Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Side 2
2 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Bjarna Bjarnason bjarnibjarnason@hotmail.com ! Júdasarsvikaauglýsing símans er áhugaverð. Þar gerir trúaður grínisti sig að Júdasi, fyrir sím- ann, en er um leið að gera sig að píslarvætti sem skilur ekkert í snuprum kirkjunnar. Greyið Júd- as, enginn skilur hann og núna er búið að krossfesta hann líka. Í auglýsingunni sér Jesús Júdas taka við blóðpeningunum sem geta verið pening- arnir sem Jón Gnarr fékk sjálfur fyrir aug- lýsinguna, frá símanum, fyrir að svíkja trúna fyrir kapítalismann. Svo er hann krossfestur af kirkjunni og verður fyrir vik- ið eiginlega frelsari kapítalismans. Er kjarninn þá að Júdas sé píslarvottur og frelsari kapítalismans sem var bara að krækja sér í smá aukapening? Ef það er inntakið þá verður það að teljast góður punktur því með því veit maður ekki hvort verið er að upphefja kapítalismann á kostn- að kristninnar eða öfugt. Þá er þetta ann- aðhvort alger snilld eða til marks um að þegar þessir tveir merkingarheimar mæt- ast í svona auglýsingu verða þeir báðir merkingarlega gjaldþrota. Auglýsingin boðar að kjarni kristinnar trúar sé léttvægt grín, að ekkert sé heilagt, að þetta hafi bara verið smá bissniss hjá fyndnum og skemmtilegum Júdasi Gnarr. Þetta er aðdáunarverð hreinskilni um hversu vanfær nútímamaður getur verið þegar kemur að trú og því að virða nokkurn hlut, jafnvel sjálfan sig og eigin trú. Það er auðmjúkur persónulegur boðskapur höf- undar. Þetta er líka til marks um að söguleg tilfinning er engin, augnablikið er allt, þar má hlæja að öllu, því hláturinn er æðstur, sem er forvitnilegur boðskapur út af fyrir sig. Þannig lagað séð er auglýsingin ör- væntingarfullt konseptlistaverk Jóns Gnarr og verður að teljast mjög vel heppnað. Jón fórnar öllu fyrir boðskapinn, enda er hann boðskapurinn. Þetta listaverk, auglýsing símans, fórnar öllu, gerir frábærlega í sig, en afhjúpar nútímamann í leiðinni og nær því ótrúlega vel í gegn sem hvorttveggja í senn lofgjörð og gagnrýni, list og lágkúra. Að auglýsingin sé nútímatrúboð, eins og heyrst hefur sagt, er fyndin viðbót. Að ímynda sér að hægt sé að auglýsa trú er eins og að ætla að boða kærleika með kyn- lífi í sjónvarpi. Jafnvel þótt aðilar elskuðu hvor annan er hætt við að áhorfendur upp- lifðu það sem klám. Trú, von og kærleikur ratar til fólks með öðrum leiðum en í gegn- um auglýsingar, því miður kannski, því ann- ars væri mjög gott og mjög hagkvæmt að lifa í heiminum. Auglýsingin er tragekóm- ísk trúarglíma einstaklings en segir lítið um trúarkennd fólks almennt í landinu. Trúar- boðskapur auglýsingarinnar er að fyrir frægðina verður að selja öll prinsipp. Eins og ég hef áður reynt að sýna fram á í umfjöllun um Kaupþingsauglýsinguna Hugsum lengra með John Cleese, þá er fátt eða ekkert sem afhjúpar hugsunarhátt og gildismat nútímans jafn vel og auglýsingar. Menn eins og Roland Barthes hafa greint auglýsingar afbragðsvel og lagt til aðferðir sem nota má við það. Til að sporna við því að fólk sé stöðug undir sprengjuregni alls- kyns tákna í afkáralegu samhengi í auglýs- ingum, án þess að mega vera að því að greiða úr því, tel ég að fjölmiðlar mættu hafa auglýsingagagnrýnendur á sínum snærum. Þeir væru þá að fjalla um efni sem velflestir kannast við og margir hefðu áhuga á og væru ánægðir með að fá sund- urgreint fyrir sig að einhverju marki. Op- inber regluleg gagnrýnin umfjöllun um auglýsingar gæfi líka þau skilaboð að það væri ekki sjálfsagt að auglýsingar væru eini áróðurinn í opinberu rými sem hefði rétt á að ráðast að undirvitund fólks án nokkurs viðnáms. Sá réttur auglýsinga er óþarfa undirlægjuháttur við kapitalískt gildismat. Auglýsingagagnrýnendur gætu líka spornað gegn mjög slökum auglýsingum og opnað á umræðu um forvitnilegar auglýs- ingar eins og bæði John Cleese-auglýs- inguna og Júdasar Gnarr-auglýsinguna. Júdas Gnarr Eftir Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com K æmi ég utan úr geimnum, algerlega ófróður um ís- lenskt samfélag en þó þess umkominn að skilja íslenskt mál vegna þess hve langt ég væri kominn á þróun- arbrautinni, hefði ég án efa ályktað að ís- lensk stjórnvöld væru flækt í alvarleg átök. Og líka að átökin væru tvísýn og engin lausn á þeim væri í sjónmáli. Því í fjöl- miðlum sjást einkennisklæddir fulltrúar Ríkisins ítrekað í baráttu um yfirráð yfir almannarými íslenskra þéttbýlisstaða. Ýmsir minniháttar