Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 3
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
S
em táningur heillaðist
Tracy Chevalier af
ljóðum Williams Bla-
kes og málverkum
Jans Vermeers. Hrifn-
ingin jókst með ár-
unum þar til hún fann sig knúna til
að kynnast betur þessum merkilegu
persónum á bak við listaverkin. Hún
ákvað að besta leiðin til þess væri að
skrifa þær inn í skáldsögur. Í met-
sölubókinni Stúlka með perlueyrna-
lokk brá hún upp leyndardómsfullri
mynd af málaranum hollenska og
núna hefur enska skáldið og mál-
arinn William Blake öðlast líf í nýj-
ustu bók hennar Neistaflugi.
Reynsla og sakleysi
Sagan gerist í London árið 1792 á
þeim tíma sem William Blake er að
skrifa sinn þekkta ljóðabálk Songs
of Experience en nokkrum árum áð-
ur hafði hann gefið út ljóðabálkinn
Songs of Innocence.
„Þetta er skáldsaga sem skoðar
hugmyndirnar um sakleysi og
reynslu og ferðalagið þarna á milli,“
segir Tracy Chevalier. „Sagan segir
frá tveimur börnum sem eru ná-
grannar Williams Blakes, Maggý og
Jem. Maggý er Lundúnastúlka sem
hefur upplifað margt. Jem aftur á
móti flyst til London úr sveitinni og
er í hlutverki sakleysingjans. Sagan
fjallar um hvernig Jem fullorðnast
og öðlast reynslu og það hvernig
Maggý enduruppgvötar eigið sak-
leysi. Skoðað er hvort sakleysið og
reynslan séu raunverulegar and-
stæður eða hvort þessi fyrirbæri séu
óaðskiljanleg. Saga þeirra kallast
svo á við ljóðabálkinn sem William
Blake er að skrifa á þessum tíma,
Songs of Experience, og eldri ljóða-
bálk hans Songs of Innocence.“
Allar skáldsögur Chevalier gerast
að einhverju eða öllu leyti í fortíðinni
og bregða gjarnan upp nokkuð ná-
kvæmri mynd af hversdagslegu lífi
og umhverfi viðkomandi tíma. Það
er ljóst að mikil sagnfræðileg heim-
ildavinna liggur að baki hverri bók
hennar.
– Hefurðu alltaf haft áhuga á
sagnfræði?
„Nei, nefnilega ekki og ég lærði
ekki mikla sagnfræði í háskóla. Mín
fyrsta skáldsaga, The Virgin Blue,
er hálfpartinn samtímaleg og hinn
helmingurinn er sagnfræðilegur.
Upphaflega átti sagnfræðilegi þátt-
urinn að vera örlítill hluti sögunnar
en ég komst að því að mér fannst
miklu skemmtilegra að skrifa sagn-
fræðilegu kaflana en þá sam-
tímalegu. Þannig að í næstu bók,
Stúlka með perlueyrnalokk, tók ég
skrefið til fulls og hvarf að öllu leyti
inn í fortíðina. Í rauninni hefur það
komið mér svolítið á óvart að ég
skuli hafa farið þessa leið í skáld-
sagnargerð.“
Rannsókn sem vindur upp á sig
– Hvernig undirbýrðu skáldsögur
þínar?
„Yfirleitt þegar ég fæ hugmynd að
bók þá byggist hún á einhverri hug-
ljómun. Ég sá sýningu á verkum
hans í Tate-safninu í London árið
2001 en ég hef alltaf verið mikill
aðdáandi ljóða hans. Þegar ég virti
fyrir mér málverkin fannst mér að
hann hlyti að hafa verið geðveikur
eða á einhverjum eiturlyfjum. Ég
vildi virkilega komast að því hvort
það hefði verið tilfellið, hvort hann
hafi í raun verið geðveikur eða á lyfj-
um, og eina leiðin til þess, að mér
fannst, var að skrifa skáldsögu um
manninn. Og þannig varð hug-
myndin að bókinni til.
