Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Qupperneq 8
múgur hafði það hlutskipti að sjá
um viðurværi forréttindafólksins,
jafn orðalaust og búfénaður sem
dreifir sér um hagana og sér
landeigendum fyrir fæði, klæð-
um og vöðvaafli.
Borgarastéttin kemur síðan
með puðið, starfsframann og
framapotið og steypir aðlinum
fyrst í skuldafen og síðan frá
völdum í byltingarhrinum. En
þótt aðallinn glati völdum sínum
og áhrifum eru lífsgildi hans
furðu lífseig í franskri menn-
ingu. Jafnt í ástarlífi sem bók-
menntum. Höfundar á borð við
Balzac, Flaubert og Proust eru
allir á bandi aðalsins í við-
horfum og gildismati. Og borg-
aralegu siðferði hefur gengið
brösuglega að koma böndum á
ástarlíf Frakka sem dregur
óneitanlega dám af frjálslyndi
aðalsins. Forseti Frakklands til
skamms tíma átti til að mynda
hjákonu og dóttur í seli, fyrir ut-
an allar hinar konurnar, já og
eiginkonu auðvitað, og þótti
engum fjölmiðli taka því að sjá
það né heyra.
***
Ætli frelsi sé ekki eitthvert
munntamasta orð franskrar
tungu? Frægt er ljóðið sem
Paul Eluard orti og Jón Óskar
sneri, 21 erindi sem öll eru til-
hlaup að þessu eina orði:
FRELSI.
Ekki einasta er það upphafs-
orðið í vígorði frönsku byltingar-
innar: „Frelsi, jafnrétti, bræðra-
lag“, það er sjálfur möndullinn
sem heimspeki þeirra og bók-
menntir snúast um.
Aftur á móti er „frelsi“ ekki
sérlega tamt íslenskri hugsun,
helst að símafyrirtæki og bankar
beiti því fyrir sig – í eitthvað yf-
irfærðri merkingu þó – jafnvel
andhverfri.
Hvað skyldu Íslendingar hafa
sett á gunnfánann ef þeir hefðu
gert byltinguna í stað Frakka?
Pourquoi pas? Franskt vor á Íslandi! 22.2.–12.5. 2007
Alain Robbe Grillet Borgar-
bókasafn Reykjavíkur heldur sýn-
ingu á völdum textum úr verkum
Alain Robbe Grillet ásamt myndum
og viðtölum. Sýningin hefst 20.04.
Tískuvika á Íslandi Þeir frönsku
hönnuðir sem koma til að sýna vor-
ur sýnar eru Stephanie Coudert og
Elsa Esturgie en með þeim sýna
Dead, Elm, Birna, Steinunn, Spaks-
mannsspjarir og Anders & Laud.
8 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Sigurð Pálsson
sigurdur.palsson@simnet.is
É
g átti stefnumót við Edou-
ard Glissant á efstu hæð
Nordica-hótelsins. Hann
er fremur hávaxinn, al-
vörugefinn og hlýlegur,
sest varlega í djúpan sófa
með bakið beint, kemur
sér fyrir, athugull, ein-
beittur.
Gluggarnir hér á efstu hæðinni ná niður að
gólfi, þetta fyrirkomulag vekur þá tilfinningu að
maður svífi ofan við borgina. Úti fyrir er rökkur
og þoka, milt febrúarkvöld, skil nætur og dags
óljós, skil himins og jarðar þurrkast ennfremur
út í þokunni, borgarljósin eins og flugbrautarljós
úr fókus.
SP: Við erum hér staddir á eyju, komum báðir
frá eyjum. Kannski ættum við að byrja á því að
velta fyrir okkur fyrirbærinu eyja.
Eyjar eru bæði galopnar fyrir vindum og
straumum úr öllum áttum, táknmynd fyrir allt
sem er opið og á sama tíma eru eyjar lokaðar,
lykjast um sig og sína, eru jafnvel einangrandi
eins og lýsir sér í ítalska orðinu yfir eyju, isola.
Opnun-lokun er díalektíska tvennan sem er alltaf
í gangi á eyjum.
Ég minnist á þetta því mér virðist fyrirbærið,
öllu heldur hugtakið eyja og eyjaklasi vera al-
gjörlega frummyndin í hugsun þinni og hug-
myndum.
