Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 9
að allur ferill Bogart er sem undirbúningur fyrir hin dramatísku umskipti á persónu Rick. Bogart hafði lengi leikið hlutverk gallharðra glæpamanna sem létu ekki skipa sér fyrir verkum, fóru eigin leiðir og/eða sviku félaga sína. Mætti nefna hér myndir eins og Bullets or Ballots (1936), Angels with Dirty Faces (1938) og The Roaring Twenties (1939). Í þess- um myndum fór Bogart með mikilvæg auka- hlutverk en í brennidepli voru helstu stjörnur mafíósamyndanna Edward G. Robinson og James Cagney. Þetta er jafnframt týpan sem hann lék í fyrsta stóra hlutverki sínu – „óði hundurinn“ Roy Earle í High Sierra (1941). Bogart sló svo í gegn í frumraun John Huston The Maltese Falcon (1941) sem einkaspæjarinn Sam Spade. Þótt Bogart sé þar ekki lengur krimmi heldur eigi í höggi við skrautlegan flokk glæpamanna er Spade enginn engill. Hvað eftir annað á hann í höggi við lögregluna, heldur við eiginkonu samstarfsmanns síns og hikar ekki við að senda ástkonu sína, leikna af Mary Astor, í gálgann. Þetta er hinn harði og eigingjarni Rick í Casablanca allt þar til hann ákveður að fórna sér fyrir Ilsu og málstaðinn. Umskiptin voru slík að þessi helsti óþokki Warner-kvikmyndaversins lék ekki aftur krimma á þeirra vegum og reyndar ekki einn slíkan fyrr en undir lok ferils síns rúmum ára- tug síðar. Framan af komu ýmsar leikkonur Warner til greina, þ. á m. Astor, í hlutverk Ilsu en á end- anum var ákveðið að skipa hlutverkið evr- ópskri leikkonu. Eftir mikið samningsþóf sam- þykkti sjálfstæði framleiðandinn David O. Selnizck að lána Warner Ingrid Bergmann – leikkonu með alls ólíkan bakgrunn en Bogart. Claude Rains og Paul Henreid voru einnig skipaðir í lykilhlutverk, og Peter Lorre og Sydney Greenstreet fylgdu Bogart úr Möltu- fálkanum. Conrad Veidt, þekktastur fyrir túlk- un sína á svefngenglinum Cesare úr Das Cab- inet des Dr. Caligari (1920), lék nasistann ógeðfellda Strasser. Dooley Wilson var ráðinn í hlutverk Sam, en um tíma stóð til að persónan yrði kona og var í því samhengi rætt um söng- konurnar Lenu Horne og Ellu Fitzgerald (kyn- þátturinn skipti semsagt meira máli en kynið). Ef leikaravalið tók sífelldum breytingum fyrir upptökur var sí og æ verið að breyta og þróa handritið eftir að upptökur hófust – t.a.m. hafði enginn hugmynd um hvernig Casablanca myndi enda (og kannski í takt við ástandið í heiminum þar sem óljóst var hverjir myndu hafa betur í stríðinu). Fyrir handritinu eru skráðir Howard Koch og Epstein-bræðurnir Julius J. og Philip G., en margir fleiri munu hafa komið að samningu þess. Sjálfur framleið- andinn Wallis á að hafa bætt við lokalínunni frægu þar sem Rick segir – „Louis, I think this is the beginning of a beautiful friendship“ – löngu eftir að tökum lauk.1 Rannsóknarstofa í textatengslum Eftir á að hyggja er það næstum sem hreinar tilviljanir hafi ráðið mestu um hversu vel til tókst, en ekki skipulag og fagkunnátta stúd- íókerfisins. Ítalski rithöfundurinn og táknfræð- ingurinn Umberto Eco hefur raunar haldið því fram að Casablanca sé ekki ein mynd heldur margar, og það útskýri að einhverju leyti vin- sældir hennar. Með því á hann ekki við þá gamalkunnu klisju að í myndinni sé að finna eitthvað fyrir alla heldur að ein helsta ánægja við að horfa á myndina sé að greina ofgnótt kunnuglegra stefja og erkitýpa. Hann tekur sem dæmi að þegar á fyrstu tveimur mínútum myndarinnar séu kynntar til sögunnar fimm kvikmyndagreinar: Ævintýramyndin, frétta- myndin, flóttamannamyndin, alþjóðlegi þrill- erinn og mynd föðurlandsástar. Vissulega styðst Eco við þröngar greinaskilgreiningar en hann á líka eftir að bæta við tugum annarra greina/frásagnamynstra er á líður myndina. Enda er Rick sjálfur margklofinn persónuleiki: ævintýramaður sem hræðist ekkert, við- skiptamaður sem orðið hefur ríkur á eigin verðleikum, harður nagli úr mafíósamyndum, háðfugl, hetja í anda Hemingways, drykkju- maður sem fær uppreisn æru og svikinn elsk- hugi.