Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Blaðsíða 5
til dæmis aldrei sýnt ungum syni mínum í hvað ég hef eytt ævinni. Maður hefur líka eytt svo miklum tíma í að hugsa sér hvernig einhverjir aðrir myndu bregðast við til- teknum aðstæðum að maður hefur kannski ekki vanist sjálfum sér. Ég vona að þetta sé ekki svona.“ Tilfinningaþrungin stund Guðrún segir boðskap myndarinnar hafa ver- ið frekar einfaldan. „Tarkovsky spyr sig hvað einn maður geti lagt af mörkum. Alexander fórnar því sem honum er kærast til þess að fá ósk sína upp- fyllta. Spurningin er bara hvort það var nornin eða Guð sem uppfyllti óskina.“ Á köflum minnir The Sacrifice um margt á leikrit, enda hafði Tarkovsky nokkra reynslu af leikstjórn á sviði. Margar tökur í myndinni eru mjög langar og lítið er um klippingar. Þannig er síðasta senan heilar sex mínútur, en svo langar tökur sjást sjaldan í kvikmynd- um nú til dags. Tökur á senunni gengu ekki áfallalaust fyrir sig því taka þurfti hana tvisvar sem kostaði að minnsta kosti tíu daga vinnu til viðbótar. Í senunni brennur hús til grunna, en í fyrra skiptið sem senan var tek- in festist hún ekki á filmu. „Við vorum búin að þaulæfa þetta dögum saman og ekki nokkur skapaður hlutur átti að geta komið upp á, enda mátti alls ekkert gerast. Menn höfðu mestar áhyggjur af eld- inum, en svo stoppaði bara eitthvað í tökuvél- inni. Myndavélin bilaði en það mátti ekki segja frá því þá út af fyrirtækinu sem fram- leiddi vélina. En það var algjör geggjun að gera þetta án þess að hafa varavél, eins og Nykvist vildi. Það var hins vegar gert í seinni tökunni og þá gekk allt upp,“ segir Guðrún, en það var tilfinningaþrungin stund þegar tökum á síðustu senunni lauk og nokkrir leik- aranna áttu erfitt með að hemja tárin. Lítið sýnd hér á landi Aðspurð segist Guðrún hafa fengið fremur lítil viðbrögð við leik sínum í myndinni. „Ég veit bara í gegnum klipparann að Tar- kovsky var mjög ánægður með mig, meira veit ég ekki. Einstaka sinnum rekst ég þó á einhverja útlendinga sem þekkja mig úr myndinni, og ég fæ stundum bréf eða þá að ljósmyndari frá einhverri Tarkovsky-stofnun úti í heimi bankar upp á. En hér á landi hefur myndin eiginlega ekki verið sýnd eða dæmd. Ég sýndi hana þó á sínum tíma þegar leið- togafundurinn var, þá fékk ég eitt eintak lán- að og sýndi hana í Tónabíói,“ segir Guðrún sem telur að myndin hafi ekki haft sér- staklega mikil áhrif á sinn leiklistarferil. „Það eru kannski einstaka kverúlantar sem vita hver ég er. En ég lærði ýmislegt í sambandi við kvikmyndagerð, og fannst svo- lítið sveitalegt að lenda í kvikmyndum hérna heima í kjölfarið. Þá var sú hjátrú meðal kvikmyndagerðarmanna hér á landi að leik- arar gætu engan veginn verið „eðlilegir“ í bíómyndum, betra væri að notast við áhuga- menn. Þannig var þetta þá. Stemningin var frekar leiðinleg hvað þetta varðar, hún er sem betur fer ekki svona lengur, allavega ekki hjá yngra kvikmyndagerðarfólki. Þetta listræna virtist fara í taugarnar á fólki og það endaði með því að maður vildi varla tala um myndina. Og þetta er svona enn, ef hing- að koma útlendingar sem setja upp sýningu sem manni finnst kannski vera fyrir ofan okkar standard, þá verða allir voðalega reið- ir. Svo verða að líða einhver tíu til fimmtán ár þangað til má segja að þetta hafi haft ein- hver áhrif.“ Tarkovsky-hátíð í Lundúnum Guðrúnu hefur verið boðið til Lundúna í des- ember þegar sérstök hátíð tileinkuð Tar- kovsky verður haldin. Þar verða allar myndir leikstjórans sýndar í endurbættri útgáfu og margir samstarfsmanna hans munu segja frá samstarfi sínu við hann. Guðrún segist kannski ætla að skella sér, enda þyki henni alltaf vænt um Tarkovsky. „Ég verð oft voðalega leið yfir því að hann skuli hafa dáið því ég hefði viljað vinna meira með honum. Ég hugsa nefnilega að ég hefði fengið tækifæri til þess því við náðum ágæt- lega saman. Ég veit til dæmis að hann lang- aði að kvikmynda Hamlet,“ segir Guðrún. „Þetta var eins og að fá aðeins að smakka einu sinni, og svo aldrei meir.“ getur lagt af mörkum r því að hann skuli hafa dáið því ég hefði viljað vinna meira með honum,“ segir Guðrún. »Ég skil margt þarna eig- inlega miklu betur núna en á þeim tíma. Alexander talar um að hann sé jafnvel farinn að skammast sín fyrir að vera leikari. Hann veltir því fyrir sér hvort það geti verið að sjálfið leysist upp, þegar mað- ur þykist vera einhver annar en maður er alla sína ævi, þá dofni maður smátt og smátt og leysist upp. Þetta er ef til vill ástæða þess hversu margir leikarar verða óhamingjusamir með aldrinum. Það liggur nátt- úrulega ekkert eftir okkur, það er að segja eftir okkur sem leikum á sviði. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2007 5 Þessa mynd tók Tarkovsky af Guðrúnu þar sem hún er að reykja pípu. „Hann var alltaf að nappa mig við reykingar,“ segir hún, en Tarkovsky var hættur að reykja.. Frá Fórninni Reykingar Daniel Bergman, sonur Ingmars Berg- mans, Tarkovsky og Sven Nykvist við tökur. Bergman yngri fór oft heim til föð- ur síns um helgar og gaf honum skýrslu. Sænskt-rússneskt Erland Josephson og Guðrún í hlut- verkum sínum. „Þótt ég væri að koma í mína fyrstu bíómynd og þetta væri heimsfrægur maður þá var hann alveg laus við alla stjörnustæla,“ segir Guðrún um einn besta leikara hvíta tjaldsins. Laus við hroka Tarkovsky er einn áhrifamesti kvik- myndagerðarmaður sem uppi hefur verið og er oft nefndur í sömu andrá og leik- stjórar á borð við Federico Fellini, Akira Kurosawa og Ingmar Bergman. Einn af þeim bestu „Þau lentu hins vegar í mikilli deilu við yf- irvöld því sonur þeirra var fastur í Sovétríkj- unum. Myndin er tileinkuð honum, enda vissi Tarkovsky líklega að hann var að deyja,“ segir Guðrún, og bætir við að enginn á töku- stað hafi vitað af veikindum leikstjórans. „Það var ekki fyrr en veturinn eftir, þegar verið var að klára hljóðvinnslu. Þá þurfti ég að fara aftur út og þá var mér sagt þetta, að hann væri dauðvona.“ Tarkovsky þjáðist af krabbameini í lung- um sem dró hann til dauða 29. desember árið 1986, skömmu eftir að The Sacrifice var frumsýnd. Hann var 54 ára gamall. Dauðinn virðist hafa svifið yfir vötnum við gerð The Sacrifice því að sögn Guðrúnar kom staðurinn sem Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, var myrtur á fyrir í myndinni nokkru áður en hann var myrtur. „Tarkovsky hætti við stóra senu sem átti að vera í myndinni, en setti í staðinn inn senu þar sem mörg hundruð manns hlaupa niður tröppur. Þar liggur strákur í blóði sínu ofan á glerplötu sem er beint fyrir ofan staðinn sem Palme var myrtur á í Stokkhólmi,“ segir Guðrún, en Palme var myrtur 1. mars árið 1986, tveimur mánuðum áður en myndin var frumsýnd í Svíþjóð. Guðrún segir Tarkovsky hafa verið ákaf- lega vandvirkan leikstjóra. „Sérstakast við hann voru hreyfingarnar, hann var svo kvikur. Svo fengum við á til- finninguna að hann tæki eftir öllu, og því treystir maður alltaf mjög vel í fari leik- stjóra. Það er gott að vita til þess að ekkert fari fram hjá honum. Svo var hann auðvitað rússneskumælandi og smátt og smátt lærð- um við að komast að því hvað honum fannst, eftir einhverjum öðrum leiðum en að tala um það. Hann var annars hláturmildur, en suma daga var hann þó svartur. Þá var hann líka alltaf búinn að klæða sig í hálfgerðan her- mannabúning og þá vissum við að hann var í frekar vondu skapi.“ Margir leikarar verða óhamingjusamir með aldrinum Leikhópurinn í The Sacrifice var óvenju fá- mennur því aðeins sex manns léku í mynd- inni, auk Tommys Kjellqvists sem fór með hlutverk litla drengsins. Þekktastur leik- aranna var Erland Josephson sem fór með hlutverk Alexanders af sjaldséðri innlifun. Guðrún segir kynni sín af Josephson hafa verið mjög góð. „Hann er afskaplega indæll maður. Hann sagði brandara inn á milli, eins og allir reyna að gera, en ég veit þó ekki hversu hamingju- samur maður hann er. En þótt ég væri að koma í mína fyrstu bíómynd og þetta væri heimsfrægur maður þá var hann alveg laus við alla stjörnustæla.“ Eins og áður hefur komið fram er persóna Alexanders leikari sem lagt hefur leiklistina á hilluna. Hann er orðinn leiður á starfinu og telur það jafnvel mannskemmandi. „Ég skil margt þarna eiginlega miklu bet- ur núna en á þeim tíma. Alexander talar um að hann sé jafnvel farinn að skammast sín fyrir að vera leikari. Hann veltir því fyrir sér hvort það geti verið að sjálfið leysist upp, þegar maður þykist vera einhver annar en maður er alla sína ævi, þá dofni maður smátt og smátt og leysist upp. Þetta er ef til vill ástæða þess hversu margir leikarar verða óhamingjusamir með aldrinum. Það liggur náttúrulega ekkert eftir okkur, það er að segja eftir okkur sem leikum á sviði. Ég get The Sacrifice fæst á Aðalvideoleigunni við Klapparstíg og Laugarásvideo við Dalbraut.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.