Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 7 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Gestir á tónleikum bandarískatónlistarmannsins Prince fengu meira fyrir peningana en þeir bjugg- ust við á tónleikum hans í O2- tónleikahöllinni í Lundúnum á fimmtudaginn. Þegar Prince hafði verið klappaður upp einu sinni birtist enginn annar en breski tónlistarmað- urinn Elton John á sviðinu, áhorf- endum til mikillar gleði. Ekki hafði verið tilkynnt fyrirfram að Elton John myndi koma fram, en hann söng Bítlalagið „The Long And Winding Road“ með Prince, við mik- inn fögnuð viðstaddra. Að flutn- ingnum loknum féllust þeir félagar í faðma og Prince sagði svo við áhorf- endur: „Þið vitið hver þetta er – Sir Elton John!“ Í veislu í kjölfar tónleikanna hélt Prince svo áfram að spila gömul lög eftir aðra, en hann tók meðal annars „Come Together“ með Bítlunum og „Whole Lotta Love“ með Led Zep- pelin, en Zeppelin mun einmitt koma fram á tónleikum í O2-höllinni 26. nóvember næstkomandi.    Og talandi um tónleika Led Zep-pelin í Lundúnum, þá hefur breska tónlistartímaritið NME nú þegar gert lauslega könnun á heima- síðu sinni hvaða lög aðdáendur Zep- pelin vilja að sveitin spili á tón- leikunum. Í lang- efsta sætinu situr hið fallega „Sta- irway To Heaven“ sem gefur sterka vísbendingu um að þótt lagið sé mest spilaða lag sveitarinnar frá upphafi, og að sumra mati ofspilað, sé það enn vin- sælasta lag Led Zeppelin. Næstu lög á eftir eru „Kashmir“, „Since I’ve Been Loving You“ og „Rock And Roll“. Önnur lög sem nefnd hafa ver- ið til sögunnar eru „Whole Lotta Love“, „Dazed & Confused“, „Communication Breakdown“, „Black Dog“ og auðvitað „The Im- migrant Song“ sem hefst einmitt á orðunum „We come from the land of the ice and snow, from the midnight sun where the hot springs blow“, enda hljómsveitarmeðlimir nýbúnir að halda tónleika á Íslandi þegar þeir sömdu lagið.    Eddie Vedder, forsprakki banda-rísku rokksveitarinnar Pearl Jam, semur og spilar alla tónlist sem kemur fyrir í nýjustu kvikmynd leik- stjórans Seans Penns, Into The Wild, en plata með tónlistinni er væntanleg í versl- anir 29. október næstkomandi. Um er að ræða fyrstu sólóplötu Vedders, en hann og Sean Penn hafa verið góðir vinir í meira en áratug. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem þeir fara í samstarf með þessum hætti því Vedder samdi nokkur lög fyrir kvikmyndina Dead Man Walking sem Penn gerði árið 1995 auk þess sem hann gerði Bítla- lagið „You’ve Got To Hide Your Love Away“ að sínu fyrir kvikmyndina I Am Sam sem Penn lék í árið 2001. Kvikmyndin Into The Wild, sem byggð er á samnefndri bók eftir Jon Krakauer, er væntanleg í kvik- myndahús í Bandaríkjunum 9. nóv- ember næstkomandi. TÓNLIST Prince Led Zeppelin Eddie Vedder Elton John Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur findhelga@gmail.com Þegar The Low End Theory kom út haust-ið 1991 var hiphop að stórum hluta ennþáhörð partítónlist í anda N.W.A og PublicEnemy. G-Funk vesturstrandarinnar var enn ekki orðið að veruleika og áttu A Tribe Called Quest sér fáar fyrirmyndir úr samtíma sín- um. Með einfaldleikann að vopni tóku þeir upp plötu sem gerði þá að mótandi afli í yfirveguðu og hugsandi hiphopi. Sveitin starfaði frá árinu 1988 til 1998 og var The Low End Theory önnur plata þeirra. Lengst af var hún skipuð þeim Q-Tip, Phife Dawg og Ali Saheed Muhammad en auk þeirra störfuðu þeir Jarobi White og frændi Q-Tips, Consequence, með sveitinni um nokkurt skeið. Eitt af því sem gerir það svo skemmtilegt að hlusta á Tribe er meðferð þeirra á texta. Í fyrsta lagi vanda þeir orðavalið í samræmi við hrynjandi. Þeir troða ekki of mörgum orðum inn í línu og leyfa frekar fáum, en skýrmæltum, orðum að flæða yfir tónlistina. Þetta gerir það að verkum að nán- ast hver sem er getur skilið það sem þeir hafa að segja. Og þeir hafa frá mörgu að segja. Ekkert er yfir gagnrýni eða velþóknun þeirra hafið. Á glett- inn hátt segja þeir frá gildrum tónlistarbransans, þeir láta skoðanir sínar á stjórnmálum í ljós á vel upplýstan hátt auk þess að fjalla um t.d. nauðganir á mjög gagnrýninn hátt. Neytendamál eru þeim heldur ekki ókunnug því þeim dettur í hug að gera grín að loforðum í Duracell-auglýsingum, svo eitt- hvað sé nefnt. Samspil rapparanna Q-Tip og Phife Dawg er ansi skemmtilegt. Þeir eru með afar ólíkan stíl sem lýsir sér þannig að það sem Q-Tip mælir er eins og bráðið smjör, hann er ótrúlega leikinn rímna- smiður og kemur orðunum frá sér á sérlega þjálan, og jafnvel munúðarfullan hátt. Phife er einnig lip- ur en ungæðislegri í túlkun sinni. Hjá honum er auðveldara að finna gáska og jafnvel nokkra hörku, þótt þægileg sé. Saman hæla þeir stíl hvor annars og gera plötuna að því meistaraverki sem hún er. Það sem einkennir tónlistina á The Low End Theory er einna helst bassinn. Hann er mjög djassaður og minnir oft á það sem var að gerast í þeirri stefnu á sjöunda áratugnum. Trommutakt- urinn kemur úr allt annarri átt – hann er mjög klassískur fyrir upphaf tíunda áratugarins; snarp- ur og gengur í hringi til þess eins að stansa í ör- stutta stund þegar nýtt vers hefst. Bassinn ferðast með trommuleiknum og saman verður úr af- skaplega mjúkur en á sama tíma dansvænn taktur. Þetta er svo skreytt með laglínum á málmblást- urshljóðfæri sem fengnar hafa verið að láni hér og þar úr sögu tónlistarinnar. Á tímum þar sem hiphop fjallar af alltof miklu leyti um byssur, peninga og hórur er mikilvægt að muna eftir vönduðum tónlistarmönnum á borð við þá sem skipuðu A Tribe Called Quest. Þeir ruddu brautina fyrir þenkjandi listamenn á borð við Common, The Roots og Outkast. Viðhorf þeirra til tónlistar var listrænt og byggt á hefðum sem þeim tókst með leikni sinni að breyta að eilífu, án þess að týnast í peningaleit eins og svo margir lista- menn gera. A Tribe Called Quest gáfu út fimm plötur á ferli sínum en þær þrjár fyrstu eru óumdeilanlega best- ar. Midnight Marauders sem kom út á eftir The Low End Theory naut einnig mikillar hylli en get- ur líklega ekki talist til þess brautryðjendaverks sem Low End er. Á síðasta ári kom sveitin saman á ný og fór í tónleikaferð um Bandaríkin. Urðu aðdá- endur þá vonglaðir um að ný plata kæmi frá þeim en kunnugir segja að þeir skuldi plötufyrirtæki sínu eina í viðbót. Hugsandi brautryðjendur POPPKLASSÍK Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Þ ví var haldið fram einhverstaðar um daginn að hiphop væri dautt og þá vísað í hve sala á því hefur dregist saman vestan hafs. Nú er það svo að megnið af því sem selt er sem hip- hop á lítið skylt við