Það sama er að segja um Stúlku
með perlueyrnalokk en þegar ég sá
málverkið eftir Vermeer hugsaði ég
með sjálfri mér: „Af hverju er hún
svona á svipinn?“ Mig langaði til að
komast að því og þess vegna skrifaði
ég bókina. Þessar vangaveltur mínar
yfir verkunum urðu þá eins konar
upphafspunktur að skáldsögunum,“
segir Chevalier og heldur áfram:
„Þegar ég var að afla heimilda um
Blake ákvað ég að einblína á árið
1792 þegar hann var að semja ljóða-
bálkinn Songs of Experience. Þar af
leiðandi fór ég að leita uppi allar
heimildir sem ég gat fundið um
Lambeth á þessu tímabili, þar sem
Blake bjó, og jafnframt um London
og um England. Ég kynnti mér
sögulegt umhverfi Evrópu þessa
tímabils, einkum Frakklands, og las
mér til um byltinguna o.s.frv. Rann-
sóknarvinnan hefst þannig upp af
einum punkti og síðan vindur hún sí-
fellt upp á sig. Út frá þeirri vinnu bý
ég mér til myndir í höfðinu af húsinu
sem persónurnar búa í, af garðinum,
hverfinu, London þess tíma og þar
fram eftir götunum. Smám saman
fæ ég mynd af því hvernig hið hvers-
dagslega líf var á þessum stað og
tíma. Þetta er afar langt ferli en það
tók mig um ár að lesa mér til fyrir
þessa bók enda hefur verið skrifað
mjög mikið um Blake og um þetta
tímabil í Evrópu.“
Áhrifavaldar
– Að hverju hugarðu sérstaklega
þegar þú skrifar sögufrægar persón-
ur eins og Blake og Vermeer inn í
skáldsögurnar þínar?
„Það er svolítið vandaverk. Málið
er að í bókinni er William Blake alls
ekki í aðalhlutverki – hann er að-
allega í bakgrunninum. Maður verð-
ur engu að síður var við nærveru
hans og maður nemur hann í gegn-
um viðbrögð persónanna sem eru í
samskiptum við hann. Því er eins
farið með Vermeer í Stúlku með
perlueyrnalokk. Lesandinn kemst
aldrei inn í höfuðið á Vermeer og
veit þar af leiðandi aldrei hvað hann
er að hugsa. Lesandinn sér hann
alltaf í gegnum augu stúlkunnar. Ég
ákvað að mig langar ekki til að
skyggnast inn í huga þessara sögu-
frægu persóna því þá yrðu bæk-
urnar að ævisögulegum skáldsögum.
Og það er ekki beint þörf á þeim
enda nóg til. Það eru aftur á móti
ekki eins margar bækur til um það
hvernig þessar persónur höfðu áhrif
á fólkið í kringum sig. Ég reyni þar
af leiðandi að forðast að bregða upp
fullmótaðri mynd af þeim og fyrir
vikið verða þær svolítið leynd-
ardómsfullar. Leyndardómur þeirra
gerir þær sömuleiðis áhugaverðari,
sérstaklega í tilfelli Vermeers, en
það sem gerir hann einmitt svona
hrífandi persónu er þessi leynd-
ardómsfulla hlið hans.“
Blake og Björk
„Frá því ég var táningur hef ég verið
hrifin af verkum Williams Blakes en
ég var einmitt einnig mikill aðdáandi
Vermeers þegar ég var táningur.
Þannig að ég virðist skrifa töluvert
um það sem ég hreifst af sem tán-
ingur. Ég lærði bókmenntafræði í
háskóla og þar las ég ljóð Williams
Blakes. Svo þegar ég flutti til Lond-
on kynntist ég Blake betur en þar er
hann heilmikið „íkon“ og fólk talar
mikið um hann. Þegar ég síðan sá
málverkin hans í fyrsta skipti á
Tate-safninu náði hrifning mín há-
marki og mér fannst ég þurfa að vita
meira um hann.“
– Hvað er það við William Blake
sem heillar þig?
„Ég er mjög heilluð af því hversu
mikill sérvitringur hann var. Hann
var mjög á skjön við samfélagið og
fólk átti erfitt með að skilja hann.
Hans sótti áhrif sín úr alls kyns hug-
sýnum sem hann fékk, eins konar of-
skynjunum þar sem hann sá t.d.
engla, og hann var í miklu sambandi
við látinn bróður sinn. Hann sagðist
jafnframt hafa séð Guð þjóta inn um
gluggann hjá sér og öskra á sig þeg-
ar hann var fjögurra ára gamall.
Blake talaði um þessi atriði af mikilli
alvöru. Mér finnst það mjög
heillandi hversu trúr hann var þess-
um hugsýnum og hann freistaðist
aldrei til að gera verk sín aðgengi-
legri og meira heillandi fyrir fólk.
Hann fór algjörlega eigin leiðir. Mér
finnst sérstaklega áhugavert að
velta því fyrir mér hvort litið væri á
hann sem framandi sérvitring ef
hann væri uppi í dag en ég er nokk-
uð viss um að svo væri. Hann er ein
af þessum persónum sem tilheyra
engum ákveðnum tíma. Það er eins
með Björk. Ef hún myndi búa til
tónlist eftir 200 ár myndi fólki
ábyggilega þykja hún framandi og
eins ef hún hefði búið til tónlist á
dögum Williams Blakes. Að því leyti
minnir hún mig á Blake.“
Fólkið á bak við goðsagnirnar
Bandaríski metsöluhöfundurinn
Tracy Chevalier er stödd á Bók-
menntahátíð í Reykjavík en nýjasta
skáldsaga hennar Neistaflug kom
nýverið út í íslenskri þýðingu Sölva
Björns Sigurðssonar. Blaðamaður
hitti höfundinn og ræddi við hana
um sagnfræði, skáldskap, sérvitr-
inga og fleira.
