Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2007 7 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Thom Yorke, söngvari breskurokksveitarinnar Radiohead, hefur tekið sér hlé frá upptökum á nýrri plötu hljómsveit- arinnar en upp- tökur hafa staðið yfir að und- anförnu. Ástæð- an er sú að Yorke ákvað að syngja lag með þýska rafdúettn- um Modeselektor og standa upp- tökur nú yfir. Lagið, sem nefnist „The White Flash“ verður á næstu plötu dúettsins, Happy Birthday, sem kemur út í sept- ember. Þeir sem heyrt hafa til segja lagið minna um margt á það sem heyra má á plötunni The Era- ser sem Yorke sendi frá sér í fyrra. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær ný plata Radiohead lítur dagsins ljós en þó er búist við henni á þessu ári.    Meðlimir bandarísku rokksveit-arinnar Pearl Jam og hundr- aða aðdáenda hljómsveitarinnar eru ekki par sáttir við fjar- skiptafyrirtækið AT&T en fyr- irtækið ritskoð- aði útsendingu af tónleikum hljóm- sveitarinnar frá Lollapalooza tón- listarhátíðinni um síðustu helgi. Þegar Eddie Vedder, söngvari sveitarinnar, fór með texta um George Bush við lag hljómsveit- arinnar Pink Floyd, „Another Brick in The Wall“, þaggaði fyr- irtækið niður í honum í útsending- unni. Hljómsveitin sendi frá sér yf- irlýsingu um málið þar sem segir að þetta uppátæki bæði angri þá sem listamenn en ekki síður sem ríkisborgara með grundvallarmann- réttindi. Hljómsveitarmeðlimir segja al- menning hafa miklar áhyggjur af valdinu sem fjölmiðlar og fyrirtæki hafa þegar kemur að því að ákveða hvað almenningur sér og heyrir í gegnum fjarskiptafyrirtæki. AT&T gaf út yfirlýsingu á móti og baðst afsökunar á athæfinu, þetta hefðu verið mistök sem myndu ekki end- urtaka sig og þeir myndu senda tónleikana út óritskoðaða við fyrsta tækifæri. Meðlimir Pearl Jam eru hins vegar að íhuga að birta tónleikana í heild sinni á vefsíðu hljómsveit- arinnar og segjast ætla að vinna að því að koma í veg fyrir slíkar rit- skoðanir á efni sínu í framtíðinni.    Hinn 1. júní árið 1969 laukfrægum mótmælum John Lennon og Yoko Ono gegn ofbeldi, en þá höfðu þau setið í sjö daga í rúmi á hótelher- bergi 1742 á Queen Elisabeth- hótelinu í Mont- real. Mótmælum þeirra lauk með því að frið- arsöngur Len- nons „Give Peace a Chance“ var tekinn upp og þann 27. ágúst næst- komandi verður hann gefinn út í fyrsta skipti á DVD-disk sem mun kallast Give Peace A Song. Á disknum, sem inniheldur rúm- lega 35 mínútur af aukaefni, verða meðal annars klippur úr einka- mynd Lennons og Ono af atburð- inum, viðtöl við marga sem voru með þeim á hótelinu þennan dag, nýtt einkaviðtal við Ono og ferð söngkonunnar Petulu Clark í her- bergi 1742 meðan á mótmælunum stóð. TÓNLIST Thom Yorke Pearl Jam John Lennon Eftir Jón Agnar Ólafsson jonagnar@mbl.is Þegar vel gengur í fyrstu atrennu geturverið þrautin þyngri að fylgja þeim ár-angri eftir. Væntingarnar eru miklar, þóef til vill hafi bara verið um slembilukku að ræða í upphafi og umburðarlyndið er af afar skornum skammti á stundum. Þegar verst lætur dugir ekki einu sinni að gera vel – það dugir ekki einu sinni að gera miklu betur en í fyrstu tilraun. Ef ekki er róið á miðin sem múgurinn væntir er voðinn vís. Það fengu Beastie Boys að reyna svo um munaði hér um árið. Fyrsta skífa Beastie Boys var Licence To Ill, gáskafull rappplata full af glensi og gríni. Skífan sú sló hressilega í gegn þegar hún kom út árið 1986 og reyndist eftirlæti amerískra unglinga þeg- ar slá átti upp teiti í þá daga. Slagarinn Fight For Your Right (To Party!) sat pikkfast í spilun á MTV að eilífu að því er virtist, og Beastie Boys voru um sinn eins konar amerísk, rappandi útgáfa af Mad- ness. Þrjú ár liðu svo uns þríeykið frá Brooklyn, Michael “Mike D“ Diamond, Adam “Ad Rock“ Horowitz og Adam “MCA“ Yauch sendu frá sér nýja skífu. Eftirvæntingin var gífurleg, bæði hjá almenningi og ekki síður hjá öllum jakkafötunum hjá útgáfufyrirtækinu Capitol, en þar á bæ neru baunateljararnir lúkurnar í aðdragandanum því Licence To Ill hafði óforvandis malað gull á báða bóga. Menn bjuggust við enn meiru í þetta sinnið. En það fór á talsvert annan veg en ætlað var. Ekkert er að finna á plötunni um partí, fyllirí og þess háttar táningagáska svo salan lét á sér standa framan af. Ekki hjálpaði upp á þær sakir að plötu- hulstrið sýndi götumynd tekna af ófélegri búð- arholu á Manhattan, nafn sveitarinnar hvergi sýni- legt, nafn plötunnar varla sýnilegt og án nokkurs sem hönd festi á. Platan náði engu að síður 14. sætinu á Billboard listanum bandaríska, sem þykir almennt ekkert minna en stórfínn árangur og seldi milljón eintök áður en á mjög löngu leið. Samt fór það svo að fljótlega eftir útgáfu var Paul’s Bouti- que flokkuð sem mistök af Capitol Records, eink- um í ljósi þess að frumburður sveitarinnar náði á topp áðurnefnds sölulista, og svo fast kvað að upp- gjöf peningamannanna að þeir ákváðu fljótlega í kjölfar útgáfunnar að eyða ekki meira fé í kynn- ingu og markaðssetningu plötunnar – útgáfan væri í sjálfu sér sokkinn kostnaður og best væri að sólunda ekki meira fé í svo augljóslega tapaðan slag. Þeir „skepnupiltar“ stóðu engu að síður fast á sínu – þetta væri „miklu betri“ plata en Licence To Ill. Fljótlega fóru málsmetandi menn að átta sig á því að strákarnir höfðu nokkuð til síns máls. Þegar að var gáð kom í ljós frábær plata, ekki með sama spriklandi gáskanum og hafði komið þeim á kortið þremur árum áður heldur metnaðarfull smíð laga og hárbeittra texta, sannkallað frumherjaverk í þeirri list sem kallast hljóðsmölun (e.sampling) og í það heila ein áhrifaríkasta hip-hop-plata síns ára- tugar þegar upp var staðið. Stemmningin, takt- arnir, textarnir eru með slíkum ágætum að enn er platan viðmið í geiranum. Hljóðblöndun var í höndum Dust Brothers (Jon King og Michael Simpson) og svo víðtæk notkun á áður útkomnum hljóðbútum var nýlunda árið 1989; alls má finna ríflega eitt hundrað „sömpl“ á plötunni og þar sem heimurinn var í talsvert öðru lagaumhverfi í þá daga þá hafði enginn áhyggjur af því að fá leyfi fyrir einu einasta þeirra – nokkuð sem ekki gengi upp í dag. En Paul’s Boutique er að því leytinu til sem og öðru síns tíma tákn, nútímaklassík, og góðu heilli lá það fyrir þremenningunum frá Bro- oklyn að gefa út afbragðsskífur í áravís þaðan í frá. Pallabúð – alltaf jafnfersk POPPKLASSÍK Eftir Jóhann Ágúst Jóhannsson