Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 9
Vinnuna kannski? „Vinna, jafnrétti, bræðralag“. Og æst- ustu byltingarseggirnir „yfir- vinnuna“. Kannski kjarnast hér munur á Íslendingum og Frökkum. Á Ís- landi er ekki hefð fyrir því að vera einber njótandi lífsins. Og skýrir kannski sumt kyndugt í fari okkar, til dæmis að við skul- um aldrei gera uppreisn gegn kjörum okkar. Það virðist vera sama hvað verðlagið er absúrd og vaxtastigið hátt, við getum endalaust gengið nær okkur af því að lífið er ekki inni í mynd- inni, nema sem afgangsstærð. Þessu er öfugt farið hjá Frökkum sem róa að því öllum árum að færa eftirlaunaaldurinn neðar og neðar, helst niður í 55 ára og fara glaðir og reifir inn í starfs- lokin. Á meðan það er engu lík- ara en verið sé að senda ís- lenska eftirlaunaþega í refsivist. Ekki er ýkja langt síðan íslenskur verkalýðsforingi hafði það á stefnuskrá að berjast fyrir því að launafólk fengi að vinna líka eftir sjötugt. Því á Íslandi er lífið vinnan og þar af leiðandi er ekkert líf án vinnu. Á meðan Frakkar búa hugsanlega að vinnufælni aðalsins og þessari hugsun: að lífið sé til þess að njóta þess. Royal de Luxe Franska götuleikhúsið sýnir á götum Reykjavíkur 10.05., 11.05. og 12.05. Pourquoi pas? Strandið Í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi verður efnt til sérstakrar franskrar menningardagskrár helgina 20. - 22. apríl. Í safninu stendur yfir sýning um strand skipsins Pour- quoi pas? fyrir 70 árum.  12 Martinique telst vera sýsla í Frakklandi,ein af þeim sem kallaðar eru Dép- artements d’Outre-Mer – „sýslur handan hafsins“ (sama gildir til dæmis um eyjarnar Guadeloupe og Réunion, einnig um Frönsku Guyana). Martinique er vissulega handan hafsins eins og reyndar allar eyjar. Hún er í Karabíska hafinu. Á Martinique er Edouard Glissant fæddur, 21. september 1928, sonur landbún- aðarverkamanns. Hann fór til náms í höf- uðstaðnum, Fort-de-France, í Schoelcher- menntaskólann (skólinn ber nafn Victors Schoelcher, frumkvöðuls að afnámi þræla- halds, 27. apríl 1848) – en þar var hið mik- ilvæga skáld Aimé Césaire (f. 1913) kennari og miðlaði öllu því nýjasta í skáldskap og hug- myndum. Eftir stúdentspróf fór Glissant til Parísar og nam þar heimspeki og þjóðfræði og lauk doktorsprófi. Fyrstu ljóðin sem hann birti vöktu athygli og hann varð fljótt áhrifamaður í hreyfingu sem barðist fyrir réttindum blökkumanna og gegn nýlendustefnu. Hann var einn af þeim menntamönnum (121 að tölu) sem skrifuðu undir fræga yfirlýsingu árið 1960 um réttinn til að gerast liðhlaupi í Als- írstríðinu. Hann var á tímabili gerður útlæg- ur frá Martinique vegna pólitískrar þátttöku. Á ferli sínum hefur Glissant gefið út ljóða- söfn, skáldsögur, leikrit og ritgerðir. Hann er einn af þekktari rithöfundum sem skrifa á frönsku. Hann hefur nokkrum sinnum verið orðaður við Nóbelsverðlaunin og hefur tvisv- ar komist í fámennan „lokahóp“ sænku Aka- demíunnar. Edouard Glissant hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum vegna þess að margt í hugmyndum hans, til dæmis hugsun hans um eyjaklasa sem metafóru fyrir nýja heims- mynd, hefur reynst með því ferskasta í sívax- andi umræðu í gjörvöllum heiminum um möguleikana á friðsamlegri sambúð ólíkra menningarheima, þjóða, þjóðarbrota, kyn- þátta, þjóðfélagshópa o.s.frv. Hann hefur kennt við City University í New York í allmörg ár og verið eftirsóttur fyrirles- ari, ekki síst í Bandaríkjunum. Þá hefur hon- um verið sýndur margvíslegur sómi á síðari