Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 9
istaverðlaunin
voru tilnefndir til Sjónlistaorðunnar í lok maí og hljóta tveir þeirra ríkuleg verðlaun fyrir framlag sitt,
em hreppir fyrsta sæti í sínum flokki en þetta eru hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði myndlistar og
urðsson, fyrirtækið Nikita, Studio Granda og Össur hf. Hér eru hinir tilnefndu kynntir, Ragna Sigurð-
m hönnuðina.
Nikita-fataframleiðslufyrirtækið hefur þrátt fyrir ungan ald-
ur markað sér sess sem framsækið fyrirtæki á sviði lífsstíls-
hönnunar. Fyrirtækið er tilnefnt fyrir snjóbrettafatnað á kon-
ur en snjóbrettakonur hafa verið markhópur fyrirtækisins.
Fötin eru skreytt áprentuðu mynstri, innblásnu af myndmáli
brettakúltúrsins, sem er sterkur þáttur hönnunarinnar. Graf-
íkin er nýtt til fulls á listrænan hátt til þess að skapa lífs-
stílsímynd sem „klingir“ við markhópinn. Frumlegar og
djarfar lausnir í sniðum bera vott um tæknilega fagmennsku
og góðan skilning á samspili forms og skreytis sem mynda
sannfærandi heildarímynd í anda lífsstíls notendanna.
Fyrirtækið Nikita var stofnað árið 2000 af eigendumbrettaverslunarinnar Týnda hlekksins sem var starf-rækt í Reykjavík á árunum 1994-1999. Frá upphafihefur Heiða Birgisdóttir verið aðalhönnuður þess og
á fyrirtækið rætur að rekja til kvenfatnaðar í bretta- og götu-
tískustíl sem hún í byrjun saumaði í fáeinum eintökum á sig og
vini sína. Fötin vöktu athygli og eftirspurn innan hóps kvenna
sem samsamaði sig brettamenningunni og hófst framleiðsla
undir vörumerkinu Nikita í lítilli saumastofu á Húsavík árið
1997. Vinsældir urðu miklar og í kjölfar þess var stofnað fyr-
irtæki um vörumerkið Nikita árið 2000. Fyrirtækið er rekið af
ungu fólki sem hefur náð ótrúlegum árangri í markaðssetningu
fyrir sérhæfðan hóp neytenda og starfar enn að mestu leyti eft-
ir viðskiptaáætlun sem sett var saman við stofnun fyrirtæk-
isins. Nikita hefur hlotið fjölda viðurkenninga og alþjóðlega at-
hygli fyrir bæði hönnun og markaðssetningu og náð einstökum
árangri í því að standa undir væntingum viðskiptavina sinna.
Fyrirtækið hefur tekið þátt í alls kyns viðburðum og kynn-
ingum víðsvegar um heiminn og haft sem meginþema að hvetja
ungar stúlkur til þess að lifa lífinu lifandi, „to live an active lif-
estyle“, enda markaðssetur Nikita jafnt lífsstíl sem hönnun.
Vefsíða fyrirtækisins hefur víða hlotið lof fyrir að aðlagast
heildarímynd fyrirtækisins vel enda fjallar síðan ekki eingöngu
um hönnun og tísku heldur ýmsa viðburði og íþróttamót sem
tengjast brettamenningunni. Þessi úthugsaða samtenging við
menningu og lífsstíl brettaáhugafólks hefur verið einn helsti
lykill að velgengni fyrirtækisins. Nikita-vörur eru nú seldar í
1.500 sérverslunum í 30 löndum. Upphaflega var fatnaður Ni-
kita hannaður til daglegra nota fyrir snjóbrettakonur en á síð-
asta ári kom tilnefndur sjóbrettafatnaður á markaðinn hjá fyr-
irtækinu.
Morgunblaðið/Þorkell
Nikita „Frá upphafi hefur Heiða Birgisdóttir verið aðalhönn-
uður þess og á fyrirtækið rætur sínar að rekja til kvenfatn-
aðar í bretta- og götutískustíl sem hún í byrjun saumaði í
fáum eintökum á sig og vini sína.“
Innblásin af
myndmáli
brettakúltúrsins
Studio Granda er tilnefnt í annað sinn til Sjónlistarverðlauna,
nú fyrir tvær ólíkar byggingar. Annars vegar fyrir íbúðarhús
í sveit, Hof á Höfðaströnd í Skagafirði, og hins vegar viðbygg-
ingu við eldri byggingu, Vogaskóla í Reykjavík. Þótt bygg-
ingar þessar eigi ekki í eðli sínu margt sameiginlegt bera þær
þó báðar sterk höfundareinkenni – aðlögun bygginga að
nánasta umhverfi og því sem fyrir er. Báðar byggingarnar
eru hannaðar út frá góðum tengslum þess ytra við hið
innra, sem er túlkað með látlausu samspili efnis, forma og
byggingarstíls.
Arkitektastofan Studio Granda var stofnuð af MargrétiHarðardóttur og Steve Christer árið 1987. Á ör-skömmum tíma tókst þeim að marka djúp spor í ís-lenska byggingarlistarsögu með byggingum eins og
Ráðhúsi Reykjavíkur og húsi Hæstaréttar og um leið að skapa
sér sess á alþjóðlegum vettvangi. Verk þeirra hafa einkennst af
listrænu innsæi sem túlkað hefur verið á einfaldan og hógvær-
an máta þar sem viðfangsefnum er sýnd virðing með viðeigandi
tengslum byggingartækni, hönnunar, efnis og aðferða. Alúð er
lögð við smáatriði og að þau myndi formræna tengingu við
heildaryfirbragð verkanna. Natni við frágang og samsetningar
til þess að ná heildarsamræmi í rými er þeirra aðalsmerki.
