Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Hermann Stefánsson hermannstefansson@yahoo.com ! Bækur brenna illa, segir gal- isíski rithöfundurinn Manuel Ri- vas í titli nýjustu skáldsögu sinn- ar, Os libros arden mal. Maður hefði ekki haldið að þetta væru orð að sönnu, bækur hafa jú reynst ágætur eldsmatur í gegn- um tíðina, ekki síður en gömul timburhús. Það nægir að nefna bókasafns- brunann í Alexandríu, eldinn í Kaup- mannahöfn og bækurnar í bókasafninu í Bagdad sem brunnu hér um árið. Og varla er eldsneytið minna þegar um er að ræða bók upp á hátt í átta hundruð síður með slíkan titil. Rivas er þekktur höfundur og hefur unnið jöfnum höndum að smásögum, ljóðum, blaðamennsku, esseyjum skáld- sögum og nóvellum. Bókin kom nýlega út í spænskri þýðingu og hlaut bókmennta- verðlaun sem kölluð eru Bók ársins 2006 og veitt af bóksölum. Þetta er söguleg skáldsaga í einhverjum skilningi þeirra orða. „Bókmenntir eiga að fara inn í myrku herbergin og þær eiga aldrei að þegja,“ segir Rivas í nýlegu við- tali. Eitt af sögusviðum bókarinnar er hafnarbakkinn í borginni A Coruña þar sem haldin var bókabrenna árið 1936. En þetta er kúnstug bók, ef ekki beinlínis eld- fim, blanda af mörgum bókmenntagrein- um, söguskoðun, heimildum og heim- ildaleysi og ekki síst ljóðrænu. Raunar hefur Rivas hingað til verið þekktastur fyrir ljóðrænar nóvellur á borð við Tré- smíðablýantinn sem hafa sumar verið kvikmyndaðar. Hvers vegna skrifar hann skyndilega svo mikla bók eins og Bækur brenna illa? Er ekki einhver fágæt og fal- leg glópabjartsýni við það að skella slíkum doðranti í loga samtímans og nefna um leið að bækur séu ekki góður eldsmatur? Skáldsaga Rivasar sló í gegn og er um þessar mundir nefnd hin nýja mikla skáld- saga Galisíu, héraðsins á Norðvestur- Spáni. Rivas er að sjálfsögðu Íslandsvinur eins og allir, þetta er krúttland. Manuel Rivas kom hingað fyrir nokkrum árum og nefnir stundum Ísland í bókum sínum og í blaða- pistlum; fyrstu viðbrögð hans við Íraks- stríðinu sem braust út skömmu síðar voru þau að birta ljóð um íslensku lóuna í dag- blaðinu El Mundo. Ég hitti hann sem snöggvast þegar hann kom og muni ég rétt spurði hann einmitt einn af gestgjöfum sínum mikið út í lóuna. Gott ef hann glós- aði ekki eitthvað niður í stílabók í göngu- ferð sem mig minnir endilega að hafi legið um Lækjargötu og Austurstræti, framhjá húsunum sem brunnu á dögunum. En það er bókabrenna spænskra fasista sem Rivas fjallar um í skáldsögu sinni Bækur brenna illa. Eftir útkomuna er nán- ast eins og hann hafi brennt sig á ritun þessarar skringilegu bókar, hann talar um að bókin hafi heltekið sig, talar um níu mánaða samfleyttar setur og andvökur. Hann segir að veita þyrfti bókum ákveðin réttindi svo að höfundar beiti þær ekki of- beldi; það er til höfundarréttur en verkið á engan rétt í umgengni sinni við höfund sinn. Á tímabili segist Rivas hafa þurft að skilja að borði og sæng við bók sína þar sem hann fór svo illa með hana. Hann talar eins og iðrunarfullur ofbeldisseggur. Mað- urinn er auðvitað í og með að fíflast. Ein- hverjar sáttir munu hafa náðst í málinu eftir útkomu bókarinnar, spænskur pistla- höfundur lagði til nálgunarbann á bók og höfund. Hvað var það sem knúði Rivas til slíkra verka gagnvart sárasaklausum texta – kannski þetta sem kallað er saga og getur búið í bókum? – og hvernig er annað hægt en að taka undir með upplitsdirfsku Rivas- ar og fullyrðinguna að bækur brenni illa? Rivas hefur vafalaust ekkert gott af þess- ari velgengni ef út í það er farið og það er engin leið að vita hvað eldurinn tekur næst. En það eru ekki bækur sem brenna. Elds- matur UPPHRÓPUN Eftir Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com A llt sem sólin skín á varpar skugga. Meira að segja „borg- araleg hugmyndfræði“ á sér skugga. „Borgaraleg hug- myndafræði“ er að vísu fremur gamaldags orðalag, minnir helst á rokk á byggðasafni, en er hér notað vegna skorts