tónlistarformið sem slíkt og réttara að kalla að popprapp. Á sama tíma og popprappið er að hrapa niður vinsælda- lista hafa komið út nokkrar framúrskarandi hip- hopskífur á þessu ári til að mynda, og ekki annað að merkja en innan formsins séu menn enn að glíma við orðin, hvort sem sagt er frá smádjöflum hið innra eða stórum fjöndum ytra. The Offering með Killah Priest, Finding For- ever með Common, Lightning Strikes með Aceya- lone, Situation með Buck65, Human the Death Dance með Sage Francis og nú síðast None Shall Pass by Aesop Rock. Allt framúrskarandi skífur, sérstaklega sú síðastnefnda sem hér er gerð að umtalsefni. Aesop Rock og Blockhead Aesop Rock, sem móðir hans nefndi Ian Matthias Bavitz, er Bandaríkjamaður, fæddur og upp alinn í New York. Hann byrjaði snemma að rappa, tók þátt í spunakeppnum í barnaskóla og í miðskóla var hann farinn að taka upp rímur og takta á fjög- urra rása tæki. Í miðskóla kynntist hann einnig Blockhead, helsta samstarfsmanni sínum í gegn- um árin, upptökustjóra og taktsmið, en að loknu miðskólanámi lagði Aesop stund á listnám með áherslu á málverk. Aesop byrjaði snemma að móta eigin stíl, þéttan þungan takt og þéttar þungar rímur, gjarnar svo snúnar og lyklaðar að erfitt var að greiða úr text- unum. Honum hefur verið lýst sem blöndu af Kool Keith og Del tha Funkee Homosapien, en hann hefur sjálfur lýst því svo að fyrstu árin í rappinu hafi hann ekki orðið fyrir neinum sérstökum áhrif- um frá öðrum en vinum sínum; menn hafi iðulega verið að metast og glíma, reyna að toppa hver ann- an, og alla jafna lítið spáð í það hvað aðrir voru að gera. Eftir því sem hann komst til vits og ára fór hann líka að hlusta á aðrar gerðir tónlistar en hip- hop, hætti að vera rappsnobbari, eins og hann orðar það, og núorðið sækir hann hugmyndir og innblástur í ýmsar áttir. Heimabrennt hiphop Fyrstu skífurnar settu þeir Aesop og Blockhead saman og tóku upp sjálfir og Aesop seldi síðan plöturnar á kvöldin og um helgar en á daginn vann hann sem þjónn á matsölustað og ýmsa verka- mannavinnu. Fyrsta platan, heimabrennd, var Appleseed, kom út 1997, og tveimur árum síðar kom önnur heimagerð skífa, Music for Earth- worms. Sú dugði til að vekja á pilt athygli og Mush-útgáfan bauð honum plötusamning sem skilaði skífunni Float árið 2000, en á henni skiptu þeir með sér töktunum Aesop og Blockhead. Float fékk góða dóma víðast hvar þó sumir hafi kvartað yfir því hve rímurnar voru flóknar og erf- itt að skilja myndlíkingar og orðafléttur. Einn af þeim sem hreifst af skífunni var El-P, öðru nafni Jaime Meline, upptökustjóri, lagasmiður og forð- um meðlimur Company Flow (sjá Funcrusher Plus). Þegar hér var komið sögu var El-P stofn- andi og eigandi hiphopútgáfunnar Definitive Jux, eða bara Def Jux, og bauð Aesop Rock útgáfu- samning. Að sögn Aesop réð það úrslitum með að hann tók samningnum að El-P hefur ekki fyrir sið að skipta sér af tónlist manna og textum. Samningurinn við Def Jux byrjaði á tólftomm- um en svo kom fyrsta breiðskífan, Labor Days, út haustið 2001. Taktar eru í höndunum á þeim fóst- bræðrum Aesop og Blockhead, en einnig leggur Omega One þeim lið í einu lagi. Textar eru allir eftir Aesop og því líkast samningurinn við Def Jux hafi blásið honum kappi í kinn, því þeir er hreint út sagt