Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 11
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Í felum bakviðgluggatjöldin
nefnist ný ljóða-
bók eftir Þórdísi
Björnsdóttur.
Hún hefur áður
sent frá sér bæk-
urnar Vera &
Linus (2006) og
Ást og appelsínur
(2004). Fyrsta
skáldsaga hennar,
Saga af bláu sumri, er síðan vænt-
anleg hjá bókaforlaginu Bjarti í
haust.
Út er komin hjá Nykri ljóðabókinFjallvegir í Reykjavík eftir Sig-
urlínu Bjarneyju Gísladóttur. Fjall-
vegir í Reykjavík
er safn prósaljóða
sem lýsa strætum
borgarinnar þar
sem fjöllin hreyfa
við ólíkum per-
sónum. Með prós-
unum fylgja GPS-
staðsetning-
arpunktar þannig
að áttavilltir öku-
menn geta ratað
um þær óbyggðir
sem borgin virðist stundum vera.
Sigurlín Bjarney Gísladóttir er
fædd árið 1975, alin upp í Sandgerði
en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu
síðustu tólf árin. Hún hefur fengist
við skriftir í laumi frá barnsaldri en
hefur síðustu ár birt smásögur og ör-
sögur í Lesbók Morgunblaðsins,
Tímariti Máls og menningar, Nýju
lífi og Mannlífi. Árið 2006 hlaut hún
Gaddakylfuna, 1. verðlaun í glæpa-
sagnakeppni Mannlífs og Hins ís-
lenska glæpafélags fyrir söguna
Þjóðvegur eitt.
Fjallvegir í Reykjavík er hennar
fyrsta bók.
Enn ein ljóðabók kom út í sumar,Einyrkja eftir Hörpu Björns-
dóttur myndlist-
armann. Harpa
hefur áður gefið
út ljóðabókina
Vertu ský (1989)
en hún hefur iðu-
lega fengist við
orð í myndlist
sinni.
Í hluta ljóðanna
fléttast saman
mynd og texti og
hafa mörg þeirra upphaflega orðið til
sem hluti myndverks.
Whales and tales heitir bók semsamanstendur annars vegar
af fjölmörgum ljósmyndum af hvöl-
um teknar af þekktum náttúrulífs-
ljósmyndurum og hins vegar af perl-
um úr heimsbókmenntunum þar sem
hvalir koma við sögu. Úr hópi höf-
undanna má nefna Aristóteles, Mark
Twain, William Shakespeare, Snorra
Sturluson og Gabriel García Mar-
ques.
Bókin er sú fyrsta sem gefin er út
af bókaforlaginu Father/son books
sem er í eigu feðganna Harðar Sig-
urðssonar og Reynis Harðarsonar.
Guttormur Sigurðsson hefur sentfrá sér bókina Á fleygiferð um
eilífðina sem hefur undirtitilinn
Mörgum minningabrotum raðað
saman, en án ábyrgðar að rétt hafi
raðast. Í sögunni birtist hug-
myndafræðileg upplifun sem tengist
austfirskum veruleika á 8. áratug
síðustu aldar. Sagan gerist á
tveggja ára tímabili í lífi höfundar
fyrir rúmum þrjátíu árum. Síðustu
napalmsprengjurnar eru að falla í
Víetnamstríðinu og hugmynda-
fræðileg ólga hinnar svokölluðu ’68-
kynslóðar er í algleymingi. Sögu-
maður er í byrjun dæmigerður ’68-
róttæklingur en reynist erfitt að
finna föt á framkvæmd bylting-
arinnar í hinu dæmigerða íslenska
fiskiþorpi Seyðisfirði, eins og segir í
káputexta.
BÓKMENNTIR
Þórdís
Björnsdóttir
Harpa
Björnsdóttir
Sigurlín Bjarney
Gísladóttir
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
sith@mbl.is
Ég er með tvo bókatitla á heilanum. Húnspurði hvað ég tæki með mér á eyði-eyju er ljóðabók eftir Jón Kalman Stef-ánsson frá 1993 og spurningin er þessi:
Hvaða bók tæki maður með sér á eyðieyjuna?
Ljóðabók Jóns, ágæt sem hún er? Óskrifaða dag-
bók? Eða tæki maður yfir höfuð bók?
