Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Tori Amos er nú klár með nýjahljóðversplötu og kemur hún út í maí. Kallast hún American Doll Posse og kemur út á vegum Epic. Amos tók plötuna upp í heimahljóðveri sínu á Cornwall- skaga og fylgir hún The Bee- keeper eftir sem út kom í hitti- fyrra. Tori Amos sló í gegn með plötu sinni Little Eart- hquakes árið 1992, en innihaldið þar er fallegar en afar tilfinn- ingaþrungnar píanóballöður. Plöt- ur Amos eftir það hafa fengið mis- jafna dóma og mörgum þeirra sem féllu fyrir Little Earthquakes þótti nóg um skringilegheitin sem léku þar um. Engu að síður virðist Amos eiga traustan aðdáendahóp og þannig seldist The Beekeeper í 287.000 eintökum í Bandaríkj- unum. Þá kom út í fyrra veglegur safnkassi með 86 lögum, A Piano, og var þar að finna heilnæman slatta af áður óútgefnu og sjald- gæfu efni. Amos hyggst fylgja plöt- unni nýju eftir með tónleika- ferðalagi um heiminn og hefst það í Róm í lok maí.    Dúettinn CocoRosie, sem erskipaður systrunum Sierru og Biöncu Casady, er með þriðju plötu sína í bígerð. Co- coRosie hélt afar magnaða og um margt furðulega tónleika á NASA í fyrravor en tón- list þeirra er ansi fjölsnærð og hafa fyrri plöt- urnar tvær feng- ið lofsamlegar viðtökur hjá gagnrýnendum. Þær eru La Mai- son de Mon Rêve (2004) og Noah’s Ark (2005), en sú þriðja mun koma til með að heita The Adventures of Ghosthorse and Stillborn. Útgáfa er áætluð þann 10. apríl hjá hinni merku útgáfu Touch & Go sem gerir út frá Chicaco. Lítið hefur verið gefið upp um áferð plötunnar en ein nýlunda mun þó gera vart við sig. Á tónleikum hefur CocoRo- sie nefnilega verið að innleiða áhrif úr hipphoppi í tónlist sína en það er fyrst á Adventures … sem þau rata inn á hljóðversplötu. Platan var hljóðrituð í hlöðu í Suður-Frakklandi og inniheldur tólf lög en þess má geta að hluti hennar var tekinn upp hér á landi af Valgeiri Sigurðssyni, samstarfs- manni Bjarkar og stofnaðila Bedroom Community-útgáfunnar.    Síðasta plata Queens of theStone Age, Lullabies to Para- lyze, kom út árið 2005 og eftir að sveitin túraði í kjölfar hennar hef- ur verið nokkuð hljótt í kringum hana. Leiðtog- inn, Josh Homme, hefur m.a. varið tíma sínum sem trym- bill sveitarinnar Eagles of Death Metal sem hann stofnaði ásamt vini sínum Jesse Hughes. Önnur plata hennar, Death by Sexy, kom út í fyrra og innheldur m.a. slag- arann „I Want You So Hard (Boy’s Bad News)“. Það var svo á Valentínusardag sem Homme og félagar láku loks út fréttum um næstu plötu QOTSA. Era Vulgaris ku vera heit- ið, útgáfumánuðurinn er júní, og lagatitlar eru m.a. „Into the Hol- low“, „Misfit Love“, „Battery Acid“ og „Sick, Sick, Sick“. Þetta er eitthvað sem á eftir að svínvirka yfir grillinu í sumar, án efa … TÓNLIST Tori Amos CocoRosie Queens of the Stone Age Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hjalmarstefan@googlemail.com Þriggja ára tímabil – frá 1976 til 1978 – ereitthvert það frjóasta í íslenskri popp-sögu fyrir tilstilli þriggja einstaklinga úrSpilverki þjóðanna. Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla tengjast fjölmörg- um sígildum íslenskum plötum sem gefnar voru út á þessum árum: Hrekkjusvínin, Þegar mamma var ung, Sturla, Götuskór, Hinn íslenzki Þursaflokkur, Þursabit, Tívolí og Ísland. Er von þó maður spyrji í forundran eftir á: Hvað gerðist eiginlega? Og þó, það er pæling sem bíða þarf betri tíma. Nú er Ísland málið, plata sem merkilega lítið er haldið á lofti. Enda fellur hún að vissu leyti í skugga hinnar frábæru plötu Sturlu, sem óneitanlega er magnum opus Spilverksins. Þegar platan kom út fyrir tæpum þrjátíu árum voru viðbrögðin við henni mjög lofsamleg. Í plötu- dómi í dagblaðinu Vísi frá 29. október árið 1978 var fullyrt að með henni hefði Spilverkið gefið út Dark Side of The Moon íslenskrar popptónlistar. Þessi orð lýsa reyndar tíðarandanum betur en plötunni sjálfri. Það minnir nánast ekki neitt á plötunni á umrædda plötu hljómsveitarinnar Pink