frábærir þó það þurfi talsverða yfirlegu til að skilja það sem fram fer (áður er þess getið að menn vilja gjarnan líkja Aesop við þá Kool Keith og Del tha Funkee Homosapien, en fyrir minn smekk minnir hann mest á snillinginn MF Doom á þessari skífu – sjá til að mynda besta lag plöt- unnar, The Tugboat Complex Pt. 3). Hylling vinnunnar Þema skífunnar er vinna, eins og nafnið gefur til kynna, og lög á henni eru hylling vinnunnar, verkamannavinnunnar, og launaþrælsins, hylling þeirra sem þrauka þó vinnan sé slítandi og erfið. Eitt besta lag á skífunni er reyndar um að láta draumana rætast, að gefast ekki upp í leit að list- rænni útrás þó stundum þurfi að fórna miklu til – hugsanlega eitthvað sem hefur verið Aesop of- arlega í huga þegar hann vann að skífunni á milli þess sem hann þjónaði til borðs eða vaskaði upp, enda hætti hann að vinna dagvinnu þegar platan kom út og hefur fengist við tónlistina eingöngu upp frá því. Labor Days var svo mögnuð skífa að erfitt hlaut að verða að fylgja henni á eftir og kom líka á dag- inn, því Bazooka Tooth, sem kom út 2003, er ekki eins góð þó hún sé framúrskarandi í sjálfu sér. Kannski ræður einhverju þar um að Aesop sér nú að mestu einn um taktana, Blockhead er ekki með nema í þremur lögum af fimmtán. Fyrir vikið eru skífan ekki eins sterk taktlega, of mikið um að menn séu að reyna að ganga framaf sjálfum sér, koma með flóknar lausnir á einföldum hlutum. Aesops rímur Rock Næstu mánuði og ár hafði Aesop greinilega í nógu að snúast því ný plata með honum, Fast Cars, Danger, Fire And Knives, kom ekki fyrr en 2005 og var ekki nema sjö laga stuttskífa. Þrátt fyrir það var hún himnasending – með í pakkanum á fyrstu útgáfunni var þykkur bæklingur, 88 síður, með öllum rímunum af Float, Labor Days, Day- light stuttskífunni, Bazooka Tooth og svo Fast Cars, Danger, Fire And Knives. Það var svo til að auka ánægjuna að lögin á skífunni voru fín, jafn- betri en á Bazoka Tooth, en þeir Aesop og Blocck- head eiga þrjú lög hvor og Rob Swift eitt. Næsta verk Aesops kom út óvæntri átt, því hon- um var falið að setja saman hlaupaskífu fyrir Nike og Apple í svonefndu Nike+iPod samstarfi. Af- raksturinn var 45 mínútna samfelld tónlist án rapps sem seld var í gegnum iTunes-verslun Apple fyrr á þessu ári. Fyrir stuttu kom svo þriðja Def Jux breiðskífa Aesop Rock, None Shall Pass. None Shall Pass var tvö ár í smíðum og er eins konar saga þeirra ára sem breyttu miklu í lífi Ae- sops eins og hann rekur söguna. Hann gifti sig á þeim árum og fluttist til Los Angeles, sem þótti stórmál í hiphopheiminum. Tónlistarlega er platan einkar vel heppnuð; Blockhead í fínu formi og lögin sem Aesop vélar um sjálfur líka mjög góð. El-P lætur líka til sín heyra og Rob Sonic og svo er gaman að heyra í „fjallageitinni“ John Darnelle í einu lagi, en Aesop hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Darnelle. Rímurnar sýna svo að Aesop Rock er í topp- formi, þéttur og snúinn sem forðum, magnaður textasmiður og fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana. Þéttur og snúinn Hiphop lifir góðu lífi eins og sannast á nýlegri skífu Aesop Rock, en hann ríður svo magnað rímnanet að fáir geta í sundur lesið. Kraftur Bandaríski rapparinn Aesop Rock.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.