Hinn titillinn er Alveg glymjandi einvera eftir
Tékkann Bohumil Hrabal sem Þorgeir Þorgeirson
og Olga María Franzdóttir þýddu árið 1992. Það er
með flottari bókatitlum. Og spurningin er þessi:
Verður einvera nokkurs staðar meira glymjandi
en á eyðieyju? Eða er einmanaleikinn kannski
mestur í margmenni, hjá manneskjum sem tengj-
ast illa eða eru af einhverjum sökum hafðar út-
undan? Hvað gerir manneskja í einveru? Les hún
bók?
Inn í þessar ómögulegu spurningar fléttast svo
„kvót“ sem ég skrifaði einu sinni hjá mér, það var
upp úr viðtali við mann sem ég þekki engin deili á,
hann er heimspekingur og rithöfundur og ein bóka
hans heitir í enskri útgáfu The Architecture of
Happiness, eða Arkitektúr hamingjunnar, sem er
líka flottur titill. Maður þessi, Alain de Botton,
segir að menningin slái á einmanakennd okkar –
og það sé alltaf viss fjöldi unglinga sem dragist svo
sterkt að bókmenntum að þeir verði á endanum
blaðamenn, fræðimenn eða útgefendur, sem séu
„melankólískustu“ stéttir samfélagsins: “Ég vona
að mér takist að ala son minn þannig upp að hann
finni ekki hjá sér sömu þörf fyrir ljóðlist og heim-
speki og ég sjálfur, þegar ég var unglingur.“ Ég
vona að hann finni sig í veröldinni án þess að þurfa
að sækja hugfró í bækur.
Samkvæmt þessu er lestur veruleikaflótti, fylgi-
fiskur rökkurs og þyngsla. Sá sem er nógu hress,
þarf ekki að lesa. Þeir sem lesa, ja, þeim líður
væntanlega ekki vel. Eða kannski batnar þeim, við
lesturinn. Hver veit?
Kannski er ég að hugsa um þetta út frá loftvarn-
arbyrgjunum í Berlín. Því ég var að koma frá Berl-
ín. Í okkar bilaða heimi er nefnilega hálfvegis
óraunhæft að spyrja hvað maður tæki með sér á
eyðieyju – eða hver á yfirleitt erindi á slíkan stað?
– en rökrétt hins vegar að spyrja: Hvað tækirðu
með þér í loftvarnarbyrgi? Almenningi í Berlín í
síðari heimsstyrjöldinni var sagt að taka með sér
verðmæti, hlý föt, mat – og skilríki. Án skilríkja
var fólk glatað. Pláss fyrir farangur var takmark-
að, allt varð að komast fyrir í einni tösku. Margir
tóku með sér ljósmyndir, sem sönnun þess að þeir
væru til, að einhver myndi muna þá og bera kennsl
á þá ef nóttin í loftvarnarbyrginu yrði sú síðasta.
Það má lesa lífssögur úr ljósmyndum. Og það má
lesa tíðarandann úr farangri fólks á stríðstímum.
Þegar leiðangursstjóri um berlínsk loftvarn-
arbyrgi spurði gesti í vikunni: Hvað mynduð þið
taka með ykkur í loftvarnarbyrgi í nótt? var svar-
að: “Spilastokkinn minn (iPod)… farsímann… og
fartölvuna.“ Í slíkum tækjum eru jú myndirnar,
músíkin, dagbækurnar. Einmitt. En hversu þéttar
yrðu þá segulbylgjurnar í neðanjarðarbyrgjum
Þriðju heimsstyrjaldarinnar? Væri nokkuð hægt
að hugsa? Veit fólk ekki líka að rafmagn á stríðs-
tímum er lúxus? Í loftvarnarbyrgjum Berlínar
voru handknúnir rafalar sem fólkið skiptist á um
að knýja, hver maður var skyldugur til að snúa
blýþungri sveifinni í korter í senn. Er yfir höfuð
hægt að senda tölvupóst neðanjarðar? Er þráð-
laust net í byrginu?
Og enn fremur: Myndi enginn hafa með sér
bók? Hvaða bók þá helst? Arkitektúr hamingj-
unnar eða væri það of seint? Ljóðabók eftir Jón
Kalman? Dagbók Önnu Frank? Þetta eru áhuga-
verðar spurningar. Kannski ekki brýnar og þó.
Maðurinn er alltaf einn. Á eyjunni. Í byrginu. Í
mannhafinu. Nema hann sé með farsíma. Eða bók.
Eða hvað?
Glymjandi einvera
»Kannski er ég að hugsa um
þetta út frá loftvarnarbyrgj-
unum í Berlín. Því ég var að
koma frá Berlín. Í okkar bilaða
heimi er nefnilega hálfvegis
óraunhæft að spyrja hvað maður
tæki með sér á eyðieyju – eða
hver á yfirleitt erindi á slíkan
stað? – en rökrétt hins vegar að
spyrja: Hvað tækirðu með þér í
loftvarnarbyrgi?