Floyd. Ekki nema þá hvað metnaðurinn skín í gegn á plötunni. Mörg laganna innihalda fjóra eða fimm kafla og hinni hefðbundnu aðallags-viðlags pælingu er gefið langt nef. Það flotta við kaflaskiptinguna er að hún er áreynslulaus og flottar raddanir Spil- verksins skína í gegn. Spilamennskan er góð og hljóðið af hæstu gæðum. Og svo eru það textarnir. Vegna þeirra stendur þessi plata upp úr. Í umræddum plötudómi úr Vísi var því haldið fram að með textunum hefði hljómsveitin skipað sér við hlið þjóðskáldanna íslensku. Í þeim væri að finna „sál þjóðarinnar“. Enda er svo sem engan veginn hægt að útiloka að einn daginn verði Skóla- ljóðin endurútgefin með settlegum myndum af Diddú, Agli, Sigurði Bjólu og Valgeiri við hlið Dav- íðs, Matthíasar, Hannesar og Hallgríms. Þó af því yrði ekki, eru fjölmargar snilldarlegar línur á plöt- unni sem eiga skilið að heyrast oftar. Flestar tengjast þær þema plötunnar, sem eins og nafn hennar gefur til kynna er land, þjóð og tunga. Efnið er í senn rammíslenskt og eitthvað svo mikið seventís, með anórakkúlpu og öllu. Að sjálf- sögðu er vikið að klassískum efnum: sjómennsku og skyldleikum hinna arísku víkinga. Þjóðleg efni úr fornöld og nútímanum takast á – kannski Spilverkið hafi með því orðið fyrst til að þreifa á hinum blessaða póstmódernisma? Land- vættirnar lifa á kokteilsósu, Njáll og Bergþóra elska að mótmæla, enda „róttækt menningarsnobb með sóma og sanni“ og síðhippinn sem forðum „fríkaði út í Tjarnarbúð“ er orðinn fastagestur í Hollywood. Hnakkarnir fá á baukinn, það er að segja hnakkar áttunda áratugarins ekki FM hnakkar, í laginu Aksjónmaður (man einhver eftir þeim?), sem fjallar um kappa sem heillar sprund í sundi enda „launfirnagraður“. Í því lagi eru líka, aksjónmanninum til háðungar, einhver mögn- uðustu hringrök sem ég hef um ævina séð: Undirritaður er sannfærður um gildi þess að vera sannfærður um gildi þess að vera sannfærður Það merkilega við sum þjóðlegu efnanna á plöt- unni er að þau virðast eiga jafn mikið erindi við samtímann eftir þrjá áratugi. T.d. líkræðan grænu byltingarinnar, sem er ekki bara farin út um þúf- urnar heldur nú á dögum komin á bólakaf – undir virkjanalónum. Og Diddú syngur raunalegt lag um gamla konu sem er geymd inn á Grund, þar sem fáninn er hálfur að húni hvern dag. Dálítið írónískt í ljósi fjaðrafoksins sem kom í kjölfar greinarinnar um elliheimilið í tímaritinu Ísafold. Einnig voru skipulagsmál Reykjavíkurborgar brennandi efni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor, og manni verður óneitanlega hugsað til þeirrar um- ræðu þegar Spilverkið yrkir í laginu Reykjavík um úrsérgenginn miðbæ sem sé „fluttur upp í Hlíðar“. Einnig þegar Spilverkið spyr Reykjavík hvað hún ætli að verða þegar hún verði orðin stór. Mætti ekki jafnvel fara að gefa svar við því? Ísland, gamla Ísland POPPKLASSÍK Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þ að er spaugilegt að tala um Ryan Adams og Bryan Adams í sömu málsgrein. Sá fyrri nýtur mikillar virðingar, ofvirkt undrabarn sem átti rætur í jaðarkántríi tíunda ára- tugarins en hefur eftir það gefið út stórgóðar sólópötur eins og Heartbreaker og Gold (að vísu hefur mörgum þótt honum fatast flugið að undanförnu, en þó er ekki tímabært að afskrifa manninn, þurrkur gerir vart við sig hjá snillingum eins og öðrum). Hinn síðarnefndi nýtur hins vegar engrar virðingar hjá sjálfskipaðri elítunni, þykir ófyrirleitin markaðsrotta gersneydd allri smekk- vísi. Það kemur hins vegar fyrir að nöfnunum slái saman í huga fólks, einhvern tíma hrópaði áhorf- andi á tónleikum Ryans Adams eftir smelli Bryans Adams „Summer of 69“ og Ryan þvertók fyrir það að halda áfram með tónleikana fyrr en hinum kald- hæðna gesti hefði verið hent út. En sú var tíðin að tónlist þessara tveggja lá saman, þar sem fyrstu plötur Bryans Adams báru með sér samskonar rokk og er að heyra á plötum Ryans Adams. Við erum að tala um þetta meðvit- aða, hráa verkalýðsrokk sem John Cougar Mellen- camp, Bruce Springsteen