árum. Í fyrra fól Jacques Chirac honum for- sæti nefndar til undirbúnings Miðstöðvar minninga um þrælaverslunina. Edouard Glissant MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 9 lesa texta sem við skiljum ekki! Tökum sem dæmi ljóðalestra nú til dags. Það tíðkast í síauknum mæli að hver lesi á sínu tungu- máli og ekkert er þýtt! Hvert skáld flytur ljóð sitt á sínu máli. Ef það er þýtt verður það oft leið- inlegt, þungt, dapurlegt. En þegar hver og einn les, þá er engu líkara en við öðlumst nýtt skiln- ingarvit, stundum náum við textunum, skynjum þá. Ég var til dæmis um daginn í París á svona upplestrarkvöldi og Thor Vilhjálmsson las á ís- lensku, svo las annar vinur minn, skáld frá Túnis, á arabísku o.s.frv. og ekkert var þýtt og við skynjuðum fegurðina handan við einfalda merk- ingu orðanna. Þannig geta menn skynjað nýja fegurð! SP: Í sambandi við Netið, internetið, þá er það beinlínis tæknilega séð rísóm, það er tæknileg birtingarmynd hugtaksins rísóm. Engin miðja, enginn jaðar. Vex eins og rísóm. Glissant: Algjörlega. Fullt af alls kyns eyja- klösum sem munu verða til fyrir utan ensk- ameríska meginlandið. Við skulum vona að eins- leitnin sigri ekki og ég held að hún geri það ekki. SP: Hver voru fyrstu kynni þín af Íslandi og Íslendingum? Glissant: Ég kynntist Íslandi gegnum Íslend- ingasögurnar. Ég hafði eitthvað lesið úr þeim hér og hvar en það var fyrst þegar útgáfa þrettán Ís- lendingasagna í Pléiade-útgáfu Gallimard- forlagsins í París kom út fyrir allnokkru [í þýð- ingu og með ítarlegum skýringum Régis Boyer] – það var fyrst þá sem ég kynntist þeim almenni- lega. Þessi útgáfa hafði afar mikil áhrif í hinum frönskulesandi heimi. Ég varð algjörlega heill- aður af þessum bókmenntum, heillaður af lexíu Íslendingasagnanna. Þetta tengdist ákveðnum hlutum sem ég hafði lengi stúderað, þ.e. epískum skáldskap. Ég hafði lengi velt honum fyrir mér og spekúlerað í einkennum hans. Smám saman mótaðist hjá mér sú kenning, að epískur skáld- skapur sé í raun ekki dýrðaróður til mikilla sigra heldur eigi hann sér rót í ósigrum, ógæfu og ör- lagabundnu hlutskipti. Ég var í þessu sambandi búinn að stúdera fjöldann allan af verkum. Til dæmis Ilíonskviðu, hún er ekki um sigur Grikkja, þetta er ekki sig- uróður, Ódysseifskviða snýst einkum um ein- semd, einsemdarferðalag, þetta er saga um ein- manaleika, enginn þekkir Ódysseif þegar hann kemur heim nema hundurinn hans. Í sagnabálki frá Konungadalnum í Egypta- landi er ósigur Ramses II í ákveðinni orrustu kynntur sem mikill sigur. Eftir að Karlamagnús tapaði í orrustunni við Roncevaux, þá er sagt frá því í Chanson de Roland sem miklum sigri. Þannig mætti áfram telja. Hegel sagði einmitt eitthvað á þá leið að epískur skáldskapur kæmi fram á tímabili þegar vitund samfélagsins er ekki enn orðin pólitísk. Í samfélagsvitundinni kemur fram ótti vegna þeirra ógna sem steðja að og ep- ískur skáldskapur er tilraun til þess að særa burt þessa ógn, þennan ótta og skapa sigursæla fram- tíð samfélagsins. Þegar ég las Íslendingasögurnar, þá uppgötv- aði ég einhvern stórkostlegasta epíska skáldskap veraldarinnar. Þarna eru ótrúlegar greinargerðir fyrir ógæfu og örlögum og þessu er komið til skila með fjarlægingu, einstakri sagnagleði og mögnuðum hrjúfleika og harðneskju sem leiðir til blíðleika, eitthvað sem er á engan hátt blíðleiki en kemur honum samt til skila. Ég álít að Íslendingasögurnar séu í flokki mögnuðustu bókmenntaverka veraldarinnar. Nú, þannig kynntist ég Íslandi. Svo