uppreisnarhópar láta líka til sín taka utan baráttusvæðisins, einkum þegar meirihluta vinnulýðsins er gefið frí frá skyldum sínum. En andófsöflin eru fyrirferðarmest þar sem almennarýmið er knappast. Og einmitt á frídögum grípa þau tækifærið og ráðast á táknmyndir Rík- isins og skipulags þess, líkt og bíla, rúður, ljósastaura og saklausa vegfarendur. Ríkið greiðir táknrænar bætur til fórnarlamb- anna og þessar bætur fara síhækkandi. Tala þeirra sem verða fyrir eigna- og sál- artjóni vegna átakanna hækkar stöðugt en um leið virðist sem raunverulegt umfang átakanna sé ekki að fullu ljóst og ýmsar tröllasögur ganga því manna á meðal. Til eru fræðimenn sem halda því fram að um- fang átakanna hafi í raun minnkað ef skoð- aðar séu fólksfjöldatölur og sýna fram á að bætt skrásetning ofbeldisáverka og meiri fjölmiðlaumfjöllun hafi magnað átökin í huga fólks. Hér sé með öðrum orðum mun- ur á veruleika og framsetningu veru- leikans. En við sem komum utan úr geimnum og erum sendiboðar frá Vetrarbrautinni vitum ekkert um það. Við horfum bara á fjöl- miðlana. Þar sýnist okkur að fyrir skömmu hafi orðið viss skil í átökunum. Eftir að Ríkið hafði í raun farið halloka í baráttunni komu tveir menn fram á sjónarsviðið sem hvor um sig ítrekaði lögmæti yfirráða hins opinbera yfir almannarýminu. Annar er lögreglustjóri, hinn er borgarfulltrúi. Sam- an takast þeir á hendur endurheimt al- mannarýmisins úr höndum uppreisnar- manna. Uppreisnarmenn helga sér einkum rými með þrennum hætti: 1) Þeir hópast saman í almannarýminu og ná þar með tök- um á því í krafti fjöldans. 2) Þeir brjóta og eyðileggja það sem fyrir verður eða brjóta glerflöskur og helga sér á þann hátt rýmið. 3) Þeir skilja eftir líkamsvessa, svo sem saur, þvag og uppsölur, á þessu sama rými og hafa með því móti komið í veg fyrir önn- ur afnot af því á meðan fulltrúar hins op- inbera endurhelga sér það ekki með þrifn- aði. Með sókn inn í raðir uppreisnarmanna hefur Ríkinu tekist á stuttum tíma, ef marka má frásagnir af veruleikanum, að hefta stjórnleysið. Átökunum er þó langt í frá lokið. En það er meinið. Það er ekki ljóst af fjölmiðlum hvert er raunverulegt lokamarkmið átakanna og það gildir um báða hópa. Annars vegar hafa uppreisnar- öflin mjög óljós markmið sem kristallast í því að yfirráð þeirra yfir rýminu eru stað- bundin og skammæ og þau tapa því nánast strax við sólarupprás. Uppreisnaröflin halda aðeins rýminu eina nótt í einu. Hins vegar virðist sem Ríkið sjálft sé í vafa um hvernig lokasigurinn líti út. Fulltrúar stjórnvalda virðast nefnilega vera hand- bendi stjórnar sem í raun vill ekki fulln- aðarsigur yfir óreiðuöflunum. Vildi stjórnin í raun sigur myndi hún gera eftirfarandi: 1) Kveða niður uppreisnaröflin með árás: táragasi, gúmmíkúlum, fjöldahandtökum og fjöldaréttarhöldum. 2) Koma á ströngu eft- irliti með almannarýminu sem kvæði á um að bæri á uppreisnarhegðun einhvers yrði sá hinn sami þegar „tekinn úr umferð“. 3) Öll jákvæð umfjöllun fjölmiðla um andrík- islega hegðun uppreisnarafla í almanna- rýminu yrði bönnuð með lögum. 4) Ríkið sæi til þess að allir þegnar þess sem kæmu saman á almannarýminu væru fluttir inn á það frá hvíldarsvæðunum utan þess og aft- ur til baka inn á hvíldarsvæðin. 5) Al- mannarýmið yrði skilgreint baráttusvæði með rúmar heimildir Ríkisins til að takst á við hvers konar óreiðu. Á hvíldarsvæðunum giltu hins vegar áfram eldri lög Ríkisins. Með þessu móti yrði á undraskömmum tíma hægt að vinna sigur yfir uppreisnar- öflunum, einfaldlega vegna þess að þau sjálf hafa ekkert skýrt markmið í baráttu sinni. Við Vetrarbrautargestir vitum nefni- lega það sama og margur erlendur gest- urinn af Jörðinni veit líka: Ef mannfjöldinn í miðbæ Reykjavíkur um helgar hefði það markmið að taka völdin gætu stjórnvöld aldrei stöðvað það. Ekki einu sinni með byssukúlum. Á meðal vor geisar stríð Morgunblaðið/Júlíus Uppreisnaröflin hamin „Það er ekki ljóst af fjölmiðlum hvert er raunverulegt lokamarkmið átakanna og það gildir um báða hópa. Annars vegar hafa uppreisnaröflin mjög óljós markmið sem kristallast í því að yfirráð þeirra yfir rýminu eru staðbundin og skammæ og þau tapa því nánast strax við sólarupprás.“ FJÖLMIÐLAR » Tala þeirra sem verða fyr- ir eigna- og sálartjóni vegna átakanna hækkar stöð- ugt en um leið virðist sem raunverulegt umfang átak- anna sé ekki að fullu ljóst og ýmsar tröllasögur ganga því manna á meðal. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.