Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Side 9
fram af mestri grimmd gagnvart varnarlausu fólkinu, binda það, lemstra og myrða. Það voru Evrópumenn, oft Hollendingar, sem kynntu Norður-Afríkumönnum þá tæknibyltingu sem fólst í að smíða hafskip og sigla undir seglum um úthöfin. Evrópumenn stýrðu skipunum lengi framan af, m.a. til Íslands, og margir í áhöfnunum höfðu gengið af trúnni og gerst „Tyrkir“. Með því gátu þrælar keypt sér frelsi. Fæðing barns og fórnarathöfn Séra Ólafur var grimmilega pyntaður af kaptein- inum á stærsta ræningjaskipinu en eftir að komið var á haf út naut hann og fjölskylda hans nokk- urra forréttinda, sem hugsanlega helgaðist af 63 ára aldri hans eða því að kona hans, Ásta Þor- steinsdóttir, var háólétt. „Á þann 30. dag Julii, þá fæddi mín fátæka kvinna barn til veraldarinnar eftir tímans hentugleikum.“ Hann lýsir því einnig hvernig framkoma ræningjanna mildaðist við þennan atburð og tveir komu með gamlar skyrtur af sér til þess að vefja utan um barnið. Nokkrum dögum eftir fæðingu barnsins skall á „stór stormur af landnyrðingi, svo lá við töpum“. Skipin hröktust hvert frá öðru, stærsti skipsbát- urinn slitnaði upp og brotnaði í spón, maður féll útbyrðis og skipverjar fylltust örvæntingu. „En illmennin tóku það til ráðs á því skipinu sem ég var,“ skrifar Ólafur, „að þeir slátruðu einum hrút mjög svo feitum sér til offurs, annað hvort djöfl- inum eða einhverjum sínum afguði, hvað mér var óvitanlegt, hvern þeir skáru í tvo parta og köst- uðu svo sínum helmingi á hvert borð við skipið, og stormurinn stilltist innan fárra tíma.“ Í nýlegri bók eftir enska rithöfundinn Giles Milton, White Gold, byggðri á sögu Tomasar Pel- low frá Penryn sem var hertekinn 11 ára gamall á Miðjarðarhafinu og haldið föngnum sem þræli í Marokkó í 23 ár á fyrri hluta 18. aldar, er lýsing á sams konar fórnarathöfn. Sauður var skorinn um kverk og afhöfðaður, skrokkurinn höggvinn í tvennt og helmingunum kastað sínum fyrir hvort borð. Skiptareglur um mansal Frásögn séra Ólafs af uppboðinu á hinu hertekna fólki á aðaltorgi Algeirsborgar kemur heim við lýsingar annarra höfunda og fræðimanna: „Síðan tekur þeirra kóngur, sem svo skal heita, áttunda hvern mann og áttundu hverja konu, áttunda hvern dreng og svo af börnunum, og síðan hann hefur það tekið, þá er skipt í tvo parta, og þá er annar skipseigendanna, en annar stríðsfólksins.“ Á þrælatorginu varð séra Ólafur fyrir djúpri sorg þegar „kóngurinn“ pasjan (deyinn), valdi fyrstan úr son hans, ellefu ára dreng, „sá mér gengur aldrei úr minni meðan eg lifi vegna skiln- ings og lærdóms …“ Þannig var fjölskyldum tvístrað enn frekar en gerst hafði í sjálfu ráninu. Þó voru yngstu börnin ekki tekin af foreldrum sínum og þegar séra Ólaf- ur var gerður út með passa á fund Danakonungs fylgdi kornabarnið móður sinni, sem og það árs- gamla, bæði fársjúk. Sama er að segja um Söl- mund, son Guðríðar Símonardóttur. Hann var með henni fyrstu árin eins og hún skýrir frá í bréfi til eiginmanns síns í Vestmannaeyjum. Evrópulýsingar standast Séra Ólafur var lítt nestaður fyrir ferð sína norð- ur á bóginn og hún reyndist bæði háskafull og erfið á ófriðartíma. Hann hraktist um Miðjarð- arhafið og milli borga og landshluta í Suður- Evrópu fram í byrjun desember þegar hann lenti loks í borginni Marsilíu eða Marseille og þá má enn fyllast aðdáun á hinu glögga gestsauga. „Um þann stað Marsilien er það að segja, að