Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 4
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is V inur minn, Lárus Ýmir Óskarsson, sem hafði ver- ið í Svíþjóð, átti kunn- ingjakonu sem varð síðar aðstoðarleikstjóri. Hún smyglaði bara ljósmynd af mér inn í bunka af leik- urum sem verið var að skoða. Tarkovsky fór yfir þann bunka og vildi svo fá að tala við þennan Íslending. Ég held að það hafi verið út af því að ég var svo freknótt,“ segir Guðrún og hlær. „En svo fór ég til Svíþjóðar til að tala við hann. Þetta var bara smá viðtal, ég var ekki látin leika neitt. En þetta var svolítið und- arlegt því ég hafði aldrei leikið í bíómynd áð- ur þannig að þetta var allt mjög lærdóms- ríkt.“ Tökur á The Sacrifice hófust í maí árið 1985 og stóðu yfir í um það bil þrjá mánuði. Stærstur hluti myndarinnar var tekinn á Gotlandi þótt einhverjar senur hafi verið teknar í myndveri í Stokkhólmi. Bergman fylgdist vel með öllu Ekki er langt að fara frá tökustað mynd- arinnar á Gotlandi yfir til eyjarinnar Fårö þar sem Ingmar Bergman bjó en sonur hans, Daniel, vann við The Sacrifice. „Hann ýtti myndavélinni, en þurfti alltaf að fara heim um helgar til að gefa skýrslu. Bergman fylgdist nefnilega mjög vel með öllu, við vissum það í gegnum strákinn,“ seg- ir Guðrún, sem telur að Bergman og Tar- Það sem einn maður Maðurinn með ljáinn Tarkovsky á tökustað á Gotlandi. Enginn á tökustað vissi af alvarlegum veikindum leikstjórans sem lést skömmu eftir að The Sacrifice var fumsýnd. „Ég verð oft voðalega leið yfir RÉTT rúm 20 ár eru liðin frá því The Sacri- fice, síðasta kvikmynd rússneska leikstjórans Andrei Tarkovsky, var frumsýnd. Myndin ber þess glögg merki hversu mikla virðingu Tarkovsky bar fyrir sænska leikstjóranum Ingmar Bergman sem lést fyrir tæpum tveim- ur vikum síðan. The Sacrifice var tekin á eyj- unni Gotlandi þar sem Bergman hafði tekið nokkrar af sínum myndum, en auk þess lék Erland Josephson aðalhlutverkið og Sven Nykvist var kvikmyndatökumaður, en báðir höfðu þeir mikið unnið með Bergman. Guðrún Gísladóttir lék eitt af aðalhlutverk- unum í The Sacrifice, en það var hennar fyrsta kvikmyndahlutverk. Hún segir hálf- gerða tilviljun hafa ráðið því að hún fékk hlutverkið. Morgunblaðið/Kristinn 4 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók kovsky hafi verið í einhverju sambandi á meðan á tökum myndarinnar stóð. „Ég held að það hafi verið í einhverju svona sendinga-formi, ég held að þeir hafi hins vegar ekkert verið að hittast. En þetta var náttúrulega allt fólkið hans sem var að vinna við myndina. Fólkinu fannst Tar- kovsky undarlegur maður og þau voru stund- um svolítið hneyksluð á honum. Til dæmis að hann skildi alltaf vera að breyta handritinu, það fór mjög í taugarnar á Svíunum. Við vor- um líka allt sumarið að þessu því suma daga var ekkert tekið, oftast út af sólskini sem hann vildi ekki hafa í myndinni. Eini maðurinn sem var alveg þolinmóður var Nykvist, hann sagðist læra af Tarkovsky og vildi því ekki æsa sig. Tarkovsky var alltaf á myndavélinni á æfingum, alveg þangað til í tökunni sjálfri þegar Nykvist tók við. Svíun- um fannst að Nykvist ætti að verða reiður en hann varð það aldrei. Sumar kerlingarnar kölluðu Tarkovsky hins vegar litla Rússa- djöfulinn. Hann gerði nefnilega engar mála- miðlanir, ef það var eitthvað sem hann vildi þá var það gert þannig, jafnvel þótt honum væri sagt að það væri ekki hægt. Þá var bara flogið til Ítalíu til að spyrja einhverja pen- ingamenn og við biðum á meðan. Það hefur örugglega verið frekar dýrt að hafa okkur öll þarna.“ Guðrún segir að á tökustað hafi jafnvel verið gert grín að nánu sambandi Tarkov- skys og Bergmans. „Tarkovsky þurfti einu sinni að fara til Ítalíu á meðan á tökum stóð. Það þurfti að taka eina einfalda töku af Er- land á meðan hann var í burtu og Bergman spurði hvort hann ætti ekki bara að koma og taka hana. Þótt þetta væri smá grín þá viss- um við öll að hann langaði að vera þarna. Hann hefði náttúrulega átt að koma, í stað- inn fyrir að láta strákinn sinn vera að njósna. En fólkið sem vann við myndina bar ótta- blandna virðingu fyrir Bergman og ég held að á sínum tíma hafi hann hreinlega ráðið öllu menningarlífi í Svíþjóð. Þar var ekkert gert án þess að hringja og spyrja Bergman fyrst.“ Leikstýrði manni með augnatillitinu The Sacrifice fjallar um Alexander, leikara sem kominn er á eftirlaun. Hann ákveður að halda upp á afmælið sitt ásamt nánustu vin- um sínum og ættingjum á heimili sínu uppi í sveit. Skyndilega berast óljósar fregnir um yfirvofandi kjarnorkustyrjöld; heimsendaspá virðist við það að rætast og mikil skelfing grípur um sig í hópnum. Alexander snýr sér að Guði og lofar honum að fórna öllu því sem honum er kærast, þar á meðal vinum sínum og fjölskyldu, ef Guð kemur í veg fyrir styrj- öldina. Þegar Alexander vaknar daginn eftir er allt fallið í ljúfa löð og hættan liðin hjá. En loforðið við Guð stendur þó enn. Guðrún fer með hlutverk Maríu, íslenskrar stúlku sem býr nærri heimili Alexanders. Ákveðin dulúð hvílir yfir persónu hennar og á einum stað í myndinni er gefið í skyn að hún sé norn sem komið geti í veg fyrir kjarn- orkustyrjöldina. Guðrún segist hins vegar hafa fengið litlar sem engar upplýsingar um bakgrunn persónunnar. „Það fékk enginn mjög ítarlegar upplýs- ingar um sína persónu, og það var nokkuð sem til dæmis enska leikkonan, Susan Fleetwood, var mjög hissa á. Tarkovsky leik- stýrði manni eiginlega bara með augnatillit- inu, hann vildi ekkert þras um innra líf og það allt saman. Það eina sem ég fékk að vita var að þetta átti að vera mjög trúuð kona. Eftir á fékk ég reyndar að heyra að góð öfl ættu að koma frá Íslandi. Ég veit líka að Tar- kovsky þekkti allar Íslendingasögurnar.“ Dauðinn sveif yfir vötnum The Sacrifice er allt í senn pólitísk, heim- spekileg og trúarleg mynd, en einnig mjög persónuleg fyrir Tarkovsky sem stóð í deilu við yfirvöld í Sovétríkjunum á meðan á tök- um stóð. Nokkrum árum áður hafði hann far- ið ásamt eiginkonu sinni til Ítalíu þar sem hann gerði sína næstsíðustu mynd, Nos- talghia, en þegar tökum var lokið ákváðu þau að snúa ekki aftur til heimalandsins. ha Leikkonan Guðrún segir það hafa verið mikla eldskírn að leika í The Sacrifice.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.