fyrir nokkrum árum kynntist ég Thor Vilhjálmssyni á Norðurljósahátíðinni í Caen í Normandí, við ræddum þar saman í pallborðsumræðum og í framhaldi af því tókst með okkur djúp og einlæg vinátta. SP: Bókmenntir Karabíska svæðisins eru skrifaðar á mörgum tungumálum. Eiga þær eitt- hvað sameiginlegt? Glissant: Já, þær eru skrifaðar á mörgum tungumálum, nokkrum kreólatungumálum og síðan einum fjórum tungumálum nýlenduherr- anna, ensku, frönsku, spænsku og hollensku. Samt eru margir sameiginlegir þættir. Alls stað- ar er sama traustið á orðunum, tungumálinu. Þetta eru ekki nískar bókmenntir. Mjög oft eru nútímabókmenntir í Evrópu mínímalískar og menn skrifa eitthvað örlítið, örsmátt og finnst og vona að þeir séu að segja mjög mikið. Hjá okkur er enginn mínímalismi í gangi! Í karabískum bókmenntum treystum við orðunum, tungumálinu. Það er meiri gjafmildi á orð, meiri eyðslusemi, örlæti, þannig notum við orðin. Annað atriði sem karabískar bókmenntir eiga sameiginlegt er traustið á landslaginu, landslagið skiptir miklu máli, landslagið leikur beinlínis hlutverk persóna í þessum verkum, það er ekki umgjörð eða leiktjöld. Í þriðja lagi, þá hefur orðið svipuð þróun í öll- um bókmenntum á svæðinu frá munnlegri geymd til ritunar, hins ritaða forms. En alls staðar hefur munnlega frásagnarformið haft áfram mikil áhrif á ritaða texta. Í fjórða lagi hafa þarna komið fram sérstök tungumál, kreólatungumál. Það hefur bæði verið skrifaðar bókmenntir á þeim en ekki síður hefur mikilvægi þeirra legið í áhrifunum sem þau hafa haft á nýlendutungurnar. Ég hef kallað þetta kreólísasjón og um er að ræða blöndun, sam- bræðslu sem býr eitthvað til sem er algjörlega ófyrirséð, ófyrirsjáanlegt. Kreólísasjón er hin ófyrirsjáanlega blöndun. Allar bókmenntir á Karabíska svæðinu snúast um þetta fyrirbæri. SP: Þú hefur talað um muninn á Rótar- sjálfsvitund og Rísóm-sjálfsvitund, geturðu skýrt það aðeins nánar? Glissant: Ég notaði hugtak Deleuze og Guatt- ari, rísóm. Þeir nota þetta aðallega sem kategóríu í hugsun, hugmyndum. Ég nota rísóm aðallega til þess að reyna að skilgreina sjálfsvitund, rísóm- sjálfsvitund. Ég hef líka talað um sjálfsvitund samskipta eða tengsla í svipaðri merkingu. Venjulega skemað í meginlandssamfélögum er næstum alltaf það sama: Ég er löglegur á mínu landi, ég á rétt á minni jörð, mínu landi af því að ég er hér frá upphafi heimsins, frá því að forfeð- urnir komu hingað. Þetta er svo rakið áfram í beinan legg, stundum alla leið til upphafsins, til sköpunar heimsins. Þaðan kemur lögmætið. Ég er hér af því að þessi jörð, þetta svæði tilheyrir mér. En lögmætið veldur því líka að ég get í framhaldinu víkkað út mitt eigið lögmæta svæði. Þaðan er kominn grunnurinn að nýlendustjórn- un. Þessi vitund segir: Ég hef rétt til þess að víkka út það lögmæta svæði sem ég fékk í upp- hafi frá guði. Þetta er það sem ég kalla sjálfsvitund einnar rótar andstætt rísóm-sjálfsvitund hins vegar. En það skiptir mestu er að Einnar rótar vitundin drepur í kringum sig. Hún reynir að drepa hinar ein-ræturnar umhverfis. En þetta lögmæti sem öllu skiptir fyrir hina einu rót, það byggist á lögmæti hins beina ætt- leggs, byggist á því að hann sé ávallt skilgetinn. En hið óskilgetna kemur alltaf inn og það vilja menn aldrei viðurkenna! Í þessum töluðu orðum átta ég mig allt í einu á stórkostlegum hlut í Íslendingasögunum, kannski kemur þar fram næmur skilningur á því að skilgetnaður er drama, skilgetnaður hins beina ættleggs er harmleikur, ákveðin