hann er byggður utan í kringum einn fjörð kringl- óttan, sem er svo mjór framan, að ég meina hann ekki fulla 40 faðma fyrir utan fjarðarkjaftinn, og í því sundi eru settir fjórir stólpar í sjóinn af múr, og á milli þeirra allra eru járnhlekkir furðanlega sterkir, og stórir broddar af járni hanga niður úr hverjum hlekk, svo þar kunna ekki skip að kom- ast eða bátar út eður inn með nokkru móti. En öðru megin við þann fjarðarkjaft stendur stað- arins kastali, en iij stórtré á floti föst á endunum við þann stólpann, sem næstur er, en annar er læstur hjá þeim í kastalanum, hvar fyrir innan öll skipin liggja, hver eg meina ekki færri en 100, því að það er mikill kaupstaður, v húsa hár, og í sum- um stöðum vj húsa hár, og allur með geysistórum stykkjum [fallbyssum] forvaraður, svo hvergi sá ég þau jafnstór á minni eymdarreisu, og þar fer enginn út né inn, nema þeir leyfi sem eru í kast- alanum.“ Í bókinni Le vieux port de Marseille (Gamla höfnin í Marseille) eftir Régis Bertrand er stein- þrykk frá 1636 sem sýnir nákvæmlega þá borg, innsiglingu og höfn sem séra Ólafur teiknar upp fyrir lesendur, stólpana fjóra með járnhlekkj- unum, stórtrén, bátafjöldann, kastalann og fimm hæða hús. Myndin og texti Ólafs er hluti sýning- arinnar um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum. Myndin er einnig birt í Reisubók Guðríðar Sím- onardóttur, bls. 308-309. Ekki brást Ólafi bogalistin þegar hann fór að lýsa því merkilega landi Hollandi sem „eg ekki betur veit en það sé gert af mönnum …“ Dvöl hans var nógu löng til þess hann gæti skilið og út- skýrt hvernig landið var ræst fram, fyllt upp og þurrkað með afli vindmyllna. Þar væri mál manna, „að ef vindurinn kæmi ekki í mánuð, þá væri landið í kafi“. Óþekktur sjóður í sögu Evrópu Fleiri ritfærir Íslendingar en séra Ólafur voru herteknir í Tyrkjaráninu, því eins og kunnugt er skrifuðu nokkrir þeirra bréf frá Alsír þ. á m. bræðurnir Helgi og Jón Jónssynir frá Grindavík og Guttormur Hallsson frá Djúpavogi. Lengsta bréfið í heimildasafni Sögufélagsins er sár harmaklögun og neyðaróp frá sumrinu 1635 sent til Danakonungs í nafni 70 íslenskra fanga í Al- geirsborg sem enn voru á lífi og óskuðu þess að verða leystir úr ánauðinni. Sláandi líkindi eru með örvæntingunni í ákalli Íslendinganna til yf- irvalda í Danmörku og enskra þræla í Marokkó sem fannst þeir gleymdir af kóngi sínum í Lond- on og lýst er í bók Giles Milton, White Gold. Mil- ton þekkir þó engin skrif okkar manna. Ríkulegar heimildir okkar um Trykjaránið 1627 og eftirmál þess eru óþýddar á alþjóðamál og því nær óþekktar meðal erlendra fræðimanna á sviðnu. Aðeins ein vísindagrein eftir Þorstein Helgason bendir þeim á atburðinn og heimild- irnar. Historical Narratives as Collective The- rapy: the Case of the Turkish Raid in Iceland, sem birtist í Scandinavian Journal of History 1997. Grein undirritaðrar, Slaveraid på Island, birtist svo norskum lesendum í 3. hefti tímarits- ins Levende historie í ár. Í Evrópusögunni hafa fangarnir 400, sem fljótt týndu tölunni, horfið nafnlausir inn í heildarfjölda kristinna þræla í Tyrkjaveldi sem losaði eina milljón á þrem öld- um. Vestmannaeyjar vettvangur rannsókna Í Vestmannaeyjum eru einstæðar aðstæður frá náttúrunnar hendi til þess að varðveita og við- halda þekkingu á þessum dramatíska kafla í sögu lands og þjóðar og kynna hann umheiminum. Í stórbrotnu umhverfi blasir vettvangur áhlaupsins enn við sjónum