Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Síða 4
Eftir Helgu Ósk Hreinsdóttur
helgahr@hi.is
S
jö ár eru nú síðan ég las
fyrstu bókina um Harry
Potter og biðin langa eftir
síðustu bókinni hófst. Þessi
bókaflokkur hefur allt það
sem góð ævintýri þurfa,
spennu, yfirnáttúrulega at-
burði, töfra og hina klass-
ísku baráttu milli góðs og ills. Allar bæk-
urnar fyrir utan þá síðustu gerast innan
ramma skólans og við fáum að fylgjast með
því er Harry Potter vex úr grasi og verður
fullorðinn, hvernig hann tekst á við ýmis áföll
og verður sterkari einstaklingur fyrir vikið.
Það sem er hvað aðdáunarverðast við þessa
löngu seríu er að Rowling skilur ekki eftir
neina lausa enda, hver bók byggist á þeirri
sem á undan kom og þroskasaga Harrys
heldur áfram frá bók til bókar. Höfundurinn
hefur búið til persónu sem vex með lesand-
anum og alltaf virðist Harry hafa lært eitt-
hvað af þeim atburðum sem eiga sér stað.
Rowling leiðir saman yfirnáttúrulegar verur,
þjóðtrú frá ýmsum löndum og bætir síðan við
sínum eigin hugmyndum og úr verður mjög
vel saman sett veisla fyrir ímyndunaraflið.
Inn í heim galdramanna og norna
Fyrsta bókin, Harry Potter og viskusteinn-
inn, setur tóninn fyrir bækurnar sem koma á
eftir hvað varðar uppbygginu á söguþræði og
hvernig heimur galdramanna og norna geng-
ur fyrir sig. Í þessari fyrstu bók fær Harry
Potter að vita að hann er galdramaður, að til
sé heill heimur sem hann vissi aldrei af og að
foreldrar hans voru hluti að þessum heimi.
Stór hluti af bókinni fjallar um hvernig
Harry lærir, ef ekki að sætta sig við dauða
foreldra sinna, að lifa með sorginni. Það er
einnig í þessari bók sem bardaginn milli
Harry og Voldemort hefst, með sigri Harry.
Þrátt fyrir að efni bókarinnar sé fremur
myrkt er tónn bókarinnar mjög léttur og
einnig næstu bókar, Harry Potter og leyni-
klefinn. Þessi bók hefur af mörgum verið tal-
in sú lakasta af bókunum sjö, en í ljósi þess
sem gerist í síðustu bókinni er auðveldara að
átta sig á því hvernig hún fellur inn í upp-
byggingu söguþráðarins. Ólíkt fyrstu bókinni
er Harry ekki að berjast á móti Voldemort
sjálfum heldur á móti dagbók sem sá síð-
arnefndi hafði skrifað. Eins og kemur fram í
lokabókinni var dagbókin svokallaður horcrux
og innihélt brot af sál Voldemort. Leyniklef-
inn hefur nákvæmlega sömu uppbyggingu og
fyrsta bókin, hún er að vísu dekkri, sem er
þróun sem stigmagnast fram að síðustu bók.
Þriðja bókin, Harry Potter og fanginn frá
Azkaban, er um margt betri en önnur bókin.
Í henni virðist Rowling hafa náð föstum tök-
um á efninu og söguþræðinum. Ólíkt öllum
hinum bókunum þá er efni þessarar ekki
beint tengt Voldemort, og það eru þjónar
hans sem Harry er að berjast á móti fremur
en Voldemort sjálfur. Í þessari bók kemur
fram á sjónarsviðið prófessor Lupin sem hef-
ur mikil áhrif á þroska Harry. Lupin hjálpar
Harry að ná tökum á þeim ótta sem hann lifir
við, og lærir að það sem hann óttast mest er
óttinn sjálfur. Einnig kemur Sirius Black hér
við sögu, fanginn frá Azkaban, og reynist
vera guðfaðir Harry.
Vonin er áberandi í þessari bók, von um
betri tíð, þar sem Harry hefur nú eignast fjöl-
skyldu í Siriusi.
Þær bækur sem svo fylgdu á eftir: Harry
Potter og eldbikarinn, Harry Potter og Fön-
ixreglan, og Harry Potter og hálfblóðs prins-
inn, virðast allar miða að því að Harry fái
þær upplýsingar sem hann þarfnast til þess
að sigrast á Voldemort. Í Eldbikarnum lærir
Harry að til þess að sigra þarf maður að
þekkja styrkleika sína jafn vel og veikleika.
