollt óöryggi og allar vondu myndirnar eru gerðar af fólki sem finnur aldrei til þess en heldur þess í stað að það sé alltaf að gera bestu mynd í heimi? Ísleifur Þórhallsson framkvæmdastjóri. Ísleifur Segist ekki vera mikið fyrir rómantískar gamanmyndir en As Good as it Gets sé með þeim bestu. Morgunblaðið/Sverrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.