Morgunblaðið/Kristinn
Sagnfræðileg Rithöfundurinn Tracy Chevalier fékk hugmyndina að skáldsögunni Neistaflug þegar hún var að virða fyrir sér málverk eftir William
Blake á sýningu í Tate-safninu í London.
» „Það eru aftur á móti
ekki eins margar
bækur til um það hvern-
ig þessar persónur
höfðu áhrif á fólkið í
kringum sig. […] Ég
reyni þar af leiðandi að
forðast að bregða upp
fullmótaðri mynd af
þeim og fyrir vikið
verða þær svolítið
leyndardómsfullar.“
Eftir Gauta Kristmannsson
gautikri@hi.is
Páll Baldvin Baldvinsson, sérstakur álits-
gjafi bókmenntaþáttarins Kiljan, var alveg
svellkaldur þegar hann var spurður út í
Bókmenntahátíðina sem nú stendur yfir og
gerði hann lítið úr þeim bókum sem eru að
koma út af því tilefni, það væri verið að
dúndra út þýðingum á „vönduðum sölubók-
menntum“, „skófla þeim út“ og að þýðingar
á bókmenntum væru „iðnaður niðurgreidd-
ur af skattfé“. Af þessum staðhæfingum
álitsgjafans mætti ætla að þýddar bækur á
Íslandi séu fremur lítilfjörlegar sölubók-
menntir sem greiddar séu að mestu af
skattfé borgaranna.
Þetta er svolítið skondið þegar staðhæf-
ingar hans eru bornar
saman við staðreyndir. Á
síðasta ári komu vissulega
út nokkrir reyfarar og
ástarsögur í þýðingu, en
þær bækur voru fæstar,
ef nokkur, styrktar af
Þýðingasjóði. Hins vegar
komu út klassískir höf-
undar eins og Jane Aus-
ten, Joseph Conrad, Mary
Shelley, Thomas Hardy,
Franz Kafka, Emily Brontë, Federico
García Lorca, François Mauriac og Nikolaj
Gogol; af nýrri höfundum má nefna Gabriel
García Márquez, Paulo Coelho, Paul Auster,
Philip Roth, Richard Brautigan og Ian
McEwan. Af höfundum fræðirita má nefna
Ágústínus, Immanuel Kant, Friedrich
Schiller, Konfúsíus, Pierre Bourdieu og Mil-
an Kundera.
Þegar litið er síðan til þess að Þýð-
ingasjóður, sem lagður var niður með lögum
um Bókmenntasjóð sem enginn veit enn
hvernig á að starfa, hafði heilar 12 milljónir
króna af skattfé á síðasta ári til að nið-
urgreiða „iðnaðinn“, sem vissulega styður
fjölmargar aðrar iðngreinar eins og hönnun,
umbrot, prentun og auglýsingar svo nokkuð
sé nefnt, þá verða fullyrðingar Páls Bald-
vins í meira lagi sérkennilegar. Ég er
hræddur um að þetta þætti mörgum auð-
manninum vera hreint smælki í risnunni hjá
sér, svo ekki sé talað um aðrar nið-
urgreiddar starfsgreinar. Til samanburðar
má nefna að launasjóður rithöfunda hefur
til ráðstöfunar 480 mánaðarlaun lektors við
háskóla til að greiða niður íslenska frum-
framleiðslu bókmennta og þótt það fé renni
ekki til útgefenda, þýðir það þó að þeir fá
yfirleitt bækur atvinnuhöfunda til útgáfu,
því markaðurinn hér stæði engan veginn
undir flórunni hér annars. Engum dettur
hins vegar í hug að tala um að verið sé að
dúndra eða skófla út iðnaðarbókmenntum
niðurgreiddum af skattfé þótt svona sé mál-
um fyrir komið. Það er eðlilegt að gerð sé
sú krafa til þeirra sem teljast álitsgjafar á
niðurgreiddum fjölmiðli þjóðarinnar að þeir
séu sæmilega upplýstir um það sem þeir
fjalla um.
Þýðingaiðnaður?
Páll Baldvin
Baldvinsson
Höfundur er þýðingafræðingur og formaður
Bandalags þýðenda og túlka.