Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2007, Blaðsíða 15
Ljóðið skrifaði ég síðasta vetur. Áhuginn fyrir íkornum á örugglega rætur sínar að rekja í Andrésar andar blöðin og hrafninn er eins og skuggi manns hér á Íslandi. Síðasta vetur fluttu skv fuglafræðingum mjög margir hrafnar til Reykjavíkur. Svo fór ég til útlanda í nokkra daga og fylgdist þá pínulítið með íkornum. ef við værum íkornar í skógi mundum við eta sveppi vafða rúkkólagrasi snigla með ræningjablómum ég veit það ekki sólsteiktar hnetur jarðarber og hindber á rósarblöðum með grænum stilkum við mundum búa í holu leggja okkur eftir desertinn hlusta á ugluvæl og laufin hlaup dádýrs á brothættum leggjum við breiðum yfir okkur rautt teppi íkornatærnar stinga sér útfyrir það værum við hrafnar í reykjavík mundum við eta kríuegg hundasúrur í pulsubrauði franskar kartöflur rababara ormasultu síld í þara kúmenpoppkorn lambatær með þingholtskóngulóarblóði vindsaltaða rottuhala ég veit ekki meir við mundum búa í gaddavírsgyrtu hreiðri á hárri syllu hlusta á óminn í tómu dósunum kríunum flugvélunum sem hefja sig til lofts svo skín í bert brjóstið eftir desert bláber og blóðbergste sofnum við í rauðum svefnpoka Ljóðabækur eftir Kristínu Ómarsdóttur: Í húsinu okkar er þoka (1987), Lokaðu augunum og hugsaðu um mig (1998), Sérstakur dagur (2000), Inn og út um gluggann (2003), Þerna á gömlu veitingahúsi (2003), Jólaljóð (2006) Ljóðskáldið | Kristín Ómarsdóttir fædd í Reykjavík 1962 íkornar og hrafnar Morgunblaðið/Kristinn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 15 Morgunblaðið/Eyþór Stefán Máni Sá sem ekki engist um af andlegri kvöl á meðan sýningu Rope eftir Hitchcock stendur er andlegt ofurmenni af verstu sort, segir Stefán Máni. þann þriðja af þeirri einföldu ástæðu að þeir geta það og þá langar til þess. Sem forleik að myndinni mæli ég með að fólk lesi sér til (t.d. með hjálp Google) um dáðadrengina Leopold og Loeb, sem trúlega eru fyr- irmyndir félaganna í Rope. Í myndinni, sem er hæg, sterk og dáleiðandi, er að finna stórkostleg samtöl, stórar spurningar, sálar- angist og hreinræktaða siðblindu. Sá sem ekki engist um af andlegri kvöl á meðan á sýningu stendur er andlegt ofurmenni af verstu sort. Stefán Máni rithöfundur. Gláparinn Af og til slysast maður til að sjá bíómyndsem nánast breytir lífi manns. Ég sá eina slíka um daginn: Rope eftir meistara Hitchcock. Handritið er byggt á leikriti sem er greinilega undir áhrifum frá sögunni The Tell Tale Heart eftir E.A. Poe, í bland við pælingar Nietsches og hrollkaldan nihil- isma. Þessi blanda er görótt, svo ekki sé meira sagt! Sviðsmyndin er uppaíbúð í stór- borg (held London eða N.Y.) og sagan segir frá tveimur ungum mönnum sem drepa Lesarinn Það var á þessum löngu einmanalegu ár-um sem þráin eftir frelsi minna manna varð að þrá eftir frelsi allra manna, hvítra jafnt sem svartra. Ég var sannfærður um að það var alveg jafn nauðsynlegt að frelsa þá sem að kúguðu aðra og hina sem voru kúg- aðir. Sá sem sviptir annan mann frelsinu er sjálfur fangi hatursins, hann er umlukinn rimlum þröngsýni og fordóma. Sá sem svipt- ir mann frelsinu er jafn ófrjáls og sá sem sviptur er frelsi. Þá er búið að ræna mann- gæskunni bæði frá þeim sem kúgar og þeim sem er kúgaður.“ (Long walk to freedom, eftir Nelson Mandela. Lauslega snarað af LV.) Ég hef verið að glugga í þessa bók öðru hverju síðasta árið því hún er of löng til að lesa í striklotu. Hún er leiðarvísir um það hvernig hægt er að sætta stríðandi fylkingar með kærleikann sem skjöld og fyrirgefn- inguna að vopni. Linda Vilhjálmsdóttir skáld. Linda Hún hefur verið að glugga í Long walk to freedom eftir Nelson Mandela.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.