Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Page 1
Laugardagur 15. 9. 2007 81. árg. lesbók STEFNA LEIKHÚSANNA ÝMISLEGT BENDIR TIL ÞESS AÐ BREYTINGAR SÉU AÐ EIGA SÉR STAÐ VARÐANDI STEFNU OPINBERU LEIKHÚSANNA » 12 Er Jón Gnarr frelsari kapítalismans? » 2 Morgunblaðið/Kristinn Daniel Kehlmann Einn af athyglisverðustu höfundunum á Bókmenntahátíð í Reykjavík hefur skrifað bók um það hvernig er að vera Þjóðverji. Bókin var mest selda skáldsaga heims árið 2006. » 4 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Til þess að skrifa skáldsögu þarftu aðvera eins konar Atlas með heila ver-öld hvílandi á herðum þér svo mán-uðum og árum skiptir eða þangað til sagan rennur sitt skeið á enda,“ segir J.M. Coetzee í glænýrri bók sinni Diary of a Bad Year (Dagbók um vont ár). Það er reyndar ein af persónunum í verk- inu sem talar en hún heitir JC og er 72 ára gamall rithöfundur sem býr í Ástralíu og er að skrifa bók um skoðanir sínar á ýmsum málefnum sem er lýsing sem kemur nokkurn veginn heim og saman við Coetzee sjálfan og nýju bókina. Nema hvað Diary of a Bad Year er meira en bók um skoðanir höfundarins. Hún er eins og heitið gefur til kynna líka dag- bók og þar sem hún er dagbók manns sem heitir JC en ekki John Maxwell Coetzee og er 72 ára en ekki 67 eins og höfundurinn þá vakna spurningar hvort hún sé ekki einhvers konar skáldsaga. „Skáldsaga? Nei. Ég hef ekki lengur úthaldið,“ segir JC. Diary on a Bad Year er marglaga bók. Á fyrstu síðu byrjar safn greina þar sem höf- undur lýsir skoðunum sínum (eða JC) á mál- efnum svo sem anarkisma, lýðræði, ógn- arverkum, Al Kaída, völd og háskóla. Neðar á sömu síðu hefst saga sem fjallar um rithöf- undinn JC og kynni hans af konu, skutlunni Önyu, sem býr í sömu blokk og hann í Ade- laide í Ástralíu. JC biður Önyu, sem er á milli starfa eins og hún orðar það, um að vera ritari sinn og raunar eins konar rit- stjóri en hann sé að vinna að bók. Anya segist ekki hafa neina reynslu af slík- um störfum en JC er alveg sama, hann hefur áhuga á að þessi unga og fallega kona starfi fyrir sig. Fljótlega eftir að sagan hefst byrjar önnur saga neðst á síðunum en þar er sögumaðurinn ekki JC heldur Anya. Þar fáum við allt aðra sýn á samband þeirra JC og Önyu og smámsaman rennur það upp fyrir lesandanum, sem höfundinum tekst lengi vel að rugla svolítið í ríminu með fram- setningu sinni, að í bókinni er verið að segja eina sögu í mörgum lögum og með mörgum aðferðum, út frá ólíkum sjónarhornum. Valdahlutföllin sem endurspeglast til dæmis í samskiptum þeirra JC og Önyu og eru til um- fjöllunar út frá sjónarhorni þeirra beggja í frásögnunum neðanmáls eru þannig einnig til umfjöllunar í skoðanagreinunum sem á köfl- um eru heimspekilegar, stundum menning- arfræðilegar, stundum bókmenntafræðileg- ar, kvikmyndafræðilegar og pólitískar svo dæmi séu nefnd. Síðustu áttatíu síðurnar eða svo inniheldur meginmálið síðan ekki sterkar skoðanir, eins og höfundur kallar þær, heldur dagbókarfærslur. Þar bætist við enn ein röddinn, enn eitt sjónarhornið. Coetzee er samur við sig. Hann er einn af fáum höfundum sem text að koma lesand- anum á óvart í nánast hverri bók. Hann virð- ist hafa fullkomið vald á þeim heimi sem hann vinnur með hverju sinni. Um það ber tærleiki texta hans líka vitni. Coetzee styrkir mann í trúnni á bókmenntir. Hann er Atlas. Atlas MENNINGARVITINN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.