ERINDI
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
S
jaldan hefur málverk Leonardos Da
Vincis af síðustu kvöldmáltíð Jesú
Krists hlotið aðra eins athygli og í
kjölfar velgengni spennusögu Dans
Browns um Da Vinci-lykilinn þar
sem málverkið er í veigamiklu hlut-
verki. Lesendur bókarinnar hafa flykkst í bóka-
söfn og verslanir og orðið sér úti um mál-
verkabækur sem geyma ljósmyndir af freskunni,
lagst yfir þær og grannskoðað hvert smáatriði til
að koma auga á hin leyndu tákn og skilaboð sem
meistari Da Vinci er sagður hafa falið þar. Enn
fremur jók bókin forvitni almennings á hinum
fjölhæfa Da Vinci, hvers nafn er orðið einstaklega
söluvænt. Það er því augljóslega ekki markaðslegt
glapræði að gefa út spennusöguna Leynda kvöld-
máltíðin sem fjallar einmitt um leynd tákn í mál-
verkinu Síðasta kvöldmáltíðin og málara þess,
Leonardo Da Vinci. Svo skemmir ekki fyrir að við
sögu kemur yfirgripsmikið samsæri kirkjunnar
og stórfenglegt leyndarmál sem ógnar þeim
grundvelli sem öll hin kristna veröld hvílir á.
Sagan gerist í Ítalíu við lok fimmtándu aldar og
er lesandinn leiddur inn í tímabil þar sem auð-
menn og valdamiklir hertogar eru smám saman
farnir að ógna alræði Páfagarðs og hinnar róm-
versk-kaþólsku kirkju. Skömmu áður hafði kirkj-
unni tekist að flæma hina valdamiklu Medici-ætt
úr Flórens en hún hafði lengi verið þyrnir í augum
páfa enda talin ógna kirkjunni og kristilegu sam-
félagi í Flórens. Nú blómstrar villutrúin aftur á
móti í Mílanó en þar ræður ríkjum Lodovico her-
togi, kallaður Márinn. Hertoginn hefur ráðið til
sín hinn sérvitra Leonardo Da Vinci til að mála
veggmynd í matsal klaustursins Santa Maria
Delle Grazie og þegar sagan hefst er Da Vinci
kominn langt á veg með að klára veggmyndina
sem fengið hefur nafnið Síðasta kvöldmáltíðin.
Svartmunkurinn og rannsóknardómarinn
Agostino Leyre er sendur af Páfagarði til Mílanó í
þeim tilgangi að kanna hvort eitthvað sé hæft í
nafnlausum ásökunum um að hertoginn ali á guð-
lasti og villutrú í borginni. Nafn Da Vincis, mál-
arans með meiru, kemur oftar en einu sinni fyrir í
þeim ásökunum en sá orðrómur er á kreiki um að
veggmyndin hans í klaustrinu geymi annað og
meira en kristilega túlkun á guðspjöllunum. Með
hjálp tákna, dulinna skilaboða og jafnvel galdra er
hann sagður dulbúa þar eitthvert ægilegt guðlast
en þangað til að sá glæpur verður afhjúpaður
verður ekki hægt að ákæra listamanninn. Verk-
efni Leyres er annars vegar að finna bréfritarann
sem sendi nafnlausu ásakanirnar en til þess þarf
hann að leysa latneska orðagátu sem bréfritarinn
kvittaði undir með. Hins vegar þarf að hann að
leysa ráðgátuna sem falin í er í málverkinu.
Höfundur bókarinnar er Spánverji að nafni
Javier Sierra og er Leynda kvöldmáltíðin fyrsta
bók hans sem gefin er út á ensku. Hún kom fyrst
út á Spáni árið 2004 og varð fljótlega metsölubók í
Evrópu. Fyrir utan að skrifa skáldsögur hefur
höfundurinn skrifað töluvert af fræðiritum og
greinum um söguleg efni, t.d. um Musterisridd-
arana, og hafa þau skrif augljóslega komið sér vel
við vinnu þessarar bókar.