johann.agust.johannsson@gmail.com N ýjasta plata bresku sveitarinnar Jesu heitir einfaldlega Conque- ror en samkvæmt ensk-íslenskri orðabók þýðir orðið sigurvegari. En hver er sá sigurvegari sem hljómsveitin er að vísa til með þessari nafngift? Er þessi nafngift bara (bana) skot í myrkravað rokksins sem áður umlukti tón- list sveitarinnar eða vísun í sigur þessarar mögn- uðu sveitar á takmörkunum nýsköpunar þegar kemur að því að búa til tónlist? Eða er þetta vísan í nýja andlega landvinninga sem Jesu hefur vissu- lega tekist að vinna í formi hljóðlistar og óhugnar- legrar fegurðar sem líkja má við þá reynslu að standa við og dáðst að Dettifossi? Jesu leggur undir sig (hljóð)heiminn … Á Conqueror vinnur breska sveitin Jesu vissulega marga sigra og það á rétt innan við klukkustund enda er platan á allan hátt tilkomumikið andlegt ferðalag sem fær bestu meðmæli. Þetta er önnur plata sveitarinnar sem gefin er út af bandarísku jaðarútgáfunni Hydra Head Records (sem er stofnuð af Aaron Turner úr Isis). Áður hefur Jesu sent frá sér samnefnda breiðskífu árið 2005 sem hlaut frábæra dóma gagnrýnenda en þar að auki stuttskífurnar, Heart Ache og Silver sem einnig eru afspyrnugóðar. Jesu á sér ekki langa sögu sem slík en annað gildir um forsprakka hennar. Sveitin var stofnuð árið 2002 af Justin Broadrick en hann er afar fjöl- hæfur tónlistarmaður og upptökustjóri sem á sér langa og merkilega sögu að baki, sögu sem er samofin öfgum og nýsköpun. Broadrick var til dæmis meðal stofnenda dauðarokksveitarinnar Napalm Death um miðjan níunda áratuginn sem og meðlimur í Techno Animal en frægastur er hann þó fyrir að hafa leitt hina áhrifamiklu iðn- aðar-tilraunarokksveit (e. Industrial) Godflesh. Sú sveit leið svo undir lok á öðru ári nýrrar aldar og uppreis Jesu sem var jafnframt titill síðasta lags síðustu plötu Godflesh, Hymns sem kom út árið 2001 en saga þessarar mætu hljómsveitar er sannarlega í efni í aðra grein. Í upphafi starfrækti Broadrick Jesu eins síns liðs en þegar kom að því að hljóðrita það sem síðar varð fyrsta breiðskífan tók að fjölga í bandinu. Á bassa leikur Diarmuid Dalton en á trommukj- uðum heldur Ted nokkur Parsons sem áður lék með Godflesh en einnig í hinni trylltu sveit Swans. Þó svo að Justin Broadrick sé óumdeilanlega að- alsprauta sveitarinnar; lagahöfundur, söngvari, gítar- og hljómborðsleikari, þá er styrkur félaga hans og samleikur slíkur að ógjörningur er að ímynda sér Jesu án þeirra í dag. hljóðlandslög … Tónlistin á Conqueror er stórbrotin í sniðum, um það bil epísk og því allt í senn; falleg, óhugnarleg og yfirþyrmandi. Að lýsa tónlistinni er þrautinni þyngri því hér ægir saman skóglápi (e. Shoegaz- ing), þungu rokki og raftónlist. Til að nefna hljóm- sveitir til samanburðar eins og til siðs er að gera í greinum sem þessari vil ég draga fram jafnólíka listamenn og Isis, Slowdive, Coutaue Twins, Spir- tualized, Sunn O))), hina íslensku Sólstafi, Sigur Rós og að lokum Sigga Ármans en textar hans eru einmitt möntrukenndir líkt og hjá Justin Broad- rick. Þungur áslátturinn og bassinn búa til traust rúm fyrir draumkennda laglínuna sem þungur gítarniðurinn keyrir síðan áfram líkt og um vinnu- vél væri að ræða. Endurvarp (e. feedback), bjög- un og frekara gítarsurg gæðir lögin svo ljósi og skugga á meðan hljómborð tínir upp týnda tóna og fyllir upp í tónheiminn. Lögin eru löng og hæg í allri uppbyggingu enda um ferðalag að ræða þar sem hæg undiraldan toppar ávallt að lokum á til- komumikinn hátt. Ekkert lag má finna á plötunni sem er styttra en 5 mínútur en það lengsta er rúmar tíu, vert er þó að taka það fram að lögin eru talsvert styttri í dag en á fyrstu skífu Jesu. En fleira hefur breyst heldur en lengd laganna. Tónlistin er ekki eins þung og áður og er jafn- framt orðin draumkenndari, meira fljótandi án þess þó að fórna festu og sterkri melódíu. Um leið er tónlistin ekki eins skyld við svart/drón rokk og áður. Nú er jafnvel fyrir að finna jákvæðni innan um sorgina í textum Broadrick sem má kannski tengja við sigra hans á veikindum sínum en hann fékk taugaáfall árið 2002 um það leyti sem hann lagði Godflesh til sinnar hinstu hvíldar. Þessu til samanburðar má nefna lagatitla samnefndrar plötu Jesu og Conqueror. Nú bera lögin ekki leng- ur nöfn eins og Tired of Me, Friends are Evil og Heart Ache, (sem er að vísu af fyrstu stuttskíf- unni) heldur bera þau titla eins og Brighteyes, Mother Earth og Weightless & Horizontal. Um sum lögin má raunar segja að þau hljómi líkt og um sjálfshjálpar möntrur sé að ræða. Lagið Weig- htless & Horizontal er gott dæmi um það þar sem sömu orðin eru endurtekin í sífellu: Try not to loose yourself / I’m way past trying / I’m way past caring / I way past hoping / Try not to lose yo- urself / You’re always needing / You’re always hoping / Wash away your tears. … og stendur uppi sem sigurvegari Ég á afar erfitt með að setja Jesu í mengi, að stað- setja þessa svo merkilegu sveit í fjölbreyttu litrófi tónlistarflórunnar. En síendurteknar hlustanir á báðar breiðskífur Jesu og þá þróun sem greina má fær mig til að hugsa um skó. Upp á síðkastið hefur mikið verið rætt um upprisu skóglápsstefnunar (e. shoegazing). Inn í þetta rómantíska en jafn- framt dulúðlega og tilraunakennda tónlistarmengi falla goðsagnakenndar hljómsveitir á borð við My Bloody Valentine, Slowedive, Ride og jafnvel Dinosaur Jr. Kyndilberar hinnar nýju skóstöru koma úr ýmsum áttum og má þar nefna til leiks hin norsku sveit Serena Maneesh og Fennez. Kenning mín er sú að með Conqueror hafi Jesu tekist að brjóta sér leið út úr áður skilgreindum mengjum og eigi þar með best heima í þessum fríða flokki en ekki bara það heldur þar með tekist að upphefja formið í hærri hæðir. Sigurvegari Erlendir dómar um nýja plötu rokksveitarinnar Jesu sem nefnist Conqueror hafa verið áberandi jákvæðir og má hreinlega segja að gagnrýn- endur hafi keppst við að mæra plötuna. Conque- ror kom reyndar út í lok febrúar og hefur því verið lengi á leiðinni í verslanir hér á landi en nú er hann loksins kominn. Hraði hnattvæðingar og markaðsafla virðist oft ansi afstæður þegar markaðurinn er lítill. Jesu „Á Conqueror vinnur breska sveitin Jesu vissulega marga sigra og það á rétt innan við klukku- stund enda er platan á allan hátt tilkomumikið andlegt ferðalag sem fær bestu meðmæli.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.