Svipað gildir um Fönixregluna og Hálfblóðs
prinsinn, þær eru báðar millibækur sem eru
eingöngu til þess að magna upp spennuna
fyrir þá síðustu. Í þeim tveim eru margir
teknir frá Harry, bæði Dumbeldore og Sirius
Black deyja, sem veldur því að Harry virðist
standa einn.
Hjartfólgnar persónur deyja
Síðasta bókin í flokknum, Harry Potter and
the Deathly Hallows, er jafnframt sú mik-
Harry Potter og
Af hverju les fólk þessar bækur? „Fyrir það fyrsta eru þær, að mínu mati, mjög vel skrifaðar, þær halda athygli lesandans og þær brúa kyn-
slóðabil því þessar bækur eru ekki eingöngu fyrir börn. Þar liggur sennilega lykillinn að velgengi Harry Potter.“
Nú er Harry Potter allur. Það er að segja
bókaflokkurinn um Harry Potter er nú öllum
lokið. Þeir sem vilja vita hvað varð um Harry
Potter sjálfan verða að lesa síðustu bókina
sem kom út fyrir skömmu. Hér er flokkurinn
allur skoðaður, lagt mat á gæði þessara bók-
mennta og rætur þeirra skoðaðar. Harry Pot-
ter er nefnilega sprottinn úr gamalli hefð.
Sagnir um ýmsar yfirnáttúrulegarverur, töfra og hetjur hafa ætíðnotið vinsælda. En sjaldan hefurbókaflokkur um þetta efni notið
eins mikilla vinsælda og bækurnar um
Harry Potter. Þessar bækur eru nú orðnar
sjö og í þeim birtast ýmsir hlutir tengdir
töfrum, s.s. fljúgandi kústar og galdravend-
ir, ýmsar furðuverur, eins og hippogriffar
og drekar, og svo auðvitað hetjan Harry
Potter. Flestir þessara hluta sem eru
nefndir hér á undan eiga sér ríka sögu inn-
an annarra bókmenntaverka, þjóð- og
munnmælasagna.
Kústurinn og töfrasprotinn
Í fyrstu Harry Potter-bókinni, svo og þeim
sem koma á eftir, er ást Harry á kústinum
sínum ítrekuð, en samkvæmt hefðinni voru
það oftast nornir sem fóru um á kústum,
ekki galdramenn. Galdramennirnir voru lík-
legri til að ferðast um á heygöfflum. En
nornir flugu ekki alltaf um á kústum, frá
u.þ.b. 1450 til 1600 þegar trú á nornir var
sem sterkust í Evrópu voru margar sagnir
af því að nornir flygju til miðnætursam-
komna sinna ríðandi geitum, kindum, hund-
um, úlfum, sem og skóflum og kústum.
Hugsanlegt er að hugmyndin um kústinn
sem aðalfarartæki norna tengist hinu hefð-
bundna hlutverki kvenna sem húsmæðra.
J.K. Rowling hefur mjög greinilega sótt í
þessa trú að nornir flygju á kústum og end-
urnýtir hana. Hún býr meira að segja til
íþrótt, Quidditch, sem leikin er á kústum.
Annað sem hefur samkvæmt hefðinni verið
tengt við álfkonur og töframenn er töfra-
sprotinn. Samkvæmt Harry Potter-
bókunum, þá er það töfrasprotinn sem velur
galdramanninn en ekki öfugt. Töfrasprotar
hafa verið við lýði frá fornöld. Þeir birtast á
forsögulegum hellaverkum og í mynd-
verkum Egypta. Drúidar notuðu þá við
trúarlegar athafnir og voru vendirnir búnir
til úr snæþyrni, ýviði, pílviði og öðrum
trjám sem drúidar töldu heilög. Fyrst er
minnst á töfrasprota í bókmenntum í Ódys-
seifskviðu (800 eða 900 f.K.). Hin fagra norn
Circe notar sprota sinn á áhöfn Ódysseifs
og breytir þeim í svín. Það að breyta einum
hlut í annan er klassísk notkun á töfra-
sprota, og birtist í ýmsum ævintýrum, svo
sem Öskubusku, þar sem álfadísin breytir
graskeri í vagn og músum í hesta. Þetta
lærir Harry við Hogwartsskóla, þar sem
hann þarf að breyta eldspýtustokk í mús.