og fleiri gerðu vinsælt upp úr 1980. Í því samtvinnast sorgbundin, róm- antísk lífssýn hins þjakaða verkamanns og þessi hjartahreina, tveggja bjóra kráargleði sem steypist yfir fólk þegar það reynir að gleyma þessu fyrrnefnda. Á ensku er þetta kallað „heartland rock“ og þar komum við að Jesse Malin, sem hefur unnið með formið á sólóplötunum sínum þremur, og á mun „hreinni“ hátt en vinur hans Ryan Adams. Svo vel hefur reyndar tekist til að sjálfur Springsteen er gestur á nýju plötunni, syngur í hinu melankólíska lagi „Broken Radio“. Góðir gestir Malin er frá New York, Queens-hverfinu nánar til- tekið, og er Stóra eplið honum hugleikið. Líkt og fjallasvæði Ameríku í lögum Johns Denvers er New York rauður þráður í textum Malins. Þetta er einfaldast að sjá í lagatitlum eins og „NY Nights“ (á nýju plötunni), „Silver Manhattan“ og „Block Island“ (af annarri plötunni, The Heat, 2004) og „Brooklyn“ og „Riding on the Subway (af fyrstu plötunni, The Fine Art of Self Destruction, 2002). Malin hóf ferilinn árið 1980, þá aðeins tólf ára, og leiddi hann þá pönksveitina Heart Attack. Sú sveit fékk „hjartaslag“ árið 1983 og eftir það var Malin í hinum og þessum böndum. Hann vakti svo aftur athygli með glysrokkbandinu D Generation, sem stofnsett var árið 1991, og var hann söngvari hennar í heil átta ár. Sveitin naut nú ekki mikillar hylli hjá almenningi, mörgum þótti hún vera afrit af New York Dolls og ámóta sveitum, og aldrei náði hún að selja neitt af þeim þremur plötum sem út komu, þrátt fyrir að hafa stórfyrirtæki sem bak- hjarla og velvild gagnrýnenda. D Generation blandaði saman bílskúrsrokki, pönkrokki og glysi og var eftir á að hyggja prýðilegt dæmi um rétt band á röngum tíma. Það hefði átt að fara í gang árið 2001 frekar en 1991. Eftir D Generation starfaði Malin í sveitunum Bellvue og PCP Highway en ekkert markvert kom út úr því (Bellvue komu reyndar út sæmilegri plötu og gott betur en það árið 2001, To Be Some- body. Okkar maður er með dredda á umslaginu!). Malin var um þetta leyti hins vegar farinn að semja rólyndislegri lög, sem sóttu í klassískan söngvaskáldaarf og klassískt útvarpsvænt rokk eins og áður er getið. Vinur hans, Ryan Adams, var hrifinn og saman tóku þeir upp The Fine Art of Self Destruction á sex dögum í ársbyrjun 2001. Þegar platan kom svo loksins út, um haustið 2002, var henni gríðarvel tekið af gagnrýnendum og tón- listaráhugamenn kynntust Malin í gegnum æsi- fréttalegar greinar í biblíum eins og Mojo, Uncut og Rolling Stone. Malin fylgdi þeirri plötu eftir með The Heat sem stendur frumburðinum síst að baki. Þar fínpússar hann nálgun sína á þetta form og er útkoman vel mettandi. Um þetta leyti fóru Malin og Springsteen svo að þróa með sér tónlistarlegt ástarsamband. Springs- teen hafði samband við Malin eftir að hafa heyrt útgáfu þess síðarnefnda á lagi sínu „Hungry He- art“, en það prýðir geisladisk sem fylgdi með Un- cut á sínum tíma. Léku þeir saman á nokkrum tón- leikum í kjölfarið og á einum þeirra kom Springsteen upp á svið er Malin var að spila og renndi sér í nokkur lög eftir „lærisveininn“. Eins og áður segir er Springsteen gestur á Glit- ter in the Gutter en einnig koma við sögu Ryan Adams, Josh Homme, Jakob Dylan og Chris Shi- flett (úr Foo Fighters). Platan er þá gefin út af Adeline Records, sem er í eigu Billie Joe Arms- trong (Green Day). Malin heggur á þessari plötu miskunnarlaust í sama knérunn og kannski að þetta stórskotalið sem með honum er fleyti honum enn lengra inn á útvarpsbylgjurnar en áður. Blátt áfram rokk Besti vinur Ryans Adams, Jesse Malin, gefur út þriðju sólóplötu sína eftir helgina. Kallast hún Glitter In The Gutter og þar heldur Malin áfram að vinna með sitt rómantíska verkalýðsrokk sem á ekki lítið inni hjá amerískum hversdagsrokk- urum á borð við Bruce Springsteen og Bryan Adams. Malin Hann er frá New York, Queens hverfinu nánar tiltekið, og er Stóra eplið honum hugleikið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.