Verk Studio Granda spanna vítt svið, allt frá einbýlishúsum
til samgöngumannvirkja. Studio Granda hefur einnig tekið þátt
í ótal samkeppnum og oftar en einu sinni hlotið fyrstu verðlaun.
Eins hefur teiknistofan tekið þátt í fjölmörgum sýningum og
samvinnuverkefnum með listamönnum. Hróður Studio Granda
hefur borist langt út fyrir landsteinana og fjallað hefur verið
um verk þeirra í virtum fagtímaritum og -bókum. Í viðbyggingu
Vogaskóla kemur fram góður skilningur á samspili við eldri
byggingu Einars Sveinssonar, sem hefur verið mótandi fyrir
umhverfið sem hún stendur í. Utan frá séð virkar viðbyggingin
sem áhugaverð viðbót við eldri byggingu þar sem mið er tekið
af formhugsun og almennri litanotkun höfundar eldri bygg-
ingar. Að innan er byggingin björt og opin og efnisval viðeig-
andi. Ekki er síður að finna björt rými í seinni tilnefningunni,
Hofi á Höfðaströnd, þar sem ytri hönnunin byggist á góðri að-
lögun að umhverfinu og innri rými verða sem hluti af heild með
næmu efnisvali og miklu útsýni þar sem náttúra og manngert
flæða saman.
Aðlögun bygg-
inga að nánasta
umhverfi
Morgunblaðið/Ásdís
Viðbyggingar Vogaskóla í Reykjavík „Í viðbyggingu Voga-
skóla kemur fram góður skilningur á samspili við eldri bygg-
ingu Einars Sveinssonar sem hefur verið mótandi fyrir um-
hverfið sem hún stendur í.“
Össur hf er tilnefnt fyrir gervifótinn PROPRIO FOOT. Fót-
urinn kom nýlega á markaðinn og er fyrsti fóturinn með
gervigreind sem líkir eftir hreyfingu venjulegs fótar og
gefur notendum nær eðlilegt göngulag. Fóturinn lagar sig
að breyttum aðstæðum og veitir notendum því meira ör-
yggi. Hann hefur gott notendaviðmót og er auðveldur í
notkun og ásetningu. Ekki er reynt að líkja eftir útliti
mannsfótar heldur reynt að laga hann sem allra best að
eðlilegum hreyfingum og viðbrögðum mannslíkamans þar
sem samspil tækni og efnismeðferðar koma saman í heild-
stæða hönnun.
Eitt helsta aðalsmerki Össurar hefur verið þverfag-legt samstarf sérfræðinga af ólíkum sviðum.Fyrirtækið hefur um langt skeið notið sérstöðumeðal fyrirtækja sem vinna eftir meðvitaðri hönn-
unarstefnu sem endurspeglast í ímynd fyrirtækisins. Össur
var stofnað árið 1971 sem lítið stoðtækjaverkstæði sem frá
upphafi hefur verið brautryðjandi á sviði stoðtækjafram-
leiðslu. Í dag er fyrirtækið orðið framsækið hátæknifyrirtæki
með markaðshlutdeild um víða veröld. Framleiðsla Össurar
byggist á íslensku hugviti og áralangri þróunarvinnu þar sem
virðing fyrir þörf einstaklingsins til sjálfstæðis er lögð til
grundvallar enda hafa einkunnarorð fyrirtækisins verið að
hjálpa fólki að njóta sín til fulls. Össur hefur lengi verið í
framvarðarsveit fyrirtækja á stoðtækjasviðinu og eitt af
stærstu fyrirtækjum á sínu sviði í heiminum. Þótt meg-
ináhersla hafi verið á nýsköpun, frumkvæði og tæknilega
virkni í hönnun fyrirtækisins hefur einnig verið litið til nýrra
tækifæra í útlitshönnun til þess að koma enn betur til móts
við þarfir og óskir neytenda. PROPRIO FOOT hlaut í ár virt
verðlaun, „The Medical Design Excellence Awards“, fyrir
framsækna og tæknilega hönnun sem sameinar verk-
fræðiþekkingu, tækni, hönnun og mannlegar þarfir þar sem
notendur komast enn nær því að geta aðlagast umhverfinu
eðlilega. Fóturinn hefur þegar verið notaður víðsvegar um
heiminn jafnt af fórnarlömbum stríðsins í Írak og Afganistan
sem af fótalausum sykursjúkum og gömlum stríðshetjum.
Með PROPRIO FOOT hefur Össuri enn einu sinni tekist að
vera frumkvöðull á sínu sviði, léð stoðtækjageiranum nýjar
víddir og fært fatlaða notendur gervifóta enn nær eðlilegu lífi.
Fótur með gervigreind
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Proprio Foot „Fóturinn kom nýlega á markaðinn og er fyrsti
fóturinnmeð gervigreind sem líkir eftir hreyfingu venjulegs
fótar og gefur notendum nær eðlilegt gönguleg.“