Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 3 lesbók Eins og bandarískar konur segja „Well“ segja franskar konur „Bon“. „Waho“ segir indíánakonan, það er eins konar skipun sem hún hnýtir aftan við setningar sín- ar til að gefa til kynna að þeim sé lokið. Allir rauðskinnar verða hnuggnir á svip þegar einhver ber fram spurningu. Sannleikurinn er nefnilega sá að indíánakona myndi aldrei spyrja eina af systrum sínum: „Trúir þú á guð?“ eða „Getur þú magnað seið?“ því fyrir indíánum fela spurn- ingar alltaf í sér móðgun. Og kvenguðinn sem kölluð er Wakon brosir, því viskan lýsir upp huga hennar. Hún svarar líka hvort sem er bara fiðlunni sinni, sérstaklega þegar um trúmál er að ræða! Hún hneigir höfuðið í sífellu eins og hún muni ekki unna sér hvíldar fyrr en hún hafi sýnt hljóðfærinu sínu þá virðingu sem því ber, hljóðfærinu sem hún elskaði á sama tíma og hún kynntist ástinni. Og jafnvel þótt hún myndi aldrei sýna af sér ófágaða framkomu án þess að skammast sín heldur hún stöðugt áfram að hneigja höfuðið sem tákn um frelsun, því indíánakonan er frjáls þótt hvíti maðurinn vilji helst hrekja hana burt. Eins og bandarískir karlmenn segja „Well“ segja franskir karlmenn „bon“. „Waho“ segir indíáninn. Wakon byrjaði að læra á fiðlu þegar hún var fimm ára gömul, þegar hún er ellefu ára fær hún hugljómun, svo loks sautján ára fer hún til Bandaríkjanna þar sem hún hlýtur inngöngu í besta skólann, þann sem kennir fólki að verða það sem það er fyrir. Hún æfir sig tímunum saman, kennararnir hlusta á hana og koma stundum með tillögur. Samt sem áður er erfitt að vera langt í burtu frá sínum nánustu. Þegar dapurleikinn hellist yfir stúlkuna getur hún sem betur fer klætt sig í appelsínugulan frotteslopp með löngum og víðum hvítum ermum. Það kallar fram í huga hennar minningar um það hvernig móðir hennar var vön að fela fyrir henni handavinnuna sína þegar hún kom heim úr skólanum … Þá fyllast augu henn- ar tárum og hún snýr sér aftur að hljóðfærinu sínu eftir að hafa borðað allt sem byrjar á „d“ eins og diet og drukkið kaffi. Á sama tíma lætur hún sig dreyma um sushi eða uppáhalds- réttinn sinn, „indian coconut curry“ sem er búinn til úr kókósmjólk, engifer, grænmeti og kjúklingi. Þegar bandarískar konur segja „Well“ segja franskir karlmenn „Bon“. „Waho“ segir indíánakonan til að setja punktinn aftan við mál sitt, hún hefur ákveðið að meina ekki framar neinu að orka á skynfæri sín og tilfinningar eftir að hafa leikið einleik á fiðlu í 90% raka uppi á þilfari á siglingu um Amasónfrumskóginn, þar sem margs konar áfeng lykt fyllir vitin, bananatré blasa hvarvetna við og alls kyns keimur vaknar í munni, svo auð- mjúk frammi fyrir þessum risavöxnu trjám, en einn bróðir hennar, indíáni frá þessum slóðum, játar fyrir henni að hann pressi úr þeim vökva sem má vinna úr lyf á borð við aspirín, ýmis sýklalyf og kannski meira að segja víagra, svo Wakon getur ekki annað en brosað í laumi og hún hneigir höfuðið eins og hún er vön, hún hugsar um tóninn sem Beethoven skapaði og nær í mikilfengleika sínum að tengjast alheiminum og færir, um leið og hann þjakar sálina, ind- íánakonunni óskorað vald, þessari konu sem orðin er fiðluleikari, Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Íslensk þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Frönsk menningarhátíð, Pourqoui pas? Franskt vor á Íslandi. Wakon, rödd-hins-mikla-anda- sem-talar-frá-skýjunum „Portrett úr orðum“ eftir Stéphanie Cohen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.