bölvun sem er erfitt að viðhalda. Rísóm-sjálfsvitund er andstæðan. Hún er ekki lóðrétt, kemur ekki frá sköpun heimsins, ekki frá einum uppruna heldur mörgum, þessi vitund er margþætt og á sér margar rætur, kemur ekki frá einni rót, ekki frá einum uppruna. Hjá okkur í Karíbahafinu er fjölbreytilegur uppruni: Afríka, Evrópa, Mið-Austurlönd, Ameríka indjánanna, Kína og Austurlönd fjær. Með kreólisasjón blandast þetta allt saman og skapar kreólískan veruleik. En þarna er ekki um Einnar rótar vit- und að ræða heldur rísóm-sjálfsvitund. Það þýðir alls ekki vitund sem er rótlaus heldur er um að ræða sjálfsvitund sem drepur ekki í kringum sig heldur leitar eftir samskiptum og tengslum við hinar ræturnar. Þetta er í mínum huga ákaflega mikilvægt og það sem mestu máli skiptir að breyta í ímynda- heimi mannkynsins nú á tímum. SP: Við erum komnir enn og aftur að hug- myndinni um eyjaklasann! Glissant: Einmitt! Eyjaklasinn er með rísóma- tískan uppruna, ekki uppruna einnar rótar. Eyjaklasinn er hringrás, meginlandið gerir innrás eins og ör, hvort sem það voru Vísigotar í gamla daga í Evrópu eða Evrópumenn sem réð- ust inn í Ameríku. Innrásarhreyfing eins og ör af boga. Eyjaklasar eru á hringrásarflakki. Þrátt fyrir allar skelfingar sem dynja á heim- inum um þessar mundir, hörmungar sem er stundum hreinlega erfitt að hugsa um, þá held ég að mannkynið sé að læra hringrásarflakkið í stað örvar-innrásar. Læra hringrás í stað innrásar. Við sjáum þetta gerast víðar og víðar nú á dög- um, fólk og hópar sem eru á hringrásarflakki í stað innrásarhreyfingar. Vissulega sjáum við ennþá hræðileg dæmi um örvar-innrásir, sprengjuárásir og fjöldadráp en ég held virkilega að þetta sé síðasta flöktandi ljósið á kerti sem er að brenna út. Ég held að mannkynið sé að fjar- lægjast meginlandshugsunina og tileinka sér hugarfar eyjaklasans. Og það skiptir máli. Fram- tíðin er að veði. »En við eðlilegar kringumstæður, þá geisla eyjar í allar áttir. Síðan er það hlutverk og köllun eyja að mynda eyjaklasa. Höfundur er rithöfundur. „Rísóm“, eða rhizome á ensku og frönsku, er myndhverfing fyrir margbreytileika og óendanlega samtengimöguleika allrar hugs- unar, menningar og tungumáls og þekkt hugtak í póststrúktúralisma. Íslensk þýðing á orðinu, í grasafræði, er „jarðstöngull“, en orðið getur jafnframt þýtt „rótarflækja“. Samkvæmt skilgreiningu grasafræðinnar er um að ræða stöngul, yfirleitt neðanjarðar, sem ýmist spírar ofanjarðar eða myndar rætlinga neðanjarðar út frá liðamótahnúð- um. Í útgáfu D&G [Deleuze og Guattari] á „hugtakinu“ skiptir höfuðmáli að rísómið margfaldar sig án æxlunar; þ.e. án „for- eldra“ og þar með, að vissu leyti, án upp- runa. Ákveðið var að halda orðinu óþýddu þar sem D&G stilla því upp sem tvennd- arandstæðu rótarinnar en einkum trésins (sem tákngerir hjá D&G stigveldisbundnar formgerðir og línulega hugsun), í þeim til- gangi að afbyggja tvenndina; „rætlingar“ eða annað álíka „rætt“ orð dugar ekki því rí- sómið er í raun andstæða rótarinnar, stólp- ans – og einnig stöngulsins. Rísómið er órætt eða óendanlega margrætt; það af- byggir stigveldi, grefur undan forræði, myndar óvænt tengsl og framleiðir flóttalín- ur undan valdaformgerðum, bælingu og kúgun sem hindra „mikilvægustu“ tengsl okkar við heiminn: Framleiðslu á þrám. Úr formála Geirs Svanssonar að bókinni Heimspeki verðandinnar – rísóm, sifjar og innrætt siðfræði, ReykjavíkurAkademían, 2002, Atviksbók. Rísóm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.