á nútímalegra heiti yfir það sem ekki er hægt að gagnrýna, hinn gefna umræðugrund- völl, topplyklasett hugarfarsins. Í aðdraganda kosninga blómstrar borgaraleg hugmynda- fræði, raunar mætti segja að einstök natni sé nú höfð við að fóstra gefnar hugmyndir en á meðan liggja blæbrigðin eins og arfi í bing og fara í söfnunarhauginn. Tvennt einkennir þessar skrautrósir öðru fremur. Þær gera alltaf á ein- hvern hátt tilkall til þess að vera afsprengi skyn- seminnar og þær telja sig alltaf á einhvern hátt sannleikanum samkvæmar. En líkt og í nið- urlensku málverki frá endurreisnartímanum er ekkert eins og það sýnist í hallargarði hug- myndafræðinnar. Verðlaunarunninn er morandi í lygalús. Það nagar dularfullur óskynsemis- ormur ræturnar. Hið gegnheila og massífa er bara spónlagt. Fjölmiðlar eru sterkustu stoðir hins gefna og óskeikula. Einmitt vegna þess að fjölmiðlar halda að þeir séu vatnsveitur hins margradda lýðræðis eru þeir það ekki. Þótt fólk fái að senda þeim bréf þar sem það ræðir kosti höfuðbeina- meðferðar eða bendir á að enn sé ómalbikaður spotti eftir af leiðinni yfir Þverárfjall er hin raunverulega hugmyndafræði ósnortin af þessu „lýðræði“. Blaðamennirnir skrifa aldrei í stíl sem storkar hinu gefna. Þeir skrifa straumlínu- lagað raunsæi af því að þeir halda að þannig sé dregin upp „sönn“ mynd af því sem gerist. Auð- vitað er það ekki þannig. Það sem stendur í blöð- unum, er sagt í útvarpinu og sýnt í sjónvarpinu eru bara frásagnarhefðir, jórtur úr sjálfgefinni vömb. Þótt einhvers staðar í heimi gagnrýn- innar hafi verið sagt og skrifað að „framfarir“ séu ekki leiðarlýsing fyrir framtíðina hefur greinilega enginn heyrt af því á fjölmiðlum. Þar stefnir allt að hinu allra besta. Hápunkti þess söngs ná leiðarar Fréttablaðsins þar sem marg- radda kór ritstjórnarinnar syngur um síbatn- andi heim, og kannski með réttu, en þótt slíkar fullyrðingar virki glannalegar án farða þarf eng- inn að velkjast í vafa um að fjölmiðlar stefna aldrei í aðra átt en fram. „Þú skalt samt fram,“ orti Hannes Hafstein og það er sem sá mikli óð- ur til „álfu vorrar yngsta lands“ hljómi enn um allar grundir: Allt bendir fram til betri heims og á þeim framavelli stendur umræðan. En hvað er „fram“ í markaðssamfélagi? Það er meira af öllu. Aldrei skal maður hætta að minna sig á að það sem drífur slíkt samfélag áfram er umframframleiðsla á öllum hlutum. Manni hættir til að gleyma því einfaldlega vegna þess að það er svo „skynsamt“ og „satt“. En af því að borgaraleg hugmyndafræði er ekki sönn, heldur óskynsamt „konstrúkt“ sem felur raun- verulegt vald samfélagsins, þá er sífelld aukning velsældarinnar – og þar með útbreiðsla hennar til allra laga samfélagsins – stöðugt áhyggjuefni. Hvernig má það vera? Ef aukning alls er góð og raunar það sem helst drífur einstaklingana áfram, af hverju starfa þá ógnarkraftar að því að bremsa hana niður og jafnvel stöðva alger- lega með „mjúkri lendingu“? Af hverju er hið augljósa „fram“ ýmist „áfram“ eða „framaf“? Hugmyndafræðin (sem hér er rætt um eins og hún sé eins konar skepna, líklegast tuddi) felur þessa vandræðalegu mótsögn með því að nýta sér uppgötvun eins af sínum nafntog- uðustu upphafsmönnum, nefnilega sjálfs Benja- míns Franklín. Til er hugmyndafræðilegur eld- ingavari sem jarðtengir háspennu mótsagnarinnar svo hún skaði engan og skilji fólk og byggingar eftir í heilu lagi; brakar að vísu hátt með heljar skruggu. Hugmynda- fræðin teiknar upp skugga og líkt og barna- skari í afmæli sem hugfanginn mænir á gæsir og kanínur og hunda og önnur íslensk húsdýr lifna í höndunum á færum meistara með lampa- ljós að vopni þá gónum við opinmynnt og gleymum um leið að eitt rekst á annars horn. Okkur eru sagðar sögur af afneitun og þjáningu og að í þeim séu fólgin gildi sem okkur ber að virða og líta upp til, ekki af því að afneitun og þjáningar séu svo skynsamar (hvernig getur þjáning verið skynsöm og sönn?), heldur af því