Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Side 10
10 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is R obert Löhr er lúmska týpan. Í bláa vindjakkanum sínum, hæglátur og kurteis, virkar hann ekki til stórræðanna; engin umfangsmikil líkams- tjáning, hann er ekki mann- gerðin sem básúnar á torgum. Samt hafa hug- myndir hans nú ratað til fólks í 21 landi og í ljós kemur að undir kyrru yfirborðinu er hann hæstánægður með það: „Já, bara það að fólk hafi fyrir því að lesa mann til enda er mikil gjöf. Mér finnst forréttindi að upplifa að fólk gangi beinlínis inn í ímyndunarafl mitt og hugsanir,“ segir Löhr um velgengni fyrstu skáldsögu sinnar, Skáktyrkjans, sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu Guðmundar Viðars Karlssonar. Frelsi skáldsögunnar Skáktyrkinn segir furðulega sögu vélmennis nokkurs, eins konar skákvélar, sem íbúar Vín- arborgar standa gapandi andspænis í lok 18. aldar. Uppfinningamaðurinn Wolfgang von Kempelen fer með tækniundur sitt vítt og breitt um Evrópu þar sem menn reyna hver um annan þveran að skáka og máta vélmennið – án árangurs og án þess að vita hvers kyns sjónhverfing hún er. Innan í vélinn er nefni- lega maður, dvergvaxinn Ítali, en auk þess að vera athyglisverð rannsókn á mörkum manns- andans er Skáktyrkinn sakamálasaga með hraðri atburðarás. Í grunninn byggist sagan á sönnum atburðum, því skákmennið var til, en á meðan „uppfinningamaðurinn“ lifði komst aldrei upp hvernig í pottinn var búið. „Ég leyfði mér talsvert frelsi við skrifin, því von Kempelen var í sannleika sagt ekkert áhugaverður maður í veruleikanum. Ég tók mér það bessaleyfi að krydda líf hans,“ segir Robert Löhr, sem í vikunni hefur lesið úr Skáktyrkjanum á Bókmenntahátíð í Reykjavík og svarað tilheyrandi spurningum. „Ég tók þátt í pallborði um sögulegar skáldsögur í dag, og þar sagðist Tracy Chevalier [höfundur Stúlku með perlueyrnalokk] ævinlega halda sig við sannanlegar staðreyndir sögutímans. Ég geri það ekki, því frá mínum bæjardyrum séð er frásögnin mikilvægari. Ef valið stendur á milli sagnfræðilegrar nákvæmni og skemmtilegrar framvindu vel ég síðari kost- inn.“ Löhr er þaulreyndur handritshöfundur fyrir sjónvarp, kvikmyndir og leiksvið og telur að handverk sitt mótist af því. Hins vegar séu skáldsagnaskrifin skemmtilegri að því leyti að höfundur bókar getur leyft sér það sem hann lystir. „Kvikmyndahandrit er 90 mínútna rammi, það er miklu strangara form – og í raun erfiðara, eftir á að hyggja. Samt var það þannig að ég lagði aldrei í að skrifa skáldsögu því ég hélt ég réði ekki við það. En nú hef ég uppgötvað að í bók getur maður látið atriði taka tífalt lengri tíma en í kvikmynd og enginn segir neitt. Handritshöfundar þurfa sífellt að verja verk sín og rökræða þau á vinnslutím- anum – rithöfundurinn er galvaskur einvald- ur.“ Lífið í kollhnís Raunar átti Skáktyrkinn upphaflega að vera kvikmynd. Löhr rakst á söguefnið þegar hann vann að háskólaritgerð í menningarfræðum: „Ég skrifaði ritgerð þar sem ég bar saman Blade Runner, kvikmynd eftir Ridley Scott, og gotneska, þýska skáldsögu frá 19. öld, Der Sandmann, eftir E.T.A. Hoffmann, þar sem ungur maður verður ástfanginn af stúlku sem reynist vera vélmenni. Í rannsóknarvinnunni rakst ég á söguna um skáktyrkjann og held satt að segja að hún hefði orðið að góðri bók í höndunum á öllum skáldsagnahöfundum. Dvergur sem situr inni í vél og teflir – þetta er bara svo frábær hugmynd.“ Löhr skrifaði fyrst kvikmyndahandrit í kringum hugmyndina – sem hvergi reyndist stemning fyrir. „Svo hitti ég af tilviljun bókaútgefanda sem spurði mig hvað ég væri að gera. Ég endursagði stuttlega handritið og þá stakk hann upp á því að ég sneri því yfir í skáldsögu.