Glissant: Ég held að það sé ekki hægt að að-
skilja eðli eyjunnar og eðli eyjaklasans. Eyjar
geisla frá sér í allar áttir, ekki bara eina átt, það-
an liggja vegir til allra átta. Það er sjaldgæft að
frá eyjum sé horft í eina og aðeins eina átt. Þó
getur það gerst, til dæmis ef eyjan er nýlenda, þá
eiga menn það til að einblína í eina átt, það er að
segja í áttina að herraþjóðinni, þar sé miðpunkt-
inn að finna. Það er þá dæmi um enn einn öfug-
uggahátt nýlendustjórnunar.
En við eðlilegar kringumstæður, þá geisla eyj-
ar í allar áttir. Síðan er það hlutverk og köllun
eyja að mynda eyjaklasa.
Ég lít svo á að fyrirbærið eyjaklasi sé af-
skaplega verðmætt fyrirbæri í nútímanum.
Allt fram að okkar tímum hefur saga mann-
kynsins verið hugsuð sem saga meginlanda. Í
skólum er kennt að meginlöndin í heiminum séu
fimm: Evrópa, Asía, Ameríka, Afríka og Eyja-
álfa. En Eyjaálfa er ekki meginland! En það
skiptir engu, menn segja samt að meginlöndin
séu fimm.
Hugsun mannkynsins hefur um afar langt
skeið verið þung og massíf, reyndar alveg dýrð-
leg og hefur skilað dýrðlegum verkum, en þessi
hugsun hefur haft dauða í för með sér því hún vill
neyða allt mannkyn til að hegða sér eins.
Það hefur lengi legið í þagnargildi að eyjaklas-
inn kemur alltaf á undan meginlandinu, að sjálf-
sögðu landfræðilega en líka sögulega. Eyjaklasar
koma alltaf á undan meginlöndum í þróuninni og
framvindunni. Eyjaklasarnir í Jóníska hafinu
komu á undan meginlandi Grikklands, jónísku
heimspekingarnir koma á undan heimspekingum
á meginlandi Grikklands. Þegar Kristófer Kól-
umbus kemur vestur um haf, þá eru eyjaklas-
arnir í Karabíska hafinu það fyrsta sem hann
finnur, nokkurs konar formáli að meginlandinu.
Ég álít að sé kominn tími til þess að hugsa um
framtíð mannkynsins á forsendum þessarar
hugsunar um eyjaklasann. Andstætt hugsun sem
gengur út frá meginlandinu, þá er eyjaklasa-
hugsun aldrei innilokuð í sjálfri sér, hún er alltaf
opnun, hún opnar fyrir eyjarnar sem hún er sam-
sett úr.
SP: Er þetta ekki sannkölluð táknmynd fyrir
fjölbreytni, andstætt hinu einsleita?
Glissant: Algjörlega. Fjölbreytnin, margvís-
leikinn sem andstaða einsleitninnar. Eyjaklasinn
er alltaf opnun, víðsýni. Getur ekki verið lokun.
SP: Þetta er mikilvægur þanki fyrir nútímann.
En hver er í raun lexía eyjaklasans? Hvað er það
sem eyjaklasinn getur kennt veröldinni í dag?
Glissant: Fyrir það fyrsta, þá hafa eyjaklasar
sífellt meira vægi í veröldinni í dag. Þetta kann
að breyta ímyndaheimi mannkynsins. Það kennir
okkur ákveðinn hlut, ég endurtek þetta oft: Lexía
eyjaklasans er það að geta breyst með því að eiga
samskipti við aðra án þess að afneita sjálfum sér,
án þess að glata sjálfum sér, án þess að afskræm-
ast, spillast. Maður getur semsagt breyst með því
að eiga samskipti við aðra. Breyst mikið eða lítið,
sýnilega eða ekki, en breyst samt og án þess að
glata eðliseinkennum sínum.
Þetta er mjög mikilvægt. Og það er eyjaklas-
inn sem kennir þetta. Eyjaklasahugsunin.
Ef mannkynið á okkar tímum féllist á að hug-
leiða þennan sannleika, þá hygg ég að það gæti
sparað okkur mikið af stríðum, fjöldamorðum og
þjóðarmorðum. Þetta er lexía í góðri sambúð.
Fjölbreytnin, margvísleikinn í heiminum, það
er bæði þolinmæðin og óþolið að vera saman,
mynda samfélag, það er að hafa áhrif hverjir á
aðra en án þess að afneita sjálfum sér, án þess að
glata sjálfum sér.