bara. Það að röksemdafærsluna skortir sannar gildið því fyrir vikið er engin ástæða til að rök- ræða það. Þannig líta meistarastykki hug- myndafræðinnar út. Af þeim sökum er það staðreynd að íþrótta- fréttir fjalla alls ekki um íþróttir. Íþróttafrétt- irnar eru þarna vegna þess að þær eru skuggi borgaralegrar hugmyndafræði og eldingavari hennar og algerlega nauðsynlegar sem slíkar. Þar gefst gullið tækifæri til að fjalla um heim sem er handan lögmála skynsömu og sönnu borgaralegu hugmyndafræðinnar, án þess að hrófla við henni eða gagnrýna hana opinskátt. Hvergi í fjölmiðlum er fjallað jafn mikið um endimörk og niðurlægingu og þar. Íþróttir fjalla nefnilega ekki um sigur. Þær fjalla um stöðuga niðurlægingu. Arsenalaðdáandinn Nick Hornby orðar þetta vel í bókinni Fótbol- tafár: Það er ekki gleðin sem rekur fótboltaáh- angandann á völlinn, það er örvæntingin og reiðin. Stuðningsmenn liðanna ausa úr skálum reiði sinnar yfir leikmennina. Þeir formæla þeim og úthúða þeim, enda eru þeir sviknir hverja einustu helgi. Líf áhangandans er veg- ferð vonbrigða og niðurlægingar. Að sama skapi er líf íþróttamannanna stöðug keyrsla á vegg hins óhjákvæmilega. Þeir ætla fram en efnið í skrokknum á þeim svíkur þá. Hver ein- asti íþróttakálfur er litanía slitinna krossbanda, snúinna ökla, hnéspeglana, axlameiðsla, nára- tognunar, aðgerða og meiðslatímabila – „ljóst er að hann verður frá keppni næstu mánuðina að minnsta kosti“. Það er ekkert fram. Það er enginn sigur. Í deild með 25 liðum getur aðeins eitt unnið. Hin tapa. Íþróttamennirnir verða allir sem einn að kveðja völlinn meiddir og lask- aðir. Við erum ekki stödd í heimi framþróun- arinnar. Við erum stödd í heimi vonbrigðanna. Og bendifingur hugmyndafræðinnar segir: Og þið haldið virkilega að allt stefni fram? Eftir það er maður tilbúinn í allar mjúkar lendingar heimsins. Ætli maður sleppi því ekki að end- urnýja bílinn í vor? Reuters Engin framför „Hver einasti íþróttakálfur er litanía slitinna krossbanda, snúinna ökla, hné- speglana, axlameiðsla, náratognunar, aðgerða og meiðslatímabila – „ljóst er að hann verður frá keppni næstu mánuðina að minnsta kosti“. Það er ekkert fram. Það er enginn sigur.“ FJÖLMIÐLAR »Við erum ekki stödd í heimi framþróunarinnar. Við erum stödd í heimi vonbrigðanna. Og bendifingur hugmyndafræð- innar segir: Og þið haldið virki- lega að allt stefni fram? Á maður að endurnýja bílinn í vor? Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins að ég hefði verið eins þunglynd í sól og blíðu. En svo er líka spurning hvort ég skynjaði veðrið verra vegna þess að ég var ekki í jafnvægi. Ég er mikil sveiflumanneskja og ef ég er full af sjálfstrausti þá er rok bara alveg æðislegt og rigning og þungbúið eða allt sem mundi setjast í höfuðið á mér ef ég væri í einhverri lægð. Það hefur mikil áhrif á mig. Ef ég er í góðum gír þá líður mér vel í snjókomu. Það er til dæmis það besta sem ég veit að vera í sundi í skafrenningi og byl. Að synda alveg eins og vitlaus og fara svo í heita pottinn. Að finna þessa öfga, hitann og kuldann. En svo kannski vakna ég einn daginn og það er svoleiðis veður og það er fráhrindandi. Það er erfitt að átta sig á þessu samspili geðs og veð- urs. Mér finnst yndislegt veður sem heitir held ég í veðurfréttunum gráð, það á við um sjólagið og er næsti bær við logn. Þá er einmitt svo frábært að fara og róa. Stillt veður. En það er einmitt lýsing á hinu góða andlega ástandi. Þetta kyrra. Og alveg eins þoka. En kyrrt. En svo er líka áskorun í brjáluðu veðri ef maður er þann- ig stemmdur. Anna Sigríður Gunnarsdóttir Þetta er brot úr viðtali sem var tekið fyrir bókina Weather Reports You / Veðrið vitnar um þig fyrir Roni Horn (Útgefandi: Artangel/ Steidl) og VATNASAFN / LIBRARY OF WA- TER. Veðrið vitnar um þig er safn veðurfrá- sagna frá Íslandi. Vilt þú senda inn frásögn? Farðu á www. vatnasafn.is/vedur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.