“ Það gerði Löhr og eftir að sagan seldist til Englands og Banda- ríkjanna fór hrina réttindasölu af stað – nú er Skáktyrkinn að koma út í Ísrael, í Tævan, á Ís- landi o.s.frv. „Nei, það er rétt, ég hefði ekki getað séð þetta fyrir. Samt er þetta allt fremur áreynslulaust og ágætt,“ segir Löhr um breyt- ingarnar á lífi sínu, en á sama tíma og hnatt- ferð bókarinnar hófst eignuðust Löhr og unn- ustan sitt fyrsta barn. „Ég hélt að það yrði erfiðara að skrifa með barnsgrát í bakgrunni, en það gengur fínt,“ bætir hann við kankvís, en foreldarnir nýbökuðu hafa verið saman heima fyrstu mánuðina. Löhr hefur ennfremur farið í nokkur ferða- lög vegna útkomu bókarinnar erlendis, en samhliða hefur hann einhvern veginn komið því við að skrifa nýja skáldsögu, Das Erlkönig- Manöver, sem var að koma út í Þýskalandi (og er til umfjöllunar á næstu síðu). Var ekkert erfitt að fylgja Skáktyrkjanum eftir? „Nei, ég fann aldrei fyrir pressu. Nýja bókin er líka af öðrum toga, hún er léttari og öll laus- ari í reipunum – ég vildi ekki gera framhalds- bók. Ég var líka öruggari með mig í nýju bók- inni, vissi hvaða gryfjur ætti að varast.“ Ein „gryfjan“ að hans sögn er mont. „Sumir höf- undar sögulegra skáldsagna vilja auglýsa hvað þeir eru vel að sér í efninu og leiðast því út í smáatriði sem skipta engu fyrir söguna. Ég geri það á nokkrum stöðum í Skáktyrkjanum, en það mun ekki koma fyrir aftur!“ Í þýsku pressunni er talað um Löhr beiti „hinni nýju, þýsku, léttu nálgun“ á söguleg efni, ekki ósvipað og Daniel Kehlmann og Leo- nice Swann, þótt Löhr telji sig sjálfur ekki til neinnar kreðsu og kynntist raunar ekki Ke- hlmann fyrr en nú í vikunni, í Reykjavík. En hann gengst að vissu marki við lýsingunni, segist myndu fella sig við merkimiða eins og „intellektúal afþreying“. En er Skáktyrkinn á einhvern hátt greining eða gagnrýni á samtímann, þótt hún sé sögu- leg. Til dæmis um vélhyggju og tæknitrú? „Já, ég held að svona saga komist ekki hjá því. Það má til dæmis lesa vélina sem eina, stóra myndhverfingu fyrir Netið. Allir nota það, og eru jafnvel háðir því, en enginn veit í raun hvernig það virkar. Á Google er hægt að fá niðurstöður leitar á 1,3 sekúndum, þá er bú- ið að leita í öllum heimsins upplýsingum sem tiltækar eru á veraldarvefnum. Hvernig er það hægt? Meira að segja pabbi, sem er prófessor í tölvunarfræðum, skilur ekki almennilega hvernig þetta virkar.“ Löhr segir að sumum þyki ótrúverðugt í sögu sinni hvernig fólk er látið trúa í blindni á blekkingu skákvélarinnar. „En það er einmitt það eina sem er hárrétt. Fólk trúði þessu. Al- veg eins og fólk trúir læknum og vís- indamönnum á okkar tímum sem reglulega er flett ofan af, eftir að þeir segjast hafa fundið lækningu við þessu eða dulinn mekanisma í hinu. Við viljum trúa því að sumir hlutir séu mögulegir.“ Löhr er kátur með að vera á Íslandi og tek- ur sérstaklega eftir því hvað hér er talað hlý- lega um Berlín. „Það kemur mér á óvart og fyllir mig stolti,“ segir hann. Litla fjölskyldan býr í suðurhverfinu Schöneberg. „Það var einu sinni svalasta hverfið í borginni, áður en múr- inn féll, en er nú kannski í, tja, fjórða sæti. Ég hef hugleitt að flytja í hina ofursvölu aust- urborg, en við nánari umhugsun held ég að ég passi ekki þar inn. Ég þyrfti alltaf að vera svo smart,“ segir Löhr og læsir að sér bláa vind- jakkanum. Við viljum trúa í blindni Morgunblaðið/Árni Sæberg Robert Löhr „En nú hef ég uppgötvað að í bók getur maður látið atriði taka tífalt lengri tíma en í kvikmynd og enginn segir neitt.“ Robert Löhr er einn af unga fólkinu sem sum- ir segja að hafi breytt andrúmsloftinu í þýsk- um bókmenntum, létt það. Hann er gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík og ræðir hér um skáldsögu sína Skáktyrkjann sem kom út í ís- lenskri þýðingu í vikunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.