Um þessar mundir eru þjóðir og þjóðfélags-
hópar víða hræddir við fjölbreytileikann, hræddir
við samskipti við aðra, við „hina“, hræddir að týn-
ast, leysast upp, hafa ekki lengur stjórn á sjálfum
sér. Þetta verðum við að læra, að líta á hina án
ótta við að leysast upp vegna samskipta við þá.
Við verðum að læra að lifa í margvísleikanum,
hætta að óttast samskipti, hætta að líta svo á að
sjálfseigindir leysist upp í samskiptum við hina.
SP: Þessi eyjaklasahugsun virðist koma alls
staðar fram hjá þér, hún kemur fram í skáldsög-
unum til dæmis sem fagurfræði margbreytileik-
ans, sambræðsla ólíkra texta og aðferða; þetta er
viðhorf sem leggur áherslu á margvísleikann
gegn einsleitninni.
Glissant: Í heimi nútímans vitum við alls ekki
hvaða „genre“, formtegundir og listgreinar fram-
tíðin kann að færa okkur, hvort sem það er t.d. í
tónlist eða ljóðlist og ritlist yfirleitt. Sambland og
sambræðsla tónlistar, ljóðlistar, ritlistar, sam-
bræðsla munnlegrar framsetningar og ritunar,
sömuleiðis inngrip nýrrar tækni svo sem mynd-
banda, kvikmynda o.s.frv.
Það er í gangi sambræðsla sem við getum ekki
séð fyrir, við vitum ekki hvaða greinar og form-
tegundir í listum kunna að koma fram, við erum
algjörlega ófær um það. Það fer eftir hvað menn
finna upp á og hvað verður brætt saman. Við get-
um alls ekki sagt fyrir um þetta!
Það getur vel verið að þetta taki á sig skelfileg-
ar myndir, a.m.k. tímabundið. Til dæmis þegar ég
horfi á sjónvarpið finnst mér oft alveg hrikalegt
hvaða mynd er dregin upp af manninum sem
grimmum, sjálfselskum villimanni sem skeytir
ekki um neitt nema sjálfan sig, en svo fer ég að
hugsa: Af hverju ekki! Það er aldrei að vita hvert
þetta á eftir að leiða sem tjáningarform.
Formtegundir liðins tíma í listum, form liðins
tíma, sem hafa verið alveg stórkostleg og leitt til
stórkostlegra verka, þau henta ekki lengur nú-
tímanum, þau eru alltof tengd gamalli einsleitni.
Þessi form henta engan veginn lengur því sem er
að gerast í veröldinni. Það var franskur skáld-
sagnahöfundur sem sagði: „Það er ekki ég sem er
flókinn, það er heimurinn sem er flókinn.“ Og
þetta er staðreyndin. Það er óhugsandi að koma
heiminum og fjölbreytileika hans til skila í list-
rænu formi sem er einsleitt, eintóna, formi sem
einblínir á sinn eigin sannleika, lætur eigin sann-
leika nægja.
SP: Þá er ekki heldur hægt að sjá fyrir þær
breytingar sem hlutir eins og hnattvæðingin mun
færa okkur og ennfremur nýjungar eins og netið.
Glissant: Það verða grundvallarbreytingar.
Róttækar breytingar og alveg óendanlegar! Tök-
um netið sem dæmi. Menn segja alltaf að netið
þýði algjöran sigur ensku og amerísku, þetta
verði til þess að enskan taki yfir alls staðar í
heiminum. Ég held alls ekki, bara alls ekki. Af
hverju skyldi ekki verða framgangur minni
tungumála smám saman, einmitt á netinu? Svo
eigum við kannski eftir að öðlast hæfni til þess að
Eyjaklasahugsunin
Edouard Glissant er einn af fremstu rithöf-
undum Frakka en hann er frá eyjunni Mart-
inique í Karíbahafinu. Glissant mun halda fyr-
irlestur í Háskóla Íslands 5. maí nk. í tengslum
við frönsku menningarhátíðina Pourquoi pas?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eduard Glissant „Til dæmis þegar ég horfi á sjónvarpið finnst mér oft alveg hrikalegt hvaða
mynd er dregin upp af manninum sem grimmum, sjálfselskum villimanni ...“