Þó svo að líkingin við metsölubók Dan Browns
liggi beint við þegar fjallað er um þessa bók þá er
hún engu að síður að mörgu leyti ólík henni. Fyrir
það fyrsta þá er sagan sögð í fyrstu persónu, af
rannsóknardómaranum Agostino Leyre, og er
frásögnin í formi bréfa sem hann skrifar þrjátíu
árum eftir að atburðir sögunnar eiga sér stað, í
sjálfskipaðri útlegð í Egyptalandi þar sem hann
leitar týndra guðspjalla. Þá gerist sagan á dögum
Da Vincis og er hann meira að segja ein af aðal-
persónum bókarinnar. Þar fyrir utan býður sagan
upp á nýja leið til túlka málverkið á klaust-
ursveggnum og fer hún jafnframt mun dýpra inn í
verkið. Verðugt er að minnast á eftirprentun af
Síðustu kvöldmáltíðinni innan á kápu bókarinnar
þar sem allir postularnir eru merktir með nafni en
sú mynd kemur vel að notum við lesturinn. Þá ein-
blínir þessi bók mun meira á listina og hlutverk
hennar á þeim tíma sem sagan gerist. Jafnframt
tekur hún fyrir vaxandi gremju munka og kardín-
ála í garð listamanna sem að fengu sífellt meira
frelsi við að túlka texta ritningarinnar.
En þrátt fyrir allt er Leynda kvöldmáltíðin bók
sem losnar ekki við fyrrnefnda samlíkingu sem
hlýtur að vera gremjulegt fyrir höfundinn en
hann vill meina að handrit bókarinnar hafi verið
tilbúið rétt um það leyti sem að Da Vinci-lykillinn
kom fyrst út. Efni bókarinnar er slíkt að það biður
um umtal eftir sömu leiðum og bók Dan Browns
með því að ögra kirkjunni og fjalla um kúgun og
samsæri páfastóls. Og það er einfaldlega ekki eins
áhrifamikil lesning og hún einhvern tímann var.
Það vantar sömuleiðis eitthvað af kjöti á persónur
bókarinnar en þær eru því miður ekki nægilega
áhugaverðar. Þó hefði maður haldið að þær ættu
alveg efni á því, sérstaklega þar sem ein þeirra
heitir Leonardo Da Vinci. Sögumaðurinn og að-
alsöguhetjan, Agostino Leyre, er auk þess ekki
mjög trúverðug í hlutverki sínu sem hinn harð-
svíraði rannsóknardómari og fulltrúi hins ósveigj-
anlega klerkaveldis, ábyrgur fyrir dauða fjölda
„villutrúarmanna“. Leyre er þvert á móti við-
kunnanleg persóna, alls ekki svo fjarlæg lesand-
anum, sem tekur öllu því „guðlasti“ sem hann
verður vitni að í Mílanó með undraverðu jafn-
aðargeði. Höfundurinn reynir engu að síður að
gera persónuna annað slagið fordómafulla og
ósveigjanlega en það misheppnast yfirleitt. Leyre
væri óneitanlega áhugaverðari ef hann væri ívið
grimmari en það mætti segja að hann sé einfald-
lega of nútímalegur í hugsun - of pólitískt rétt-
hugsandi kannski – sem er algjörlega á skjön við
það umhverfi sem hann er sprottinn af.
Sem skáldsögu er Leyndu kvöldmáltíðinni tölu-
vert ábótavant en á móti kemur að bókin er sér-
lega fræðileg lesning og áhugaverð sem slík.
Þarna fer mikið fyrir forngrískri speki, einkum
svokallaðri minnislist, og sömuleiðis eru áhuga-
verðar þær umdeildu kenningar sem fram koma í
sögunni um hlutverk Jóhannesar skírara og Mar-
íu Magdalenu í guðspjöllunum. Þá á Tómas R.
Einarsson skilið sérstakt lof fyrir góða þýðingu
yfir á íslensku.
Leyndardómsfullar strokur
ÞAÐ kunna eflaust einhverjir að dæsa og hugsa
„en sú óskammfeilni!“ þegar þeir sjá kápu bók-
arinnar Leynda kvöldmáltíðin eftir Spánverjann
Javier Sierra en hún kallar óneitanlega fram í
hugann metsölubókina um Da Vinci-lykilinn.
Engu að síður er bókin að mörgu leyti frábrugð-
in hinni vinsælu bók Dans Browns og á hún
vissulega athygli skilið. Leynda kvöldmáltíðin
kom nýlega út hjá Máli og menningu í íslenskri
þýðingu Tómasar R. Einarssonar.
Da Vinci enn og aftur Spennusagan Leynda kvöldmáltíðin sem fjallar um leynd tákn í málverkinu
Síðasta kvöldmáltíðin og málara þess, Leonardo Da Vinci. Minnir nokkuð á Da Vinci lykilinn.