“2 Kjarna þessarar skemmtilegu greiningar Eco er að einhverju leyti að finna í sjálfum vinnuaðferðum Hollywood en bæði stjörnu- og greinakerfið miðaðist að því að endurtaka þætti er höfðuðu til áhorfenda. Tökum dæmi. Í greiningu sinni á Casablanca bendir kvik- myndafræðingurinn Dana Polan á að niðurlag myndarinnar sé með eindæmum opið og með öllu óvíst hvað verði úr þessari nýfengnu vin- áttu Rick og Louis.3 Svarið við því er að ein- hverju leyti að finna í Passage to Marseille (1944) sem er ljóslega ætlað að fylgja eftir vin- sældum Casablanca. Michael Curtis leikstýrir sem fyrr, en í myndinni fer Bogart fyrir harð- svíruðu krimmagengi (og er Lorre meðal með- lima þess) sem tekur höndum saman við Rains, sem leikur á ný höfuðsmann, þegar Green- street, sem skuggalegur majór, ætlar að selja skipið þeirra í hendur Vichy-stjórnarinnar. Í framhaldi verða Bogart og félagar flugmenn undir stjórn Rains og láta sprengjunum rigna yfir Þýskaland. Þetta er eitt mögulegt svar við því hvað verður um vináttu Rick og Louis. Ac- ross the Pacific (1942) er sem bræðingur úr The Maltese Falcon og Casablanca (frumsýnd þeirra á milli) þar sem Bogart í hlutverki dul- búna svikarans Rick (Leland en ekki Blaine) og Astor taka nú höndum saman og sigrast á nasistanum Greenstreet. Og To Have and Have Not (1944) er síður aðlögun á samnefndri sögu Ernest Hemingway en endurgerð Casa- blanca, þar sem Bogart gengur í gegnum ná- kvæmlega sama umskiptaferli og í Casablanca nema hvað að borginni hefur verið skipt út fyr- ir Martinique-eyju. Endurvinnsla kunnuglegra stefja úr vinsæl- um myndum með þessum hætti var hluti af vinnulagi kvikmyndaverana á stúdíótímabilinu, og hvað það varðar er Casablanca ekkert ann- að en dæmigerð. Sérstaða hennar er að stefin úr henni eru endurunnin í dag ekki síður en fyrir sextíu og fimm árum. Auk hvers lags al- mennra tilvísana í myndina hefur verið reynt að endurvekja hana í teiknimynda- og sjón- varpsformi (með litlum árangri þó). Árangurs- ríkari var írónísk nálgun Herbert Ross í Play It Again, Sam (1972) þar sem Woody Allen naut aðstoðar Rick við að leysa úr marg- víslegum tilfinningakrísum. Í augum margra kjarnar Casablanca framar öðrum myndum hið klassíska skeið Hollywood og því kannski eng- in furða að Soderbergh skyldi einmitt beita henni til viðmiðunar í tilraun sinni til að fram- kalla tímabilið í The Good German. Það er auð- velt að taka undir með Eco þegar hann lýsir Casablanca sem gríðarmikilli rannsóknarstofu í textatengslum – og ætli hún stækki ekki ár frá ári.  1 Um framleiðslusögu Casablanca má lesa t.a.m. í Thomas Schatz. The Genius of the System: Hollywood Filmmaking in the Studio Era. (New York: Henry Holt and Company, 1988), bls. 314-17, og Richard Sklar. City Boys: Cagney, Bog- art, Garfield. (Princeton: Princeton University Press, 1992), bls. 137-43. 2 Umberto Eco. „Casablanca: Cult Movies and Intertextual Collage,“ í Travels in Hyperreality. (London: Picador, 1986), bls. 197-211. 3 Dana Polan. „Casablanca: The Limitless Potentials and Po- tential Limits of Classical Hollywood Cinema, í Film Analys- is, ritstj. Jeffrey Geiger og R. L. Rutsky. (New York: W. W. Norton & Company, 2005), bls. 371. Höfundur er lektor í kvikmyndafræðum við Háskóla Íslands. » Eftir á að hyggja er það næstum sem hreinar tilviljanir hafi ráðið mestu um hversu vel til tókst, en ekki skipulag og fagkunn- átta stúdíókerfisins. Ítalski rithöfundurinn og táknfræðingurinn Umberto Eco hefur raunar haldið því fram að Casablanca sé ekki ein mynd heldur margar, og það útskýri að einhverju leyti vin- sældir hennar. ræður, Humphrey Bogart og Umberto Eco MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.