og þar urðu til nákvæmar heim- ildir sem eiga erindi inn í alþjóðlegar sögurann- sóknir samtímans. Heimildir okkar ná utan um atburðinn frá fyrsta áhlaupinu á Grindavík, yfir fríkaupaferlið og til þess að síðasta Tyrkjamanið lokaði augum hinsta sinni. Það er því mikið verk- efni sem býður vandvirkra þýðenda, sagnfræð- inga, rithöfunda og framkvæmdamanna af ýmsu tagi að gera þennan sögukafla aðgengilegan bæði Íslendingum og erlendum gestum. Og hver veit nema fræðimenn og ferðalangar frá miðju hins forna heimsveldis, Tyrkir nútímans, vilji verða samtalshæfir um gamla sögu ef við síðar tökumst í hendur sem þegnar tveggja jaðarþjóða í Evr- ópusambandinu.  D’Aranda, Emanuel. Relation de la Captivité & Liberté du sieur Emanuel D’Aranda jadis Esclave a Alger;... Troisieme Edition, augmentée de treize Relations, & autres Tailles douces, par le meme Autheur. Bruxelles 1662. Texte établi par Latifa Z’Rari. Édition Jean-Paul Rocher, Paris 1997. Ari Gíslason. Niðjatal Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Sím- onardóttur. Þjóðsaga, Rvík 1989. Björn Jónsson. Skarðsárannáll 1400-1640. Inngangur, Hannes Þorsteinsson. Hið íslenska bókmenntafélag. Rvík 1922 -1924. Davis, Robert C. Christan Slaves, Muslim Masters. White Sla- very in the Mediterranean, the Barbary Coast, and Italy, 1500- 1800. Early Modern History: Society and Culture.Palgrave Mac- millan 2003. Guðrún Ása Grímsdóttir Úr Tyrkjaveldi og bréfabókum. Gripla 1995. Jón Halldórsson. Biskupasögur. Hólabiskupar 1551-1798. Sögu- félag. Rvík 1911-1915. Kláus Eyjólfsson. Skrif um rán það, sem Tyrkjarnir gerðu á Vest- mannaeyjum frá 17da til 19da Julii 1627. Reisubók s. Ó. E. AB, Rvík 1969. Ólafur Egilsson. Reisubók séra Ólafs Egilssonar. Almenna bóka- félagið, Rvík 1969. Mascarenas, Joao. Esclave a Alger, récit de captivité de J M (1621-16269). Traduit du portugais & présenté par Paul Teys- sier. Édition Candeigne, 1993. Milton, Giles. White Gold. The Extraordinary Story og Thomas Pellow and Islam’s One Million White Slaves. Hodder & Stoug- hton 2004. Spencer, William. Algiers in the Age of the Corsairs. University of Oklahoma Press 1976. Tyrkjaránið á Íslandi 1627. Ritstj. Jón Þorkelsson. Sögurit IV, Rvík 1906-1909. Þorlákur Skúlason biskup. Bréfabók. Heimildaútgáfa Þjóð- skjalasafns I. Inngangur, Jón þ. Þór. Rvík 1979. Þorsteinn Helgason. Sverð úr munni Krists á Krossi. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 2000-2001. Sjá einnig grein ÞH um sama efni í Lesbók Morgunglaðsins 12. febr. 2005. Evrópu Reisubók séra Ólafs Egilssonar og aðrarheimildir um Tyrkjaránið 1627 ðu á brott með sér 242 samkvæmt frásögn Ólafs Egilssonar sem fyllti hópinn ásamt fjölskyldu sinni. Höfundur er rithöfundur.rn mann, þar á meðal son séra Ólafs Egilssonar. » Hertaka kristinna manna, sem hófst í byrjun 16. aldar á Mið- jarðarhafinu og strand- héruðum Suður-Evrópu í hefndarskyni fyrir brott- rekstur Mára (múslíma) frá Spáni til Norður-Afr- íku, þróaðist með tím- anum í mikilvæga atvinnu- grein. Algeirsborg varð voldugasta vígið, íbúatal- an um 100 þúsund á seinni hluta 16. og á 17. aldar. Talið er að þá hafi að jafn- aði verið þar 20-25 þúsund kristnir þrælar. Meðal þeirra leyndust stundum ritfærir menn, þar á meðal höfundur Don Kíkóta, Cervantes. Vitnisburður hans er meðal hinna fyrstu þekktu um kjör þrælanna í borginni. Teikning/Anders Kvåle Rue MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.