Aðrir einstaklingar sem taldir eru hafa not-
að vendi eru t.d. Merlin og gríski guðinn
Hermes, sem notar vönd sinn til að gera sig
ósýnilegan dauðlegum mönnum. Fyrr á öld-
um var töfrasprotinn álitinn nauðsynlegt
tæki galdramannsins. Töfrasprotinn var
notaður til að framkvæma ýmsa töfra sem
og til að búa til töfrahringi sem áttu að
vernda töframanninn frá áhrifum djöfla eða
anda sem töframaðurinn vakti.
Seiðpottur
Auk töfrasprota þurfa allar nornir og
galdramenn að hafa seiðpott, eins og kemur
fram í innkaupalista Harrys Potters fyrir
Hogwartsskóla. Í sumum menningarheimum
Harry Potter og bókmenntaminnin
voru seiðpottar notaðir í trúarlegar athafn-
ir. Keltar til forna notuðu potta, sem í var
sett gull og silfur, til að friðþægja guði sína.
Algengast var þó að nornir notuðu seiðpotta
til að búa til hina ýmsu seiði. Þessi tenging
norna og seiðpotta nær aftur á tíma Forn-
Grikkja. Í grískri goðfræði lofaði nornin
Medea eiginmanni sínum að lengja líf föður
hans. Hún bjó seyði úr ýmsum jurtum og
dýrum í potti og þegar tengdafaðir hennar
drakk af seyðinu var hann aftur sem ungur
maður. Sennilega er frægasti seiðpotturinn
þó sá pottur sem nornaþríeykið úr leikritinu
Macbeth eftir Shakespeare notar til að spá
fyrir um framtíð Macbeths. Einnig fer mik-
ið fyrir seiðpottum í keltneskri, velskri og
írskri goðafræði þar sem seiðpottar voru
taldir búnir töfrum með völd yfir dauð-
anum. Op pottsins var séð sem hlið inn í
dauðann, þaðan sem kemur nýtt líf og þang-
að sem hinir deyjandi fara. Seiðpottarnir
sem Harry Potter notar eru þó ekki með
slíkan mátt, þó að hann læri að magna hina
ýmsu seiða í pottinum.
Skikkjan
Eins og allir vita þá á Harry Potter skikkju
sem gerir hann ósýnilegan fyrir öllum nema
Skröggi. Grunnhugmyndina um hulins-
skikkjuna má rekja til gríska guðsins Ha-
desar sem átti hulinshjálm, sem gerði hvern
þann sem notaði hann ósýnilegan. Þessi
hjálmur var oft lánaður út og notaði Persus
hann gegn Medúsu og Hermes notaði hann
í bardaga gegn risanum Hippolytusi. Aðrar
grískar sagnir segja frá hringum, örvum og
ýmsum öðrum hlutum sem gerði eigandann
ósýnilegan. Hulinsskikkja, sem slík, kemur
fyrst fram á miðöldum en um 18. öld eru
hulinsskikkjur af ýmsu tagi orðinn rótgró-
inn hluti af evrópskum þjóðsögum. Það er
því ljóst að skikkjan hans Harrys Potters á
sér ríka hefð. En eins og allir vita birtist
hulinskikkjan í öllum Harry Potter-
bókunum, því hún veitir Harry ákveðið
frelsi til að athafna sig utan þeirra reglna
sem stjórna lífi hans þegar hann er sýni-
legur. Eitt slíkt ævintýri sem Harry lendir í
varðar Spegil Erised.
Speglar
Mikil hefð er fyrir notkun spegla af ýmsu
tagi í þjóðsögum og ævintýrum, hver man
ekki eftir spegli stjúpmóður hennar Mjall-
hvítar sem gat sagt henni hver fegurst væri
á öllu landinu? Speglar hafa í gegnum tíðina
verið notaðir til að sjá inn í framtíðina, þeir
voru gluggar inn í önnur lönd, eða staði
langt í burtu, í sumum sögum var hægt að
ferðast langar vegalengdir með því að stíga
í gegnum spegil. En spegillinn sem Harry
Potter lítur í sýnir honum það sem að hann
þráir mest í lífinu, að sjá foreldra sína.
Þessi sýn á spegla á líka hliðstæðu í bók-
menntunum, því er fyrstu speglarnir birtust
var talið að myndin sem birtist í þeim væri
ekki einföld spegilmynd heldur sál þín.
Speglarnir voru því lykill að sálinni.
Drekar, uglur og aðrar furðuverur
Hippogriffar og drekar eru sennilega hvað
eftirminnilegustu verurnar sem Harry Pott-
4 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók